Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
vinir, þeirra vinskapur stóð um
sextíu ár og ekki minnist ég þess
að skugga hafi borið á þann vin-
skap nokkru sinni.
Ég kynntist Tedda þegar ég
var ungur drengur, þá bjó fjöl-
skyldan i Hafnarfirðinum, mér
eru sérstaklega minnisstæð slags-
málin þegar ég og Haddi sonur
hans vorum stanslaust að tuskast í
honum og hann pakkaði okkur
saman, en við risum upp jafnóð-
um, fórum í hann aftur og aftur,
en hann hafði greinilega gaman af
þessum glímum enda nautsterkur
og við höfðum auðvitað ekki roð
við honum. Hann var gríðarlega
handsterkur. Teddi stundaði sjó-
mennsku um langa hríð og það fór
ekki á milli mála að sjómennskan
átti huga hans allan, hann var al-
vöru jaxl hann Teddi.
Teddi kallaði pabba aldrei ann-
að en bróður sinn, sennilega vegna
þess að þegar aldurinn færðist yf-
ir urðu þeir keimlíkir. Einhverju
sinni var pabbi á spítala og ein-
ungis náskyldir fengu leyfi til að
heimsækja hann en Teddi mætti
að sjálfsögðu og sagðist vera bróð-
ir pabba sem var auðvitað ekki
rengt af hjúkrunarfræðingnum
því að það voru margir sem í raun
héldu að þeir væru bræður.
Menn hittast alltaf um síðir. Nú
eru þeir félagarnir sennilega að
spila og ræða málin, það hafa orðið
fagnaðarfundir hjá þeim vinunum.
Ég votta aðstandendum Tedda
innilega samúð. Hvíl í friði, minn
kæri.
Sævar Jónsson.
Theodór Jónsson var einstakur
maður. Hann var pabbi hennar
Margrétar, fyrrverandi sam-
starfskonu minnar, og bestu vin-
konu til fjöldamargra ára. Þau
feðginin voru afar náin og áttu ein-
stakt samband sín á milli. Þakk-
læti kemur upp í hugann, þakk-
læti fyrir að hafa kynnst þessum
kærleiksríka manni og fólkinu
hans fyrir um það bil 35 árum.
Upp í hugann koma dýrmætar
og skemmtilegar minningar; við
ásamt fullt af öðrum fjölskyldu-
meðlimum að mála, hann og
mamma Margrétar að koma fær-
andi hendi niður í skóla með ljúf-
fengar og fallegar jólasmákökur,
hann skellihlæjandi í leikhúsinu
og málefni líðandi stundar rædd
yfir kaffibolla; gjarnan á léttu nót-
unum. Hann að gleðjast yfir unn-
um sigrum barna sinna og barna-
barna. Hann að lifa lífinu og taka
stóran þátt í lífi annarra.
Í huganum hef ég afar skýra
mynd af pabba hennar vinkonu
minnar. Myndin er af stórum
manni með hlýtt og traust hjarta.
Hann hefur sterkar hendur og
hlýjan faðm. Hann er með mikla
rödd, með blik í augum, brosmild-
ur og hlær hátt. Hann er hjálp-
samur og umhyggjusamur. Hann
er dugnaðarforkur. Fjölskyldan
er honum allt. Þetta er mynd af
manni sem gott var að tala við í
trúnaði, manni sem mundi tímana
tvenna og var umfram allt góður
drengur.
Nú þegar kveðjustundin er
runnin upp trúi ég að Theodór hafi
verið hvíldinni feginn. Hann var
búinn að standa sína vakt; til sjós
og lands, með sóma og gat með
stolti litið yfir farinn veg.
Elsku Margrét og þið öll, við
Sigfús vottum ykkur innilega
samúð og vitum að minningin lifir
í hjörtum ykkar.
Guð blessi minningu Theodórs
Jónssonar.
María Solveig Héðinsdóttir.
Ungum manni er sýnt mikið
traust. Hann siglir skipi sínu um
fjarlæg mið til að draga björg í bú.
Það er allra veðra von. Það gerir
fárviðri og það hleðst ísing á skip-
in á miðunum. Unga manninum
tekst að sigla skipi sínu úr kalda
sjónum í hlýrri sjó þar sem veðrið
er það sama en skipið heldur sjó
og tekur ekki á sig ísingu. Að lok-
um siglir ungi maðurinn skipi sínu
öruggur í höfn.
Síðar siglir maðurinn um miðj-
an aldur sálarfleyi sínu í strand.
Þegar hann nær landi hittir hann
fyrir annan strandkaftein. Báðir
sigldu fleyjum sínum heilir í höfn.
Með þessum mönnum tókst vin-
átta sem stóð í full 30 ár. Stundum
var fjörður á milli. En aldrei slitn-
aði vinar- og hugarþelið.
Nú hefur skipstjórinn siglt fleyi
sínu inn í eilífðina, inn í fegurð
himinsins.
Ég þakka skipstjóranum vin-
áttuna. Verði hann guði falinn.
Megi minningin um skipstjór-
ann heiðrast í vitund þinni.
Vilhjálmur Bjarnason.
Fyrsta minningin um Theodór
Jónsson, Tedda, er frá því ég lík-
lega um fjögurra ára aldur er að
flytja honum einhverjar merkileg-
ar fréttir um kartöflu þar sem ég
stóð við tröppurnar á Hlunnavogi
10. Orðið „kartafla“ vafðist fyrir
þeim stutta og man ég að Teddi
brosti góðlátlega að talæfingunni,
en klapp á kollinn og hughreyst-
ing fylgdi sem auðveldaði að vinna
úr tungubrjótnum.
Teddi var hluti af stórum vina-
hópi foreldra minna heitinna sem
myndaðist með frumbýlingum í
Hlunnavogi 10 og 12 í Reykjavík á
sjötta áratug síðustu aldar. Þar
hóf þetta ágæta fólk ungt búskap
sinn en fjölskyldurnar stækkuðu
hratt og örugglega og þrengdist
því eðlilega um í húsi hjá sumum.
Þannig liðu ekki mörg ár þar til
fjölskyldurnar fóru að sundrast í
búsetu en vinaböndin voru tryggð
fyrir lífstíð. Við börnin nutum auð-
vitað góðs af samskiptunum við
þetta góða fólk og hvert við annað,
ýmist á heimilum okkar, í sumar-
húsum, veiðiferðum eða ógleym-
anlegum útilegum innanlands.
Það er ekki laust við að manni
finnist að þessar minningar verði
dýrmætari með árunum og fyllist
þakklæti fyrir að hafa verið hluti
af þessum einstaka hóp.
Þrátt fyrir að hafa ekki um-
gengist Tedda þannig að rétt væri
að segja að hann hefði verið hluti
af daglegu lífi mínu finnst mér
alltaf að hann hafi verið mér í
ákveðinni merkingu nálægur.
Kannski var hluti skýringarinnar
að hin síðari ár talaði hann oft um
pabba sem „bróður“ sinn sem
fljótt varð gagnkvæmt hjá þeim
vinunum. Þeir voru ekki alveg
ólíkir í útliti en líklega var þetta
fyrst og fremst vitnisburður um
einlæga vináttu þeirra. Viðbrögð
Tedda við jarðeplatalinu, sem áð-
ur er getið, varð vísir að því við-
móti sem hann sýndi mér alla tíð,
allt til síðasta samtals sem við átt-
um degi eftir 90 ára afmælisdag
hans síðsumars. Þá bar hann sig
vel að vanda, afskaplega þakklát-
ur fyrir hlutskipti sitt í lífinu,
minnugur á eldri tíma og einlægur
sem fyrr, en eðlilega var aldurinn
svolítið farinn að kroppa í þennan
sterka mann. Í öðru símaspjalli
okkar var mér sérstaklega ljúft að
heyra ferðalýsingu hans á Anfield
í Liverpool, en þangað hafði hann
þá nýlega sótt knattspyrnuleik
með sínum nánustu og hafði aug-
ljóslega notið hverrar mínútu.
Frásögnin var lifandi eins og
vænta mátti en öll var hún jafn-
framt til vitnis um það hversu
mjög hann elskaði fjölskyldu sína
og hvað hún hefði fyllt hann stolti
og þakklæti í gegnum tíðina.
Teddi hafði sterka og hljóm-
fagra rödd sem virkaði alltaf mild,
enda minnist ég ekki annars en að
hún hafi jafnan tjáð jákvæðni og
hressleika. Get rétt ímyndað mér
að þessi hljómmikla rödd hafi
gagnast skipstjóranum Tedda vel,
t.d. þegar gaf á bátinn og koma
þurfti skilaboðum til áhafnar á
dekki.
Teddi hafði góða nærveru og
fannst mér ég ávallt njóta vænt-
umþykju hans. Fátt er manni gef-
ið verðmætara og ég vona innilega
að mér hafi auðnast að endur-
gjalda að einhverju leyti þá tilfinn-
ingu.
Blessuð sé minning Theodórs
Jónssonar.
Ólafur Haukur
Jónsson.
✝ Arnþóra Hall-dóra Sigurðar-
dóttir (Adda) fædd-
ist í Reykjavík 25.
september 1925.
Hún lést á Land-
spítalanum 25. nóv-
ember 2019. For-
eldrar hennar voru
Kristrún Krist-
geirsdóttir verka-
kona, f. 20. apríl
1892 á Nesjum í
Grafningi, d. 1. feb. 1986, og
Sigurður Jónsson ölgerð-
armaður, f. 15. mars 1892 á
Akranesi, d. 13. janúar 1977.
Systkini Arnþóru voru: Jón Har-
aldur, f. 20. jan. 1920, d. 31.
mars 1951, Sigurður Þórir, f. 23.
okt. 1921, d. 18. feb. 1942 og
Auður, f. 23. sept. 1924, d. 7.
apríl 2005.
Hinn 1. desember 1956 gengu
Adda og Bjarni J. Bjarnason
klæðskeri, f. 27. okt. 1928 í
Reykjavík, í hjónaband. Bjarni
er sonur hjónanna Halldóru Jó-
hönnu Sveinsdóttur húsmóður,
f. í Reykjavík 28. nóvember
1895, d. 26. janúar 1984 og
Bjarna Jónssonar,
f. í Reykjavík 3.
júní 1889, d. 31.
desember 1974,
lengst af skipstjóra
á skipum Eimskipa-
félags Íslands.
Adda og Bjarni
eignuðust dótt-
urina Auði, f. 14.
september 1965,
sem er gift
Tryggva Hafstein,
f. 21. júlí 1965 og þeirra sonur
er Bjarni Þór Hafstein, f. 11.
febrúar 2000.
Adda ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur. Ung að árum hóf
hún störf í verslun og starfaði
alla tíð sem verslunarkona í
Reykjavík, lengst af í tísku-
vöruversluninni Gullfoss. Adda
og Bjarni ráku í félagi við systur
Öddu, mágkonu og bróður
hennar verslunina Dragtina á
Skólavörðustíg ásamt sauma-
stofu um árabil.
Útför Öddu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 5. desember
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
Ástkær tengdamóðir mín,
Adda, er látin.
Það er óhætt að segja það að
maður velur sér vini og maka en
ekki foreldra, skyldmenni eða
tengdaforeldra. Lánið lék við mig
þegar leiðir okkar Auðar, einka-
dóttur Öddu og Bjarna, lágu sam-
an fyrir tæplega 30 árum. Betri
og samrýndari hjón er erfitt að
finna, gagnkvæm ást, virðing og
væntumþykja skein af þeim hvar
og hvenær sem var.
Adda var Reykvíkingur í húð
og hár, fæddist og ólst upp í mið-
bænum og bjó í Reykjavík alla tíð.
Hún var yngst fjögurra systkina.
Þegar Adda var um fimm ára
gömul skildi leiðir foreldra henn-
ar og systkinin ólust upp hjá móð-
ur sinni sem var verkakona í
Reykjavík. Þetta fjölskyldu-
mynstur hafði sterk áhrif á Öddu
og hafði mótandi áhrif á allt henn-
ar lífsviðhorf. Réttlæti, jafnrétti,
ósérhlífni, kærleikur og um-
hyggjusemi voru hennar gildi í líf-
inu. Öddu var sérstaklega um-
hugað um þá sem næst henni
stóðu og fylgdist hún vel með og
spurði reglulega frétta af fjöl-
skyldu og vinum og lagði sitt af
mörkum við að treysta fjölskyldu-
böndin og rækta samband.
Adda var snillingur þegar kom
að veisluhöldum, hún var einstak-
lega smekkleg og handbragð
hennar leyndi sér ekki, enda yf-
irleitt fengin á heimili okkar til að
setja punktinn yfir i-ið þegar mik-
ið stóð til. Fyrir vikið varð allt
glæsilegra.
Adda hafði einstaka frásagnar-
gáfu og gott minni. Hún sagði frá
löngu liðnum atburðum á þann
máta að þeir voru sem ljóslifandi
fyrir þeim sem á hlustuðu. Adda
og Bjarni kunnu svo sannarlega
að njóta lífsins á hverju æviskeiði,
það þurfti ekki mikið til, göngu-
túrar, bíltúrar og samverustundir
með fjölskyldu og vinum gáfu líf-
inu gildi.
Adda var ávallt glöð og kát, já-
kvæð með dillandi og smitandi
hlátur sem tekið var eftir. Hún
var hreinskilin, átti sérstaklega
auðvelt með að halda uppi sam-
ræðum við hvern sem er og hafði
þægilega nærveru, hún hafði
ákveðnar skoðanir á málefnum og
fylgdi sínum skoðunum vel eftir.
Adda starfaði í verslun allan
sinn starfsferil, hún hafði gaman
af fólki, fallegum flíkum og hlut-
um, fylgdist vel með tísku og tíð-
aranda og sölumennska var henni
í blóð borin. Hún átti sérstaklega
auðvelt með að ráðleggja við-
skiptavinum af heilum hug og um-
gangast þá á þann hátt að þeim
liði vel í návist hennar. Hún átti
tryggan og góðan viðskiptavina-
hóp. Lengst af starfaði hún í
tískuvöruversluninni Gullfoss, en
þau Bjarni ráku um árabil eigin
tískuvöruverslun, Dragtina, og
saumastofu í félagi við aðra í fjöl-
skyldunni.
Þegar starfsævi Öddu lauk
helgaði hún sig fjölskyldunni og
heimilinu enn frekar, sonur okkar
Auðar, Bjarni Þór, fékk óskipta
athygli hennar. Engillinn, eins og
hún kallaði hann ávallt, var henni
afar kær. Hún og Bjarni voru
fyrstu dagforeldrar Bjarna Þórs
og þar kom ást og umhyggjusemi
Öddu enn betur í ljós. Amma
Adda og Bjarni Þór voru góð sam-
an, þau spiluðu mikið saman á
spil, fyrst var það ólsen-ólsen,
seinna meir rommý og vist og
auðvitað gat stráksi platað ömmu
í fótbolta, hún gerði allt fyrir
hann. Þau Bjarni voru ávallt til
staðar fyrir okkur fjölskylduna.
Það eru mikil forréttindi og
ómetanlegt fyrir okkur að hafa
búið við ást og væntumþykju
Öddu. Hún var engum lík.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Takk fyrir allar yndislegu sam-
verustundirnar, elsku Adda mín.
Minning þín lifir með okkur.
Tryggvi Hafstein.
Elsku amma mín, Adda, er lát-
in. Hún var sterkur persónuleiki,
jákvæð, hlý og yndisleg mann-
eskja. Amma var ávallt tilbúin að
ræða við mig, hlusta og styðja
með ráðum og dáð. Velferð mína
vildi hún sem mesta og lagði ríka
áherslu á að ég myndi mennta
mig og efla mig í því sem ég hefði
áhuga á. Uppgjöf var ekki til í
orðabók ömmu, erfiðleikar væru
til að sigrast á og brosandi ætti
maður að takast á við lífið, það
skiptust alltaf á skin og skúrir.
Amma gaf mér gott veganesti inn
í framtíðina, hún brýndi fyrir mér
að sýna heiðarleika og dugnað í
verki, treysta á sjálfan mig og
ekki síst að vera góður maður. Ég
mun sakna Öddu ömmu enda-
laust.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allar yndislegu sam-
verustundirnar og gleðina og
hlýjuna sem þú veittir mér. Ég
veit að þú fylgist með mér úr
fjarska.
Minning þín er mér ljóslifandi,
hvíl í friði. elsku amma mín.
Bjarni Þór Hafstein.
Þegar litið er um öxl og lífið
skoðað festist hugurinn við ein-
stakar konur og menn og atburði
sem á einhvern hátt hafa haft
áhrif. Adda uppáhaldsfrænka mín
sem nú er fallin frá er ein af þeim
sem eru ofarlega í huga, sérstak-
lega þegar komið er að þeim
krossgötum sem nú er staðið á.
Hún hefur verið hluti af lífi mínu
svo lengi sem ég man. Hún var
sterk, dugleg, skynsöm, trygg-
lynd og blíð kona sem lagði sig í
framkróka um að halda fjöl-
skyldusögunni í fortíð og nútíð til
haga þannig að við vissum hvaðan
við komum. Í raun er það svo að
án uppfræðslu Öddu væri þekk-
ing mín á skyldmennum í föður-
ætt takmörkuð og ég því mun fá-
tækari um vitneskjuna um hver
ég er. Við vorum systkinabörn,
pabbi minn og mamma hennar,
Kristrún, voru systkini. Á milli
systkinanna voru sterk bönd, svo
sterk að þegar mamma mín og
pabbi ákváðu að gifta sig upplýsti
pabbi mömmu um að börn Krist-
rúnar væru sem hans eigin börn.
Samhugur var því mikill.
Adda giftist Bjarna, þessum
öðlingi. Fá hjón ef nokkur hef ég
þekkt sem eru samrýndari en
þau, full virðingar og elsku hvort
fyrir öðru. Heima hjá mér er það
þannig að þau eru alltaf nefnd
saman, Adda og Bjarni: Adda og
Bjarni hringdu, Adda og Bjarni
komu í heimsókn o.s.frv. Og svo
kom Auður, sem nú tekur við
hlutverkinu sem uppáhalds-
frænka mín.
Margs er að minnast en þó
mest velvildar og vináttu Öddu í
minn garð og minna. Sumar-
kvöldin þegar ég var lítill og Adda
og Bjarni komu í heimsókn, ég úti
að leika mér í miðjum leik með fé-
lögunum en hætti og fór inn til
þess að vera með. Það var spjall-
að, hlegið, drukkið kaffi, borðaðar
kökur, spilað á spil og alltaf var
samveran góð og stóð lengi.
Heimsókn til Öddu og Bjarna í
Granaskjól, Hvassaleiti, Breið-
holt og Miðleiti, þessi ótrúlega
fínu og hlýlegu heimili sem báru
þeim sem þar bjuggu frábært
vitni, marengstertan, ostabotninn
og súkkulaðitertan með kaldri
mjólk, maður lifandi var hægt að
biðja um meir. Umhyggjan og
velvildin þegar pabbi féll frá þeg-
ar ég var tíu ára, göngutúr út á
Álftanes þar sem ég synti í sjón-
um í fyrsta sinn og gamlárs-
kvöldin með flugeldum og gleði.
Áhugaverð og upplýsandi sam-
vera og símtöl við Öddu í gegnum
lífið og fram á það síðasta eru
hluti af lífsmynd minni sem ekki
gleymist og er mér og mínum
mikilvægt.
Við Þóra og börn okkar kveðj-
um Öddu með söknuði og þakk-
læti. Við vottum Bjarna, Auði,
Tryggva og Bjarna yngri okkar
dýpstu samúð. Guð blessi Öddu.
Ágúst Þór Jónsson.
Fyrir rúmum sjötíu árum kom
ungur drengur frá Ísafirði með
foreldrum sínum í heimsókn til
föðursystur á Lokastígnum, rétt
fyrir neðan Skólavörðuholtið. Í
minningunni geisla hinar tvítugu
heimasætur af gleði og lífskrafti;
Reykjavíkurdömur sem þrátt fyr-
ir fátæka móður og hennar strit
báru með sér stíl hefðarkvenna.
Adda frænka hélt ætíð fasinu
og léttleikanum, reisn og fágun
sem ég skynjaði ungur í hinni litlu
íbúð á Lokastígnum; allt til síð-
ustu vikna þegar hún og Bjarni
fóru ásamt sínum nánustu í af-
mælismálsverð á einu af bestu
veitingahúsum höfuðborgarinnar.
Þar sátu þau hlið við hlið og kær-
leikurinn skein af þeim báðum;
klæðnaðurinn hefði eins og ætíð
sómt sér vel á bresku aðalssetri.
Adda var sú í fjölskyldu Gríms
sem fylgdi mér lengst og frænd-
rækni hennar var einstök; áhug-
inn á hag mínum og vegferð ein-
lægur og lifandi; sá í dætrum
mínum samhengið við æviskeið
Kristrúnar móður sinnar og
bræðranna Jóns og Gríms; systk-
inanna sem komu fátæk með Guð-
nýju móður sinni frá Gilsstreymi í
Lundarreykjadal þegar síðasta
öld var enn ung að árum.
Hún sá Reykjavík breytast úr
þorpi í borg; vann lengi í þekktri
verslun í Aðalstræti þar sem allar
helstu frúrnar keyptu sér föt og
treystu dómgreind Öddu. Hún
var glöggur mannþekkjari sem
líka sá hið skoplega í fari fólks og
óvenjulegum aðstæðum. Hógvær
ummæli hittu oft naglann á höf-
uðið.
Það varð svo gæfa hennar að
giftast Bjarna og saman urðu þau
eitt; leiddust í gegnum lífið allt til
hinstu stundar.
Líkt og Kristrún náði Adda
háum aldri og báðar héldu and-
legri reisn og lifandi áhuga þótt
ævi beggja yrði talin í nær hundr-
að árum.
Við ferðalok kemur í hugann
síðasta heimsókn hennar til okkar
á Bessastaði þegar hún kom og
gaf dóttur minni púða sem móðir
mín Svanhildur hafði saumað
þegar hún var sjúklingur á Vífils-
stöðum og hafði fært Kristrúnu á
Lokastíg. Sú stund lýsti Öddu vel
og mun ætíð fylgja okkur; minn-
ing um góða konu, kæra frænku
og vin.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Eftir notalegar samræður og
fyrirtaks kaffiveitingar á heimili
Öddu og Bjarna móðurbróður
okkar var kveðja Öddu við úti-
dyrnar iðulega „Þú lætur endi-
lega sjá þig fljótlega aftur“.
Kveðjur verða varla hlýlegri,
enda fórum við endurnærðar af
þeirra fundi. Umræðuefni skorti
ekki og stutt var í gamansemi en
alltaf á jákvæðum nótum.
Þau Bjarni gengu saman lífsins
braut í yfir 60 ár og voru alla tíð
einstaklega samhent hjón. Gerðu
allt saman og hver hlutur á heim-
ili þeirra var valinn af kostgæfni.
Vel meðvituð um tískustrauma og
sígilda hönnun. Í íbúð sem þau
áttu á sínum tíma í Hvassaleitinu
var einn veggur málaður dökk-
blár fyrir næstum hálfri öld. Þetta
þótti okkur ótrúlega flott, en
framandi. Þá sást slíkt hvergi
annars staðar. Oft fylgdi húsmun-
unum saga, sem sýndi m.a. sam-
hug þeirra hjónanna við valið og
aldrei var neitt keypt nema fyrir
því væri innstæða. Þau komu ár
sinni vel fyrir borð saman í lífinu
af þrautseigju og dugnaði við
vinnu.
Adda var glæsileg dama, alltaf
elegant. Klassísk og nútímaleg í
fatavali sínu. Hún starfaði lengst
af í vönduðum fataverslunum, rak
um tíma sjálf slíka verslun sem
hét Drífa og var við Klapparstíg.
Adda var félagslynd og lét sér
annt um fjölskyldu sína og vini.
Börn löðuðust að henni. Ákveðin
og sterk, réttsýn og skemmtileg.
Víðsýn og öguð. Á síðustu árum
fékk hún eins og aðrir heilsufars-
lega skelli, en stóð alltaf keik upp
aftur og missti aldrei virðulegt
fasið.
Við kveðjum góða konu, sem
lifði lífinu lifandi, átti einstaklega
gott líf með Bjarna sínum, með
Auði og Tryggva, og ekki síst
augasteininum sínum, barna-
barninu Bjarna Þór.
Við systur og fjölskyldur okkar
vottum þeim öllum innilegustu
samúð og þökkum hlýhuginn,
gestrisnina, hjálpsemina og
skemmtilegheitin á liðnum árum.
Minningar um gott fólk lifa.
Ásdís J. Rafnar,
Halldóra J. Rafnar.
Arnþóra Halldóra
Sigurðardóttir