Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 69
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þau tíðindi urðu í gær að Alexander
Petersson, einn af ólympíu-
verðlaunahöfunum frá 2008, gefur
kost á sér í landsliðið í handknatt-
leik á nýjan leik. Lék hann síðast
landsleik á EM í Póllandi árið 2016.
Alexander er einn þeirra 28 leik-
manna sem HSÍ sendir inn til móts-
haldara en sá hópur var gerður op-
inber í gær.
Alexander var í stóru hlutverki á
Ólympíuleikunum 2008 og á EM
2010 þegar Ísland vann til brons-
verðlauna. Var hann kjörinn
Íþróttamaður ársins árið 2010. Al-
exander er 39 ára gamall en leikur
með einu besta liði Þýskalands,
Rhein Neckar Löwen, og ætti að
styrkja íslenska landsliðið umtals-
vert. Alexander gæti nýst mjög vel
í vörninni en hann ræður vel við
það varnarafbrigði sem Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari vill
nota og hefur látið liðið spila.
Innkoma Alexanders nú kemur á
góðum tímapunkti því Ómar Ingi
Magnússon er enn frá handknatt-
leiksiðkun vegna höfuðáverka og
ljóst að hann verður ekki með á
EM. Ómar hefur leikið á síðustu
þremur stórmótum en á HM í
Þýskalandi í janúar var Teitur Örn
Einarsson einnig í hópnum sem
skytta hægra megin. Viggó Krist-
jánsson gæti barist um sæti í EM-
hópnum þegar þar að kemur en
hann hefur spjarað sig vel í þýsku
Bundesligunni. Viggó fékk tækifæri
gegn Svíum í vináttulandsleikjunum
í október. Kristján Örn Krist-
jánsson sem raðar inn mörkunum
hér heima er einnig í 28 manna
hópnum og Alexander er því einn
fjögurra í þeirri stöðu sem stendur.
Rúnar Kárason gaf ekki kost á sér.
Einn nýliði
Einn leikmaður í hópnum hefur
ekki leikið A-landsleik en það er
Elvar Ásgeirsson sem eins og
Viggó er á sínu fyrsta tímabili í
þýsku Bundesligunni. Elvar er
skytta vinstra megin en þar eru
einnig tveir af máttarstólpum liðs-
ins síðustu árin: Aron Pálmarsson
og Ólafur Andrés Guðmundsson.
Einn þeirra sem á fáa A-
landsleiki að baki er Sveinn Jó-
hannsson. Hann þótti leika vel í
vináttuleikjunum gegn Svíunum og
er kominn á ratsjána hjá Guðmundi
og samstarfsmönnum hans í þjálf-
arateyminu. Arnar Freyr Arn-
arsson hefur glímt við meiðsli í
haust sem og varnarmennirnir
Daníel Þór Ingason og Ólafur Gúst-
afsson. Sveinn gæti því átt mögu-
leika á að komast í EM-hópinn.
Fimm línumenn eru í hópnum og
þar bíður Guðmundar væntanlega
erfið ákvörðun.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Guðmund í gær benti hann á að all-
ir á þessum leikmannalista geti átt
möguleika á því að spila á EM und-
ir vissum kringumstæðum. Hægt er
að gera breytingar á hópnum eftir
að mótið hefst og því þurfa menn
að vera til taks. Um það bil viku
fyrir jól má búast við því að hóp-
urinn verði skorinn niður í nítján
leikmenn. Að sögn Guðmundar
verður fyrsta landsliðsæfingin 22.
desember. Þá verða ekki komnir til
liðs við hópinn þeir leikmenn sem
spila með þýskum félagsliðum.
Gísli Kristjáns í hópnum
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr
lið á vinstri öxl í leik með Kiel fyrir
um mánuði. Tíminn leiðir í ljós
hvernig honum reiðir af í end-
urhæfingunni en hann er í 28
manna hópnum og því er litið svo á
að hann gæti mögulega verið leik-
fær í janúar.
„Ég hef rætt við lækna og
sjúkraþjálfara hér heima sem hafa
skoðað Gísla. Einnig var hann skoð-
aður úti í Þýskalandi og þar leist
mönnum vel á því batinn hafi verið
hraður og góður. Auðvitað er
ákveðið spurningarmerki hvort
Gísli verði klár í slaginn í tæka tíð.
Við ákváðum að halda því opnu því
ef hann er ekki á listanum þá er
það búið mál. Daníel er í svipaðri
stöðu en þó kominn lengra í ferlinu.
Hann er farinn að æfa á fullu og er
kominn á bekkinn hjá Ribe Esb-
jerg. Það styttist í að hann verði
leikfær,“ sagði Guðmundur.
Margir öflugir hornamenn
Íslendingar eru ekki í vandræð-
um með hornamenn um þessar
mundir. Stefán Rafn Sigurmanns-
son er ekki í hópnum vegna
meiðsla en hann og Bjarki
Már Elísson hafa barist um
sæti í landsliðinu síðustu ár.
Oddur Gretarsson kemur nú
inn en hann leikur í þýsku Bundes-
ligunni. Hægra megin eru Arnór
Þór Gunnarsson, Óðinn Björn Rík-
harðsson og Sigvaldi Björn Guð-
jónsson. Einn sem leikur í Þýska-
landi og tveir sem spila í
Meistaradeild Evrópu.
Ómars Inga nýtur ekki við
en Alexander snýr aftur
28 manna hópur vegna EM liggur fyrir Fækkað í 19 um miðjan desember
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurkoma Alexander Petersson í einum af síðustu landsleikjum sínum árið 2016 en þá dró hann sig í hlé.
UEFA tilkynnti í gær að mynd-
bandsdómgæsla, VAR, yrði notuð í
umspilinu fyrir EM karla í fótbolta í
mars á næsta ári. Nokkuð er síðan
tilkynnt var að VAR yrði notað á
lokamótinu. Ísland mætir Rúmeníu
á heimavelli 26. mars á næsta ári í
undanúrslitum umspilsins. Stefnt er
að því að spila leikinn á Laugardals-
velli, ef aðstæður leyfa, og verður
VAR því notað hér á landi í fyrsta
skipti. Óljóst er hvort VAR verði til
staðar í undankeppni HM 2022, en
FIFA þarf að gefa grænt ljós til að
slíkt geti orðið að veruleika.
Vídeódómgæsla
á Laugardalsvelli
AFP
VAR Ísland mætir Rúmeníu í um-
spilinu fyrir EM 26. mars.
Körfuboltamaðurinn Gunnar Ólafs-
son er genginn í raðir Stjörnunnar.
Gunnar lék síðast með Oviedo á
Spáni, en samningi hans var rift í
síðasta mánuði. Bakvörðurinn gerir
tveggja og hálfs árs samning við
Garðabæjarfélagið og verður lög-
legur eftir áramót. Gunnar lék með
Keflavík á síðustu leiktíð eftir fjögur
ár í St. Francis-háskólanum í Banda-
ríkjunum. Skoraði hann 14,1 stig og
tók 3,9 fráköst að meðaltali með
Keflavík á síðustu leiktíð. Gunnar
lék með íslenska landsliðinu á Smá-
þjóðaleikunum 2017 og 2019.
Gunnar orðinn
Stjörnumaður
Morgunblaðið/Hari
Stjarnan Gunnar Ólafsson verður
löglegur eftir áramótin.
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson Hamburg
Ágúst Elí Björgvinsson Sävehof
Björgvin Páll Gústavsson Skjern
Viktor Gísli Hallgrímsson GOG
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson Lemgo
Guðjón Valur Sigurðsson PSG
Oddur Gretarsson Balingen
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson Barcelona
Elvar Ásgeirsson Stuttgart
Ólafur Guðmundsson Kristianstad
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson Skjern
Gísli Þorgeir Kristjánsson Kiel
Haukur Þrastarson Selfoss
Janus Daði Smárason Aalborg
Hægri skyttur:
Alexander Petersson RN Löwen
Kristján Örn Kristjánsson ÍBV
Teitur Örn Einarsson Kristianstad
Viggó Kristjánsson Wetzlar
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson Bergischer
Óðinn Þór Ríkharðsson GOG
Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson GOG
Elliði Snær Viðarsson ÍBV
Kári Kristján Kristjánsson ÍBV
Sveinn Jóhannsson Sönderjyske
Ýmir Örn Gíslason Valur
Varnarmenn:
Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg
Ólafur Gústafsson Kolding
Landsliðshópurinn fyrir EM
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra
Jónsdóttir er komin til Kenya þar sem
síðasta mótið á Evrópumótaröð
kvenna hófst snemma í morgun, eða
um hálffimm að íslenskum tíma. Val-
dís fer af stað á fyrsta hring um klukk-
an hálftíu að íslenskum tíma. Hún þarf
að vera framarlega á mótinu til að
tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt
á mótaröðinni fyrir næsta tímabil.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, tilkynnti í gær hvernig staðið
yrði að undankeppni HM karla 2022 í
Evrópu en hún verður leikin á árinu
2021. Þær 55 Evrópuþjóðir sem taka
þátt leika þar um 13 sæti á HM í Katar
og verða í 10 riðlum. Sigurvegarar riðl-
anna fara beint á HM en liðin tíu sem
verða í öðru sæti fara öll í umspil
ásamt tveimur liðum sem koma í
gegnum Þjóðadeild UEFA 2020-21. Í
umspilinu sem fram fer í mars 2022
verður leikið um þrjú síðustu HM-
sætin í þremur fjögurra liða riðlum
með útsláttarfyrirkomulagi.
Gríðarlegur áhugi er fyrir granna-
slag FC Köbenhavn og Malmö í loka-
umferð riðlakeppni Evrópudeild-
arinnar í fótbolta sem fram fer á
Parken í Kaupmannahöfn næsta
fimmtudag. Forráðamenn FCK til-
kynntu í gær að þegar hefðu verið
seldir 30 þúsund miðar og sárafáir
væru eftir. Þetta er hreinn úrslitaleikur
um sæti í 32 liða úrslitunum, FCK
nægir jafntefli en Arnór Ingvi Trausta-
son og félagar í Malmö verða að knýja
fram sigur.
Samkvæmt enska blaðinu Evening
Standard hefur Tottenham Hotspur
lækkað verðið á danska knattspyrnu-
manninum Christian Eriksen um
helming til að reyna að losna við hann
í janúarmánuði. Tottenham vildi fá 80
milljónir punda fyrir Eriksen síðasta
sumar en ekkert tilboð barst í hann.
Nú mun hann vera falur fyrir 40 millj-
ónir punda.
Sara Björk Gunnarsdóttir, lands-
liðsfyrirliði og leikmaður þýsku meist-
aranna Wolfsburg, var í 52. sæti yfir
bestu knattspyrnukonur heims á árinu
2019 samkvæmt kosningu enska
blaðsins The Guardian. Hún varð í 31.
sæti í sömu kosningu fyrir ári en 93
sérfræðingar víðsvegar að úr heim-
inum greiða atkvæði og The Guardian
birtir smám saman 100 manna lista
sinn þessa dagana. Nú hafa verið birt
nöfn þeirra sem enduðu í sætum 41 til
100.
Fimmtíu stig frá James Harden
voru ekki nóg fyrir Houston Rockets til
að knýja fram sigur á San Antonio
Spurs í viðureign Texasliðanna í NBA-
deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt.
San Antonio vann upp sextán stiga
forskot Houston í fjórða leikhluta og
vann að lokum eftir tvær framleng-
ingar, 135:133. Lonnie Walker innsigl-
aði sigurinn af vítalínunni í lokin en
hann var stigahæstur hjá San Antonio.
Þá átti Slóveninn ungi Luka Doncic
enn einn stórleikinn en
hann skoraði 33 stig
og tók 18 fráköst þeg-
ar Dallas Maver-
icks vann New
Orleans Pe-
licans á
útivelli,
118:97.
Eitt
ogannað