Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 64
64 BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Fundur G4 í Sviss
[...] Við bankahrunið þurrkaðist
gjaldeyrisforði Seðlabankans út.
Hann varð að endurnýja. Okkur
vantaði erlendan gjaldeyri til þess
að styrkja krón-
una og sjá fram á
að geta opnað
markaðina að
nýju.
Íslenskur
skopmyndateikn-
ari var með þetta
á tæru: „Það er
aðeins ein leið til
að leysa skulda-
vandann. Meiri skuld.“
Þetta var ekkert grín. Nú vantaði
nýtt fjármagn, að minnsta kosti til
þess að draga úr högginu. Við Stein-
grímur fórum í hnattferð í fjáröfl-
unarskyni. Fyrsti áningarstaðurinn
var Þórshöfn í Færeyjum.
Færeyjar eru nánast miðja vegu
milli Skotlands og Íslands. Við sáum
eyjarnar rísa iðjagrænar úr hafi
þegar við nálguðumst. Í Þórshöfn
varð okkur Steingrími ljóst að við
vorum í góðra vina hópi. Ríkisstjórn
landsins og 48 þúsund íbúar þess
vildu allt fyrir okkur gera.
Færeyingar höfðu sjálfir lent í
kreppu upp úr 1990. Skuldsetning
einkageirans var þá orðin allt of
mikil. Þá bættist við að efnahags-
starfsemi hægði á sér á heimsvísu og
ofan á allt annað brást aflinn. Í kjöl-
farið kom bankakreppa og ríkið varð
að koma bönkunum til bjargar svo
um munaði. Þá fjölgaði þeim snar-
lega sem fluttust burt og kreppa
varð í ríkisfjármálum. Þá kom Ís-
land til hjálpar og liðkaði fyrir því að
Færeyingar fengju aukinn fisk-
veiðikvóta.
Færeyingar og Íslendingar und-
irrituðu lánssamning 23. mars 2009.
Allt lánið átti að greiðast út til okkar
í heilu lagi strax. Engin skilyrði voru
sett og hvergi var minnst á Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, Norðurlönd eða
Icesave. Þá settu Færeyingar lága
vexti á lánið, ekki nema 0,15 prósent.
Lánið var heilar 300 milljónir
danskra króna. Meira en 1.200 doll-
arar frá hverjum Færeyingi.
Við ræddum brosandi um það
hver fengi að halda á töskunni hans
Steingríms heim til Íslands.
Sumar verslanir í Reykjavík buðu
Færeyingum sérstök afsláttarkjör
en sagt var að í sumum búðum
fengju Bretar ekki afgreiðslu.
Hinn fyrsta júlí 2009 voru til við-
bótar undirritaðir fjórir samningar
um lán, milli Íslands og Danmerkur
(27 prósent af láninu), Noregs (27),
Finnlands (18), og Svíþjóðar (28).
Heildarfjárhæð lánsins var 1.775
milljónir evra. Í fyrstu höfðu Svíar
lagst gegn láninu en síðan skipt um
skoðun og krafist þess að leggja
fram hæsta skerfinn. Það var tákn-
rænt fyrir þá stöðu sem þeir telja sig
hafa sem leiðandi Norðurlandaþjóð.
Norðurlöndin kröfðust þess eigi
að síður að Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn (AGS) gætti hliðsins og því
voru lánagreiðslurnar skilyrtar við
endurskoðun AGS. Ef ekki fengist
samþykki AGS fengjust engir pen-
ingar. Norðurlöndin urðu aðal-
uppspretta fjármagns fyrir áætlun
AGS.
„Opinberlega voru engin tengsl
milli áætlunar AGS og kröfu Hol-
lendinga og Breta í sambandi við
Icesave. Í áætluninni var engin
klausa um skilyrði varðandi Ice-
save,“ segir fyrrverandi starfsmaður
AGS. Aftur á móti gerði áætlun AGS
ráð fyrir fjárhagslegum trygg-
ingum. Áætlunin varð að vera fjár-
mögnuð að öllu leyti.“
Þetta var allt hringstreymi. Nor-
rænu lánin voru háð AGS, sem var
háð norrænu lánunum. Hvor aðilinn
um sig gat, með réttu eður ei, kennt
mótaðilanum um.
Hjá AGS var atkvæðavægi Breta
og Hollendinga þyngra en vægi allra
atkvæða frá Afríku. Bretar og Hol-
lendingar skárust í leikinn og kröfð-
ust endurgreiðslu á fé sem þeir
höfðu greitt innstæðueigendum í
viðkomandi löndum. Önnur ríki ESB
studdu þessa kröfu þeirra. Svíþjóð
var í forsæti ESB á fyrra misseri
ársins 2009 og hampaði áliti ESB.
Svíar voru líka talsmenn Norður-
landabúa innan Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og hefðu að öllu jöfnu verið
stuðningsmenn íslensku áætlunar-
innar. Því var ekki að heilsa í þetta
sinn. „Ef upp hefði komið sú staða að
norrænn forseti hefði ekki stutt
áætlun í einu Norðurlandanna hefði
það þótt sæta miklum tíðindum,“
segir viðmælandi með áralanga
reynslu af starfi AGS. „Endur-
skoðun var frestað. Nýjum kröfum
var bætt við. Það hefði mátt leggja
áætlunina fyrir til atkvæðagreiðslu.
Kannski hefðu ESB-ríkin beðið
lægri hlut. En talið var að slík at-
kvæðagreiðsla gæti valdið mikilli
sundrung.“
Dominique Strauss-Kahn, sem þá
var yfirmaður AGS, skrifaði þetta
13. nóvember 2009: „Icesave-deilan
hafði óbein áhrif á tímasetningu
fyrstu endurskoðunarinnar á áætl-
uninni, þar sem hún tafði fyrir nauð-
synlegri fjármögnun frá Norður-
löndunum (þar sem lausn deilunnar
var skilyrði fyrir henni).“
Á ársfundi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins í Istanbúl dagana 6. og 7.
október 2009 reyndi Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra að leysa
málin. Breski ráðherrann Alistair
Darling hafði hins vegar engan tíma
aflögu fyrir Íslendinga.
„Hollenski ráðherrann Wouter
Bos var aftur á móti prýðismaður,“
segir Steingrímur. Við gátum rætt
við hann. Það bar þó ekkert til tíð-
inda en þeir hjá AGS voru farnir að
vera vandræðalegir. Ísland stóð sig
vel. Samt var allt fast.“
Pólverjar gengu svo fram fyrir
skjöldu og buðu ótilhvattir fram að-
stoð sína við Ísland. Pólland bauð
630 milljónir pólskra zloty, sem sam-
svaraði 200 milljónum bandaríkja-
dollara. Norðurlandaþjóðirnar settu
það sem skilyrði fyrir láni sínu að
samið yrði við Breta og Hollendinga
en Pólverjar settu ekki fram neina
slíka kröfu. Þvert á móti.
„Við höfum ekkert við slíkan
samning að gera,“ sögðu þeir.
„Ekki gefast upp fyrir Bretum,“
sögðu sumir Pólverjar á ganginum.
Í leit að
gjaldeyri
Bókarkafli Í bókinni Í víglínu íslenskra fjármála lýsir
Svein Harald Øygard fyrrv. seðlabankastjóri örlaga-
ríkum tíma í Íslandssögunni á árunum eftir hrun.
Morgunblaðið/Kristinn
Ögurstund Norski hagfræðingurinn Svein Harald Øygard var var ráðinn sem
tímabundinn seðlabankastjóri á Íslandi í byrjun árs 2009.
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Fallegir Bambus sloppar í jólapakkann
Opið
alla daga
til jóla