Morgunblaðið - 10.12.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 10.12.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 ✝ Þórdís fæddist30. janúar 1927 í Finn- staðaseli, Eiða- sókn, S-Múlasýslu. Hún lést á Droplaugarstöðum 27. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Rafn Guðmunds- son, f. 8. júní 1889, d. 2. desember 1971, og Guðrún Björg Ein- arsdóttir, f. 18. nóvember 1892, d. 14. janúar 1974. Alsystur Þórdísar voru Ragnhildur, f. 28. apríl 1921, d. 24. apríl 1983, Bjarnheiður, f. 5. janúar 1924, d. 10. júní 2004, Ingibjörg, f. 2. apríl 1931, Dagný Þorbjörg, f. 7. ágúst 1933. Hálfsystir sammæðra var Ingunn Pétursdóttir, f. 14. sept. 1914, d. 3. júlí 2000. Þórdís giftist Erlingi Guð- mundi Axelssyni, f. 5. júlí 1928, d. 16. febrúar 2010. Þau skildu. Börn Þórdísar og Erlings eru Lára, f. 31. ágúst 1951, og Gunnar Rafn, f. 29. júní 1956. Lára er gift Guðmundi Ólafs- syni, f. 9. janúar 1949. Dætur Karl, f. 4. jan. 2019; b) Una Guðný, f. 23. júlí 1998, sam- býlismaður Helgi Benedikt Hólm, f. 28. okt. 1998 og c) Þórdís Anna, f. 20. feb. 2002. Fyrir átti Gunnar dótturina Tinnu, f. 3. mars 1983, með Helgu Björk Bjarnadóttur, f. 8. okt. 1956. Eftirlifandi eiginmaður Þór- dísar er Friðgeir Eiríksson, f. 5. maí 1931. Börn Friðgeirs með fyrri eiginkonu, Ísabellu Theodórs- dóttur, f. 1. september 1933, d. 6. maí 1976, eru Theodór Stef- án, f. 11. júlí 1953, Eiríkur Ingi, f. 26. ágúst 1954, Ísabella, f. 13. júní 1956, Bryndís, f. 4. nóvember 1957, Guðmann, f. 18. apríl 1959 og Ingigerður, f. 11. janúar 1964. Þórdís flutti 5 ára í Gröf í Eiðaþinghá og var í farskóla og síðan einn vetur í Alþýðu- skólanum á Eiðum. Eftir skóla- gönguna vann hún í skólanum tvo vetur. Hún var tvo vetur á Akureyri áður en hún flutti til Reykjavíkur rúmlega tvítug og bjó þar til æviloka. Auk húsmóðurstarfa vann Þórdís einnig alla tíð utan heimilis, m.a. við afgreiðslu- störf, en síðustu 20 starfsárin vann hún á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Útför Þórdísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 10. desem- ber 2019, klukkan 13. þeirra eru a) Þór- dís, f. 16. okt. 1976, gift Brynjari Þór Guðmunds- syni, f. 16. okt. 1974, börn þeirra eru Eva Berglind, f. 3. apríl 2001, Brynja Katrín, f. 14. okt. 2002 og Bjarni Hreiðar, f. 15. maí 2015. Dótt- ir Þórdísar og Magnúsar Sævars Magn- ússonar, f. 3. ág. 1976, er Lára Theódóra, f. 23. okt. 1995; b) Guðrún Linda, f. 29. maí 1978, börn hennar og fyrrv. eig- inmanns, Óskars Arnar Gunn- arssonar, f. 6. júlí 1973, eru Karítas Líf, f. 27. júlí 2000, Guðmundur Rafn, f. 9. sept. 2003 og Gísli Rafn, f. 15. ágúst 2006; c) Ragnhildur Eva, f. 15. okt. 1983, í sambúð með Þor- grími Sveinssyni, f. 25. maí 1976. Gunnar var giftur Katrínu Einarsdóttur, f. 8. maí 1967. Þeirra dætur eru a) Elsa Sól, f. 5. okt. 1989, sambýlismaður Haukur Karlsson, f. 24. okt. 1990, sonur þeirra er Dagur Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér. Þetta er að sumu leyti búið að vera erfitt hjá þér síðustu tvö árin. Eftir að ljóst var að þú gætir ekki verið lengur heima tók við bið eftir að fá vist á hjúkrunarheimili. Fyrir rúmu ári fluttir þú á Droplaugarstaði. Þar leið þér vel og gast notið flests þess sem þar er boðið upp á. Þó líkaminn hafi verið orðinn lúinn þá var hugurinn skýr fram á síðasta dag. Þar gastu spilað, lesið, prjón- að, farið í sjúkraþjálfun og notið ýmissa atburða sem boðið var upp á. Alltaf eftir kvöldmat fórstu inn í dagstofu til að horfa á fréttatíma sjónvarpsins. Ekki máttir þú heldur missa af landsleikjum í sjónvarpinu. Þér þótti meira gam- an að horfa á karlaleiki heldur en kvenna. Áttir þú alltaf uppáhalds- leikmenn og fannst slæmt ef þeir voru meiddir og gátu ekki spilað með. Þú upplifðir miklar breytingar allt frá því að alast upp hluta æv- innar í torfbæ og yfir í þægindi nútímans. En sveitin þín austur á Héraði var þér alltaf kær. Í Gröf ólst þú upp ásamt foreldrum og systrum þínum við þröngan kost. En léttleiki og æðruleysi hefur ávallt einkennt ykkur. Þú áttir góðar minningar og minntist oft á jólin í Gröf þar sem setið var við kertaljós og spil og heimagert jólatré. Mikil búbót var að hafa vötnin í kring þar sem lögð voru net og silungur dreginn á land. En eftir að þú fluttir burt borðaðir þú helst ekki „bleikan“ fisk. Gæsir voru líka skotnar til matar og var fuglakjöt heldur ekki mikið á borðum þegar þú réðir ríkjum. Þegar þú fluttir til Reykjavíkur upp úr tvítugu hélt lífsbaráttan áfram. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en útivinnandi húsmóður, jafnvel í tveimur störfum. Fyrstu árin í Reykjavík vannstu á Hvíta- bandinu þar sem á þeim tíma voru skurðstofur. Einnig vannstu á barnaheimilinu Steinahlíð. Í mörg ár starfaðir þú á gjörgæsludeild Borgarspítalans eða tuttugu ár þar sem þú laukst þínum starfs- ferli sjötug að aldri og varst kvödd á fallegan hátt. Þar kynntist þú mörgu góðu starfsfólki og eignað- ist góðar vinkonur sem hittust reglulega á kaffihúsi. Tæplega fertug varstu fráskilin með tvö börn, 10 og 15 ára. Síðar eða í kringum fimmtugt kynntist þú Friðgeiri sem var ekkjumaður og sex barna faðir. Þið Friðgeir áttuð margar góðar stundir saman og ferðuðust mikið á meðan heilsan leyfði. Þér fannst alltaf skemmtilegastar ferðirnar innanlands og sérstaklega að fara á æskuslóðirnar. Þú hafðir gaman af börnum og varst alltaf áhugasöm að fylgjast með afkomendunum. Dýr voru líka í uppáhaldi og þið Friðgeir fóruð oft í Húsdýragarðinn. Á veturna passaðir þú upp á að fugl- arnir fengju afgangsbrauð. Þú varst dugleg að prjóna og nutu margir í fjölskyldunni góðs af því. Þér þótti gaman að lesa og spila á spil. Ef enginn var til að spila við lagðir þú kapal. Ég þakka þér samfylgdina, elsku mamma, og væntumþykj- una sem þú sýndir mér og mín- um. Ég bið almættið að styrkja Friðgeir. Lára. Í dag kveð ég elsku Dísu ömmu og hugsa með þakklæti og hlýju til góðra stunda sem við áttum í 36 ár. Amma var góð og þolinmóð, hún kenndi mér að prjóna þumal og var alltaf til í að spila. Í vist átti að gefa heila gjöf og fyrir alla muni ekki stokka mikið. Oftast vorum við bara tvær og þá spil- uðum við kasínu. Amma var hrifin af fuglum og í Hörðalandinu setti hún mat á svalirnar og fylgdist spennt með fuglunum vinna upp kjark og þor til að koma og fá sér bita. Þá skip- aði hún mér í mónótón að koma mjög hægt og hljóðlega inn í stofu og við fylgdumst saman með litlum hnoðrum snæða. Amma átti líka nokkra páfagauka, Tóta var best og svo man ég eftir tveimur sem görguðu allan dag- inn. Þegar ég heimsótti ömmu á Dropann röltum við stundum til páfagaukanna þar og amma sett- ist hjá þeim, sneri sér að búrinu og sagði á innsoginu: „tjúbbat- júbbatjúbbatjúbb“. Ekki eingöngu kveð ég dásam- lega konu sem elskaði börn og dýr og var mér alla tíð svo góð, heldur kveð ég líka sýn inn í gamla tímann en amma var af- skaplega minnug og dugleg að segja sögur. Hún fór með vísur sem ég gleymdi reyndar jafnóð- um en sumar frásagna hennar lifa mér í fersku minni. Ég sé fyrir mér þegar Bretarnir komu í Gröf, vopnaðir byssum og langamma skaust eins og eldibrandur úr bænum, logandi hrædd með svuntuna flaksandi um sig og sagði dætrum sínum að flýja. Eft- ir smá sprett runnu á ömmu tvær grímur og hún sneri við. Á bæn- um beið langömmu miði þar sem sveitungar báðust afsökunar á að hafa hrætt þær, þeir vildu bara fá leyfi til að skjóta gæs. Amma fer ekki aftur í hláturs- kast yfir þessari sögu og ég hugsa að ég komi heldur aldrei nokkurn tímann til með að heyra sögu sem byrjar á: „Það var niðursetningur í sveitinni heima“, en þá fannst mér frekar eins og amma hefði verið uppi á 19. öld en þeirri 20. Hún ólst upp á afskekktum torfbæ og var sannarlega himinn og haf á milli æsku okkar tveggja. Það var langur vegur frá bæn- um á Gröf í skólann á Eiðum og þá leið fór amma ein síns liðs og myrkfælin. Hún sagði mér frá því þegar hestarnir, sem hún átti að smala saman þegar hún kom heim, björguðu eitt sinn lífi henn- ar. Þann dag gerði aftakaveður og amma sá ekki handa sinna skil og hélt hún yrði úti. Þá komu hest- arnir, sem aðra daga hlupu stríðn- ir í allar áttir, til hennar og amma elti sporin heim í öruggt skjól. Dýr eru svo mögnuð, sagði amma við mig og ég samsinnti því. Mér fannst gott að heyra sögur úr sveitinni, æskan var vissulega meira hark fyrir hana heldur en mig og nú finnst mér hjákátlegt að hugsa til þess þegar ég kvart- aði yfir að þurfa að ganga með henni úr Hörðalandi í Grímsbæ. Ég man hvernig hún hélt áfram að ganga þegar ég dróst aftur úr, leit ekki við en rétti handlegginn aftur og opnaði og lokaði lófanum hratt. Þá tók ég á mig rögg og smeygði hendi í hennar. Með húmor og vænan skammt af stríðni tók amma lífinu ekki of alvarlega og man ég eftir ófáum hlátursköstum. Amma kvaddi á nýju tungli sem mér finnst vera fallegt tákn um nýtt upphaf. Nú bíða hennar önnur ævintýri. Ragnhildur Eva. Í dag er kvödd elskuleg amma mín, Þórdís Sigurbjörg Rafns- dóttir. Uppvöxtur ömmu á bænum Gröf fyrir austan var fyrir borg- arbarn eins og mig fjarlægt æv- intýri en var án efa ekki alltaf sældarlíf. Sömuleiðis voru hjú- skaparárin með Erlingi ekki auð- veld. Aldrei minntist amma þó á erfiðleika eða barmaði sér. Það var ekki hennar stíll. Hún lifði í sátt og samlyndi við alla í kringum sig og gerði ekki sérstakar kröfur sér til handa. Þetta hefst og endar allt einhvern veginn, er ég viss um að hún hugsaði. Amma sagði aldrei styggð- aryrði um nokkurn mann, var allt- af til staðar, boðin og búin til að aðstoða ef eftir því var leitað. Þau voru ófá skiptin sem ég og mín börn nutum góðs af því og verðum ævinlega þakklát fyrir tímann sem við áttum með henni. Amma lagði mikla rækt við okkur ömmu- og langömmubörnin og var ötul við að nota tækifærið þegar við vorum stödd á landinu til að hóa okkur saman í frænku- boð. Hún var alltaf svo iðin, var af þeirri kynslóð sem lagði mikinn metnað í að heimilið væri hreint. Sama hversu fótafúin hún var, efri skápana skyldi þrífa. Spilamennska var hennar helsta skemmtun, allt fram á síð- asta dag og sennilega einu skiptin sem hún gerði sérkröfur. Ef spiluð var vist þá átti ekki að stokka spil- in of vel á milli gjafa, helst ekki neitt. Amma var lengi fram eftir iðin við að prjóna og eftir hana liggja óteljandi sokka- og vettlingapör, prjónuð í frjálsum stíl, sem við af- komendurnir munum ylja okkur við næstu árin og hugsa jafnframt til hennar með sömu hlýjunni og hún lagði í verkið. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma, takk fyrir allt. Góða nótt. Þórdís. Nú er komið að kveðja elsku ömmu Dísu. Þær eru margar minningarnar sem um hugann streyma, sú allra fyrsta er unaðs- legu pönnukökurnar hennar sem ég bara gat ekki fengið nóg af og amma oftar en ekki tilbúin að skella í nokkrar. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ömmu og Friðgeirs, oftast sat amma við eldhúsborðið, hlustaði á gufuna og var að leggja kapal þegar ég kom inn um dyrnar. Svo var mað- ur plataður í spil, því amma hafði svo ótrúlega gaman af því að spila. Og það var ekki hægt að finna skemmtilegri mótspilara því amma lifði sig svo hressilega inn í leikinn og þegar hún svo náði að vinna mann hrópaði hún „hah“ með sigurglampa í augum. Þegar ég var lítil voru skúffurnar henn- ar fullar af húfum, treflum, sjöl- um og öðru sem lítil stelpa gat dundað sér við að klæða sig úr og í stundunum saman. Seinna þegar ég kom með börnin mín lítil í heimsókn fengu þau að dunda sér í sömu skúffum, því amma pass- aði alltaf upp á að börnunum liði vel. Hún hafði svo gaman af börn- um og gat endalaust hlegið af vit- leysunni sem lítil börn eiga til að láta út úr sér. Amma mín ólst upp í sveit fyrir austan og hafði ekki mikil tækifæri á að iðka íþróttir. Á síðari árum kom þó áhugi henn- ar á íþróttum bersýnilega í ljós. Hún var mikil áhugamanneskja um fótbolta og handbolta sérstak- lega og mátti ekki missa af leik. Þegar hún flutti svo á Droplaug- arstaði þá byrjaði hún að taka þátt í íþróttum sem þar voru í boði og síðast þegar ég kom í heimsókn til hennar sá ég glitta í nokkra verðlaunapeninga sem héngu inní herbergi hennar. Svona var amma þrautseig og yndisleg og allra manna hugljúfi. Hvíl í friði elsku amma, þín Linda. Elsku amma, ég minnist góðra samverustunda með þér. Það var svo gott að heimasækja þig og spila saman á meðan Friðgeir tók sér dúr í stólnum með kveikt á sjónvarpinu. Ef ég vann sagðir þú „ertu nokkuð að svindla?“ en mig grunar að þú hafir nú svindlað smá. Svo prjónaðir þú heimsins bestu ullarsokka og vettlinga. Einnig minnist ég þess hve já- kvæð þú varst og gott að vera hjá þér. Minningin um yndislega lang- ömmu lifir. Gísli Rafn. Það var mikil gæfa að eignast Dísu sem tengdamömmu. Eins ólíkar og mér fannst við vera þeg- ar ég hitti hana fyrst lærði ég fljótt að meta kosti hennar. Hún kenndi mér margt. Dísa fæddist í torfbæ og ólst upp í sveit. Kannski hafði uppeldið mótandi áhrif en það var einhver sálarró yfir henni. Hún vissi oft betur þó að aldrei vildi hún láta á því bera. Það var þessi blanda af hógværð og innsæi sem einkenndi hana. Hún lærði aldrei á bíl, átti hvorki tölvu né farsíma en hún fylgdist vel með öllu og hafði áhuga á öllu mannlegu. Í heimi þar sem allir eru alltaf að flýta sér, alltaf í kapphlaupi við tímann, hafði hún alltaf tíma. Þessi þrjátíu ár sem við þekktumst fannst mér hún lít- ið breytast. Þegar ég hitti hana í sumar var hún eins og hún átti sér að vera. Hún sagði sögur og fékk okkur stelpurnar til hlæja með sér. Hún hafði ótrúlegt minni, mundi allar sögurnar frá því stelpurnar voru litlar og sagði skemmtilega frá. Það var alltaf tími fyrir spjall og hlátur, fyrir kaffibolla, fyrir spil með börnun- um. Það eru ótal minningar og öll- um fylgir þakklæti. Hún reyndist okkur alltaf afar vel, traust, sann- gjörn og hlý. Þar sem ég er bú- sett erlendis kemst ég ekki til að fylgja henni en sendi Friðgeiri og allri fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Katrín Einarsdóttir. Þórdís Sigurbjörg Rafnsdóttir Með andláti Hauks Pálmasonar raforkuverkfræð- ings er fallinn frá mætur maður. Haukur var gæddur sterkri skaphöfn sem einkenndist af réttsýni, dreng- lyndi og heiðarleika. Hann tróð sér ekki fram fyrir aðra en til hans var leitað þar sem mikils var vænst, jafnt á opinberum vett- vangi sem og í félagsstörfum. Í öllum störfum sínum var hann vandvirkur og víðsýnn, sem yf- irverkfræðingur og síðar aðstoð- arrafmagnsstjóri átti hann ríkan þátt í uppbyggingu raforkukerfis höfuðborgarsvæðisins, þess sem Haukur Pálmason ✝ Haukur Pálma-son fæddist 7. febrúar 1930. Hann lést 24. nóvember 2019. Útför Hauks fór fram 4. desember 2019. við nú njótum. Hann stuðlaði að verndun og viðhaldi Raf- stöðvarinnar við El- liðaár og Elliðaár- dals og ekki síst vexti og viðhaldi El- liðaárlaxins. Hér er aðeins tæpt á því sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Haukur var náttúruunnandi og var stangveiði eitt af áhugamál- um hans. Þar eins og í öðrum verkum hans var gengið fram af fagmennsku, veiðin skipti ekki meginmáli heldur kyrrð Heiðar- innar á lognbjartri sumarnótt með fannhvíta jöklana við sjón- arrönd. Það voru yndisstundir. Það var gæfa að eiga Hauk að vini, í leik og starfi, um áratuga- skeið, það verður seint goldið. Blessuð sé minning Hauks Pálmasonar. Magnús Sædal. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓREY P. KARLSDÓTTIR, Sóleyjarima 19, lést 23. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Starfsfólk Eirar fær sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Arna Ragnarsdóttir Þórður Ólafur Ragnarsson Catherine Tao og barnabarn Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG ERLA HAFLIÐADÓTTIR, lést miðvikudaginn 4. desember. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 13. desember klukkan 11. Tryggvi Hjörvar Kjartan T. Hjörvar Linda Rós Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.