Morgunblaðið - 10.12.2019, Qupperneq 17
Árið 2012 birti ég
grein um stöðuna á
íbúðamarkaði og þró-
un hans fram undan.
Benti ég á að þá væri
búinn sá umframlager
af íbúðum sem hafði
orðið til á þenslutím-
anum á árunum 2005-
2007 og að nú þyrfti
að byggja rúmlega
2.000 íbúðir á ári
næstu árin á landinu til að mæta
nýrri íbúðaþörf.
Síðan hafa verið byggðar að með-
altali 1.400 nýjar íbúðir á ári. Því
hefur myndast skortur upp á 5.000
til 6.000 íbúðir á þessum tíma.
Ítrekað hefur verið bent á þessa
óheillaþróun frá 2012 til dagsins í
dag sem m.a. má lesa í greinum
mínum og annarra og má einnig sjá
í tölum sem aðrir hafa birt, nú síð-
ast Íbúðalánasjóður.
Á sama tíma hefur íbúum lands-
ins fjölgað um 11,7% eða um 2,0% á
ári og eru nú 356.991 samkvæmt
tölum Hagtölu Íslands. Íbúðum
fjölgaði á sama tíma um 6,7% eða
1,1% á ári. Nú eru 2,54 að meðaltali
um hverja íbúð á landinu en voru
2,43 árið 2012. Þetta styður einnig
áður nefnda niðurstöðu um íbúða-
þörfina nú.
Við skulum ekki halda að Íslend-
ingar sætti sig við það að búa við
versnandi aðstæður til lengdar,
allra síst við batnandi hag fólks að
jafnaði á landinu eins og verið hef-
ur. Þó að nýbúar geri það í bili, sem
skýrir trúlega nýjustu tölu yfir
fjölda íbúa á íbúð, þá verða þeir líka
Íslendingar með sömu kröfur og
aðrir Íslendingar. Við skulum ekki
bara vona það, við gerum líka kröfu
um það í jafnréttisþjóð-
félagi.
Íbúðaþörfin á land-
inu er því nú 5.000 til
6.000 íbúðir og síðan
bætist við þörf fyrir
2.000 til 2.300 íbúðir á
hverju ári næstu árin.
Hver verður íbúða-
þörfin á næstunni?
Að það eru fleiri sem
búa nú að meðaltali í
hverri íbúð en áður er
viðsnúningur á áratuga (eða ár-
hundraða) þróun hér á landi. Þetta
er meiri breyting en tölurnar segja
til um fljótt á litið og ber að taka al-
varlega. Benda má t.d. á að ef fjölg-
un íbúa frá árinu 2012 er deilt niður
á fjölgun íbúða þá er niðurstaðan
4,21 íbúi á íbúð, sem er nánast
helmingi fleiri en var árið 2012 fyrir
alla íbúa deilt á allar íbúðir lands-
ins. Þetta hefur verið að gerast á
mesta velmegunartímabili á land-
inu.
Eru Íslendingar orðnir nægju-
samari en áður varðandi húsnæði,
er íbúðarhúsnæði orðið of dýrt í
landinu eða eru ástæðurnar ein-
hverjar aðrar fyrir því að fleiri búa
nú að meðaltali í hverri íbúð?
Oft er bent á að launavísitala og
íbúðaverð fylgist oftast að og þann-
ig var það hér á landi fram að árinu
2017. Þá hækkaði íbúðaverð 12-15%
Brýn nauðsyn á endur-
skipulagningu á byggingar-
framkvæmdum á landinu
Eftir Sigurð
Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
» Íbúðaþörfin á land-
inu er nú 5.000 til
6.000 íbúðir og síðan
bætist við þörf fyrir
2.000 til 2.300 íbúðir á
hverju ári næstu árin.
umfram hækkun launa á höfuðborg-
arsvæðinu og hefur þessi munur
haldist síðan.
Þetta háa íbúðaverð er vafalaust
ein af ástæðum þess að ekki var
meira byggt. Stór þáttur í háu lóða-
verði hefur verið lítið framboð af
lóðum á svæðinu og há lóðagjöld,
sem eru afleiðing af útboði á tak-
mörkuðum fjölda lóða. Einnig
vegna kostnaðarsamra fram-
kvæmda við þéttingu byggðar.
Þetta hefur komið í veg fyrir getu
fólks til að kaupa íbúðir, sem það
annars hefði getað keypt.
Afleiðingin ef þessu er að fleiri
Íslendingar hafa flutt frá landinu
heldur en þeir sem koma til lands-
ins. Þeir eldri flytja burtu til spara
sér í húsnæðiskostnaði og uppihaldi
og þeir ungu m.a. vegna þess að
þeir hafa ekki möguleika á að kaupa
sér húsnæði hér á landi vegna
íbúðaverðsins og þess skipulags-
leysis sem er á íbúðarbyggingum á
landinu, sem er sérkapítuli og ekki
fjallað um hér. Sumir reyna að flýja
til „nágrannasveitafélaganna“, þar
er hægt að fá ódýrar lóðir. Hætt er
við að það sé skammgóð lausn til
lengri og skemmri tíma litið og
mæti hvorki kostnaði né umhverf-
iskröfum.
Komum því skikki á þessi mál og
það sem allra fyrst, með heildar-
skipulagi og upplýsingagjöf fyrir
landið allt og eðlilegt lóðaframboð.
Verð á íbúðum mun þá lækka að
raungildi um 10-15%, fleiri munu
eignast þak yfir höfuðið, færri vel
menntaðir Íslendingar munu flýja
land og gjaldþrotum byggingarfyr-
irtækja mun fækka. Jafnvel munu
nýbúarnir okkar fara að blanda sér
í íbúðakaupin.
Síðari hlutinn verður um hver
eigi að byggja og fyrir hverja.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Verð3.290,-
Ø 16 MM
Verð3.490,-
Ø 19 MM
BASE er kjörið fyrir heimilið. Fullkomið jafnvægi notagildis og hönnunar.
Fegurð og gæðimætast í BASE frá d line
BASE
Allt um sjávarútveg