Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 68
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
England
Chelsea – Aston Villa ............................... 2:1
Leicester – Watford ................................. 2:0
Manchester Utd – Tottenham................. 2:1
Southampton – Norwich.......................... 2:1
Wolves – West Ham................................. 2:0
Leik Liverpool og Everton var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun en staðan 4:2.
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í
leiknum. Sjá mbl.is/sport/enski
Frakkland
Dijon – Montpellier.................................. 2:2
Rúnar Alex Rúnarsson kom í mark
Dijon á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Búlgaría
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Levski Sofia – Cherno More................... 1:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Levski.
Grikkland
Bikarkeppnin, 16-liða, seinni leikur:
Larissa – Kalamata ................................. 1:0
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa í leiknum.
Kalamata áfram, 3:1 samanlagt.
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Geysisbikar karla, 16-liða úrslit:
Ísafjörður: Vestri – Fjölnir.................. 19.15
MG-höllin: Stjarnan – Reynir S .......... 19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Álftanes.. 19.15
Origo-höllin: Valur – Breiðablik.......... 19.30
Enski boltinn á Síminn Sport
Sheffield United – Newcastle.............. 19.30
Arsenal – Brighton............................... 20.15
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
RN Löwen – Hannover Burgdorf...... 30:31
Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Spánn
Cuenca – Barcelona ............................ 28:39
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Barcelona.
Danmörk
Bjerringbro/Silkeborg – Aarhus ...... 29:32
Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir
Bjerringbro/Silkeborg.
Kolding – Aalborg............................... 29:32
Hvorki Ólafur Gústafsson né Árni Bragi
Eyjólfsson náði að skora fyrir Kolding.
Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er
frá keppni vegna meiðsla. Arnór Atlason er
aðstoðarþjálfari liðsins.
GOG – Nordsjælland ........................... 34:21
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 2.
Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með.
Noregur
Elverum – Fyllingen ........................... 43:28
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2
mörk fyrir Elverum.
Svíþjóð
Kristianstad – IFK Ystad ................... 25:20
Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Guðmundsson
lék ekki með.
HM kvenna í Japan
B-riðill:
Ástralía – Suður-Kórea........................ 17:34
Þýskaland – Frakkland ....................... 25:27
Danmörk – Brasilía .............................. 24:18
Suður-Kórea 7, Þýskaland 6, Frakkland
5, Danmörk 5, Brasilía 1, Ástralía 0.
C-riðill:
Kasakstan – Spánn............................... 16:43
Svartfjallaland – Rúmenía................... 27:26
Ungverjaland – Senegal ...................... 29:20
Spánn 8, Svartfjallaland 8, Ungverjaland
4, Rúmenía 4, Senegal 0, Kasakstan 0.
Dominos-deild kvenna
KR – Skallagrímur ............................... 83:60
Snæfell – Grindavík.............................. 87:75
Keflavík – Valur.................................... 92:90
Breiðablik – Haukar............................. 83:92
Staðan:
Valur 11 10 1 956:728 20
Keflavík 11 8 3 836:780 16
KR 11 8 3 848:737 16
Skallagrímur 11 7 4 763:734 14
Haukar 11 6 5 755:753 12
Snæfell 11 3 8 740:837 6
Breiðablik 11 2 9 702:858 4
Grindavík 11 0 11 701:874 0
Meistaradeild Evrópu
Zaragoza – Brindisi ............................ 71:71
Tryggvi Snær Hlinason skoraði ekki og
tók 2 fráköst á tíu mínútum hjá Zaragoza.
71:71 að loknum venjulegum leiktíma.
Framlenging stóð yfir þegar blaðið fór í
prentun.
KÖRFUBOLTI
SUND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Anton Sveinn McKee átti hreint út
sagt frábæran dag á Evrópu-
meistaramótinu í 25 metra laug í
Glasgow í gær. Hann stakk sér
þrisvar til sunds í 50 metra bringu-
sundi, setti Íslandsmet í öll skiptin
og hafnaði í sjöunda sæti í greininni
þegar upp var staðið.
Ársgamalt met Antons sem hann
setti á heimsmeistaramótinu í
Hongzhou í Kína í desember 2018
var 26,74 sekúndur. Það féll í und-
anrásunum í gærmorgun þar sem
Anton náði sjötta besta tímanum á
nýju Íslandsmeti, 26,43 sekúndum.
Anton varð sjötti í undanrásunum og
fór auðveldlega áfram en sextán
bestu komust í undanúrslit.
Þar var synt síðdegis í gær og aft-
ur sýndi Hafnfirðingurinn styrk
sinn. Hann bætti metið á ný, og varð
að gera það til að komast í úrslita-
sundið. Anton synti á 26,28 sek-
úndum, var 6/100 úr sekúndu á eftir
næsta manni og var áttundi og síð-
astur inn í úrslitin. Í úrslitasundinu
ríflega klukkutíma síðar var Anton
enn ferskur og klár í slaginn. Hann
bætti metið enn, synti á 26,14 sek-
úndum og endaði í sjöunda sæti í
greininni. Vladimir Morozov frá
Rússlandi sigraði með yfirburðum á
25,51 sekúndu, sem er Evrópumet í
greininni.
Anton mætir á ný í laugina í Glas-
gow í dag þegar hann keppir í 200
metra bringusundi. Keppni hefst
klukkan 9.58 að íslenskum tíma og
Anton er í fjórða og síðasta riðli, í
þeim sterkasta.
Hann keppir síðan í þriðja og síð-
asta sinn á mótinu á morgun og þá í
100 metra bringusundi.
Eygló komst ekki áfram
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppti í
100 metra baksundi á mótinu í Glas-
gow í gær. Hún hafnaði í 24. sæti í
undanrásunum á 1:00,38 mínútum
og komst því ekki áfram en fjögurra
ára gamalt Íslandsmet hennar í
greininni er 57,42 sekúndur. Eygló á
eftir að keppa í 200 metra og 50
metra baksundi á morgun og laug-
ardag.
Magnaður
miðvikudagur
Anton þríbætti Íslandsmetið á EM
Ljósmynd/SSÍ
Glasgow Anton Sveinn McKee var að vonum brosmildur eftir að hafa þrí-
bætt Íslandsmetið í 50 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu.
Frakkland og Danmörk eru í hópi
sigursælustu þjóða heims í hand-
knattleik kvenna, Frakkar eru
ríkjandi heimsmeistarar og Danir
fyrrverandi heimsmeistarar, en nú
er ljóst að önnur þeirra kemst ekki í
milliriðlakeppni heimsmeistara-
mótsins í Japan.
Eftir að Frakkar unnu Þjóðverja
og Danir unnu Brasilíumenn í gær
eru bæði liðin með 5 stig fyrir loka-
umferðina sem fer fram á morgun
og þar mætast þau í hreinum úrslita-
leik um hvort þeirra fylgir Suður-
Kóreu og Þýskalandi áfram úr B-
riðli keppninnar. Frökkum nægir
jafntefli vegna betri markatölu.
Tapliðið fer í Forsetabikarinn þar
sem leikið er um 13. sætið.
Spánverjar og Svartfellingar fara
áfram úr C-riðli, það varð endanlega
ljóst í gær, en Svartfellingar lögðu
þá Rúmena í spennuleik, 27:26. Þar
með mætast Rúmenía og Ungverja-
land í hreinum úrslitaleik um sæti í
milliriðli á morgun. vs@mbl.is
Fara heimsmeistararnir
í Forsetabikarinn?
Ljósmynd/IHF
Frakkar Orlane Kanor fagnar marki í lokin gegn Þjóðverjum í gær.
José Mourinho mátti þola sitt fyrsta
tap sem knattspyrnustjóri Totten-
ham í gærkvöld en þá heimsótti
hann Manchester United, félagið
sem rak hann fyrir ári.
Marcus Rashford skoraði bæði
mörk Manchester United í 2:1 sigri,
sigurmarkið úr vítaspyrnu sem
hann krækti í sjálfur, en áður hafði
Dele Alli jafnað metin fyrir Totten-
ham. United fór með sigrinum upp
fyrir Tottenham og í sjötta sæti
deildarinnar.
Leicester endurheimti annað
sætið með því að sigra botnlið Wat-
ford, 2:0, og er á ný þremur stigum á
undan Manchester City. Jamie
Vardy og James Maddison skoruðu
mörkin.
Tammy Abraham og Mason Mo-
unt skoruðu fyrir Chelsea sem lagði
Aston Villa að velli á Stamford
Bridge, 2:1, og er þremur stigum á
eftir Manchester City í fjórða sæti.
Liverpool var yfir gegn Ever-
ton, 4:2, en leiknum var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöld. vs@mbl.is
AFP
Endurkoma José Mourinho í kröppum dansi á hliðarlínunni í gær.
Fyrsti ósigurinn
kom á Old Trafford
Íslands- og bikarmeistarar Vals
töpuðu í gærkvöldi fyrsta leik sín-
um í Dominos-deild kvenna í körfu-
knattleik á þessu tímabili.
Valskonur fóru til Keflavíkur og
léku án Helenu Sverrisdóttur. Engu
að síður virtist sem Valur myndi
landa sigri en liðið hafði tíu stiga
forskot þegar nokkrar mínútur
voru eftir. Svo fór þó ekki og
Emelía Ósk Gunnarsdóttir knúði
fram framlengingu fyrir Keflavík
þegar hún skoraði þrjú stig tæpri
hálfri mínútu fyrir leikslok. Skor-
aði og fékk víti að auki sem hún
nýtti. Emelía skoraði 15 stig í leikn-
um. Í framlengingunni hafði Kefla-
vík betur 92:90 og varð því fyrsta
liðið til að leggja Val að velli í vet-
ur. Keflavík er með 16 stig eins og
KR í 2. og 3. sæti en Valur er með
20 stig eftir ellefu umferðir. Dani-
ela Wallen Morillo var stigahæst
hjá Keflavík með 26 stig en Kiana
Johnson skoraði mest fyrir Val eða
23 stig.
KR vann öruggan sigur gegn
Skallagrími 83:60 í Vesturbænum
og eru Borgnesingar tveimur stig-
um á eftir KR og Keflavík. Sanja
Orazovic skoraði 21 stig fyrir KR
og Keira Robinson annað eins fyrir
Skallagrím. Eftir jafnan leik í
Smáranum þar sem Breiðablik var
yfir lengi vel tókst Haukum að ná í
bæði stigin. Haukar sigruðu 92:83
en liðið var sterkara í síðasta leik-
hlutanum. Danni Williams átti stór-
leik fyrir Breiðablik en hún skoraði
35 stig og tók 18 fráköst.
Í Stykkishólmi hafði Snæfell bet-
ur gegn Grindavík 87:75. Gunn-
hildur Gunnarsdóttir skoraði 27
stig fyrir Snæfell og Ólöf Rún Óla-
dóttir 26 stig fyrir Grindavík.
Fyrsta tapið
hjá Valskonum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góðar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
og Hildur Björg Kjartansdóttir.