Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
✝ Theodór Jóns-son fæddist í
Reykjavík 21.
ágúst 1929. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 19.
nóvember 2019.
Foreldrar Theo-
dórs voru Jón Ottó
Magnússon, f. 6.
okt. 1887, d. 4.
mars 1938, og Mar-
grét Magnúsdóttir,
f. 27. mars 1906, d. 23. nóv-
ember 1971. Systur Theodórs
eru Halldóra Edda Jónsdóttir,
f. 8. júlí 1933, gift Sigurði Þ.
Árnasyni, f. 15. mars 1928, og
Jóna Jónsdóttir, f. 4. okt. 1938,
gift Njáli Þorbjörnssyni, f. 27.
ágúst 1937.
Theodór var giftur Ernu
Rafn Jónsdóttur, f. 24. des.
1925, d. 9. janúar 2010, þau
slitu samvistir 1995. Börn
Theodórs og Ernu eru: 1) Mar-
grét, f. 1954, sambýlismaður
Margrétar er Ágúst Ingi Jóns-
son, f. 1951. Margrét var gift
Friðbert Pálssyni, f. 1951, þau
slitu samvistir 2002. Synir Mar-
grétar og Friðberts eru: a)
Guðmundur Páll, f. 1974,
kvæntur Sigurborgu Pálínu
Hermannsdóttur, f. 1972, synir
þeirra: Sævar Snær, f. 2007, og
Egill Arnar, f. 2009. b) Theo-
dór, f. 1981, kvæntur Guðrúnu
Höllu Hafsteinsdóttur, f. 1980,
synir þeirra: Leon Freyr, f.
2007, Hafsteinn Þór, f. 2009, og
Theodór Berti, f. 2018. Börn
Ágústar Inga eru Ólafur
Bjarki, f. 1979, og Anna Dröfn,
1965, þau eiga Hrafndísi Báru,
f. 2009. Börn Ottós eru Benjam-
in Otto, f. 1993, og Ólafur Arn-
ar, f. 1995. Guðbjörg Íris var
áður gift Halldóri Erni Svans-
syni, f. 1971, þeirra börn eru: a)
Marteinn Örn, f. 1991, í sambúð
með Dóróteu Arnarsdóttur, f.
1989, þeirra börn eru Marín
Rós, f. 2014, Melkorka Mist, f.
2014, og Ásta Sóllilja, f. 2017,
b) Bergþór Atli, f. 1999, er í
sambúð með Anitu Ciullo. 2)
Birna Sif, f. 1973, gift Guðjóni
Helga Ólafssyni, f. 1971. Börn
þeirra: a) Rannveig Ágústa, f.
1991, sambýlismaður Kristinn
Arnar Ormsson, f. 1991, dóttir
þeirra er Margrét Kría, f. 2018,
b) Egill Helgi, f. 1999, sambýlis-
kona hans er Þorgerður Sól
Ívarsdóttir, f. 1999, c) Sólveig
Lilja, f. 2004, d) Aðalheiður Sif,
f. 2008. 3) Sigríður María, f.
1977, gift Sigurjóni Birgissyni,
f. 1972. Börn þeirra: a) Sæunn
Júlía, f. 1998, b) Birgir Freyr, f.
2005, c) Atli Hrafn, f. 2007. 4)
Pálmi Þór, f. 1978, giftur Elínu
Guðmannsdóttur, f. 1977. Börn
þeirra: a) Embla Sif, f. 2003, b)
Þórdís Edda, f. 2011, c) Birnir
Magnús, f. 2014.
Theodór Jónsson fæddist í
Reykjavík en var átta ára gam-
all þegar faðir hans drukknaði
með færeysku skútunni Fossa-
nesi suður af Vestmannaeyjum.
Eftir slysið flutti fjölskyldan að
Auðkúlu við Arnarfjörð.
Um 10 ára aldur fór Theodór
að vitja grásleppuneta og sækja
sjó með Magnúsi afa sínum.
Sjórinn átti hug hans lengst af
starfsævinni. Sem unglingur
sótti Theodór bæði þorsk, síld
og smokkfisk í gjöfulan Arn-
arfjörðinn og var ungur að ár-
um meðal annars á Eldborgu
og Gylfa frá Patreksfirði.
Theodór lauk námi í Stýri-
mannaskólanum og fékk skip-
stjórnarréttindi vorið 1951.
Theodór réð sig til Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur um það
leyti sem nýsköpunartog-
ararnir komu til landsins og
varð stýrimaður á bv. Pétri
Halldórssyni RE 207 og varð
skipstjóri á Skúla Magnússyni
RE 202 og síðar Þorsteini Ing-
ólfssyni RE 206, en hætti störf-
um hjá Bæjarútgerðinni upp úr
1960. Togaraárin á sjötta ára-
tugnum voru Theodór eftir-
minnileg, en auk Íslandsmiða
veiddu togararnir á þessum
tíma við Austur- og Vestur-
Grænland og Nýfundnaland.
Um tíma var Theodór á síld-
arbátum og var síðan með ýmsa
báta, stóra og smáa, m.a. með
Kristján Guðmundsson frá Súg-
andafirði.
Um tíma ráku þau Erna sölu-
turn við Skólavörðustíg. Þá var
Theodór í nokkur ár stýrimað-
ur á flutningaskipunum Ísnesi
og Akranesi. Eftir að hann kom
í land starfaði hann meðal ann-
ars hjá Álverinu í Straumsvík,
Háskólabíói og ÁTVR. Eftir að
hafa stofnað heimili bjó Theo-
dór í Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfirði, Súgandafirði og
Mosfellsbæ.
Þau Sólveig hófu sinn bú-
skap á Tálknafirði árið 1999,
síðan lá leiðin til Selfoss þar
sem þau bjuggu þar til á síðasta
ári er þau fluttu í Mörkina við
Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Útför Theodórs fer fram frá
Langholtskirku í Reykjavík í
dag, 5. desember 2019, klukkan
13.
f. 1985, gift Guðna
Valberg, f. 1980,
þeirra dætur eru
Inga Bríet, f. 2013,
og Iðunn Ása, f.
2016. 2) Halldór
Jón, f. 1958, kvænt-
ur Ingibjörgu
Leifsdóttur, f.
1960. Börn þeirra:
a) Erna Rún, f.
1988, sambýlis-
maður hennar er
Jakob Krolykke Hólm, f. 1987,
þeirra börn eru Harpa Rakel, f.
2015, og óskírður drengur, f.
2019, b) Helgi Rúnar, f. 1990,
sambýliskona hans er Sigríður
Guðrún Elíasdóttir, f. 1989, þau
eiga Theodór, f. 2019. c) Hauk-
ur Örn, f. 1992, unnusta hans er
Áslaug Ýr Þórsdóttir, f. 1995.
3) Sigrún Edda, f. 1968, sam-
býlismaður Sigrúnar Eddu er
Karl K.Á. Ólafsson, f. 1963.
Dætur Sigrúnar Eddu eru: a)
Margrét Hulda Karlsdóttir, f.
1989, í sambúð með Inga Hrafni
Þórssyni, f. 1984, b) Rosalie Rut
Sigrúnardóttir, f. 2000. Börn
Karls eru: a) Kristín Björg, f.
1991, gift Friðberg Reyni
Traustasyni, f. 1990; þeirra
börn: Friðberg Davíð, f. 2013,
Ástrós Elía, f. 2016, og Harpa
Dagný, f. 2019, b) Helga Mar-
grét, f. 1993, c) Jóhann Karl, f.
1996, d) Ólafur Viðar, f. 1999,
e) Kristján Helgi, f. 2003.
Sambýliskona Theodórs er
Sólveig Júlía Baldursdóttir, f.
27. okt. 1941. Börn hennar eru
Atlabörn 1) Guðbjörg Íris, f.
1972, gift Ottó Sverrissyni, f.
Kvaddur er í dag kær sambýlis-
maður og minn besti vinur.
Takk, Teddi minn, fyrir allar
góðu stundirnar á Tálknafirði,
Selfossi og nú síðast í Mörkinni
þótt þú nytir þeirra síðustu ekki
sem skyldi.
Takk fyrir allar skemmtilegu
ferðirnar um vegi og vegleysur
fyrir vestan að leita að fjallagrös-
um eða tína ber. Við vorum
kannski svolítið stórtæk stundum
í berjatínslunni.
Takk fyrir veiðiferðirnar á
Litla Sæla þar sem ég átti alltaf
erfitt með að hætta að veiða.
Takk fyrir ferðirnar fyrir
Sléttanes. Ég minnist fyrstu ferð-
arinnar með Siggu og Sigurjóni
þegar þú komst með Sæunni til
mín á sokkaleistunum og settir
hana hjá mér við berjaþúfu. Önn-
ur ferð síðar með Birnu og Guð-
jóni þegar vegurinn var nánast
horfinn úr fjörunni og sjórinn sull-
aðist upp á bílinn en áfram hélstu
svolítið svalt. Börnin spurðu úr
hverju hann afi væri eiginlega
gerður.
Takk fyrir allar Kanaríeyja-
ferðirnar. Við ætluðum að fara
eina enn en því miður gekk það
ekki eftir. Ég sendi þér lítið ljóð í
staðinn:
Spor í sandi
Kenndu mér
að vera hljóðlát
í svörtum sandinum
þar sem sporin okkar
verða aðeins greinanleg
örskamma stund
en verða þar þó áfram.
Þar sem ég lærði
að elska
hljóðlát
í svörtum sandinum.
(Anna S. Björnsdóttir)
Hittumst á ströndinni hinum
megin og hver veit hvort ekki
verði tekið dansspor í sandinum.
Þín
Sólveig.
Kveðjustundin er komin,
stundin sem ég hef kviðið fyrir
næstum alla ævi. Litla pabba-
stelpan var alltaf áhyggjufull ef
það var vont veður þegar pabbi
var á sjó.
Stór og sterk sjómannshönd
hélt gjarnan þétt um litla stúlku-
hönd. Það var gjarnan farið á
höfnina, að kíkja um borð, hitta
kallana, fara í slippinn, einu sinni
jafnvel í sjórétt og fékk mikið
hrós. Hann tók upp á að kalla mig
Maggý. Endað á Hressó, fékk ís í
stálskál á fæti, súkkulaðisósa yfir.
Skildi ekkert í því að Teddinn fékk
sér bara kaffi, ekki ís!
Fann fyrir stolti pabba míns,
skipstjórans, sem ég hef alltaf litið
svo mikið upp til – nema á ung-
lingsárunum. Mikið rætt um fiski-
miðin, aflann, siglingar til útlanda.
Mackintosh og alls kyns gotterí
kom í kössum, fínir skór og föt.
Hljómflutningstæki voru keypt í
einni siglingunni. Louis Arms-
trong, Duke Ellington, Ella Fiz-
gerald, Elly og Raggi Bjarna voru
sett á fóninn, stillt hátt. Sungið
með. Hafði dúndrandi raddstyrk
sem nýttist óspart í brúnni og víð-
ar. Tókst jafnvel að fella hross um
koll með raddstyrknum einum
saman. Oft stjórnsamur, gat alveg
látið okkur krakkana hlýða með
augnaráðinu einu saman.
Sextíu og fimm ára samfylgd
skilur eftir sig hafsjó minninga.
Stórbrotinn karakter, fyrirferðar-
mikill, skemmtilegur og einstak-
lega hlýr. Stóð með mér í blíðu og
stríðu, var einstakur afi strákanna
minna, Palla og Tedda. Það var
dýrmætt fyrir fjölskylduna mína
að hafa afa og ömmu í sama húsi í
nokkur ár í Mos.
Átti sín erfiðu ár þegar hann
stjórnaði drykkjunni sinni ekki vel
en stóð uppi sem sigurvegari eftir
að hafa tekist á við vandann og
varð ennþá betri maður. Var einn-
ig stórreykingamaður en tók þá
ákvörðun þegar ég gekk með
nafna hans að hætta áður en hann
fæddist 1981. Gerði það með stæl!
Var alltaf stórtækur í meira
lagi á margvíslegum sviðum: Með-
an venjulegar vatnsslöngur nýtast
ágætlega til þrifa, þá notaði hann
helst háþrýstitæki, venjulegur
sápulögur var oft alls ekki nóg,
heldur klór! Hann tók sig til á vet-
urna og bræddi bílaplan og stéttar
við húsið með heitu vatni ... og
þannig má lengi telja. Allt frekar
stórt í sniðum. Mjög flinkur í mat-
seld og var höfðingi heim að sækja
og einstakt snyrtimenni, alveg
þangað til hann dó, það get ég
vitnað um.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar varðveitum minningar um
stórbrotinn pabba, afa og langafa
sem lifði það að eignast þrjá nafna,
fyrir það var hann afar þakklátur.
Síðustu árin notaði hann flest
tækifæri til að sýna okkur þakk-
læti og væntumþykju. Ég sendi
Sólveigu sambýliskonu pabba til
20 ára og fjölskyldu hennar hlýjar
samúðarkveðjur. Það var fallegt
að sjá væntumþykju þeirra í garð
pabba.
Faðmurinn hans var bestur af
öllu, hlýr, umvefjandi, stundum
stórkarlalegur en alltaf ómót-
stæðilegur, eins og hann sjálfur í
öllu sínu veldi. Sé hann nú taka
sjópokann sinn og fara brosandi
um borð í gullskipið sem hann sá í
draumi þegar pabbi hans drukkn-
aði þegar hann var á níunda ári.
Nú sigla þeir saman.
Kem til með að sakna hans alla
tíð. Ætla að hafa hann með mér í
hjartanu alla ævi.
Margrét Theodórsdóttir.
Teddi hafði sögur af sjónum á
hraðbergi. Báðum fannst okkur
þær skemmtilegri þegar sagt var
frá góðu fiskiríi. Stundum sagði
hann sömu söguna aftur í næstu
heimsókn. Varð bara betri við það.
Verst hvað fátt var fest á blað.
Um 60 ár liðin frá mestu æv-
intýrunum. Togaraárin sveipuð
bláma fjarlægðarinnar. Halamið,
Austur- og Vestur-Grænland.
Stundum um 50 karlar um borð og
nóg að hugsa um. Gengið í aðgerð
ef því var að skipta. Nýsköpunar-
togararnir bylting í atvinnulífi
þjóðarinnar.
Róður í Arnarfirði á unglings-
árum samt ein merkasta sjóferðin.
Drekkhlóð skektu afa síns svo
móðurforeldrunum á Auðkúlu
fannst nóg um. Ungur skipstjóri
sem bjargaði félaga sínum sem
féll útbyrðis á Vestfjarðamiðum.
Stakk sér bara á eftir honum í
kaldan sjóinn. Það kom ekki ann-
að til greina en að reyna. Hvor-
ugum varð meint af svo heitið
gæti.
Viðurkenndi að stundum hefði
lítið fiskast. Ekki alltaf drekkhlað-
ið skip. Þannig er jú lífið sjálft.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að vera samferð Tedda í
rúmlega áratug. Naut þeirra sam-
vista og dáðist að þeim eiginleika
hans að hrósa og hvetja. Sterk
hönd og hlýr faðmur. Þakka góð
kynni af heilum hug og góðleik í
minn garð og minna.
Í guðs friði.
Ágúst Ingi Jónsson.
Í dag kveð ég tengdapabba
minn til margra ára, Theodór
Jónsson.
Teddi var einstakur maður.
Maður sem hafið og sjómennskan
hafði meitlað. Hrjúf rödd en blítt
og fallegt hjarta.
Hann eyddi mestum tíma
starfsævinnar sem skipstjóri,
lengi hjá Bæjarútgerð Reykjavík-
ur. Hann sagði mér frá þeim tím-
um þegar mannekla var á togur-
unum og stundum þurfti að þvinga
ógæfumenn til skips og það kom
nokkrum sinnum fyrir að hann
þyrfti að fleygja sér í hafið á eftir
þeim til að bjarga þeim þegar
áfengisvíman bráði af þeim. Þessi
upplifun markaði stór og djúp
spor í líf hans.
Við áttum margar góðar stund-
ir saman, fyrst í Súgandafirði og
síðan í Reykjavík og víðar.
Ég fékk að fara með honum til
sjós og einnig fórum við stundum
saman í lax- og silungsveiði. Þetta
er ógleymanlegur tími. Stóri
sterki togaraskipstjórinn sem allt
gat og þekkti var tilbúinn að til-
einka sér fínlegu veiðiaðferðirnar
sem lax- og silungsveiði kallaði
eftir. Þar átti hann margar góðar
stundir, bæði með fjölskyldunni
og nánum vinum sínum.
Teddi eignaðist þrjú frábær
börn með Ernu konu sinni, sem er
látin fyrir allnokkrum árum. Á
seinni hluta ævinnar var hann svo
lánsamur að kynnast Sólveigu.
Þau áttu afar góðar stundir saman
og góða daga.
Þegar ég horfi til baka finnst
mér ég ekki bara vera að kveðja
tengdapabba og vin heldur mann
sem átti stóra og djúpa sögu í lífi
íslenska sjómannsins, sjómanns
sem oftast lét vinnuna ganga fyrir.
Þegar hann var á togurum Bæj-
arútgerðarinnar kom oft fyrir að
veiðitúrinn tæki sex til átta vikur.
Þetta þekkist varla í dag, sem bet-
ur fer. Í mörg ár var þetta hans
hlutskipti.
Nú er hann lagður af stað í sína
síðustu sjóferð, í þetta sinn móti
ljósinu.
Sólveigu, börnum hans og fjöl-
skyldu allri votta ég mína einlæg-
ustu samúð.
Þegar ég horfi til baka er ég
bæði glaður og þakklátur.
Góður Guð geymi minningu
Tedda. Með honum er stór per-
sóna gengin.
Friðbert Pálsson.
Í tuttugu ár hef ég átt að vini
Theódór Jónsson skipstjóra;
Tedda, eftir að leiðir hans og Sól-
veigar tengdamóður minnar fóru
að liggja saman.
Teddi fluttist ungur til móður-
foreldra sinna að Auðkúlu í Arn-
arfirði eftir að faðir hans fórst í
hafi og mér varð fljótt ljóst að
staðurinn sá var heimahöfn og
núllpunktur, þaðan voru strikin
dregin á sjókortum lífs hans,
reyndar mörg þeirra með kross-
punkt á Bíldudal þar sem heitir á
Jaðri. Teddi eyddi fleiri dögum
ævinnar en færri til sjós og byrj-
aði snemma, var afa sínum á Auð-
kúlu til aðstoðar á kænu hans við
veiðar og flutninga og minntist
þeirra daga með hlýju og gleði.
Teddi var sögumaður góður,
með afbrigðum minnugur og þótt
frásagnirnar færu stundum í ör-
litla króka til að geta komið að
þessum og hinum bátsmanninum
eða skipstjóranum frá gamalli tíð
var ætíð unun á að hlýða. Ég á eft-
ir að sakna þess að fá ekki eina
krassandi stórfiskiríssögu, frá því
fyrir vökulögin, yfir barmafullum
kaffifanti. Já, sá gamli skenkti æv-
inlega alveg upp að brún og út-
skýrði það þannig að í þröngum
bátsmessa þýddi ekkert að vera
að rápa endalaust í könnuna eftir
smáslettu. Ég skil svona lógík.
Þau Teddi og Sólveig hófu sína
sambúð vestur á Tálknafirði og
þegar þau fóru að horfa suður á
bóginn eftir framtíðarbúsetustað
fór ég með margar og langar
framboðs- og söluræður þess efnis
að hagstætt væri að flytja austur á
Selfoss og hvort sem þær höfðu
áhrif eða ekki varð það úr. Þau
keyptu vandað hús í Vallholti 43 af
foreldrum góðrar vinkonu okkar
Birnu og undu sér hið besta þar;
nóg pláss fyrir öll barnabörnin og
náttúrubarnið Sólveig fékk útrás
fyrir ræktunaráhuga sinn í
stórum garði.
Kveðjustundin er runnin upp,
hana flýr enginn. Í sumarlandinu
er örugglega spegilsléttur Arnar-
fjörður og þar siglir sá gamli frá
Tjaldanesi með byr í gaffalsegli,
keipar við stýrið og skimar eftir
því hvort fuglinn sé nú sestur á
straumskilin; „þá nefnilega tekur
hann, kall minn!“
Guðjón Helgi Ólafsson.
Þá hefur Teddi farið sína síð-
ustu sjóferð. Ég minnist þess þeg-
ar ég var að kynnast honum fyrir
um tuttugu árum að ég ávarpaði
hann sem Theodór. Hann leit á
mig og sagði, kallaðu mig bara
Tedda, síðan kallaði ég hann
Tedda, eins og aðrir.
Hann var fæddur í Reykjavík
en missti föður sinn ungur eða níu
ára gamall. Faðir hans var sjó-
maður og starfaði sem fiskilóðs á
færeyskri skútu sem fórst hér við
land með allri áhöfn. Þá flutti móð-
ir hans með börnin vestur í Auð-
kúlu við Arnarfjörð þar sem hann
ólst upp til fimmtán ára aldurs er
leiðin lá á sjóinn. Hann minntist
veru sinnar í Auðkúlu með hlýhug.
Hann hóf sína sjómennsku fjórtán
ára gamall á Eldborginni þar sem
móðurbróðir hans var skipstjóri.
Hann var frá unga aldri staðráð-
inn í að feta í fótspor föður síns.
Hann hafði aðeins eitt markmið
þegar hann fór á sjóinn. Safna
peningum til að geta farið í skóla
og menntað sig. Hann fékk skóla-
vist í Héraðsskólanum á Núpi í
Dýrafirði og lauk þaðan námi.
Þaðan lá leiðin í Sjómannaskólann
og lauk hann þaðan námi sem
stýrimaður með ágætum því
Teddi var góður námsmaður.
Að námi loknu lá leiðin til
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þar
stundaði hann sjómennsku á tog-
urum sem stýrimaður og skip-
stjóri um árabil. Teddi var ákaf-
lega fengsæll skipstjóri og vel
látinn af áhöfninni enda sanngjarn
og réttsýnn. Eftir veru sína hjá
Bæjarútgerðinni lá leiðin á minni
fiskiskip og endaði hann sinn sjó-
mannsferil á fraktskipum í nokkur
ár, má þar nefna Ísnesið sem hann
vitnaði oft í.
Teddi var sögumaður og hafði
ágæta frásagnargáfu. Það var allt-
af stutt í sögur af sjónum þegar
við hittumst og ávallt nýjar sögur.
Hann var alltaf skipstjóri þó hann
væri löngu hættur á sjónum, alveg
til dauðadags. Síðast þegar ég
hitti hann var hann að plana sum-
arið þar sem hann ætlaði að heim-
sækja mig í Loðmundarfjörð.
Hann hafði mikinn áhuga á að
fylgjast með því sem fólkið í kring-
um hann var að gera. Hann fylgd-
ist náið með búskapnum á Sléttu
og fékk um hann skýrslu haust og
vor.
Teddi fylgdist einnig vel með
þjóðmálum og hafði gaman af að
ræða um þau. Hann var sannur
sjálfstæðismaður lengst af ævi
sinnar, en undir það síðasta átti
hann ekki samleið með sínum
gamla flokki og var kominn inn á
miðjuna eins og svo margir aðrir.
Það var fyrir um tuttugu árum
sem Sólveig systir mín og Teddi
tóku upp sambúð. Fyrstu árin
bjuggu þau á Tálknafirði þar sem
honum bauðst vinna, þá kominn á
eftirlaunaaldur. Eftir nokkur ár á
Tálknafirði fluttu þau á Selfoss
þar sem þau keyptu sér einbýlis-
hús og áttu þar yndisleg ár og fal-
legt heimili. Þar kom ég oft þegar
ég átti leið um og einnig þess utan.
Alltaf fékk ég höfðinglegar mót-
tökur því Teddi var höfðingi heim
að sækja og alltaf var stutt í sögur.
Hann var eins og sagt er góður
kall. Ég er ekki í vafa um að litlu
börnin bæði hans megin og barna-
börn Sollu systur eiga eftir að
sakna hans því hann var barn-
elskur maður. Hans verður sárt
saknað.
Sendi mínar samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar, til þín Solla og
þinnar fjölskyldu og barna og
systkina Tedda og fjölskyldna
þeirra.
Einar Baldursson.
Kæri Teddi. Mig langar að
kveðja þig með einu af mínum
uppáhaldsljóðum. Þetta ljóð finnst
mér lýsa svo fallega æviskeiði
manns sem heldur alltaf í gleðina
og barnið í sér þrátt fyrir að árin
færist yfir. Þannig finnst mér þú
hafa lifað þínu lífi, alltaf stutt í
gleðina og hláturinn. Sjórinn og
ströndin átti svo stóran hluta af
þínu hjarta og við fengum að deila
því með þér. Farðu sæll, kæri
Teddi. Ég geymi síðustu orðin þín
til mín og kveð þig með þessum.
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tveir dökkklæddir menn
gengu fram hjá
og heilsuðu:
Góðan dag, litla barn,
góðan dag!
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvær ljóshærðar stúlkur
gengu fram hjá
og hvísluðu:
Komdu með, ungi maður,
komdu með!
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvö hlæjandi börn
gengu fram hjá
og kölluðu:
Gott kvöld, gamli maður,
gott kvöld!
(Steinn Steinarr)
Sigríður María Atladóttir.
Teddi eins og hann var ávallt
kallaður var einn af þessum mönn-
um sem ná til manns, skemmti-
legur, reffilegur, sterkbyggður og
glæsilegur maður með góða nær-
veru. Hann og pabbi voru perlu-
Theodór Jónsson