Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 62

Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 62
62 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Suðið í honum Þau þrjú eru í burtu yfir helgina og hann reynir að láta sér detta í hug eitthvað að gera, endar svo í Húsa- smiðjunni. Þar fer hann að skoða handklæðaofn sem er freistandi að kaupa því þá væru handklæðin alltaf heit eftir sturtuna. Á meðan hann reynir að ákveða hvort hann eigi að kaupa ofninn, birtist náungi sem virðist vera að leita að ein- hverju í búðinni og hann hugsar: þessi. Þeir heilsast og spyrja hvort það sé ekki allt gott bara. Og jújú það er það bara. Á eftir fylgir hik og jájá og akkúrat en síðan segir hinn – þessi sem hann kannast við – að þannig sé það ekki hjá einhverjum öðrum sem hann man óljóst eftir. En hlýtur að vera sameiginlegur kunningi þeirra beggja. Þeir ræða aðeins um þá erfðu stöðu sem sá virðist lentur í og báðir vona að allt verði í lagi, kveðjast síð- an. Þegar hann er að aka frá búðinni rifjast upp fyrir honum að hann ætl- aði jafnvel að heimsækja einhvern eða renna bílnum í gegnum þvotta- stöð? Hann keyrir niður í Skeifu án þess að vita af hverju. Hugsanlega vegna þess að þar fæst svo margt, ef honum dytti eitthvað í hug sem hann vantar. Þótt hann muni ómögulega hver náunginn í búðinni er, þykir honum líklegt að handklæðaofninn sé of stór fyrir baðherbergið. Í Skeifunni ríkir hversdagurinn yf- ir öllu og Reykjavík lætur sér fátt um finnast þótt þetta sé um helgi. Það hvarflar að honum að höfuðborg Ís- lands sé varla staður. Að hún hafi engin einkenni, önnur en rigningu, rok og myrkur. Sjálf er hún bara þarna, hlutlaus og grá. Að eyða þess- um degi í henni er kannski eins og að reyna við konu sem sýnir engan áhuga á móti. Hann ekur áfram og reynir að skilja hana, ná einhverju sambandi við hana. Hugsanlega eru það sveiflurnar frekar en annað. Síbreytilegt veður og vindáttir, skjannabirtan og svartamyrkrið. Hann hugsar um fleiri einkenni; stöðugt flugvélar og sjófuglar fyrir ofan mann, bensín- stöðvar, barnavagnar og kettir alls- staðar. Á milli bárujárnsklæddra húsa glittir í fjöll og á góðum degi má standa í miðbænum og virða fyrir sér jökul. En samt ekki, það er eitthvað annað en þetta sem einkennir Reykjavík sterkar, að honum finnst. Síðan fær hann hugmynd að glæpa- sögu. Honum hefur alltaf liðið vel í Skeif- unni. Þessu forljóta umhverfi sem segir svo satt. Þessari uppsprettu hversdagsins sem rennur um Grens- ásveg, Suðurlandsbraut, Ártúns- brekku, Breiðholtsbraut – og út í öll önnur hverfi borgarinnar. Á meðan hann leggur bílnum í einu af hinum ótalmörgu stæðum, hugsar hann um glæpasöguna. Það er nefnilega þann- ig sem hugurinn virkar. Þegar hann stendur frammi fyrir flatneskju og grámyglu reynir hann að flýja með því að ímynda sér æsilegri viðburði. Þess vegna er svona mikið skrifað af krimmum á Norðurlöndum. Hann stígur út úr bílnum og er um leið minntur á eitt einkenni Reykjavíkur – láréttu rigninguna. Þennan við- bjóðslega hryssing sem ræðst stund- um á mann af svo mikilli hörku að erfitt er að taka því ekki persónu- lega. Hvað ætlaði hann að gera í Hag- kaup? Hann fer inn í búðina og sér að þar eru seldar glæpasögur. Hann grautar í þeim og með hverri síðunni teiknast upp líf hans sem glæpa- sagnahöfundar. Stöðug ferðalög á milli bókmenntahátíða þar sem hann les upp og veitir viðtöl um mikilvægi hins samfélagslega þáttar í slíkum bókum. Að í raun rúmist allt innan glæpasögunnar! Að það sé kominn tími til að taka hana alvarlega sem bókmenntagrein. Hann mun ekki veita viðtöl í íslenskum fjölmiðlum. Og kápurnar á krimmunum hans munu verða miklu fallegri en á þess- um sem fást í Hagkaup. Ætti hann að kaupa ofninn? Hann drífur sig út úr búðinni. Þegar hann er að keyra út úr stæðinu rekur hann augun í Café Mílanó og ákveður að fá sér eitthvað að borða, ekur því yfir planið og legg- ur aftur við kaffihúsið. Eins nálægt því og hægt er. Líklega er þetta eina kaffihúsið í borginni þar sem enn er þjónað til borðs og Bylgjan spiluð í hátölurum. Hann pantar kaffi og lít- ur í kringum sig. Á næsta borði situr fólk yfir smurbrauði og allt þarna inni minnir á Reykjavík eins og hún var. Áður en hún varð eins og hún er í dag – hvernig sem hún er. „ … engin einkenni, önnur en rigningu, rok og myrkur“ Bókarkafli Í Sólarhringli veltir Huldar Breið- fjörð fyrir sér sambandi Íslendinga við umhverfið og hvernig skammdegið liti líf okkar. Morgunblaðið/Hari Skammdegi Í Sólarhringli leggur Huldar Breiðfjörð land undir fót til að skoða samband Íslendinga við umhverfi sitt. SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 · Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 · Meba Kringlunni s: 553-1199 · Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 · Meba Smáralind s: 555-7711 · Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 · Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 · Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 · Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 · Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 · Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.