Morgunblaðið - 10.12.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 10.12.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Helgihald á aðventu og jólum 11. des. mið. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er aðalræðumaður kvöldsins og les úr bók sinni Um tímann og vatnið. Fram koma: Tríóið Fjarkar, Sönghópurinn við Tjörnina, Hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni og barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. 15. des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Stundin hefst með samveru í kirkjunni. Síðan verður haldið upp í safnaðarheimili þar sem verður sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. 22. des. sun. kl. 14:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. 24. des. þri. kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Þóra Einarsdóttir sópran syngur einsöng. Sönghópurinn við Tjörnina ásamt strengjakvartett kirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. 25. des. mið. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni. 31. des. þri. kl. 16:00 Aftansöngur á gamlársdag. Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum við Tjörnina leiða safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. „Í þessari rannsókn er því haldið opnu að um sé að ræða hryðjuverk, líkt og í öðrum rannsóknum sem snúa að skotárásum. Þetta veitir okkur færi á að nýta rannsóknar- aðferðir sem geta hjálpað okkur að bera kennsl á og koma í veg fyrir aðra hugsanlega ógn með skjótum hætti,“ sagði Rachel Rojas, rannsak- andi hjá bandarísku alríkislögregl- unni (FBI) við hóp fréttamanna. Vísar hún í máli sínu til þess þegar karlmaður með ríkisfang í Sádi- Arabíu hóf skotárás á bandaríska herstöð í Pensacola á Flórída. Þrír liðsmenn bandaríska sjóhersins týndu lífi í árásinni; Joshua Kaleb Watson (23 ára), Mohammed Sameh Haitham (19 ára) og Cameron Scott Walters (21 árs). Hinir látnu eru sagðir hafa bjargað lífi annarra með því að veitast að árásarmanninum er sá hóf skothríð. Lögregla drap síðar ódæðismanninn. Við árásina notaðist maðurinn við skammbyssu sem hann keypti lög- lega. Félagar hans, sem einnig voru á herstöðinni, hafa verið yfirheyrðir. Ekkert þykir benda til á þessari stundu að þeir séu viðriðnir árásina en talið er að einhverjir þeirra hafi náð skotárásinni á myndband. AFP Heiðursvörður Hópur hermanna ber kistu Camerons Scott Walters (21 árs). Hann er einn þriggja sem féllu þegar ódæðismaður hóf skotárás á herstöð. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Á þessari stundu teljum við víst að um 100 manns hafi verið á eða við eyjuna þegar gosið hófst, sumra þeirra er enn saknað,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-- Sjálands, á blaðamannafundi sem haldinn var um miðjan dag í gær. Tilefni fundarins er skyndilegt eldgos á White Island, vinsælli eld- gosaeyju meðal ferðalanga undan ströndum Nýja-Sjálands. Gos hófst þar laust eftir klukkan 14 að stað- artíma í gær. Hópur ferðamanna var á eyjunni þegar hamfarirnar hófust, margir þeirra farþegar af skemmti- ferðaskipinu Ovation of the Seas. Tuttugu og þrír höfðu í gær náðst í land, af þeim eru minnst fimm látnir. Margir eru sagðir slasaðir, sumir með alvarlega brunaáverka. Í gær voru yfir 20 sagðir ófundnir og er óttast mjög um afdrif þeirra. Fólkið sem um ræðir er af ólíku þjóðerni, Nýsjálendingar og ferðamenn ann- ars staðar frá. „Við vitum af einstaklingum frá Nýja-Sjálandi og erlendis frá sem var statt á eyjunni. Ég veit að ástvin- ir þessa fólks hafa miklar áhyggjur og eru óttaslegnir. En ég vil þó full- vissa fólk um að lögreglan reynir nú allt hvað hún getur,“ sagði Ardern enn fremur, en erlendir fréttamiðlar greindu frá því í gær að björgunar- menn ættu afar erfitt með að nálgast eyjuna sökum mikils öskufalls. Vís- indamenn segja gosstrókinn hafa náð rúmlega 3,5 kílómetra hæð og fór gjóskufall yfir stórt svæði. Leita lífs með drónum í dag Ljóst má vera að gosið kom öllum sem á eyjunni voru í opna skjöldu. Á myndbandsupptökum sem birst hafa á samfélagsmiðlum og í fréttum má sjá hóp ferðafólks flýja eyjuna í báti. Í fjarska sést gríðarstór gosmökk- urinn og annar hópur fólks sem þá beið enn björgunar í eyjunni. Í tilkynningu sem lögreglan í Nýja-Sjálandi sendi frá sér kom meðal annars fram að engin merki Eldsumbrot á ferðamannaeyju  Mikill fjöldi fólks var staddur á og við White Island þegar eldgos hófst þar skyndilega  Minnst fimm voru í gær látnir eftir hamfarirnar og óttast um fjölda annarra  Herskip verður sent að eyjunni í dag AFP Hamfarir Eldstöðin á White Island, virkasta eldstöð Nýja-Sjálands, gaus skyndilega þegar hópur fólks var á eyjunni. Gosmökkurinn náði rúmlega 3,5 kílómetra hæð, samkvæmt mælingum vísindamanna þar í landi. Eldgos hófst fyrirvaralaust 9. desember Crater lake Crater Bay Shark Bay Wilson Bay Eldgos á Nýja-Sjálandi WELLINGTON NORÐUR- EYJA SUÐUR- EYJA 300 km White Island (Whakaari) 500 m Ódagsett gervihnattamynd, maps4news.comHeimild: gns.cri.nz Fjölsóttur ferðamannastaður Talið er að margir hafi verið við eða á eyjunni þegar gosið hófst Um 10 þúsund manns fara til eyjarinnar árlega Virkasta eldfjall á Nýja-Sjálandi en um 70% þess eru neðansjávar Hefur gosið oft undanfarna hálfa öld, síðast árið 2016 væru um líf á eyjunni. Kom þetta í ljós eftir að þyrlum og flugvélum hafði verið flogið yfir svæðið. „Lögreglan telur víst að búið sé að bjarga öllum sem enn eru á lífi,“ seg- ir í umræddri tilkynningu, en í gær var unnið að því að fá nákvæma tölu yfir fjölda þeirra sem týndu lífi í hamförunum á White Island. Er stefnt að því að senda herskip upp að eyjunni í dag þaðan sem drónum verður flogið yfir eyjuna til að leita að hugsanlegum eftirlifendum. Fyrsti mannskaði frá 1914 Virkasta eldstöð Nýja-Sjálands er að finna á White Island. Telja vísindamenn 70% eldstöðvarinnar vera neðansjávar. Eyjan hefur verið í einkaeigu frá árinu 1953 og koma þangað árlega yfir 10 þúsund ferða- langar, en stærsta aðdráttaraflið er sjálf eldstöðin. Að sögn fréttaveitu Reuters gaus eldstöðin seinast árið 2016 en mannskaði sökum eldsum- brota hefur ekki átt sér stað á eyj- unni síðan 1914. Það ár létust 12 námuverkamenn á eyjunni. Scott Morrison, forsætisráð- herra Ástralíu, segir landa sína í hópi þeirra sem staddir voru á White Island þegar gosið hófst. „Við höfum nú þegar getað borið kennsl á hóp Ástrala sem liggja nú á sjúkrahúsi,“ sagði Morrison í tilkynningu sem send var fjölmiðlum, en samkvæmt henni voru minnst 24 ein- staklingar með ríkisfang í Ástr- alíu staddir á hamfarasvæðinu. „Við vonumst til að vita meira í fyrramálið. Við verðum þó að búa okkur undir erfiðar fréttir á komandi dögum.“ Búa sig undir erfiðar fréttir ÁSTRALÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.