Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 46

Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Hvort sem þú leitar að litríkri og fallegri brauðrist í eldhúsið, sterkbyggðri matvinnsluvél sem er afkastamikill hjálparkokkur við eldamennskuna, endingargóðri ryksugu gæddri nýjustu tækninýjungum eða glæsilegri kaffivél sem hellir upp á nýmalað og dásamlegt kaffi, þá erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Ísland er í dag ein- hæft auðlindahagkerfi og með uppgangi ferðaþjónustunnar hefur það orðið enn meira auðlinda- hagkerfi. Það sem fylgir slíkum hag- kerfum eru miklar sveiflur og óstöðug- leiki. Ástæðan fyrir þessu er að auðlinda- hagkerfi eru svo háð utanaðkomandi stærðum eins og heimsmarkaðsverði á olíu, alþjóð- legum straumum í ferðaþjónustu eða hreyfingu á fiskistofnum. Allt eru þetta þættir sem hafa minnt á sig undanfarið, loðnan gæti verið að færast úr lögsögu okkar út af kólnun sjávarstrauma, WOW féll og minnti okkur á hversu brothætt auðlindahagkerfið er og vaxandi áhyggjur eru meðal alþjóðlegra fjárfesta að við kunnum að vera að sigla inn í alþjóðlega efnahagslægð. Ísland kemur yfirleitt ekki vel út úr slíkum lægðum, þeim fylgir oft t.a.m. mikil verðbólga og vaxandi líkur eru á að einnig gæti fylgt töluvert atvinnuleysi en með upp- gangi ferðaþjónustunnar hefur lág- launa-þjónustustörfum fjölgað mik- ið. Er einhver von? Það eru þó fleiri stórir þættir sem hafa áhrif á hagkerfið okkar. Síðastliðin ár hefur mikil gróska verið í hátækni- og hugvitsgeiranum, sem er mikilvægur og sveiflujafnandi vöxtur fyrir íslenskan stöð- ugleika og lífsgæði.  Hugverka- og há- tæknifyrirtækjum (fyrirtæki sem byggja starfsemi sína fyrst og fremst á rannsóknum og þróun) hefur fjölg- að um 20% frá hruni. Þessi fyrirtæki mynda nú nýja fjórðu stoð í hagkerfinu sem er orðin á stærð við sjávarútveg þeg- ar kemur að vergri landsfram- leiðslu með um 7% hlut.  Á sama tíma hafa rekstrar- tekjur og framleiðsluverðmæti þessara fyrirtækja nær tvöfaldast.  Störf í hátækni- og hugverka- iðnaði eru nú um 13 þúsund en þetta eru eftirsótt hálaunastörf sem hafa einnig eina hæstu fram- leiðnina.  Upplýsinga- og tæknistörf veita t.a.m. að jafnaði 20% hærri laun en meðallaun á Íslandi.  Aukið R&Þ skilar sér gjarnan í mikilli framleiðniaukningu í öðr- um greinum, t.d. sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkutengdum iðn- aði. En vöxturinn hefur hins vegar ekki verið nógu hraður og þótt ís- lensk fyrirtæki hafi verið að hlaupa hratt í uppbyggingu þá hefur heimurinn að mörgu leyti verið að hlaupa hraðar. Það er hægt að orða þetta þannig að vopnakapp- hlaup sé í gangi í dag meðal háþró- aðra ríkja til að tryggja að há- tæknistoðin vaxi sem hraðast í hverju hagkerfi vegna þess að skilningur er á því að þetta sé lík- legasta stoðin til að bera uppi vax- andi útgjöld og aukna þróun í stórum lykilkerfunum eins og heil- brigðis- og menntakerfum. Eins og fram kemur að ofan hefur mikill fjöldi nýrra hátækni- og hugverka- fyrirtækja orðið til á undanförnum árum en ekki hefur gengið nógu vel að koma mörgum þeirra upp úr hinu erfiða vaxtarstigi í það að verða stöðug langtímafyrirtæki og burðarstoðir í íslensku atvinnulífi. Stjórnvöld hafa lagst í umfangs- mikla vinnu og samtöl við þessi fyrirtæki og íslenska frumkvöðla á undanförnum tveimur árum í tengslum við að smíða nýja ný- sköpunarstefnu sem kynnt var í október í fyrsta sinn í sögu lýð- veldisins. Í þeirri vinnu kom í ljós að helstu áskoranir sem við Íslend- ingar stöndum frammi fyrir í þess- um efnum eru aðgangur að vaxtar- fjármagni og sérfræðiþekkingu og öflugri hvatar til rannsókna og þróunar á stórum skala líkt og helstu samanburðarríki okkar bjóða. Í síðustu viku steig Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra, á svið á Tækni- og hugverkaþingi Samtaka iðnaðarins og tilkynnti stórsókn til að bregðast við fjár- magnsskortinum, fjárfestingarsjóð- inn Kríu. Kría mun byggja á form- úlu sem hefur náð miklum árangri erlendis við að efla vísis- og vaxt- arfjárfestingar og er markmiðið að auka líkurnar á að fleiri fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP geti orðið til, vaxið og dafnað á íslensk- um heimamarkaði. Kría mun hvetja fjárfesta til að tryggja að þetta gerist og er fram- lag stjórnvalda að koma til móts við fjárfesta sem uppfylla skilyrði um framangreinda uppbyggingu. En þetta var ekki eina skrefið sem Þórdís tilkynnti því einnig er stefnt að því að hækka þök lífeyrissjóða til að geta fjárfest í svona sjóðum úr 20% í 35%. Þetta skref er ekki síður mikilvægt þar sem lífeyr- issjóðirnir eru núna í vexti en það liggur fyrir að með vaxandi aldri Íslendinga og lækkun á fæðing- artíðni mun verða mikið álag á líf- eyriskerfinu og heilbrigðiskerfinu á næstu árum og áratugum. Enginn ber meiri ábyrgð á því að lífeyr- issjóðirnir, sem núna eru nettó- kaupendur að eignum, muni geta selt þær eignir og tryggt að hægt sé að reka þessi kerfi heldur en líf- eyrissjóðirnir. Lífeyrissjóðirnir bera þessa miklu ábyrgð vegna þess að þeir stýra yfirgnæfandi meirihluta fjármagns og fjárfest- inga á landinu, þeir eru í raun áttavitinn á hvernig fjárfesting- arlandslag okkar byggist upp. Í framangreindum efnum er vöxtur hátækni- og hugverkageirans al- gjör lykilbreyta og það þarf ekki að fjárfesta fyrir nema brotabrot af þeim næstum 5.000 milljörðum sem lífeyrissjóðirnir bera ábyrgð á til að margfalda líkur á að við get- um borið uppi þau lífsgæði sem væntingar eru til. Við erum því að stíga stór skref fram á við sem þjóð núna, en það skiptir öllu máli hvernig næstu skref verða framkvæmd. Það skipt- ir máli að stjórnmálamenn haldi áfram að stíga kröftug skref inn í framtíðina alveg eins og þeir gerðu þegar allir flokkar kusu með því að hækka þök vegna endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði, slík þök þarf að afnema eins og aðrar þjóðir hafa gert. Það skiptir máli að lífeyrissjóðir fjárfesti meira í framtíðinni og það skiptir máli að frumkvöðlarnir okkar byggi upp al- þjóðlega samkeppnishæf íslensk fyrirtæki. Þeir 1.500 milljarðar af hagvexti sem við sem þjóð þurfum að tryggja til ársins 2050 eru lík- lega einungis mögulegir með auk- inni samkeppnishæfni og vexti á sviði nýsköpunar og hugverka. Lífsgæðin okkar eru undir. *Tölur eru fengnar frá Hagstofu Íslands og Samtökum iðnaðarins. Hvernig getum við verið viss um að ekki fari allt á hliðina í næstu óvæntu sveiflu hagkerfisins? Eftir Tryggva Hjaltason » Við erum því að stíga stór skref fram á við sem þjóð núna, en það skiptir öllu máli hvernig næstu skref verða framkvæmd. Tryggvi Hjaltason Höfundur er formaður Hugverkaráðs og sat í stýrihópi stjórnvalda um mót- un nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.