Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 69
ÍÞRÓTTIR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Þau tíðindi urðu í gær að Alexander Petersson, einn af ólympíu- verðlaunahöfunum frá 2008, gefur kost á sér í landsliðið í handknatt- leik á nýjan leik. Lék hann síðast landsleik á EM í Póllandi árið 2016. Alexander er einn þeirra 28 leik- manna sem HSÍ sendir inn til móts- haldara en sá hópur var gerður op- inber í gær. Alexander var í stóru hlutverki á Ólympíuleikunum 2008 og á EM 2010 þegar Ísland vann til brons- verðlauna. Var hann kjörinn Íþróttamaður ársins árið 2010. Al- exander er 39 ára gamall en leikur með einu besta liði Þýskalands, Rhein Neckar Löwen, og ætti að styrkja íslenska landsliðið umtals- vert. Alexander gæti nýst mjög vel í vörninni en hann ræður vel við það varnarafbrigði sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari vill nota og hefur látið liðið spila. Innkoma Alexanders nú kemur á góðum tímapunkti því Ómar Ingi Magnússon er enn frá handknatt- leiksiðkun vegna höfuðáverka og ljóst að hann verður ekki með á EM. Ómar hefur leikið á síðustu þremur stórmótum en á HM í Þýskalandi í janúar var Teitur Örn Einarsson einnig í hópnum sem skytta hægra megin. Viggó Krist- jánsson gæti barist um sæti í EM- hópnum þegar þar að kemur en hann hefur spjarað sig vel í þýsku Bundesligunni. Viggó fékk tækifæri gegn Svíum í vináttulandsleikjunum í október. Kristján Örn Krist- jánsson sem raðar inn mörkunum hér heima er einnig í 28 manna hópnum og Alexander er því einn fjögurra í þeirri stöðu sem stendur. Rúnar Kárason gaf ekki kost á sér. Einn nýliði Einn leikmaður í hópnum hefur ekki leikið A-landsleik en það er Elvar Ásgeirsson sem eins og Viggó er á sínu fyrsta tímabili í þýsku Bundesligunni. Elvar er skytta vinstra megin en þar eru einnig tveir af máttarstólpum liðs- ins síðustu árin: Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Einn þeirra sem á fáa A- landsleiki að baki er Sveinn Jó- hannsson. Hann þótti leika vel í vináttuleikjunum gegn Svíunum og er kominn á ratsjána hjá Guðmundi og samstarfsmönnum hans í þjálf- arateyminu. Arnar Freyr Arn- arsson hefur glímt við meiðsli í haust sem og varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gúst- afsson. Sveinn gæti því átt mögu- leika á að komast í EM-hópinn. Fimm línumenn eru í hópnum og þar bíður Guðmundar væntanlega erfið ákvörðun. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðmund í gær benti hann á að all- ir á þessum leikmannalista geti átt möguleika á því að spila á EM und- ir vissum kringumstæðum. Hægt er að gera breytingar á hópnum eftir að mótið hefst og því þurfa menn að vera til taks. Um það bil viku fyrir jól má búast við því að hóp- urinn verði skorinn niður í nítján leikmenn. Að sögn Guðmundar verður fyrsta landsliðsæfingin 22. desember. Þá verða ekki komnir til liðs við hópinn þeir leikmenn sem spila með þýskum félagsliðum. Gísli Kristjáns í hópnum Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr lið á vinstri öxl í leik með Kiel fyrir um mánuði. Tíminn leiðir í ljós hvernig honum reiðir af í end- urhæfingunni en hann er í 28 manna hópnum og því er litið svo á að hann gæti mögulega verið leik- fær í janúar. „Ég hef rætt við lækna og sjúkraþjálfara hér heima sem hafa skoðað Gísla. Einnig var hann skoð- aður úti í Þýskalandi og þar leist mönnum vel á því batinn hafi verið hraður og góður. Auðvitað er ákveðið spurningarmerki hvort Gísli verði klár í slaginn í tæka tíð. Við ákváðum að halda því opnu því ef hann er ekki á listanum þá er það búið mál. Daníel er í svipaðri stöðu en þó kominn lengra í ferlinu. Hann er farinn að æfa á fullu og er kominn á bekkinn hjá Ribe Esb- jerg. Það styttist í að hann verði leikfær,“ sagði Guðmundur. Margir öflugir hornamenn Íslendingar eru ekki í vandræð- um með hornamenn um þessar mundir. Stefán Rafn Sigurmanns- son er ekki í hópnum vegna meiðsla en hann og Bjarki Már Elísson hafa barist um sæti í landsliðinu síðustu ár. Oddur Gretarsson kemur nú inn en hann leikur í þýsku Bundes- ligunni. Hægra megin eru Arnór Þór Gunnarsson, Óðinn Björn Rík- harðsson og Sigvaldi Björn Guð- jónsson. Einn sem leikur í Þýska- landi og tveir sem spila í Meistaradeild Evrópu. Ómars Inga nýtur ekki við en Alexander snýr aftur  28 manna hópur vegna EM liggur fyrir  Fækkað í 19 um miðjan desember Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurkoma Alexander Petersson í einum af síðustu landsleikjum sínum árið 2016 en þá dró hann sig í hlé. UEFA tilkynnti í gær að mynd- bandsdómgæsla, VAR, yrði notuð í umspilinu fyrir EM karla í fótbolta í mars á næsta ári. Nokkuð er síðan tilkynnt var að VAR yrði notað á lokamótinu. Ísland mætir Rúmeníu á heimavelli 26. mars á næsta ári í undanúrslitum umspilsins. Stefnt er að því að spila leikinn á Laugardals- velli, ef aðstæður leyfa, og verður VAR því notað hér á landi í fyrsta skipti. Óljóst er hvort VAR verði til staðar í undankeppni HM 2022, en FIFA þarf að gefa grænt ljós til að slíkt geti orðið að veruleika. Vídeódómgæsla á Laugardalsvelli AFP VAR Ísland mætir Rúmeníu í um- spilinu fyrir EM 26. mars. Körfuboltamaðurinn Gunnar Ólafs- son er genginn í raðir Stjörnunnar. Gunnar lék síðast með Oviedo á Spáni, en samningi hans var rift í síðasta mánuði. Bakvörðurinn gerir tveggja og hálfs árs samning við Garðabæjarfélagið og verður lög- legur eftir áramót. Gunnar lék með Keflavík á síðustu leiktíð eftir fjögur ár í St. Francis-háskólanum í Banda- ríkjunum. Skoraði hann 14,1 stig og tók 3,9 fráköst að meðaltali með Keflavík á síðustu leiktíð. Gunnar lék með íslenska landsliðinu á Smá- þjóðaleikunum 2017 og 2019. Gunnar orðinn Stjörnumaður Morgunblaðið/Hari Stjarnan Gunnar Ólafsson verður löglegur eftir áramótin. Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson Hamburg Ágúst Elí Björgvinsson Sävehof Björgvin Páll Gústavsson Skjern Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Vinstra horn: Bjarki Már Elísson Lemgo Guðjón Valur Sigurðsson PSG Oddur Gretarsson Balingen Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson Barcelona Elvar Ásgeirsson Stuttgart Ólafur Guðmundsson Kristianstad Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson Skjern Gísli Þorgeir Kristjánsson Kiel Haukur Þrastarson Selfoss Janus Daði Smárason Aalborg Hægri skyttur: Alexander Petersson RN Löwen Kristján Örn Kristjánsson ÍBV Teitur Örn Einarsson Kristianstad Viggó Kristjánsson Wetzlar Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Bergischer Óðinn Þór Ríkharðsson GOG Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson GOG Elliði Snær Viðarsson ÍBV Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Sveinn Jóhannsson Sönderjyske Ýmir Örn Gíslason Valur Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg Ólafur Gústafsson Kolding Landsliðshópurinn fyrir EM  Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin til Kenya þar sem síðasta mótið á Evrópumótaröð kvenna hófst snemma í morgun, eða um hálffimm að íslenskum tíma. Val- dís fer af stað á fyrsta hring um klukk- an hálftíu að íslenskum tíma. Hún þarf að vera framarlega á mótinu til að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt á mótaröðinni fyrir næsta tímabil.  Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær hvernig staðið yrði að undankeppni HM karla 2022 í Evrópu en hún verður leikin á árinu 2021. Þær 55 Evrópuþjóðir sem taka þátt leika þar um 13 sæti á HM í Katar og verða í 10 riðlum. Sigurvegarar riðl- anna fara beint á HM en liðin tíu sem verða í öðru sæti fara öll í umspil ásamt tveimur liðum sem koma í gegnum Þjóðadeild UEFA 2020-21. Í umspilinu sem fram fer í mars 2022 verður leikið um þrjú síðustu HM- sætin í þremur fjögurra liða riðlum með útsláttarfyrirkomulagi.  Gríðarlegur áhugi er fyrir granna- slag FC Köbenhavn og Malmö í loka- umferð riðlakeppni Evrópudeild- arinnar í fótbolta sem fram fer á Parken í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag. Forráðamenn FCK til- kynntu í gær að þegar hefðu verið seldir 30 þúsund miðar og sárafáir væru eftir. Þetta er hreinn úrslitaleikur um sæti í 32 liða úrslitunum, FCK nægir jafntefli en Arnór Ingvi Trausta- son og félagar í Malmö verða að knýja fram sigur.  Samkvæmt enska blaðinu Evening Standard hefur Tottenham Hotspur lækkað verðið á danska knattspyrnu- manninum Christian Eriksen um helming til að reyna að losna við hann í janúarmánuði. Tottenham vildi fá 80 milljónir punda fyrir Eriksen síðasta sumar en ekkert tilboð barst í hann. Nú mun hann vera falur fyrir 40 millj- ónir punda.  Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði og leikmaður þýsku meist- aranna Wolfsburg, var í 52. sæti yfir bestu knattspyrnukonur heims á árinu 2019 samkvæmt kosningu enska blaðsins The Guardian. Hún varð í 31. sæti í sömu kosningu fyrir ári en 93 sérfræðingar víðsvegar að úr heim- inum greiða atkvæði og The Guardian birtir smám saman 100 manna lista sinn þessa dagana. Nú hafa verið birt nöfn þeirra sem enduðu í sætum 41 til 100.  Fimmtíu stig frá James Harden voru ekki nóg fyrir Houston Rockets til að knýja fram sigur á San Antonio Spurs í viðureign Texasliðanna í NBA- deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. San Antonio vann upp sextán stiga forskot Houston í fjórða leikhluta og vann að lokum eftir tvær framleng- ingar, 135:133. Lonnie Walker innsigl- aði sigurinn af vítalínunni í lokin en hann var stigahæstur hjá San Antonio. Þá átti Slóveninn ungi Luka Doncic enn einn stórleikinn en hann skoraði 33 stig og tók 18 fráköst þeg- ar Dallas Maver- icks vann New Orleans Pe- licans á útivelli, 118:97. Eitt ogannað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.