Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 70

Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 www.gilbert.is VERÐ AÐEINS: 29.900,- við kynnum NÝTT arc-tic Retro TUNGL GÆÐA ÚR Á GÓÐU VERÐI 42mm 316L stálkassi Hvít skífa, Leður ól Svissneskt quartz gangverk ÍSLENSK HÖNNUN Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Á fögrum haustdegi austur á Seyðis- firði röltir ungur maður út í sjoppu í leit að hressingu. Hann á sér draum um að verða tónlistarmaður en vant- ar listamannsnafn. Hvað er það sem allir Íslendingar elska skilyrðislaust? Hann kaupir sér Prins Póló og fer heim að semja lög. Tíu árum síðar lítur Prinsinn til baka yfir ferilinn, flettir gömlum dag- blöðum og skissubókum og reynir með aðstoð góðra vina að meta stöð- una. Útkoman er litrík og hjarta- styrkjandi.“ Svo hljómar lýsingin á innihaldi bókarinnar Falskar minningar sem hinn fjölsnærði listamaður Svavar Pétur Eysteinsson hefur gefið út undir nafni hliðarsjálfs síns, Prins Póló. Eða Forlagið gefur bókina út, öllu heldur og prinsinn setti hana saman en skapari hans, Svavar, er grafískur hönnuður að mennt. „Ég reyndi að raða þessu upp í einhvers konar tímaröð, sögu þessa fyrir- bæris,“ segir Svavar og á þar við fyr- irbærið Prins Póló. Bókinni fylgir hljómplata með nýrri hátíðarútgáfu af skástu lögum prinsins og verður hún fáanleg frá og með deginum í dag, 5. desember. Mamma dugleg að safna Svavar segir bókina leið til að fletta skissubókum og mynda- albúmum og raða saman með blaðaúrklippum og fleiru. Hann segist heppinn með að móðir hans hafi verið dugleg að safna blaða- úrklippum um prinsinn undan- farin tíu ár. „Ég skannaði allar þessar úrklippur og persónurnar ráða ferðinni og sögunni líka. Svo tók ég saman flesta texta, gleymdi nokkrum og þetta er því í rauninni eins og stórt plötuumslag og það er gaman að geta flett einhverju þegar maður er að hlusta á tónlist. Kredit- listarnir af hverri plötu eru þarna líka og allir sem komu að verkunum. Þegar maður er að hlusta á tónlist í þessum stafræna heimi veit maður svo lítið um hana, veit ekkert hver hljóðblandaði eða spilaði. Það vantar ýmislegt í þessa stafrænu dreifingu,“ segir Svavar og að gaman sé að pakka sögunni allri niður í bókarform og horfa yfir það sem búið er að gerast. „Ég var alltaf að leita að leið til að kála prinsinum og þetta er kannski ekki rétta leiðin en alla vega tímamót, tíu ára afmæli,“ segir Svavar og er spurður frekar út í þessa löngun til að drepa prinsinn. Yrði það þá konung- legt andlát? „Jú, aftaka, eitthvað svo- leiðis,“ segir Svavar kíminn og bætir við að hann hafi fengið þá hugmynd að kála prinsinum með því að fara í Eurovision-söngvakeppnina. Hann segir þó heldur ólíklegt að prinsinn taki þátt í þeirri keppni. Góð upprifjun Prins Póló spratt fram haustið 2009 og hefur margt gerst á þessum tíu árum. „Þegar það rann upp fyrir mér í janúar eða febrúar að prinsinn ætti tíu ára afmæli í ár hafði ég sam- band við Forlagið og spurði hvort það vildi gefa út afmælisrit prinsins,“ seg- ir Svavar og að vel hafi verið tekið í þá hugmynd. Var þá hafist handa við að safna efni í bókina. „Þetta var mjög góð upprifjun fyrir mig að skoða hvað prinsinn hefur verið að bauka,“ segir Svavar. Bókin hafi fyrst verið 3-400 blaðsíður og hann hafi því þurft að skera hressilega nið- ur. „Það flóknasta við þetta er að greina á milli mín sjálfs og prinsins því þetta er ekki sami maðurinn. Stundum eru mörkin ekki skýr en það sem ég er að gera með þessari bók er að skýra þau. Ekki má blanda þessum sjálfum saman,“ segir Svav- ar. En hver er þá munurinn á Svavari og prinsinum? „Prinsinn er náttúr- lega prins en ég er bara einhver deli úr Breiðholti. Það er nú helsti mun- urinn,“ svarar Svavar sposkur að bragði. Prinsinn vill breyta til Líkt og fyrr var getið kemur út plata á netinu samhliða bókinni með hátíðarútgáfum af skástu lögum prinsins. Að mati prinsins, auðvitað, sem Svavar segir „svolítið einráðan“. Aðallega snúist útgáfan þó um hvaða lög sé gaman að spila og setja í nýjar útsetningar, gaman að fikta í. Svavar segir prinsinn hafa tilhneigingu til að fá leiða á því að spila lögin sín alltaf í sömu útsetningum. „Hann vill breyta til,“ segir Svavar og að Benni Hemm Hemm eigi sinn þátt í hinni hátíð- legu útgáfu. Þegar Benni hafi komið í heimsókn hafi hann átt til að setj- ast við píanóið og leika á það hæg- lætisútsetningar af lögum prinsins. Úr varð sú rútína að spila lögin þannig og setjast niður og hafa það kósí. „Síðan fengum við fleira fólk inn í það dæmi, hljóðfæraleikara og þetta vatt upp á sig og við end- uðum í Hljóðrita þar sem við tók- um þessa plötu upp „live“,“ út- skýrir Svavar. Blásturshljóðfæraleikarar voru fjarri góðu gamni en heyra má í harmonikku, rafmagnsgítar og -bassa. Þar spilar Örn Eldjárn af mikilli lagni, að sögn Svavars og af öðrum þátttakendum má nefna Björn Kristjánsson og Margréti Bjarna- dóttur. Kiddi „Hjálmur“ var upp- tökustjóri og sá um hljóðblöndun. Að lokum má við bæta að Prins Póló heldur jólatónleika laugardag- inn 14. desember í Gamla bíói og bera þeir yfirskriftina Prins Jóló. Morgunblaðið/Eggert Prins en ekki deli úr Breiðholti  Prins Póló sendir frá sér afmælisritið Falskar minningar  Skástu lögin í hátíðarútgáfum  „Mjög góð upprifjun fyrir mig að skoða hvað prinsinn hefur verið að bauka,“ segir skapari hans 10 ára Tvær opnur úr afmælisriti Prins Póló. Heimalningur Prins Póló með kórónuna sína í heimahúsi á hátíðinni Heima í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Japanskir kvikmyndadagar hefjast í dag í Bíó Paradís og standa yfir til og með 10. desember. Þeir eru haldnir í samstarfi við Japan Foundation og japanska sendiráðið á Íslandi og verða allar kvikmynd- irnar sýndar á frummálinu, jap- önsku, með enskum texta. Ása Baldursdóttir, dagskrár- stjóri í Bíó Paradís, segir Japanska kvikmyndadaga mikilvæga í kvik- myndamenningu landsmanna og að á árinu sem er að líða hafi kvik- myndahúsið boðið upp á tvo jap- anska viðburði; OZY-kvikmynda- daga og Ástarsögur frá Japan. „Við greinum mikinn áhuga fyrir japönskum kvikmyndum, við t.d. auglýstum eftir uppáhaldskvik- mynd fólks á samfélagsmiðlum og það komu yfir 300 tillögur. Við sýn- um þrjár myndir sem voru allar á topp 10 þessara tillagna, Howl’s Moving Castle, Perfect Blue og Your Name,“ segir Ása. Opnunarmyndin eftir Herzog Opnunarmynd daganna er eftir hinn heimskunna og mikilsvirta leikstjóra Werner Herzog og nefn- ist Family Romance, LCC. Myndina tók hann upp í Japan með japönsk- um leikurum og á japönsku. „Þetta er leikin mynd sem fjallar um þetta stórfurðlega fyrirbæri að leigja sér ástvin eða fjölskyldumeðlim en í myndinni fylgjumst við með ungri stúlku sem fær nýjan pabba í gegn- um slíka leigu,“ segir Ása. Á Japönskum kvikmyndadögum verða frumsýndar fjórar nýjar kvikmyndir, tvær sígildar og ein nýleg sem sló öll aðsóknarmet vest- anhafs. Upplýsingar um myndirnar og sýningartíma má finna á vef kvik- myndahússins, bioparadis.is. Mikill áhugi fyrir jap- önskum kvikmyndum  Japanskir bíódagar í Bíó Paradís Japan Úr opnunarmynd Japanskra kvikmyndadaga, Family Romance, LCC, eftir Werner Herzog.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.