Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 1
Vaxtagjöld af lánum 2007-2024, milljarðar kr. 100 75 50 25 0 2007 2024 84 ma.kr. 2009 34 ma.kr. 2019 Meiri skattalækkun í bígerð  Fjármálaráðherra boðar frekari skattalækkanir næstu ár  Á næstu árum mun skapast svigrúm fyrir stórverkefni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að eftir- stöðvunum verði ráðstafað til að greiða 62 milljarða skuld í febrúar. Óseldar eignir á 200 milljarða Að auki eru Íslandsbanki og aðrar eignir metnar á um 200 milljarða. „Við höfum létt vaxtabyrði okkar á undanförnum árum um 40 milljarða. Við eigum að geta minnkað hana aftur um þriðjung á næstu sex ár- um,“ segir Bjarni um horfurnar. Áætlað er að ríkissjóður hafi greitt alls um 672 milljarða í vexti 2010-19. Árin 2020-24 er hins vegar gert ráð fyrir 168 milljarða vaxtagreiðslum. Bjarni segir að þegar ríkissjóður fari að njóta hagstæðari lánakjara innan fárra ára muni skapast tæki- færi til að lækka skatta enn frekar og ráðast í ýmis stórverkefni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Endurmetnar áætlanir gera ráð fyrir að stöðugleikaframlög slitabú- anna muni skila ríkissjóði um 458 milljörðum, eða um 74 milljörðum hærri fjárhæð en fyrst var talið. Rekja má rúman 21 milljarð af hækkuninni til eigna í umsýslu Lind- arhvols. Um 12 milljarðar í lausu fé eru nú eftir á stöðugleikareikningi. MSkuldir munu áfram minnka »14 L A U G A R D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  300. tölublað  107. árgangur  Gáttaþefur kemur í kvöld 3 dagartil jóla jolamjolk.is SAMKENNDIN BJARGAR MANNKYNINU LEIKHÚS OG MYNDLIST ENGILLINN SÝNDUR Í KASSANUM 46UPPGJÖR Í LJÓÐUM 12 Vetrarsólstöður verða á morgun, 22. desember, en ekki í dag, á 21. degi mánaðar eins og oftast er. Í Reykjavík verða vetrarsólstöður kl. 04:19 að morgni, sólin rís kl. 11:22 og verður hæst á lofti 2,7 gráður yfir sjóndeildarhring kl. 13:26. Sólin sest svo kl. 15:31 og ekki löngu síðar er orðið myrkt. Í mínútum mælt verða tímasetn- ingar þessar þær sömu á Þorláksmessu, en nokkrum sekúndum í sólarátt munar þó. Á Norð- urlandi er birtutíminn enn skemmri en syðra. Á Akureyri kemur sólin í dag upp kl. 11:38 og sest kl. 14:42. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetrarsólstöður á morgun  Fjárfestar hafa keypt að minnsta kosti 17 einbýlishús á svæðinu í kringum Kópavogsskóla. Þar af hafa þeir keypt 8 einbýlis- húsalóðir við Skólatröð og Álftröð en reiturinn er mitt á milli Kópa- vogsskóla og Menntaskólans í Kópavogi. Á reitnum verður heimilt að byggja allt að 180 íbúðir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs, segir uppkaupin á viðkomandi reit hafa hafist fyrir þremur til fjórum árum. „Nú er þetta komið í ferli. Málið er búið að fá forkynningu og er á leið í auglýsingu. Viðkomandi sendi inn erindi í skipulagsráð að lausn fyrir blettinn sem er að mörgu leyti mjög vel útfærð og tekur að ein- hverju marki tillit til byggðar sem fyrir er,“ segir Ármann. »10-11 Einbýlishús víkja fyrir þéttari byggð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reiturinn Einbýlishús víkja fyrir blokkum. Haustið 2014 lenti Bryndís Björk Kristjánsdóttir í slysi við Þríhnúka- gíg. Hún féll með höfuðið á undan sex metra ofan í grýtta sprungu. Skjót viðbrögð björgunarfólks urðu henni til lífs en hún hlaut mikla höf- uðáverka. Eftir slysið var Bryndís nokkrar vikur á sjúkrahúsi og það- an lá leiðin á Grensás. Þar bjó hún í mánuð í stífri endurhæfingu en mætti svo á dagdeild í hálft ár. „Ég þurfti að læra ýmislegt upp á nýtt; ég missti jafnvægið út af aug- anu og bólgum í heila. Ég gekk með göngugrind eins og gamla fólkið. Ég gekk lengi með sjóræningja- lepp, rosa flott. Án hans endaði ég bara á hliðinni,“ segir hún og bros- ir. Nú fimm árum síðar hefur Bryn- dís náð góðum bata og fer í fjall- göngur og á skíði. Hún glímir enn við höfðuverk, þreytu, orkuleysi og minnisleysi en lætur ekkert stöðva sig. „Ég hef sætt mig algjörlega við þetta. Ég er voða lítið fyrir drama og sé litla ástæðu til að velta mér upp úr því sem ekki er hægt að breyta. Ég er jákvæð og þrjósk. En það er hægt að segja: lífið fyrir slys og lífið eftir slys,“ segir Bryndís sem segir sögu sína í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins um helgina. Morgunblaðið/Ásdís Jákvæðni Bryndís fékk sér tíkina Kríu eftir slysið og segir hana hjálpa sér mikið í endurhæfingunni, bæði líkamlega og andlega. Lífið fyrir slys og lífið eftir slys  Datt sex metra ofan í sprungu  Glímir við eftirköst árum síðar  Hlaðbær Colas og aðrir malbiks- framleiðendur hér á landi munu áfram fá bik frá sænska fyrir- tækinu Nynas AB á næsta ári, þrátt fyrir að Ny- nas hafi óskað eftir greiðslustöðvun í heimaland- inu. Ástæða vandræða Nynas er viðskiptabann Bandaríkjanna á Venesúela. Venesúelska ríkið á helmingshlut í Nynas AB, og Nynas getur ekki lengur keypt venesú- elska hráolíu í bik sitt. »22 Malbikun í uppnámi vegna viðskiptabanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.