Morgunblaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Við sem eldri erum
njótum ekki friðhelgi
á ævikvöldi okkar:
Eilíf barátta við yf-
irvöld um kjör okkar
og örbirgð samfara
mörgum vitjunum til
lækna vegna krank-
leika sem fylgir ell-
inni.
Baráttan gegn rík-
inu við að halda líf-
tórunni er af margvíslegum toga.
Öll höfum við lagt til ríkisins í
formi skatta. Sumt af því hefur
verið eyrnamerkt til elliáranna.
Hér áður fyrr voru skattagreiðslur
eyrnamerktar; sjúkrasamlagsgjöld,
kirkjugjald, kirkjugarðsgjald
o.s.frv. Allt þetta var svo sameinað
í einn pott, tekjuskatt. Stjórnvöld
skammta svo út úr þessum sjóð-
um. Og þá til annarra nota.
Skoðum reglur almenna trygg-
ingaþáttarins. Við greiðslur elli-
launa eru þær skattlagðar og
skertar á ýmsa vegu.
1. Skattlagning. Heildar-
greiðslur úr lífeyrissjóðum eru
skattlagðar. Sem og fjármagns-
tekjur, sem eru vaxtatekjur og
söluhagnaður o.s.frv.
2. Skattlagning. TR skerðir
greiðslur vegna fjármagnstekna.
3. Skattlagning. Greiðslur frá
TR eru skattlagðar.
4. Skattlagning. Eftirstöðvar,
sem koma svo í hendur aldraða,
eru skattlagðar sem vsk. við
eyðslu.
Ath. Það má bæta við einni
skattlagningu. Árið 1986 þegar
staðgreiðsla var sett á voru inn-
greiðslur í lífeyrissjóði skattlagðar.
Þessu var breytt 1993 og hætt að
skattleggja inngreiðslurnar. Í sjö
ár höfðu launþegar greitt þann
skatt. Þessi skattlagning hefur
ekki verið bætt. (Miðað við inn-
greiðslur í Lífeyrissjóð sjómanna á
þessum tíma voru skattagreiðslur
þessar 1,4 milljarðar á þeirra tíma
gengi.)
Eitt misræmi við útgreiðslur úr
lífeyrissjóðum er greiddur tekju-
skattur. Staðreyndin er sú að stór
hluti af útgreiðslum lífeyrissjóð-
anna er fjármagnstekjur og því
ætti að skattleggja þær sem slík-
ar.
Er það nokkuð óeðlilegt að
margir aldraðir lifi í fátækt?
Fjármagnstekjur
Fjármagnstekjur eru marg-
víslegar en launþegi getur ekki
jafnað þær út með fjármagns-
gjöldum líkt og lögaðili.
Fjármagnstekjur,
t.d. af söluhagnaði, eru
einn liður í þessu máli.
Ég vil víkja að sölu
sumarhúsa.
Við sölu þeirra er
stórfellt misvægi í lög-
um og reglugerðum.
Það er að segja að
söluhagnaður er mis-
munur á söluverði og
kaupverði (þrátt fyrir
að húsið sé 10-15 ára
gamalt). Hér er ekki
tekið tillit til ýmissa lagfæringa,
stækkunar og byggingar palla og
heitra potta, að viðbættu gesta-
húsi, verkfæraskúr o.fl. Að vísu
má leggja fram nótur fyrir efn-
iskostnaði eða aðkeyptri vinnu. (Í
bókhaldslögum er kveðið á um að
nótur skuli geymdar í sjö ár.) Ekki
er tekið tillit til þess að viðkom-
andi hefur lagt fram vinnu sína til
margra ára. Engar nótur sem
finnast má framreikna. Ég skrifaði
um misvægi. Þá á ég við að fast-
eignamat er notað sem verðmæti
eignarinnar er eignastofn er reikn-
aður til eignaskatts og fasteigna-
skatts.
Verst af öllu er að TR skerðir
ellilaunin eftir þessum óréttláta
söluhagnaði.
Það hafa verið lögð fram mörg
frumvörp til að lagfæra þetta á
mörgum þingum en ekki náð fram
að ganga. Nú liggur frammi á Al-
þingi frumvarp um þetta mál borið
fram af nokkrum þingmönnum.
(Ég vil gera þá athugasemd við
það, ef þeim skyldi takast að fá
þessu framgengt, að gildistími yrði
allt frá þeim tíma sem það var
fyrst lagt fram.)
Ég hef oft sagt að alltaf muni
finnast smugur til að fara framhjá
lögum og reglugerðum. Eldra fólk
getur ánafnað börnum sínum sum-
arhúsin áður en það tekur ellilíf-
eyrinn sem fyrirframgreiddan arf.
Sumir hafa stofnað einkahlutafélag
um sumarhúsið en til eru margar
aðrar leiðir.
Ríkisstjórnin hefur verið að
hreinsa til í lagaumhverfinu. Auð-
vitað hafa sum lög átt við um
ákveðinn tíma en eru ekki í sam-
ræmi við nútíðina. Mörg lög sem
áttu að gilda í skamman tíma eru
enn í fullri notkun, skattgreið-
endum til miska.
Raunir
eldri borgara
Eftir Ingva Rúnar
Einarsson
Ingvi Rúnar Einarsson
»Margsköttun, skerð-
ingar og misræmi í
lögum.
Höfundur er eldri borgari.
Kvöldstjarnan heit-
ir Venus líkt og morg-
unstjarnan enda er
þetta sami hnötturinn.
Hann heitir líklega í
höfuðið á ástargyðj-
unni vegna þess að
hann sést einkum á
þeim tímum þegar
fólk hefur tíma til
ásta. Það er að segja
fólk sem vinnur
venjulega vinnu, en auðvitað ekki
vaktavinnufólk og þessir tímar
henta ekkert endilega þeim sem
hafa atvinnu af ástum. Hvað um
það, þá er þessi reikistjarna mjög
eftirtektarverð fyrir þær sakir
hversu skæra birtu leggur af
henni, þótt þetta sé bara smá ljós-
punktur á risavöxnu himinhvolfinu.
Ef stjarnan er skoðuð í ofursjón-
auka sjást engin ummerki um
landslag, heldur bara snjóhvít
værðarvoðin hennar. Það er þó
miskilningur að kenna þessa birtu
við snjó því um er að ræða sam-
fellt þykkt skýjatraf, sem umlykur
þennan hnött. Þessi ský hafa þann
eiginleika eins og okkar ský að
endurvarpa nánast öllu ljósi sem á
þau fellur. Þessi ský eru samt
öðruvísi samsett en okkar ský,
sem eru að mestu vatnsgufa. Skýin
á Venusi eru að mestu koltvísýr-
ingur, lofttegundin hræðilega, sem
er um það bil að kollvarpa öllu lífi
á jörðinni að sögn ýmissa vitringa,
sem láta sig heill hnattarins okkar
varða. Koltvísýringur er núna bara
oggu pínulítill partur af lofthjúpi
jarðar eða tæplega
helmingur af einum
þúsundasta parti loft-
hjúpsins. Og af því að
koltvísýringurinn er
svona oggu lítill, þá
sést hann ekki með
berum augum heldur
þarf að sanna tilvist
hans með mæligræj-
um. En ef hann sæist,
þá væri hann hvítur
eins og vatns-
gufuskýin. Og hann
myndi hegða sér eins og vatns-
gufuskýin. Vindurinn myndi draga
hann fyrir sólu rétt eins og vatns-
gufuna. Það er alkunna, að sé
maður í sólbaði á fögrum sum-
ardegi, þá hitnar á honum litli
kroppurinn allur. Þetta er un-
aðsleg kennd, sérstaklega eftir
langan rigningarkafla. En svo
þyrmir yfir og lítið ský dregur fyr-
ir sólina. Skyndilega er orðið ískalt
og maður hleypur inn aftur. Og
bölvar veðrinu. Kominn með kalsár
á kinn. Hvað gerðist? Hvert fóru
ylgeislarnir sem böðuðu mann fyr-
ir augnabliki svo yndislega? Jú,
skýskömmin endurkastaði þessum
geislum aftur út í himingeiminn.
Og hvern baða þá þessir geislar?
Jú, þeir gætu farið til tunglsins og
búið til oggu pínu birtu á skugga-
hlið mánans og Geisli geimfari, þar
staddur, sæi litla sæta skýið, sem
rak okkur inn í hús. En Geisli
verður ekki sólbrúnn af því því að
hann er jú í geimbúningi og þar að
auki er geislunin frá jörðu svo of-
boð lítil miðað við geislun frá sólu.
Og ef Geisli geimfari væri á braut
um Venus gæti hann séð með
sterkum kíki skýjatrafið á jörðinni
okkar, og þar með hnoðrann sem
olli sólvistarkreppunni okkar.
Af þessu má draga þá ályktun
að aukning koltvísýrings í and-
rúmsloftinu myndi virka eins og
pósthús sem endursendir í auknum
mæli bréf því að heimilisfangið er
vitlaust. Hann sendir geislana aft-
ur út í himingeiminn, þar sem eitt
af því sem þeir gera er að sólbaða
mig ekki. Hefur þetta áhrif á alla
jörðina? Já, ef koltvísýringur eykst
í andrúmslofti þá kólnar á jörðinni
vegna aukinnar tapaðrar orku sem
er endursend.
En þetta gerist að vísu bara á
daginn. Hvað með þann helming
jarðar þar sem er nótt? Þar er
ekki sólbað og engum geislum end-
urkastað þess vegna. En hins veg-
ar er jörðin ennþá hlý eftir sólbað
dagsins. Hún kann ekki að geyma
þessa orku heldur varpar henni
stanslaust frá sér út í loftið og al-
veg út í geim, ef engin er fyr-
irstaðan. Og þá koma skýin til
skjalanna. Vatnsgufan í skýjunum
andvarpar til jarðar hitageislun
jarðar og virkar eins og sæng sem
heldur inni hita. Og það gerir
koltvísýringurinn líka. Þetta hafa
margir sannreynt á sjálfum sér.
En ekki er alltaf þakklætinu til að
dreifa hjá blessuðu mannkyninu.
Margir bölva skýjunum í sand og
ösku af því að þá eru engin norð-
urljós. Orkugeislun jarðar á nótt-
unni er þó nánast engin miðað við
orkugeislun sólar á daginn. Þess
vegna eru nettóáhrifin af aukningu
koltvísýrings í andrúmsloftinu
kólnun lofthjúpsins. En að vísu
bara pínu oggu lítil kólnun af því
að það er svo lítið af koltvísýringi í
lofthjúpnum.
Eftir Baldur
Pálsson
» Og af því að koltví-
sýringurinn er svona
oggu lítill, þá sést hann
ekki með berum augum
heldur þarf að sanna til-
vist hans með mæli-
græjum.
Baldur Pálsson
Höfundur er áhugamaður
um loftslagsmál.
Hvíti hnötturinn
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Umhverfisstofnun hefur komist að
þeirri merku niðurstöðu að kolefn-
islosun hafi aukist mest í sam-
göngum hér á landi undanfarin ár.
„Var það furða?“ sagði stelpan þeg-
ar hún reyndist ólétt en yfirvöld hér
eru eitthvað hissa á að margföldun á
fjölda ferðamanna skili sér í meiri
bílaumferð.
Segjum nú svo að þessir sömu
ferðamenn myndu aka eitthvað svip-
að heima hjá sér og hér, þá væri
þetta bara status quo á heimsvísu,
og það er allur heimurinn sem við
eigum að bjarga, ekki bara litla Ís-
land sem svona er stillt upp sem ein-
hverjum sökudólgi.
Umhverfisstofnun skorar nefni-
lega á fólk að hraða orkuskiptum og
áréttar að „svigrúm almennings til
að minnka losunina sé mest í sam-
göngum“.
Við eigum sem sagt að ganga,
hjóla eða norpa í biðskýlum til að
jafna út keyrslu túristanna hér.
Megum við biðja um kaffihlé?
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Almenningur borgar
(bensín)brúsann