Morgunblaðið - 10.12.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
England
West Ham – Arsenal ................................ 1:3
Staðan:
Liverpool 16 15 1 0 40:14 46
Leicester 16 12 2 2 39:10 38
Manch.City 16 10 2 4 44:19 32
Chelsea 16 9 2 5 31:24 29
Manch.Utd 16 6 6 4 25:19 24
Wolves 16 5 9 2 23:19 24
Tottenham 16 6 5 5 30:23 23
Sheffield Utd 16 5 7 4 19:16 22
Arsenal 16 5 7 4 24:24 22
Crystal Palace 16 6 4 6 14:18 22
Newcastle 16 6 4 6 17:23 22
Brighton 16 5 4 7 20:24 19
Burnley 16 5 3 8 21:29 18
Everton 16 5 2 9 19:28 17
Bournemouth 16 4 4 8 18:24 16
West Ham 16 4 4 8 18:28 16
Aston Villa 16 4 3 9 23:28 15
Southampton 16 4 3 9 18:35 15
Norwich 16 3 2 11 17:34 11
Watford 16 1 6 9 9:30 9
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Valur U – Stjarnan U........ 19.40
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
TM-höllin: Stjarnan U – FH ............... 19.45
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Mustad-höll: Grindavík-b – Fjölnir ......... 20
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Valur – FH ............................................ 29:28
Staðan:
Haukar 13 10 3 0 361:324 23
Afturelding 13 9 2 2 364:337 20
Valur 13 8 1 4 349:303 17
Selfoss 13 8 1 4 400:394 17
FH 13 7 2 4 375:355 16
ÍR 13 7 2 4 393:365 16
ÍBV 13 6 2 5 358:343 14
Stjarnan 13 2 5 6 338:356 9
KA 13 4 1 8 351:373 9
Fram 13 3 2 8 314:343 8
Fjölnir 13 2 1 10 338:394 5
HK 13 1 0 12 324:378 2
Danmörk
Skanderborg – Kolding...................... 35:29
Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj-
ólfsson skoruðu ekki fyrir Kolding.
Holstebro – Ribe-Esbjerg................... 27:27
Gunnar Steinn Jónsson skoraði 7 mörk
fyrir Ribe-Esbjerg og Rúnar Kárason 5.
Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.
Efstu lið: Aalborg 27, Holstebro 20,
Skjern 19, Ribe-Esbjerg 18.
Svíþjóð
Malmö – Kristianstad.......................... 18:22
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 4.
Guif – Alingsås..................................... 24:39
Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr-
ir Alingsås.
Efstu lið: Alingsås 30, Malmö 27, Ystad
IF 22, Kristianstad 22, Skövde 21.
HM kvenna í Japan
Milliriðill 1:
Þýskaland – Serbía............................... 28:29
Danmörk – Holland.............................. 27:24
Noregur – Suður-Kórea ...................... 36:25
Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Noregur 6, Þýskaland 5, Holland 4, Serb-
ía 4, Danmörk 3, Suður-Kórea 2.
Keppni um sæti 13-24:
Frakkland – Ungverjaland.................. 26:21
Argentína – Angóla .............................. 27:30
Slóvenía – Kongó .................................. 29:27
Brasilía – Senegal................................. 22:18
Kúba – Kasakstan ....................... (víti) 33:31
Ástralía – Kína...................................... 15:33
NBA-deildin
Brooklyn – Denver ........................... 105:102
Charlotte – Atlanta .......................... 107:122
Miami – Chicago ...................... (frl.) 110:105
Philadelphia – Toronto..................... 110:104
Washington – LA Clippers.............. 119:135
Dallas – Sacramento ........................ 106:110
Portland – Oklahoma City................. 96:108
LA Lakers – Minnesota................... 142:125
Staðan í Austurdeild: Milwaukee 20/3,
Boston 16/5, Miami 17/6, Philadelphia 17/7,
Toronto 15/7, Indiana 15/8, Brooklyn 13/10,
Orlando 11/11, Detroit 9/14, Charlotte 9/16,
Chicago 8/16, Washington 7/15, Atlanta 6/
17, Cleveland 5/17, New York 4/19.
Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 21/3,
LA Clippers 17/7, Dallas 16/7, Houston
15/7, Denver 14/7, Utah 13/10, Oklahoma
City 10/12, Phoenix 10/12, Minnesota 10/12,
Sacramento 9/13, San Antonio 9/14, Port-
land 9/15, Memphis 6/16, New Orleans 6/17,
Golden State 5/19.
KÖRFUBOLTI
HM KVENNA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska
kvennalandsliðsins í handknattleik,
var gagnrýndur í fjölmiðlum heima
fyrir eftir sigur liðsins á Dönum á
heimsmeistaramótinu í Japan á
sunnudaginn fyrir að tala niður
möguleika síns liðs á mótinu.
Þórir hefur verið hógvær í við-
tölum, fyrir mótið og eftir að það
hófst og aðeins gefið út að aðal-
atriðið sé að fá öruggt sæti í und-
ankeppni Ólympíuleikanna. Nor-
egur hefur unnið til fjölda
verðlauna á stórmótum og liðið
virðist eiga góða möguleika á að
leika um verðlaunasæti á mótinu í
ár.
Hræðsla og metnaðarleysi
Meðal gagnrýnenda er Ole Ere-
vik, fyrrverandi markvörður karla-
landsliðs Noregs, sem sagði við VG
að það bæri merki um hræðslu og
metnaðarleysi hjá Þóri að vera
ekki tilbúinn að lýsa því yfir að
norska liðið ætlaði sér verðlauna-
sæti. Liðið væri mun betra en svo
að það ætti að sætta sig við sjö-
unda til áttunda sæti.
„Það eru hans orð. Við sem
stöndum í baráttunni vitum hve
hörð keppnin er og hvernig okkar
lið er. Fyrsta takmark var að kom-
ast í undankeppni ÓL. En Ole Ere-
vik má hafa sína skoðun, hann fær
borgað fyrir það,“ sagði Þórir við
VG.
Norska liðið sýndi síðan sínar
bestu hliðar í gær þegar það vann
auðveldan sigur á Suður-Kóreu,
36:25, í næstsíðustu umferð millirið-
ilsins og er í efsta sæti hans fyrir
lokaumferðina á morgun.
Áðurnefndu markmiði Þóris hef-
ur því verið náð en sæti í undan-
úrslitum er þó ekki í höfn. Norð-
menn þurfa jafntefli gegn
Þjóðverjum í uppgjöri tveggja efstu
liða riðilsins til að gulltryggja sér
efsta sætið og keppnisrétt í undan-
úrslitum. Þar skiptir líka talsverðu
máli að vinna riðilinn og forðast að
mæta hinu öfluga liði Rússa í und-
anúrslitunum en Rússar eru afar
sigurstranglegir í hinum milliriðl-
inum þar sem þeir eru í toppbar-
áttu við Spán og Svartfjallaland.
Tapi Norðmenn fyrir Þjóðverjum
komast þeir ekki í undanúrslit ef
Holland vinnur Suður-Kóreu.
Þjóðverjar mjög sannfærandi
„Nú erum við öruggir með sæti í
undankeppni Ólympíuleikanna. En
við eigum eftir að mæta sterku
þýsku liði sem er miklu betra en
það var fyrir ári og hefur verið
mjög sannfærandi. Við verðum því
að spila mjög vel á móti þeim,“
sagði Þórir við TV3 eftir leikinn
gegn Suður-Kóreu.
Önnur úrslit gærdagsins féllu
með Norðmönnum því Þjóðverjar
töpuðu nokkuð óvænt fyrir Serb-
um, 28:29, og Danir tóku sig til og
unnu góðan sigur á Hollendingum,
27:24.
Í dag skýrast málin í hinum
milliriðlinum þegar fjórða umferðin
er leikin þar. Rússland mætir
Svartfjallalandi, Japan mætir Spáni
og Svíþjóð mætir Rúmeníu. Rúss-
land er með 6 stig, Spánn 5, Svart-
fjallaland 4, Svíþjóð 3 en Japan og
Rúmenía eru á stiga.
Þórir með sitt lið á topp riðilsins
AFP
Kumamoto Þórir Hergeirsson og nokkrar norsku landsliðskvennanna
fylgjast með af varamannabekknum í leiknum við Suður-Kóreu í gær.
Svöruðu gagnrýni með stórsigri
Ingvar Þór Jónsson, landsliðsfyr-
irliði í íshokkíi, heldur áfram að
bæta magnað leikjamet sitt síðar í
þessari viku. Ingvar hefur leikið
alla 103 landsleiki Íslands í karla-
flokki frá árinu 1999 og er í liði Ís-
lands sem er farið til Rúmeníu til
keppni í undanriðli fyrir vetrar-
ólympíuleikana 2022. Ísland mætir
þar Kirgistan á fimmtudag, Ísrael á
föstudag og Rúmeníu á sunnudag
en sigurvegari riðilsins kemst á
næsta stig undankeppninnar í febr-
úar. Rætt er við Ingvar um mótið
og leikjafjöldann á mbl.is/sport.
Ingvar bætir
metið í Rúmeníu
Ljósmynd/Stefán Örn Sigurðsson
Rúmenía Ingvar Þór Jónsson og fé-
lagar leika fyrsta leik á fimmtudag.
María Finnbogadóttir tryggði sér á
sunnudaginn A-landsliðssæti í alpa-
greinum með árangri sem hún náði
á alþjóðlegu svigmóti í Austurríki.
María, sem hefur verið í B-
landsliðshópnum, keppti þá annan
daginn í röð á alþjóðlegu móti í
Austurríki og hafnaði í 18. sæti. Hún
náði í 54,66 FIS-stig. Þar með verður
hún með 49,94 FIS-stig á næsta lista
Alþjóðaskíðasambandsins, bætir sig
um tíu stig og kemst undir lágmark-
ið fyrir A-landsliðssæti sem er 55
FIS-stig. María var með 59,10 stig
fyrir mótin í Austurríki.
Vann sig upp
í A-landsliðið
Ljósmynd/SKÍ
Skíði María Finnbogadóttir stóð sig
vel í Austurríki um helgina.
LYFJAMÁL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Í hvaða íþróttaviðburðum á heims-
vísu geta Rússar verið á meðal þátt-
takenda og í hverjum er þátttaka
þeirra algjörlega útilokuð? Þetta er
spurningin sem nú er reynt að fá
endanleg svör við í kjölfarið á úr-
skurði WADA, Alþjóðlegu lyfja-
nefndarinnar, sem setti Rússland í
gær í fjögurra ára bann við þátttöku
í öllum meiriháttar íþrótta-
viðburðum. Ennfremur mega Rúss-
ar hvorki halda slíka viðburði né
sækja um þá næstu fjögur árin.
Sumt er enn óljóst þar sem rúss-
neskt íþróttafólk sem getur sannað
sakleysi sitt gagnvart rússneska
lyfjahneykslinu má keppa undir
hlutlausum fána, samkvæmt úr-
skurðinum. Á þann hátt gat því stór
hópur Rússa verið með á vetraról-
ympíuleikunum í Suður-Kóreu árið
2018 þó að fyrra bann WADA frá
árinu 2016 hefði þá verið í gildi.
Meðal þess sem bíður end-
anlegrar staðfestingar er hvort
Rússar fái að taka þátt í und-
ankeppni heimsmeistaramóts karla í
knattspyrnu í Katar árið 2022 og í
lokakeppninni, vinni liðið sér þátt-
tökurétt þar.
Talsmaður FIFA, Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, staðfesti í gær
að haft hefði verið samband við
WADA til að reyna að fá botn í mál-
ið. Fyrstu upplýsingar frá WADA
gefa til kynna að Rússar gætu leikið
undir eigin nafni og fána í und-
ankeppninni en sem hlutlaus þjóð án
fána í lokakeppninni árið 2022.
Bannið hefur ekki áhrif á íþrótta-
viðburði innan Evrópu, eins og loka-
keppni EM í fótbolta og handbolta í
karla- og kvennaflokkum sem fara
fram á árunum 2020 og 2021. Þau
mót falla ekki undir skilgreiningu
WADA á „stórum íþróttavið-
burðum“.
Ljóst er að þrátt fyrir úrskurð
WADA er ekki full sátt um hann og
margir telja að ganga hefði átt
lengra. Varaformaður WADA,
Linda Helleland, sagði við frétta-
menn í gær að bannið væri ekki
nægilega afgerandi. „Ég hefði vilja
sjá refsingar sem ekki er hægt að
þynna út. Við skuldum heiðarlegu
íþróttafólki það að viðurlögin séu
eins ströng og mögulegt er,“ sagði
Helleland.
Fór af stað 2015
Rússneska lyfjamálið hófst árið
2015 þegar WADA birti skýrslu um
útbreidda spillingu sem jafngilti rík-
isrekinni lyfjagjöf í rússneskum
frjálsíþróttum.
Önnur skýrsla sem birt var í júlí
2016 var á þá leið að Rússar hefðu
verið með skipulagða lyfjagjöf sem
næði yfir mikinn meirihluta ólymp-
ískra keppnisgreina og þjóðin var
sett í fjögurra ára keppnisbann.
WADA aflétti banninu árið 2018
eftir að Rússar samþykktu að af-
henda öll gögn frá árunum 2012 til
2015.
Rússar skiluðu þeim árið 2019 en
þegar í ljós kom að jákvæð sýni úr
lyfjaprófum frá árinu 2017 var ekki
að finna í þeim gögnum var rann-
sókn hafin á ný. Þetta leiddi til þeirr-
ar refsingar sem kynnt var í gær.
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið
hefur gengið harðar fram en WADA
og útilokað Rússa frá árinu 2015,
m.a. frá tveimur síðustu heimsmeist-
aramótum.
Nafn- og fánalausir á HM?
Rússland í fjögurra ára keppnisbann á meiriháttar íþróttaviðburðum Mega
keppa á Evrópumótum og fótboltalandsliðin gætu farið sem hlutlaus á HM
AFP
Lausanne Forráðamenn WADA kynna fréttamönnum niðurstöður sínar.