Morgunblaðið - 10.12.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
HÁDEGIS-
TILBOÐ
Mánudaga-föstudaga
kl. 11.00-14.30
Borðapantanir í síma 562 3232
Verð frá 990
til 1.990 kr.
staðli, ISO 17025. Niðurstöðurnar
eru síðan flokkaðar eftir magni gerla
í sýnunum, en flokkunin miðast við
umhverfismörk fyrir saurgerla-
mengun í yfirborðsvatni.
Nokkur breytileiki var í magni
gerla eftir árstíð og sem fyrr komu
vetrarmánuðirnir einna verst út,
samkvæmt skýrslu Landbúnaðar-
háskólans. Ástandið var hvað best í
september en þá var magn saurgerla
lítið sem ekkert á átta af tíu stöðvum
og mengun lítil á hinum tveimur
stöðvunum. Marsmánuður var aftur
á móti sýnu verstur, en þá mældist
einhver mengun á öllum stöðvum og
veruleg eða gríðarleg á um helmingi
stöðva. Líkt og áður var allnokkur
breytileiki á milli stöðva, en að jafn-
aði komu stöðvarnar í Reykjavík-
urhöfn frekar illa út en ástandið í
höfnunum á Vesturlandi var gott.
Af mælistöðvum mældist mest
mengum við Grandabryggju, Ver-
búðarbryggju, Suðurbugt og Mið-
Austurbakka.
Á heimasíðu Faxaflóahafna eru
niðurstöður mælinganna birtar jafn-
óðum og niðurstöður berast. Gísli
Gíslason hafnarstjóri bendir á að
niðurstöður ársins 2019 séu skárri
en 2018. Á yfirlitinu sést að á þessu
ári eru aðeins tvær mælingar sem
sýna óviðunandi ástand. Það eru
mælingar við Suðurbugt í janúar og
Verbúðarbryggju nú í nóvember.
Engu að síður sé ástæða til að
taka mengunarmálin til alvarlegrar
skoðunar, segir Gísli Gíslason.
fundinum á föstudaginn að fá frekari
skoðun og gögn á mælingum í Gömlu
höfninni og að teknar yrðu upp við-
ræður við Veitur og Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur. Gísli Gíslason
hafnarstjóri segir að finna verði
mögulegar „uppsprettur meng-
unar“. Þær geti verið allnokkrar og
ekki endilega lensing frá skipum og
bátum.
Landbúnaðarháskóli Íslands hef-
ur um nokkurra ára skeið vaktað
magn saurgerla í höfnum Faxaflóa-
hafna að beiðni stjórnar fyrir-
tækisins. Verkefnisstjóri er Hlynur
Óskarsson. Mánaðarlega eru sýni
tekin úr yfirborðslagi sjávar á tíu
stöðum á hafnarsvæðum Faxaflóa-
hafna og magn gerla metið.
Sýnin samdægurs í ræktun
Sýni ársins 2018 voru sem fyrr
ávallt tekin mánaðarlega á háflóði og
sá starfsmaður á Hvanneyri um
sýnatöku á Vesturlandi en starfs-
maður á Keldnaholti sinnti sýnatöku
í Reykjavík. Sýni voru tekin með
sérútbúinni stöng um 10-20 senti-
metra neðan yfirborðs beint í 250 ml
sótthreinsaðar flöskur.
Sýnum var komið samdægurs í
ræktun hjá Matís, en ræktun úr sýn-
unum þarf að hefjast innan við sólar-
hring eftir að þau eru tekin. Ræktað
var annars vegar fyrir saurkólígerl-
um (E. coli) og hins vegar enteró-
kokkum og niðurstöður sýndar sem
fjöldi gerla í 100 ml sýnis. Ræktun
Matís er samkvæmt alþjóðlegum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stjórn Faxaflóahafna hefur áhyggj-
ur af mengun saurkólígerla í Gömlu
höfninni í Reykjavík. Niðurstöður
mælinga ársins 2018 á sjávar-
gæðum, sem Landbúnaðarháskólinn
framkvæmdi, voru lagðar fyrir
stjórnarfund á föstudaginn.
Líkt og undanfarin ár var viðvar-
andi slæmt ástand í Reykjavíkur-
höfn. Í einungis rétt rúmlega fimmt-
ungi tilvika (21%) reyndist ástandið
gott, en í fjórðungi tilvika (25%) var
um mikla og allt að gríðarlega meng-
un saurkólígerla að ræða. Við
Grandabryggju í mars 2018 mældist
fjöldi saurkólígerla 130.000 í 100 ml
sýnis. Það magn gerla sprengir skal-
ann, því hæsta gildi fram að þessu á
þeim sex árum sem vöktunin hefur
verið í gangi var 5.500 í 100 ml sýnis
(Verbúðarbryggja, október 2016).
Ástandið í Sundahöfn var nokkru
betra en í 75% tilvika reyndist um
litla, mjög litla eða enga saurkólí-
gerlamengun að ræða. Samt sem áð-
ur komu reglulega fyrir tilvik þar
sem mikill fjöldi saurkólígerla
greindist í sýnum og í einu tilviki var
fjöldinn það mikill að ástand vatns
flokkaðist sem ófullnægjandi.
Ástandið með tilliti til saurkólígerla
var almennt gott árið 2018 í höfnum
á Vesturlandi en í 97% tilvika var um
litla, mjög litla eða enga saurkólí-
gerlamengun að ræða.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á
Morgunblaðið/Eggert
Gamla höfnin Vinsælt er að veiða á stöng í höfninni. Mengun er talsverð og nú á að leita að uppsprettum hennar.
Mengun saurkólí-
gerla umtalsverð
Leitað að uppsprettu mengunar í Reykjavíkurhöfn
Handfærarúllur teljast ótvírætt til
veiðarfæra, segir í nýlegum dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var
á um bótaskyldu tryggingafélagsins
Varðar á grundvelli smábátatrygg-
ingar eftir að sex handfærarúllum var
stolið um borð í bátnum Gosa KE-102
við bryggju í Njarðvíkurhöfn í lok
desember 2016. Bótaskyldu var hafn-
að og tryggingafélagið sýknað af
bótakröfum, en málskostnaður milli
aðila var felldur niður.
Stefnandi var Hafskip slf., og
krafðist bóta að upphæð 4,3 milljóna
vegna tjónsins auk málskostnaðar
fyrir héraðsdómi og úrskurðarnefnd
vátryggingamála, tæplega hálfri
milljón, ásamt vöxtum og dráttar-
vöxtum. Fyrir úrskurðarnefnd var
niðurstaðan á sama veg. Hafskip slf.
hélt því m.a. fram að handfærarúllur
féllu undir bótasvið tryggingarinnar
og væru ein tegund vinda. Þær væru
fastar við bátinn og því hluti af bát og
fylgifé hans. Verknaðurinn teldist
innbrot eða skemmdarverk og félli
því undir grein í tryggingaskilmálum.
Vörður byggði sýknukröfu sína
m.a. á því að handfærarúllur væru
undanskildar bótasviði smábáta-
tryggingarinnar og því hafnað að
rúllurnar væru ein tegund vinda.
Fylgifé eða veiðarfæri
Í niðurstöðum héraðsdóms segir að
úrlausn velti í aðalatriðum á því hvort
umræddar handfærarúllur geti talist
„fylgifé“ og jafnframt hvort þær telj-
ist til „veiðarfæra“, en þau séu sér-
staklega undanþegin bótasviði trygg-
ingarskilmálanna. Vátryggingin taki
til fylgifjár en hvorki handfærarúllur
né veiðarfæri séu talin upp í trygg-
ingaskírteini sem slík. Í skilmálum sé
upptalning á því hvað falli ekki undir
trygginguna og séu fiskkassar, afli og
veiðarfæri þar á meðal. Í lögum um
stjórn fiskveiða séu handfærarúllur
skilgreindar sem veiðarfæri og einnig
í reglugerðum um strandveiðar
„Með hliðsjón af framangreindu
ber að líta svo á að vátryggingin taki
ekki til handfærarúllna þeirra sem í
málinu greinir. Þær teljast ótvírætt
til veiðafæra og geta ekki talist til
fylgifjár bátsins miðað við texta vá-
tryggingarskilmálanna sem fyrr er
rakinn,“ segir í niðurstöðu Ragnheið-
ar Snorradóttur héraðsdómara.
aij@mbl.is
Handfærarúllur
teljast ótvírætt
til veiðarfæra
Sýknað vegna stuldar um borð í Gosa
Steingrímur J. Sigfússon ávítti þing-
menn á Alþingi í gær vegna fjarveru
þeirra við atkvæðagreiðslu sem
hringt var til á fjórða tímanum síð-
degis.
Til stóð að þingmenn greiddu at-
kvæði um að bæta þremur þingmál-
um á dagskrá þingfundar auk þess
að greiða atkvæði um hvort þing-
fundur dagsins mætti standa lengur
en þingsköp gerðu ráð fyrir.
Samkvæmt skráningu voru þá 38
þingmenn í húsi en eitthvað virtist
standa á þeim að mæta til atkvæða-
greiðslunnar.
„Forseti minnir á skyldu þing-
manna að sækja þingfundi og sér-
staklega að taka þátt í atkvæða-
greiðslum nema sérstök forföll komi
í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu
sinni,“ sagði Steingrímur úr ræðu-
stól.
Brá forseti á það ráð að taka fyrir
4. dagskrármál þingfundarins og
reyna aftur við atkvæðagreiðslu síð-
ar. Þingmálin sem greiða átti at-
kvæði um voru staða, stjórn, og
starfshættir þjóðkirkjunnar, skrán-
ing raunverulegra eigenda fyrir-
tækja og fjölmiðlar.
„Forseta finnst þetta vond uppá-
koma, að þingmenn sem eru hér á
staðnum mæti ekki til boðaðrar at-
kvæðagreiðslu, sérstaklega þegar
þeir biðja um hana sjálfir,“ sagði
Steingrímur og vísaði til þess að ósk-
að hefði verið eftir atkvæðagreiðslu
um lengri þingfund.
Forseti ávítti þingmenn
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Steingrímur var ósáttur við
fjarveru margra þingmanna í gær.
Margir voru
fjarverandi við
atkvæðagreiðslu