Morgunblaðið - 10.12.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Pollurinn á Akureyri var spegilsléttur í gær-
morgun og má segja að það hafi sannarlega ver-
ið lognið á undan storminum sem geisa mun á
landinu í dag og fram á morgun. Selir hafa verið
tíðir gestir á Pollinum og þessi tyllti sér á stein
og virti fyrir sér mannlífið, sultuslakur.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Pollrólegur selur í logninu á undan storminum
Félagsdómur sýknaði sl. föstudag ís-
lenska ríkið vegna Landhelgisgæslu
Íslands af kröfum Félags íslenskra
atvinnuflugmanna um að viðurkennt
yrði að flugmenn Gæslunnar ættu
samningsbundinn rétt á afsláttar-
farseðlum flugmanna hjá Icelandair.
Dómurinn klofnaði og skiluðu þrír
dómarar sératkvæði. Tveir af fimm
dómurum komust að annarri niður-
stöðu en meirihlutinn og töldu að af-
sláttarfarseðlarnir væru hluti af um-
sömdum kjörum flugmanna
Landhelgisgæslunnar.
Haldi óskerum frímiðarétt-
indum eftir starfslok
Eftir að lögin um Landhelgisgæsl-
una voru sett árið 1967 var samið um
að kaup og kjör flugmanna Gæslunn-
ar færu eftir flugmannasamningum
FÍA við Flugleiðir og síðar Iceland-
air. Frá árinu 1987 hafa hins vegar
verið gerðir sérkjarasamningar flug-
manna Gæslunnar við ríkið um ýmis
mál þeirra, vaktafyrirkomulag o.fl.,
en önnur atriði sem snertu kjör
þeirra tóku áfram mið af gildandi
kjarasamningum flugmanna hjá Ice-
landair á hverjum tíma.
FÍA krafðist þess fyrir Fé-
lagsdómi að staðfest yrði að flug-
menn Gæslunnar ættu rétt á afslátt-
arfarseðlum flugmanna hjá
Icelandair og að þegar þeir hætti
störfum vegna aldurs haldi þeir frí-
miðaréttindum sínum áfram
óskertum. Ríkið hafnaði með öllu
þessum kröfum í málinu.
Fram kemur í ítarlegri greinar-
gerð að árið 2005 komst Félagsdóm-
ur að þeirri niðurstöðu að ákvæði
kjarasamnings flugmanna hjá Ice-
landair um rétt þeirra til að verða
bókaðir á viðskiptafarrými í vélum
Icelandair þegar ferðast væri á veg-
um atvinnurekenda gilti einnig um
flugmenn Landhelgisgæslunnar.
Hélt FÍA því fram að þessi dómur
hefði fullt fordæmisgildi til stuðnings
dómkröfunum í málinu vegna afslátt-
arfarseðlanna. Því hafnaði ríkið þar
sem það ætti eingöngu við í ferðalög-
um flugmanna LHG á vinnutíma
þeirra.
Í málinu var einkum tekist á um
hvort samkomulag um reglur um af-
sláttarfarseðla flugmanna sem
starfa hjá Icelandair frá árinu 2004
væru hluti af kjarasamningi FÍA og
flugfélagsins eða innanhússreglur
sem ekki næðu til flugmanna Gæsl-
unnar. Reglurnar um þessi flugfar-
miðaréttindi eru á skjali sem ber
yfirskriftina Afsláttarfarseðlar flug-
manna, og segir í niðurstöðu Fé-
lagsdóms að þessar reglur hafi ekki
verið hluti þess kjarasamnings sem
FÍA gerði við Icelandair vegna flug-
manna félagsins á árinu 2004 og þær
séu ekki hluti samninga sem síðar
voru gerðir vegna flugmanna hjá
Icelandair. Reglurnar um afsláttar-
farseðla flugmanna Icelandair fjalli
um starfstengd réttindi og hlunnindi
utan kjarasamnings. FÍA hafi ekki
sýnt fram á að þau hafi verið færð inn
í kjarasamning FÍA við Icelandair
árið 2004 og hafi ekki heldur samið
um þau réttindi við fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs. Því beri að
sýkna ríkið af kröfum FÍA.
Einn dómari, Ásmundur Helga-
son, var sammála dómurunum
Guðna Á. Haraldssyni og Sonju M.
Hreiðarsdóttur um að sýkna bæri
ríkið en hann telur þó að hinar um-
deildu reglur um afsláttarfarseðla
séu hluti af kjarasamningnum. FÍA
hafi hins vegar ekki haldið þessum
ætluðu, kjarasamningsbundnu rétt-
indum félagsmanna sinna til haga
gagnvart ríkinu og þau séu því fallin
niður fyrir tómlæti.
Ólík starfsemi og kostnaður
Dómararnir Sigurður G. Gíslason
og Lára V. Júlíusdóttir féllust hins
vegar á kröfur FÍA. Þau telja í sér-
atkvæði að afsláttarfarseðlarnir séu
hluti af umsömdum kjörum flug-
manna og séu hluti kjarasamnings.
Taka þau ekki undir þau rök ríkisins
að afsláttarreglurnar geti ekki átt
við um flugmenn Landhelgisgæsl-
unnar vegna ólíkrar starfsemi og
mikils kostnaðar. Kostnaður við
framkvæmd kjarasamnings geti ekki
verið réttlæting á því að fara ekki
eftir ákvæðum hans. omfr@mbl.is
Eiga ekki rétt á afsláttarmiðum
Meirihluti Félagsdóms féllst ekki á kröfur um að frímiða- og afsláttarkjör flugmanna hjá Icelandair
giltu um kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar Dómurinn klofnaði í máli FÍA gegn ríkinu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lögreglan á Vesturlandi bauð á dög-
unum öllum starfsmönnum og
mökum þeirra til jólafagnaðar á
Grand hóteli í Reykjavík.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á
Vesturlandi, sagði aðspurður að alls
hefði 64 verið boðið í veisluna.
Kostnaðurinn hefði numið alls
1.400 þúsund krónum.
Um væri að ræða samfagnað sem
embættið efndi til annað hvert ár.
Spurður út í kostnaðinn sagði Úlf-
ar að gisting hefði verið innifalin.
Embættið greiddi allan kostnað
vegna jólahlaðborðs og gistingar
starfsmanna og maka þeirra.
Samkvæmt vefsíðu Íslandshótela,
sem reka Grand hótel, kostar jóla-
hlaðboðið 11.900 á mann. Samkvæmt
því hefði maturinn kostað lögregluna
um 762 þúsund krónur. Úlfar Finn-
björnsson, yfirmatreiðslumeistari á
Grand hóteli, reiðir fram yfir 50 jóla-
rétti á hlaðborðinu.
1.400 þúsund í jólaveislu
Lögreglan á
Vesturlandi bauð
upp á jólahlaðborð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veisluföng Lögreglan á Vesturlandi efndi til samfagnaðar í borginni.
Karlmaður um
fimmtugt var í
gær úrskurðaður
í 10 daga gæslu-
varðhald, eða til
19. desember, í
Héraðsdómi
Reykjavíkur. Úr-
skurðurinn var
kveðinn upp að
kröfu lögregl-
unnar á höfuð-
borgarsvæðinu í þágu rannsóknar
hennar á andláti karlmanns á sex-
tugsaldri í fyrradag.
Maðurinn sem lést féll fram af
svölum íbúðar á annarri hæð fjöl-
býlishúss í Úlfarsárdal um miðjan
dag í fyrradag.
Fimm karlmenn voru handteknir
á vettvangi. Einn þeirra var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald en hinir
fjórir voru látnir lausir úr haldi lög-
reglu í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar gengur rannsóknin vel. Hún
miðar að því að leiða í ljós með hvaða
hætti maðurinn féll fram af svöl-
unum. helgi@mbl.is
Í gæslu
vegna
mannsláts
Lögregla Rann-
sókn gengur vel.
Rannsókn Úlfarsár-
dalsmáls gengur vel