Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 TAX FREE Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 5.- 9. DESEMBER *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. AF ÖLLUM VÖRUM* Meistarar barokksins er yfirskrift aðventutónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Rússneski hljóm- sveitarstjórinn Maxim Emelyany- chev stjórnar hljómsveitarsvítu nr. 4 eftir Bach, Alster-svítu eftir Tele- mann, svítunni Les Bourgeois gentilhomme eftir Lully og þáttum úr Les Indes galantes eftir Rameau. Tónleikakynning hefst kl. 18 í Hörpuhorni og tónleikarnir eru að vanda sendir út beint á Rás 1. Meistarar barokksins hjá Sinfóníunni í kvöld FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Alexander Petersson gefur kost á sér í íslenska landsliðið í hand- knattleik á nýjan leik fyrir EM sem fram fer í janúar. Alexander lék síð- ast með landsliðinu á EM í Póllandi árið 2016. Ómar Ingi Magnússon og Stefán Rafn Sigurmannsson eru ekki í 28 manna hópnum vegna meiðsla en tilkynnt var í gær hverjir eru í hópnum. »69 Alexander síðast með á stórmóti árið 2016 ÍÞRÓTTIR MENNING Jólatónleikar til styrktar Lífi – styrktarfélagi kvennadeildar Land- spítalans verða haldnir í Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag kl. 12. Um 50 flytjendur koma fram á tónleik- unum sem taka um 50 mínútur. Fluttar verða jólaperlur frá ýmsum tímum, bæði íslenskar og erlendar. Meðal flytjenda eru Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Egill Árni Pálsson tenór, Kvennakórinn Con- cordia og píanóleikarinn Lilja Eggertsdóttir sem jafnframt stjórnar hljóm- sveit. Jólatónleikar til styrktar Lífi í dag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Sólardansinn eftir Þóru Jóns- dóttur er enn ein staðfesting þess að aldur getur verið afstæður. Þóra verður 95 ára í janúar og hún samdi örsögurnar í bókinni á nýliðnum tveimur árum. Bókaútgáfan Sæ- mundur gefur út. Leit að tjaldsvæði, fyrsta ljóða- bók Þóru, kom út 1973. Síðan hefur hún sent frá sér margar bækur, fyrst og fremst ljóðabækur, en einnig þýðingar og fleira, meðal annars þýðingu á ljóðum eftir pólska rithöfundinn Wislöwu Szym- borska, sem kom út á sama tíma og hún fékk Nóbelsverðlaunin 1996. „Mér fannst tímabært að búa til örsögur,“ segir hún um nýju bókina og vekur athygli á því að 2010 hafi komið út bókin Hversdagsgæfa, sem sé einnig safn örsagna. „Bæk- urnar eru af sama meiði,“ segir hún. Í Sólardansinum eru 62 örsögur og er nafn bókarinnar það sama og titill einnar sögunnar. „Mér finnst þetta fallegt orð,“ segir Þóra. Þóra fæddist á Bessastöðum en flutti þriggja ára með foreldrum sínum að Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hún segist ekki hafa kynnst skáld- um í sveitinni, en Guðmundur á Sandi hafi reyndar búið á næsta bæ. „Ég þekkti hann ekki enda var ég bara smábarn, en ég ætlaði mér alltaf að skrifa skáldsögur,“ segir hún um æskudraumana. Bætir við að hún þekki yfirhöfuð ekki mörg skáld og hitti þau sjaldan. „Ég hef samt gaman af því að vera innan um fólk en í mér býr einhver feimni.“ Kann vel við fáorð ljóð Eiginmaður Þóru var Páll Fly- genring verkfræðingur og eiga þau þrjú börn. Hún lauk kennaraprófi og vann meðal annars á Borg- arbókasafni Reykjavíkur 1975 til 1982. Hún segir að þegar börnin hafi flutt að heiman hafi hún byrjað að semja ljóð. „Ljóðin höfða best til mín af öllu rituðu máli, þau eru svo fáorð og það líkar mér vel.“ Örsögurnar byggjast að ein- hverju leyti á minningarbrotum. „Þær eru skáldsögur en margar styðjast við eitthvað verulegt,“ út- skýrir hún. „Þetta eru stuttorðar frásagnir.“ Þóra tekur daginn snemma og segir að sér verði mest úr verki við skáldskapinn á morgnana. „Ég er best upplögð um miðjan morgun, það finnst mér besti tíminn.“ Þegar andinn komi yfir hana sé hún fljót að koma hugsunum sínum á blað og sitji því ekki lengi við hverju sinni. „Þetta er allt saman svo stutt,“ seg- ir hún og leggur áherslu að hún sé ekki sérstaklega vel skipulögð við skriftirnar, en það komi ekki að sök. „Ég verð 95 ára í janúar og senni- lega læt ég ekki meira ritað mál frá mér.“ Ljósmynd/Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Útgáfuhóf Þóra Jónsdóttir og Iðunn Steinsdóttir, sem verður 80 ára í næsta mánuði, með nýjar bækur. Aldrei of seint að skrifa og gefa út bækur og rit  Þóra Jónsdóttir með örsögur skömmu fyrir 95 ára afmælið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.