Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Aukaaðalfundur Búmanna hsf.
Aukaaðalfundur Búmanna hsf. verður haldinn á Grand Hótel
við Sigtún 38 í Reykjavík í fundarsalnum Hvammi, fimmtu-
daginn 23. janúar 2020 og hefst kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Kjör fundarritara og fundarstjóra.
2. Tillögur stjórnar Búmanna hsf. um breytingar á samþykktum
Búmanna hsf.
3. Önnur mál.
Tillögur að breytingum á samþykktum Búmanna hsf. hafa
verið birtar á heimasíðu Búmanna, www.bumenn.is. Einnig er
hægt að nálgast tillögur að breyttum samþykktum á skrifstofu
Búmanna að Lágmúla 7, 5. hæð, Reykjavík.
Stjórn Búmanna hsf.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er búinn að vera ansi langur
tími og eiginlega orðið gott. Á þess-
um árum hafa orðið miklar breyt-
ingar á blaðaútgáfunni og dreifingin
um leið tekið breytingum,“ segir
Ólöf Jósepsdóttir, leikskólakennari
á Sauðárkróki og umboðsmaður
Morgunblaðsins, en hennar síðasta
dreifing með blaðið til blaðbera var í
gærmorgun, eftir að hún hafði vakn-
að klukkan fjögur um nóttina og sótt
blaðið í Varmahlíð ásamt eiginmanni
sínum, Sigurgísla Kolbeinssyni.
Ólöf hefur verið umboðsmaður
Morgunblaðsins á Sauðárkróki í 35
ár og þar áður var móðir hennar,
Anna Soffía Jónsdóttir, með umboð-
ið í tíu ár. Fjölskyldan hefur því haft
þetta hlutverk, lengst af samfara
annarri vinnu, í 45 ár.
Þegar Ólöf tók við dreifingu
blaðsins á svæðinu var hún áfram
nokkur ár í viðbót með rukkun
áskriftargjalda, líkt og aðrir um-
boðsmenn. Var þá rukkað á tveggja
mánaða fresti og rukkanir voru í
fyrstu handskrifaðar. Hún segir
þennan tíma hafa verið mjög
skemmtilegan. „Í sum hús varð ég
að fara að degi til en þá var búið að
baka handa mér og kaffi tilbúið þeg-
ar ég kom. Þá var setið og spjallað
um daginn og veginn. Þetta var
virkilega gaman.“
Ólöf segir dreifinguna ekki
þrautalausa yfir vetrartímann, líkt
og tíðarfarið hefur verið að undan-
förnu. Hér áður fyrr hafi þó oftar
komið óveður og stundum tekið
marga daga að koma blöðunum út. Á
þessum árum kom Mogginn norður
annaðhvort með flugi eða Norður-
leið. Það var svo árið 1996 sem byrj-
að var að aka með blaðið frá Reykja-
vík norður til Akureyrar og Ólöf
hefur þá vaknað eldsnemma morg-
uns og sótt skammtinn í Varmahlíð
og ekið með hann út á Krók.
„Með þessu breyttist starfið tölu-
vert, fór úr aukavinnu á daginn í
næturvinnu. Núna er blaðið yfirleitt
komið í hendur áskrifenda fyrir
klukkan sjö á morgnana og ég hef
oft heyrt að fólk hér fái blaðið jafn-
vel fyrr í hendur en á höfuðborg-
arsvæðinu, þannig að þetta hefur
verið mjög góð þjónusta við áskrif-
endur,“ segir hún. Umboðið hefur
ekki aðeins verið í höndum sömu
fjölskyldu heldur segir Ólöf blaðber-
ana hafa komið úr sömu fjölskyldum
og starfið flust á milli ættliða.
Síðustu tíu árin hefur Ólöf fengið
góða aðstoð frá Þórdísi Þórisdóttur,
mágkonu sinni, og hafa þær skipst á
að sækja blöðin í Varmahlíð. „Auð-
vitað verða þetta viðbrigði, ég mun
áreiðanlega halda áfram að vakna
klukkan fjögur á nóttunni. Það mun
taka tíma að vinda ofan af þessu,“
segir Ólöf að endingu.
Boðið í kaffi og kökur er
rukkað var fyrir áskrift
Ólöf hættir eftir 35 ár sem umboðsmaður á Sauðárkróki
Ljósmynd/Sigurgísli Kolbeinsson
Síðasta dreifing Ólöf Jósepsdóttir kom Morgunblaðinu í hendur blaðbera á
Sauðárkróki í síðasta skipti í gærmorgun. Húsin vel skreytt fyrir jólin.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Enginn skortur er á Íslendingum
sem velja að verja jólafríinu í sól-
ríkum löndum en einn vinsælasti
dagur til slíkra ferðalaga er einmitt í
dag samkvæmt upplýsingum frá
mörgum ferðaskrifstofum. Jólafríið í
ár er einstaklega hagstætt hvað frí-
daga varðar og margir virðast hafa
kosið að nýta það til ferðalaga.
Tenerife og Kanaríeyjar tróna,
líkt og síðastliðin ár, efst sem helstu
áfangastaðir Íslendinga yfir hátíð-
arnar en ferðaskrifstofurnar Vita,
Úrval Útsýn og Heimsferðir bjóða
allar upp á jólaferðir þangað. Voru
nánast allar slíkar ferðir orðnar full-
bókaðar mörgum mánuðum fyrir jól.
Samkvæmt upplýsingum frá Vita
voru ferðir til Tenerife og Kanarí-
eyja orðnar uppseldar strax í júní en
50 manns skráðu sig á biðlista hjá
skrifstofunni í framhaldi.
Eva Rakel Jónsdóttir, ferðaráð-
gjafi hjá Vita, segist aðspurð telja
líklegt að jólaferðirnar hafi verið
sérstaklega vinsælar í ár út af hag-
stæðum frídögum.
Bókanir óvenjutímanlegar
Tómas Gestsson, framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar Heims-
ferða, sem einnig býður upp á jóla-
ferðir til Tenerife og Kanaríeyja,
tekur undir með Evu en hann segir
fólk hafa verið óvenjutímanlega í að
bóka jólaferðirnar í ár en þær voru
allar orðnar uppseldar snemma í
haust.
„Það getur verið að fólk hafi tekið
ákvörðun snemma þar sem það hef-
ur verið búið að skoða dagatalið og
hafi þess vegna ákveðið að dvelja er-
lendis. Það kemur mér ekki á óvart,“
segir Tómas en bætir við aðjólatím-
inn sé þó alltaf afar vinsæll til ferða-
laga.
Vilja komast úr skammdeginu
„Þetta hefur annars verið með
hefðbundnum hætti. Þetta hefur
alltaf verið vinsæll tími hjá okkur,
páskar og jól. Sérstaklega í sólina.
Fólk vill komast út úr skammdeg-
inu,“ segir hann.
Ferðir ferðaskrifstofunnar Úrval
Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja
seldust einnig upp snemma í haust
að sögn Ingibjargar Elsu Eysteins-
dóttur forstöðumanns. Hún segir að
nýlega hafi þó losnað örfá sæti í ára-
mótaferð ferðaskrifstofunnar 27.
desember til Tenerife vegna forfalla.
„Það er alltaf milt og gott veður
þarna. Ég var þarna sjálf í síðustu
viku. Þá var 25 stiga hiti og þvílíkt
„næs“. Ekkert jólastress og allt í
jólaskrauti. Þetta er eitthvað sem ég
get hugsað mér að gera næstu ára-
mót,“ segir Ingibjörg. Skíðaferðir
Úrvals Útsýn til Austurríkis yfir jól-
in eru einnig afar vinsælar þó að þær
toppi ekki sólarlandaferðirnar að
sögn Ingibjargar.
Það eru þó ekki einungis sólar-
ferðir til Tenerife og Kanaríeyja
sem hafa slegið í gegn hjá Íslend-
ingum því margir ætla að njóta jóla-
frísins á skemmtisiglingu í Kar-
íbahafi en Norræna ferðaskrifstofan
býður upp á slíka ferð. Hefur hún
verið fullbókuð síðan í maí að sögn
Skúla Unnars Sveinssonar ferðaráð-
gjafa.
Segir hann að sá hópur Íslendinga
sem velja að fara í slíkar ferðir hafi
breyst mikið.
„Hér í gamla daga var þetta bara
fólk yfir 85 ára sem átti helling af
peningum en ég er búinn að fara í 49
siglingar síðan við byrjuðum árið
2010 og ég hef farið með 6 mánaða
barn og 93 ára gamla konu og allt
þar á milli,“ segir Skúli og hlær.
Íslendingar flykkjast
til Tenerife og Kanarí
Flestar jólaferðir seldust upp fyrir mörgum mánuðum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hátíðaflakk Margir Íslendingar halda jólin hátíðleg í sólarlöndum eins og á
Tenerife og Kanaríeyjum til að flýja skammdegið og njóta hitans.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Afar jólalegt er í Grímsey um þess-
ar mundir að sögn Grímseyingsins
Svafars Gylfasonar en hann segist
búast við að hátt í 50 manns muni
verja jólunum á eynni.
Segir hann að fólki fjölgi yfirleitt
í Grímsey yfir hátíðarnar.
„Þá kemur fólk meira heim, er
hérna um jólin og áramótin og fer
svo aftur til baka. Brottfluttir
Grímseyingar og svona,“ segir
Svafar sem kveðst ekki vita til þess
að margir heimamenn ætli að verja
jólunum erlendis. Segir hann meiri
„þvæling“ vera á fólki fyrir og eftir
hátíðarnar.
„Við vorum frekar fá hérna í þar-
síðustu viku, í vonda veðrinu. Þá
voru sjö manneskjur á eynni þannig
að þetta verður orðið bara hell-
ingur af fólki miðað við það,“ segir
Svafar og hlær.
Hann viðurkennir að veðrið hafi
ekki verið upp á sitt besta upp á síð-
kastið og segir veðurspána fyrir
helgina frekar leiðinlega.
„Þetta lítur ekkert allt of vel út á
sunnudaginn. Maður verður bara
að vona að það verði hægt að fljúga.
Ég held að þá séu að koma svona tíu
manneskjur,“ segir Svafar.
Jólahefðirnar á sínum stað
Segir hann jólastemninguna
góða í bænum og að jólahefðir
Grímseyinga verði á sínum stað í
ár. Hann staðfestir að kvenfélagið
Baugur og Kiwanisklúbburinn
bjóði öllum íbúum til jólahlaðborðs í
dag og íbúum sé einnig boðið upp á
skötu á Þorláksmessu.
„Allir eru með. Það mæta yfir-
leitt allir í eynni í skötuna,“ segir
Svafar sem vonast eftir að minnsta
kosti 40 manns.
Segir hann að íbúar séu afar dug-
legir að skreyta og flest hús á eynni
séu böðuð jólaljósum.
Svafar segist aðspurður tvímæla-
laust mæla með því að halda jól í
Grímsey.
„Þú færð þetta ekki afslappaðra
en hér. Ferð ekki neitt og færð bara
að gera það sem þú vilt,“ segir
hann.
Ljósmynd/Karen Nótt Halldórsdóttir
Grímseyjarjól Mikil jólastemning ríkir hjá Grímseyingum um þessar mund-
ir en langflest húsin í bænum eru nú böðuð jólaljósum.
Fólki fjölgar í
Grímsey á jólum
Býst við hátt í 50 manns í bænum