Morgunblaðið - 10.12.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.12.2019, Qupperneq 1
Upplýsingar er fengnar á vef Veðurstofu Íslands kl. 22:40 í gær Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Stöndum okkar plikt“  Ofsaveðri spáð á Ströndum og Norðurlandi vestra og snjóflóða- hætta er á Mið-Norðurlandi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við stöndum okkar plikt,“ segir Ár- mann Gunnarsson á Siglufirði, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Sig- fús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir: „Við höfum ekki fengið svona viðvörun áður, en ég vona að við séum í stakk búnir til að takast á við þetta.“ Báðir ræða um óveðrið sem spáð er í dag. Versta veðrinu er spáð á spásvæð- inu Strandir og Norðurland vestra, ofsaveðri sem kallar á rauða viðvörun frá klukkan 17 í dag og fram yfir mið- nætti. Er þetta í fyrsta skipti sem Veðurstofan gefur út viðvörun á hæsta stigi síðan byrjað var að gefa út litamerktar veðurviðvaranir fyrir tveimur árum. Í allan dag og fram að hádegi á morgun verður norðan stór- hríð, þótt ekki sé hæsta viðvörun í gildi nema hluta tímans. Auk óveð- ursins lýsti Veðurstofan yfir óvissu- ástandi vegna snjóflóðahættu á Mið- Norðurlandi. Engir skólar eða leikskólar verða starfandi í Skagafirði í dag og íþrótta- mannvirki eru lokuð. Sama á við mörg önnur sveitarfélög. Búist er við mikilli ofankomu og að vegir lokist þannig að fólk verði innilokað. Íbúum er ráðlagt að halda kyrru fyrir. Börnin verði sótt í skóla Ríkislögreglustjóri og allir lög- reglustjórar landsins lýstu yfir óvissustigi almannavarna á landinu, í takti við veðurspá. Búist er við víð- tækum truflunum á samgöngum um allt land í dag og í fyrramálið. Vegum að höfuðborgarsvæðinu verður lokað í varúðarskyni og það sama á við um vegi víða um land. Millilandaflug og innanlandsflug fellur niður síðdegis. Skóla- og frístundastarf í Reykja- vík mun raskast frá hádegi í dag. Í til- kynningu frá Reykjavíkurborg er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli eftir klukkan 15. Foreldrar og forráða- menn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum. Svipaðar tilkynningar hafa verið gefnar út hjá fleiri sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. MVíðtækar truflanir »4  Lýst yfir óvissustigi almanna- varna og skólum og íþróttamann- virkjum lokað víða um land  Vegum verður almennt lokað og röskun verður á flugi sem og almenningssamgöngum Aðstoð Tveir snjóbílar voru í gærkvöldi sendir úr Reykjavík norður í land. Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  290. tölublað  107. árgangur  14 dagartil jóla Jólasveinalitabókin er á jolamjolk.is VÍNKAUP Á NETINU INNAN- LANDS LEYFÐ? GJAFAKORT FÆRÐ Í SMÁFORRIT UNDIRBÝR ALÞJÓÐLEGA VERÐLAUNAHÁTÍÐ NÝSKÖPUN 12 RAGNHEIÐUR ELÍN 28ÁFENGISLÖGGJÖFIN 14 Minnst fimm létust og átta ferða- manna var saknað eftir sprengigos í eldfjallaeynni Whakaari eða Hvítey við Norðurey Nýja-Sjálands í gær. Hvítey hefur verið vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Hópur þeirra var inni í gígnum þegar eldgosið hófst í gær. Eldfjallið gaus síðast 2016. „Þetta er bara lítið gos,“ sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, um eldgosið í Hvítey. Hann sagði að eldfjallið væri gamalt og hefði lengi verið virkt. Af hvítum gosmekkinum mætti ráða að kvikan hefði komist í snertingu við sjó. Einnig kom upp mikil aska. Gosið minnti Pál á mannskætt sprengigos sem varð 2014 í Ontake, vinsælum ferðamannastað í Japan. Þar fórust 57 manns og sex til við- bótar var saknað. „Við eigum okkar útgáfu af þessu sem er Hekla og ferða- mennskan þar,“ sagði Páll. Hekla er talin geta gosið með skömmum fyrirvara. Páll benti á að oftast væri ferðafólk á göngu í hlíðum Heklu og setti sig með því í hættu. Auk þess væri mikil umferð flug- véla yfir þetta frægasta eldfjall Ís- lands. Páll taldi að af íslenskum eld- fjöllum kæmist Hekla einna næst því að líkjast Hvítey. »13 AFP Nýja-Sjáland Nokkrir tugir ferðamanna voru í Hvítey þegar skyndilega varð þar sprengigos í gær. Að minnsta kosti fimm þeirra létust í gosinu. Viss líkindi með Heklu og Hvítey  Fimm létust og átta saknað eftir eld- gos við Norðurey Nýja-Sjálands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.