Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Mig minnir að það hafi verið um
miðjan sjöunda áratug síðustu
aldar að við Kristján Kristjánsson
kynntumst. Hafði að vísu hitt
hann aðeins áður, en þá kom hann
um borð í Gunnar SU-139 þar sem
ég var skipverji. Okkur varð fljótt
vel til vina, höfðum svipuð áhuga-
mál og aðstæður svolítið líkar,
jafngamlir og eiginkonur okkar
komu úr sama umhverfi og báðir
að stofna fjölskyldu og þegar
þetta var áttum við samtals orðið
fimm dætur sem voru á svipuðum
aldri. Það var því um ýmislegt til
að spjalla þegar við vorum tveir
saman á næturvöktum og hann
var að reyna að kenna mér að spila
canasta. Það var líka eftir að ég
kynntist honum að ég öðlaðist nýj-
an skilning á þeirri göfugu íþrótt
brids en Kristján var góður og
vandvirkur bridsspilari og lærði
ég mikið á því að spila við hann.
Og ég man vel eftir því og var
frekar upp með mér þegar hann
bað mig um að leysa sig af á sjón-
um sem vélstjóri þegar von var á
Kollu dóttur hans og Heiðu í heim-
inn. Við Kristján tókum ekki upp
fastan makkerskap fyr en á tíunda
áratug síðustu aldar, vorum
reyndar búnir að spila heilmikið
saman áður og sá félagsskapur
hélst meðan báðir stunduðu þessa
íþrótt að einhverju marki. Spila-
félagarnir gerðu stundum góðlát-
legt grín að okkur þegar báðir
voru í trúnaðarembættum fyrir
Kristján
Kristjánsson
✝ Kristján Krist-jánsson fæddist
9. nóvember 1941.
Hann lést 18. nóv-
ember 2019.
Útför Kristjáns
fór fram 3. desem-
ber 2019. Minning-
arathöfn verður í
Kópavogskirkju 6.
desember klukkan
15.
bridshreyfinguna,
hann sem forseti
Bridgesambands Ís-
lands sem hann
gegndi í nokkur ár
og ég í forsvari fyrir
Bridgesamband
Austurlands, og köll-
uðu þetta forseta-
borðið. Þær voru
orðnar ansi margar
ferðirnar sem við
áttum saman um
landið þvert og endilangt til að
spila ásamt félögum okkar og yf-
irleitt alltaf mjög skemmtilegar
hvernig sem úrslitin urðu.
Kannski var ein sú eftirminnileg-
asta þegar við fórum vestur á firði
til að spila bikarleik, þriggja daga
ferð og töpuðum með 1 impa. Og
ekki síður rúbertuspilamennskan
í heimahúsum við þá félaga Alla og
Sölva og fleiri góða kunningja,
alltaf einhverjir aurar á punktinn
og gjarnan lagt á horn fyrir rú-
bertuna. Og það var ekki síður
gott að eiga hann að vini ef eitt-
hvað bjátaði á, alltaf tilbúinn að
leggja til farsælar lausnir. Og þó
að samverustundum hafi fækkað
síðan við hættum að mestu að
spila var þó hittingur á hverjum
morgni í Sammakaffi ef báðir voru
á staðnum.
Kæri vinur, kannski eigum við
eftir að hittast í sumarlandinu og
þá verða væntanlega teknar
nokkrar rúbertur og lagt duglega
á horn. Við Inga sendum Heiðu,
dætrum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ásgeir Metúsalemsson.
Don Kristján vaknar snemma,
hellir upp á kaffi og sker niður epli
fyrir ömmu sem finnst best að
hvíla sig lengur. Hann skellir sér
niður á Olís í karlakaffið og ræðir
heimsmálin, kemur svo aftur heim
og við setjumst saman niður í
morgunkaffi. Verkefni dagsins
eru fjölbreytt; skutlast eftir hinu
og þessu, húsbíllinn, tæknivanda-
mál, lagfæringar, smíðastörf eða
annað sem til fellur. Skítugar
hendur, spilastokkur, meira kaffi,
möndlur og alltaf afakex. Það er
ætíð nóg að gera hjá afa Kristjáni.
Fullt hús af dætrum, tengdason-
um, barnabörnum og barnabarna-
börnum. Nóg um að vera. Hann
dregur sig í hlé niður í bílskúr en
horfir með aðdáun á litla afkom-
endur í stússi bernskunnar. Dag-
urinn líður og drífa þarf mat á
borð því að alls ekki má missa af
kvöldfréttum sjónvarpsins. Það er
engin tilviljun að þú kvaddir okk-
ur á slaginu sjö. Þetta var þinn
heilagi tími og það var falleg til-
hugsun að þú hafir horft á frétt-
irnar í Sumarlandinu.
Með aldrinum varðstu meyrari
og þakklátari. Tilfinningarnar
komu fram í orðum en ekki bara
hugsunum. Tár á vanga yfir söng,
gleði, fallegum orðum og litlum af-
komendum. Nýjasta Soffían var
hið fallegasta og besta barn sem
þú hafðir augum litið. Þú sagðir
það sjálfur. Þú kvaddir þakklátur
fyrir lífið og varst sáttur við Guð
og menn. Þið amma eruð fyrir-
myndir okkar allra. Þó að þið vær-
uð eins ólík og hægt væri að hugsa
sér voru þið ein órjúfanleg eining.
Það var óendanlega dýrmætt
að fá að vera með þér síðustu
stundirnar í þínu lífi. Þú fékkst svo
sannarlega að kveðja í faðmi ást-
vina þinna. Sorgmædd en óendan-
lega þakklát fyrir allar góðar
minningar, sérstaklega nýliðnar
samverustundir, fáum við okkur
spaghetti Carbonara þér til heið-
urs. Við elskum þig.
Þín stærsta Soffía og Gosar,
Álfheiður, Ingvi Rafn
og Eysteinn Þorri.
Komdu sæll, frændi sæll. Á
þessum orðum hófust flest símtöl
okkar síðustu áratugina.
Ég er þakklátur forsjóninni
fyrir að hafa fengið að kynnast og
vera vinur og næstum sem bróðir
Kristjáns Kristjánssonar í 77 ár
eða alla mína ævi. Drengskapar
hans og vináttu þeirra Álfheiðar
konu hans mun ég alltaf minnast
og bera með mér alla tíð. Sérstak-
lega er minnisstætt hvernig þau
reyndust okkur Kolfinnu og fjöl-
skyldunni þegar áfallið reið yfir
okkur á Reyðarfirði 1984.
Þakka fyrir öll samskiptin og
skemmtilegar heimsóknir á báða
vegu, til Reyðarfjarðar, Wagrain
og margar heimsóknir þeirra til
okkar Kolfinnu í Laholm.
Innilegar samúðarkveðjur til
Álfheiðar og fjölskyldu.
Vertu sæll, kæri vin og frændi
sæll.
Þorsteinn Johansson.
Við kveðjum hér kæran vin
okkar Kristján Kristjánsson með
nokkrum fátæklegum orðum. Við
vorum svo heppin að kynnast
Kristjáni og Álfheiði konu hans
þegar við fluttumst til Reyðar-
fjarðar haustið 2005. Kristján
reyndist okkur og drengjunum
okkar strax frá upphafi sannur
vinur. Hann var ávallt boðinn og
búinn að rétta okkur hjálparhönd
og vera okkar stoð og stytta í hví-
vetna. Það var alltaf gaman að
hitta Kristján. Hann tók okkur
innilega og fagnandi, reifst svo og
skammaðist um málefni líðandi
stundar og kvaddi okkur svo með
kossi. Þó Kristján hefði sterkar
skoðanir var hann um leið mikill
húmoristi.
Þegar við kynntumst Kristjáni
var hann hættur að vinna en var
þó langt frá því að vera sestur í
helgan stein. Hann var alltaf með
eitthvert verkefni að vinna að
enda var hann athafnamaður fram
á dauðadag. Við erum ákaflega
þakklát fyrir þau ár sem við feng-
um að fylgja Kristjáni, vináttu
hans og allar góðu og skemmti-
legu stundirnar sem við áttum
með honum. Við eigum eftir að
sakna hans sárt.
Við sendum elsku Álfheiði,
dætrum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, Guð blessi ykkur öll. Minning
um góðan mann mun lifa í hjörtum
okkar að eilífu.
Hólmgrímur Elís og Guðlaug.
✝ Hafþór ViðarGunnarsson
fæddist á Akureyri
6. mars 1963. Hann
lést í faðmi
fjölskyldunnar á
Landspítalanum
við Hringbraut 23.
nóvember 2019.
Hafþór var son-
ur hjónanna Gunn-
ars Jakobssonar, f.
23. mars 1943, d.
12. október 2009, og Guðrúnar
Helgadóttur, f. 3. febrúar 1944.
Systir Hafþórs er Kristín
Gunnarsdóttir, fædd 15. desem-
ber 1966.
Hafþór giftist ástinni sinni,
Önnu Björk Ívarsdóttur, f. 15.
október 1968, 8. mars 2003.
Synir þeirra eru
Helgi Már, f. 25.
desember 1986,
eiginkona hans
Laufey Hansen.
Ragnar Máni, f. 25.
júlí 1991, sambýlis-
kona hans Tanja Ýr
Einisdóttir. Úlfar
Logi, f. 22. maí
1996. Afastrákur
Hafþórs, sonur
Helga Más, er
Bjarki Stefán, f. 16. október
2009.
Hafþór ólst upp á Akureyri
þar sem hann bjó alla tíð umvaf-
inn fjölskyldu og vinum.
Útför Hafþórs fer fram í Ak-
ureyrarkirkju í dag, 5. desem-
ber 2019, klukkan 13.30.
Það er erfitt að trúa því að
elsku vinur okkar Hafþór sé far-
inn.
Við hjónin urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast Önnu og
Haffa í einni af fjölmörgum heim-
sóknum okkar til Akureyrar til
Gunna Nella og Röggu. Anna og
Haffi bjuggu þá í næstu íbúð og
kynnti Gunni þau fyrir okkur sem
„sambýlingana“. Eftir það urðum
við öll góðir vinir og höfum brallað
ýmislegt saman í gegnum árin.
Þegar Addi varð fimmtugur
komu fjórmenningarnir frá Akur-
eyri suður í afmælisveislu. Þá var
mikið leynimakk með gjöfina og
mátti Addi ekkert vita. Þeim datt í
hug að gefa honum sérhannaðan
arin, sem var smíðaður af Haffa
sjálfum, og nefndu þau hann að
sjálfsögðu ARNAR í höfuðið á af-
mælisbarninu. Við munum alltaf
hugsa til hans Haffa þegar við
kveikjum upp í „arnari“ úti á palli.
Fyrsta utanlandsferðin okkar
með Önnu og Haffa var að sjálf-
sögðu til Liverpool, þar sem
strákarnir fóru á fótboltaleik og
við stelpurnar versluðum aðeins á
meðan og áttum við öll skemmti-
legan tíma saman. Síðastliðið vor
fórum við síðan með þeim í sigl-
ingu á Karíbahafi. Það var mikið
ævintýri og töluðum við um að
skella okkur aftur saman í fram-
tíðinni. Við eigum því dýrmætar
minningar frá ferðum okkar út
fyrir landsteinana og ekki síður í
sumarbústaðinn eða þær fjöl-
mörgu ferðir sem við fórum um
landið í fellihýsunum okkar. Það
er óraunverulegt að hugsa til þess
að Haffi komi ekki með okkur í
fleiri ferðir. Það verður erfitt að
fylla í skarðið hans Haffa okkar en
minningin lifir.
Elsku Anna og fjölskylda, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Gerða og Guðmundur
Arnar (Addi).
Hvernig á maður að trúa því
sem gerist þegar það á ekki að
gerast svona skyndilega og svona
fljótt? Sannleikurinn er ekki alltaf
sanngjarn og dauðinn heimsækir
okkur þegar síst varir. Hafþór
Gunnarsson, Haffi frændi, var
sóttur allt of snemma, löngu fyrir
mjaltir og löngu áður en við áttum
að gefa hænunum eða moka flór-
inn.
Við Haffi urðum vinir á Stafni í
Reykjadal, Þingeyjarsýslu, en þar
var okkar staður og þar voru okk-
ar góðu stundir á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar. Báðir
vorum við viljugir til verka að mig
minnir, hið minnsta vorum við til í
að vera sífellt til staðar, enda allt
Stafnsfólkið okkur gott. Afi og
amma Haffa í forsæti sem urðu
jafnframt afi og amma mín frá
fyrsta degi. Inn á milli og alla tíð
átti leikurinn hug okkar allan, með
öllum hinum frændsystkinum
okkar enda flest á sama aldri.
Krakkarnir á Völlum og efri bæj-
um gerðu þennan ramma upp-
vaxtaráranna að ógleymanlegum
stundum. Haffi er órjúfanlegur
hluti af þeirri vegferð minni til
betri manns og með honum á lífs-
ferilsmyndinni verða minningarn-
ar ennþá hjartnæmari. Nú er allur
þessi barnahópur á sextugs- og
sjötugsaldri. Sumir samt farnir í
leitirnar löngu og Haffi nú kominn
með þeim til starfa, kröftugur og
ljúfur kunnáttumaður.
Reykjadalsáin með sitt djúpa
gil á köflum, Laugagrófina og hið
margrómaða Austurgil, var einnig
okkar sumarstaður, löngu áður en
veiðileyfi og sleppingar þvældust í
orðabækur. Haffi var eðlislægur
og afar lunkinn veiðimaður, en til
að byrja með lærðum við hvor af
öðrum, þekktum alla staðina út og
inn, alla steinana, pollana, bugð-
urnar og beygjurnar. Ég get farið
um ána í huganum eins og um ljóð
sé að ræða. Haffi er með mér í
þeirri hugsun, alltaf til staðar,
traustur og sannur vinur og
frændi. Hann var svo öflugur að
geta haldið á öllum aflanum þegar
við komum vestur af heiði, frá Arn-
arvatni, enda var Haffi miklu miklu
miklu sterkari en ég, gat jafnhent
mjólkurbrúsa löngu fyrir ferm-
ingu.
Um allt það sama gilti ástúðin
um stundirnar sem ég fékk að vera
með Haffa á Akureyri hjá Gunnu,
Gunna og Diddu systur. Þau fjögur
leyfðu mér að vera sem einn af
hópnum, jafnvel í skemmtilegustu
hringferð minni um landið, rétt eft-
ir opnun Skeiðarársands. Með
Haffa var svo hlaupið niður á Nið-
ursuðubryggju eða Togarabryggju
og stokkið inn á Eiðsvallagötuna til
afa og ömmu Haffa með aflann. Já
Haffi og veiði var líkt og spegil-
mynd hvort af öðru og veiðimað-
urinn Haffi hélt áfram allt sitt líf,
sannur sigurvegari, alltaf til í veiði
og alltaf til í að styðja Þór og Liver-
pool með vonina að vopni.
Kæra Anna Björk, strákarnir
Helgi Már, Ragnar Máni og Úlfar
Logi, Gunna frænka, Kristín og þið
öll hin sem kveðjið saman sannan
ástvin, traustan og trúfastan, meg-
ið þið njóta stuðnings hvert frá
öðru og frá minningunum sem eng-
inn frá ykkur tekur. Megi allt hið
góða sem Hafþór ykkur gaf aldrei
vera frá ykkur tekið. Hafþór Gunn-
arsson gerði líf mitt fallegra og ég
mun alltaf minnast hans með vænt-
umþykju og kærleik. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Hvíl í friði, kæri
vinur.
Gunnar Svavarsson.
Ennþá einu sinni erum við
minnt á hversu hverfult lífið er og
enginn veit hver er næstur.
Ég kynntist Hafþóri við veiðar
í Blöndu vormorgun einn árið
1990. Við fundum strax báðir að
áhugamál og viðhorf fóru saman
og þar kynnti Haffi fyrir mér sjó-
stangaveiðina. Hann fræddi mig
um búnað og beitur og tók mig
svo með á mót. Hafþór var gríð-
arlega öflugur veiðimaður í Sjó-
stangaveiðifélagi Akureyrar,
SJÓAK. Þau voru ófá skiptin að
nafn hans var lesið upp við verð-
launaafhendingar á lokahófum
sjóstangamótanna.
Leiðir okkar Haffa lágu svo
saman æ oftar upp úr þessu og
varð hann einn af stofnendum
veiðiklúbbsins Óríon. Þar nutum
við félagar hans margra ánægju-
legra samverustunda með honum
í veiðiferðum og uppákomum í
gegnum árin.
Haffi var skemmtilegur félagi,
heill í gegn, fylginn sér og sínum
skoðunum og ósjaldan kom það
fyrir í rökræðum að hann skaut
niður öll rök okkar hinna með
hnitmiðuðum óvægnum setning-
um, oftast blönduðum hæfilegu
gríni. Ófáum brosum og hlátra-
sköllum bar hann ábyrgð á í okk-
ar hópi.
Það er sárt þegar góðir vinir
kveðja fyrir aldur fram en í hjört-
um okkar lifir vonin um að við
hittumst aftur á hinum eilífu
veiðilendum handan regnbogans.
Elsku Anna, synir og fjöl-
skylda Hafþórs öll, við félagar
hans vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Skarphéðinn Ásbjörnsson
og veiðifélagarnir
í veiðiklúbbnum Óríon.
Góður starfsfélagi okkar, Haf-
þór Viðar Gunnarsson eða Haffi
eins og hann var alltaf kallaður,
er fallinn frá, langt um aldur
fram. Haffi kom til starfa á lager
Norðurorku í febrúar 2018. Það
er skrítið til þess að hugsa hve
stutt er síðan því okkur starfs-
fólkinu finnst hann alltaf hafa
verið hluti af okkur þar sem hann
hafði frá fyrsta degi svo mikil og
góð áhrif á vinnustaðinn.
Þvottamál höfðu lengi verið
hálfgert olnbogabarn í rekstri
Norðurorku og vinsælt þrætu-
epli.
Illa gekk að láta fólk merkja
vinnufatnaðinn sinn og erfitt var
að hafa eftirlit með því að það
sem færi í þvott skilaði sér á rétta
staði að honum loknum. Haffi var
ekki lengi að breyta þvottaum-
ræðunni, hjá honum voru aldrei
nein vandamál, hann sá ekki til-
gang í tuði og svaraði undantekn-
ingarlaust með „ekkert mál“
þegar hann var beðinn um eitt-
hvað. Málunum var komið í lag á
örskömmum tíma þegar hann
tók þau í eigin hendur. Þvotti var
skilað inn á lager til Haffa, hann
lét fólk merkja og hugsa um dótið
sitt með þeim vinsamlegu orðum:
„Mamma þín vinnur ekki hér, þú
verður bara að sjá um þetta sjálf-
ur, vinur minn.“
Haffa varð sjaldan misdægurt
og þegar hann fór heim úr vinnu
með lungnabólgu hvarflaði ekki
að neinum að hann ætti ekki aft-
urkvæmt til starfa.
Það er sárt fyrir okkur starfs-
fólk Norðurorku að sjá á eftir
góðum félaga og samstarfs-
manni.
Við vottum Önnu Björk, eig-
inkonu Haffa, sonum þeirra og
fjölskyldu samúð fyrir hönd
stjórnar og starfsfólks Norður-
orku.
Helgi Jóhannesson.
Hafþór Viðar
Gunnarsson
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Imma í Runnum,
lést laugardaginn 30. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju
laugardaginn 7. desember klukkan 11.
Guðni Kristján Sörensen
Sigrún A. Ámundadóttir Sigurður Hermannsson
Einar Ámundason Sigríður Sigurðardóttir
ömmu- og langömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRDÍS S. RAFNSDÓTTIR,
Sléttuvegi 31, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 27. nóvember á
Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. desember klukkan 13.
Friðgeir Eiríksson
Lára Erlingsdóttir Guðmundur Ólafsson
Gunnar Erlingsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku maðurinn minn og besti vinur, faðir
okkar og sonur,
PÁLL HEIMIR PÁLSSON,
Jörfagrund 9, Kjalarnesi,
lést á heimili sínu 24. nóvember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 6. desember og hefst klukkan 13.
Bryndís Skaftadóttir
Unnur Aníta
Stefán Birgir
Benedikt Arnar
Hrafn Jökull
Regína Gréta
Páll Jökull
Páll Friðriksson