Morgunblaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Snjór Börnin í Hvassaleitisskóla tóku snjónum sem féll í höfuðborginni í gær með fögnuði. Loksins var hægt að búa til snjókarla og snjóhús. Litlir snjóboltar voru fljótir að hlaða utan á sig.
Eggert
Fyrir mörgum ár-
um, fleiri en höfundur
kýs að viðurkenna,
var lítill drengur í
stórum systkinahópi
að alast upp í Lang-
holtshverfinu. Um leið
og vetra tók og snjó-
kornin fóru að falla af
himni breyttist heims-
mynd þessa litla
stráks því það þýddi
bara eitt, jólin voru að
koma. Á þeim tíma voru jólin ekki
eitthvert kapphlaup um að kaupa
sem dýrastar og tæknivæddastar
gjafir eða spenna fjölskylduna út fyr-
ir öll velsæmismörk. Þetta var sá tími
þegar jólin snérust um svo miklu
meira. Þau snérust um að njóta hátíð-
arinnar með sínum nánustu, stórfjöl-
skyldunni, vinum og skólafélögum.
Litlu jólin
Skólinn var undirlagður af heima-
tilbúnu jólaskrauti og undirbúning-
urinn hófst strax í byrjun desember.
Krakkarnir kepptust við að skreyta
gluggana með kreppappír og svo var
eitthvert sérstakt jólaþema – teiknað
á töfluna. Í söngtímum var verið að
æfa jólalögin og jólaballið á litlu jól-
unum var undirbúið. Þrátt fyrir allan
spenninginn var jafnframt lotning-
arfull virðing borin fyrir jólahátíðinni
og þeim kærleiksboðskap sem hún
boðaði. Því á jólunum áttu allir að
vera góðir og prúðir ellegar myndu
Grýla og Leppalúði taka börnin og
þótt krakkar á þessum tíma tryðu
þessu ef til vill ekki þá vildu allir haga
sér vel.
Jólaeplin
Á þessu heimili, eins og svo mörg-
um öðrum, var siður að kaupa kassa
af rauðum eplum fyrir jólin. Jólaepli
voru þau kölluð og þegar maður fann
eplalyktina berast um húsið vissi
maður að jólin voru að koma. Eins
var jólaölið ómissandi ásamt malti og
appelsíni og laufabrauðinu sem
drengnum þótti gott að fá hjá ömmu.
Þegar á aðfangadag var komið hafði
aðdragandinn gert sjálfa hátíðina enn
yndislegri. Auðvitað var fólkið spennt
fyrir pökkunum og kræsingunum en
eftir á að hyggja var það ekki síður
kærleikurinn, friðurinn og nærveran
sem gerði þessa stund
ógleymanlega.
Kirkja og leikhús
Jólatréð fór upp dag-
inn fyrir jól og aldrei
fannst manni það of stórt.
Mjúkir pakkar voru opn-
aðir á eftir hörðu pökk-
unum. Farið var að sjálf-
sögðu í kirkju um jólin og
kirkjugarðurinn heim-
sóttur. Einnig var það
venjan að fara og sjá leik-
rit í Þjóðleikhúsinu. Þetta
var í þá daga sem það þótti ekki at-
hugavert að halda jól eða fagna jólum
hvort heldur sem var á heimilum eða í
skólum. Þetta var í þá daga sem
barnatrúin átti ekki undir högg að
sækja og henni var haldið í heiðri.
Þetta var líka í þá daga sem menn
sögðu við hvern annan „gleðileg jól“,
eitthvað sem segja má að hafi skolast
til í íslensku samfélagi upp á síðkast-
ið.
Samhugurinn og samveran
Allir voru velkomnir við jólaborðið,
hvort sem þeir voru trúaðir eða ótrú-
aðir því á jólunum átti enginn að vera
einn. Mannkærleikurinn var þar í for-
grunni og börnin skildu það ekki síður
en fullorðna fólkið. Þegar höfundur
horfir til baka hugsar hann með hlý-
hug til þessa tíma. Því að einhverju
leyti til hefur meira en barnatrúin
skolast til síðan barnsskónum var slit-
ið við Langholtsveginn. Það er eins og
við Íslendingar séum hætt að leggja
áherslu á það sem skiptir mestu máli
um jólin og það er fólkið okkar. Sam-
hugurinn og samveran er nefnilega
það sem gerir okkur að góðu sam-
félagi og því megum við ekki tapa.
Guð gefi ykkur friðsæl og gleðileg
jól.
Eftir Guðmund F.
Jónsson
» Jólaepli voru þau
kölluð og þegar
maður fann eplalyktina
berast um húsið vissi
maður að jólin voru
að koma.
Guðmundur F.
Jónsson
Höfundur er viðskipta-
og hagfræðingur.
gundi.jonsson@gmail.com
Jólin komu með
eplalyktinni
Sonur minn er veik-
ur. Hann er með lífs-
hættulegan sjúkdóm
sem hann berst við.
Þegar hann liggur
inni á sjúkrahúsi má
ég ekki fá neinar upp-
lýsingar. Samt er ég
skráð sem hans nán-
asti aðstandandi.
Hann er sjálfráða ein-
staklingur sem ný
persónuverndarlög
gilda um og vernda. Ég fæ ekki að
vita hvernig læknismeðferðin
gengur, hvenær hann er eða var á
sjúkrahúsi eða hvort hann er út-
skrifaður.
Ég þekki konu sem á veikan föð-
ur. Hann er með lífshættulegan
sjúkdóm sem hann berst við. Þeg-
ar hann liggur inni á sjúkrahúsi fá
þau systkinin allar þær upplýs-
ingar sem þau óska eftir eða tald-
ar eru geta hjálpað föðurnum og
þeim. Hann er sjálfráða ein-
staklingur sem ný persónuvernd-
arlög gilda um og vernda.
Þessi kona fær að vita hvað fer
ofan í föður hennar og hvað kemur
frá honum. Ég fæ engar upplýs-
ingar um son minn. Hún fær að
vita hvort hann á að fara í aðgerð,
ef ekki þá af hverju. Ég fæ ekkert
að vita um son minn. Hún fær að
vita hvenær hann fer heim og
hvernig best er að styðja við hann
þegar heim er komið. Ég má ekki
fá neinar upplýsingar um son
minn.
Og hver er munurinn? Jú, sonur
minn er með fíknisjúkdóm, faðir
konunnar sem ég vitna til er með
krabbamein. Fíknisjúkdómur –
krabbamein. Báðir sjúkdómarnir
geta verið lífshættulegir. Viðbrögð
og stuðningur fjölskyldu skipta
miklu máli í báðum tilfellum, þó að
ólík séu. Þessir sjúkdómar hafa
báðir gríðarleg áhrif á nánustu
ættingja og geta jafnvel valdið
heilsutjóni þeirra allra nánustu.
Hver er þá munurinn? Hefur
orðræðan í samfélaginu síðustu ár
ekki sagt okkur að misnotkun á
fíkniefnum, áfengi o.fl. sé sjúkdóm-
ur? Er ekki verið að segja okkur
að það að vera með fíknisjúkdóm
sé engin skömm? Að við þurfum að
losa okkur við skömm-
ina; þora að segja frá,
þora að tjá okkur,
þora að segja ég er
fíkill, þora að segja
sonur minn er fíkill?
Nýleg reynsla mín
varðandi son minn
hefur vakið margar
spurningar í huga
mér. Sonur minn fékk
innlögn á sjúkrahúsið
Vog öllum til mikillar
gleði. Hann sagði mér
að hann fengi síðan að
fara í eftirmeðferð á
meðferðarheimilinu Vík. Gleðin
leyndi sér ekki og fjölskyldan and-
aði léttar og allt varð bjartara. Á
föstudagseftirmiðdegi var hann
kallaður inn til læknis. Hann hélt
sig vera að fá upplýsingar um
dvölina á Vík. Nei, það var ekki
svo gott. Læknirinn tjáði honum
að þar sem hann hefði m.a. opnað
sig í hópastarfi inni á Vogi um
mjög erfitt mál þá væri hann ekki
nógu andlega stabíll til þess að
fara á Vík. Sonur minn spurði þá
um innlögn á fíknideild geðdeildar
Landspítalans. Nei, allt var fullt
þar. Hann mátti reyndar vera á
Vogi fram yfir helgina sem var að
renna í garð, en hann reiddist
mjög við þessar slæmu fréttir og
rauk á dyr. Heimilislaus. Án nokk-
urra peninga. Með fötin sem hann
stóð í.
Af hverju veit ég þetta? Jú, ég
hef þetta eftir syni mínum.
En, á ég að taka hans frásögn
trúanlega? Ein af mörgum birting-
armyndum fíknisjúkdóms er
ósannsögli, lygar, blekkingar. Get
ég leyft mér að trúa syni mínum?
Hvernig veit ég að hann fór út af
Vogi af fyrrgreindri ástæðu? Var
hann kannski bara að dópa og þar
með vísað á dyr? Hvernig get ég
komist að því? Svarið er að ég get
það ekki – má það ekki – það er
blátt bann við að segja mér frá.
Læknirinn minn fær ekki einu
sinni þessar upplýsingar. Í mínum
huga skipta upplýsingarnar vægast
sagt mjög miklu máli. Þær
ákvarða hver mín viðbrögð eru.
Þetta er spurning um líf og dauða.
Mér var bent á að fá aðstandenda-
fund með aðilum frá Vogi og syni
mínum. Ég hringdi og spurði um
slíkan fund. Nei, það var ekki
hægt. Ég er ekki að biðja um upp-
lýsingar varðandi aðra sjúklinga.
Ég er ekki að biðja um að fá að
vita hvað sonur minn sagði við ráð-
gjafa sína og lækna. Ég er að biðja
um upplýsingar og ráðgjöf svo ég
geti stutt sjúklinginn son minn
sem best eftir að dvöl lýkur. Var
honum vísað frá Vogi vegna
neyslu? Hvað tekur við eftir með-
ferð á Vogi? Er það rétt að Vogur
sendi beiðni um innlögn á geðdeild
Landspítalans? Hvernig get ég
sem hans nánasti aðstandandi
stutt hann á meðan hann bíður eft-
ir öðru úrræði?
Annað sem ég velti fyrir mér er
hversu einn fíknisjúklingurinn er.
Mörg okkar hafa heyrt að þegar
einstaklingur á von á alvarlegum
fréttum frá lækni sé betra að hafa
einhvern annan með sér til halds
og trausts. Sá veiki meðtekur e.t.v.
ekki allt sem sagt er. Á það ekki
líka við um fíknisjúklinga?
Er ekki betra að annar aðili,
eins og nánasti aðstandandi fái
einnig ákveðnar upplýsingar? Er
ekki betra að ég geti sagt við son
minn: „Sagði læknirinn ekki þetta
líka?“ eða: „Nei, þetta er nú ekki
alveg rétt hjá þér. Þú hefur eitt-
hvað misskilið lækninn.“ Er ekki
betra þegar fíknisjúklingurinn er
móttækilegur að aðstandendur geti
verið til staðar, með réttar eða
staðfestar upplýsingar í farteskinu,
rétt eins og aðstandendur fyrr-
greinds krabbameinssjúklings?
Hvað er áunnið með þessari
leynd? Er einungis verið að vernda
einstaklinga fyrir skömminni? Ef
svo er getur verið að hinn góði
ásetningur sem lagt var upp með
sé farinn að valda skaða?
Dagbjört F. Ásgeirsdóttir,
móðir fíknisjúklings.
Eftir Dagbjörtu F.
Ásgeirsdóttur » Sonur minn er sjúk-
lingur. Í þau skipti
sem hægt er að hjálpa
honum kemur sú leynd
sem umlykur sjúkdóm-
inn í veg fyrir að það sé
hægt. Af hverju?
Dagbjört F.
Ásgeirsdóttir
Höfundur er móðir sjúklings.
Er leyndin farin
að valda skaða?