Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 20

Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Kristín segir mikið frelsi fólgið í því að geta hlustað á fyrirlestra þeg- ar hentar og rólegt er umhverfis. Hún lærði oft fram á kvöld og náði að halda jöfnum hraða án þess að drag- ast aftur úr. „Það hjálpaði mér að ég er mjög sjálfstæð í vinnubrögðum og því fann ég mig vel í náminu, einnig er stuðningur samnemenda mik- ilvægur í fjarnáminu og þar myndast góð tengsl og vinátta. Námið velur okkur Ég man að í einum af mínum fyrstu fyrirlestrum í HA sagði kenn- ari við okkur nemendur að við skyld- um ekki ímynda okkur að við hefðum sjálf valið þetta nám. Námið hefði valið okkur. Ég held að það sé mikið til í þessu og að margir sem velja hugvísindi séu einstaklingar sem hafa glímt við erfiðleika og mótlæti í lífinu og fari að hluta til í gegnum námið til að öðlast skilning á eigin reynslu, afleiðingum og áhrifum. Í kjölfarið öðlast þeir svo þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að vera til staðar fyrir aðra,“ sagði Kristín. Hún neitar því ekki að þæginda- ramminn hafi víkkað um nokkur númer við það að setjast á skólabekk í svo krefjandi nám sem sálfræðin er. „Svona ákvörðun tekur maður sem fjölskylda, ekki einstaklingur, þetta reynir á þolrif þeirra sem í kringum mann eru.“ Fjölskylda Kristínar studdi hana heils hugsar í ákvörðun hennar og tengdaforeldrarnir voru traustur bakhjarl sem börnin áttu alltaf öruggt athvarf hjá í sveitinni ef á þurfti að halda. Að námi loknu á Akureyri var Kristín ákveðin í að fara strax í meistaranámið og taka það erlendis. Eplatré og ævintýraþrá „Þegar jákvætt svar barst við um- sókn minni um háskólavist í Árósum þurftum við að taka ákvörðun og nið- urstaðan varð að ég færi ein út til að byrja með. Maðurinn minn og börn urðu eftir á Þórshöfn. Við töldum það fyrirkomulag betra því þá gæti ég einbeitt mér að náminu og áskor- unum sem fylgja því að hefja nám er- lendis. Planið var að ég yrði þennan vetur úti og kæmi svo heim til Ís- lands og lyki náminu í formi fjar- náms frá Árósum. Eftir einn dag í Árósum, umvafin eplatrjám og æv- intýraþrá, vissi ég hins vegar að ég myndi vilja klára námið úti og fá fjöl- skylduna mína út til mín.“ Kristín var ánægð með námsfyrir- komulagið í háskólanum í Árósum og segir danskt háskólakerfi leggja tölu- vert minna upp úr stöðuprófum en íslenskir háskólar og byggja ein- kunnir og mat meira á heildrænni þekkingu hvers nemanda og kafað djúpt í námsefnið. „Svo er það stór plús að engin skólagjöld eru í rík- isháskólunum þarna úti,“ bætir hún við. Fjölskyldan fór svo öll út í janúar 2016 eftir jólafrí nema sá elsti sem var fluttur suður til framhaldsnáms. Kristín var þá búin að finna fjöl- skyldunni heimili í bænum Odder á Jótlandi, 23 km frá Árósum. Þar var auðveldara að finna húsnæði og jafn- framt ódýrara og húsasmíðameist- arinn, maður hennar, fékk vinnu við sitt fag. Hún segir þetta hafa verið mikla lífsreynslu, sérstaklega fyrir börnin, sem þá voru fimm, átta og ellefu ára en þau settust á skólabekk með öðr- um nýbúum, börnum af ýmsu þjóð- erni. Fjölskyldunni leið vel í Dan- mörku og segist Kristín alveg hefðu getað hugsað sér að dvelja þar eitt- hvað lengur en þau fluttu aftur til Ís- lands eftir námslok hennar árið 2017. Þótt Danmerkurdvölin yrði ekki lengri hlakkaði Kristín til þess að koma heim til Íslands og leggja sitt af mörkum í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu á landsbyggðinni því það var jú stefna hennar allan tímann í náminu. Í litlu byggðarlagi eins og á Þórs- höfn og nærsveitum var þó ekki fullt stöðugildi að hafa en Kristín hóf störf hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands strax eftir útskrift. Hún segir Sálfræðiþjónustuna meðal annars bjóða upp á fjarviðtöl en rannsóknir hafa sýnt að sálfræði- viðtöl gegnum samskiptaforrit eru árangursrík, rétt eins og hefðbundin viðtöl. Þau eru framkvæmd á alveg sama hátt og þegar sálfræðingur og skjólstæðingur sitja í sama herbergi, sagði Kristín. „Þessi leið greiðir leið almennings að sálfræðiþjónustu óháð búsetu og mun án efa aukast mikið á næstu ár- um. Umræða um geðræn vandamál er orðin æ meira áberandi í okkar samfélagi og almenn viðurkenning orðin á því að stórlega þurfi að auka úrræðin. Fjarþjónusta er núna stór hluti af mínu starfi, aðallega í gegn- um VIRK. Svo sinni ég starfi sál- fræðings hjá Félagsþjónustu Norð- urþings og einnig í Borgarhólsskóla á Húsavík. Það er frábært að geta sinnt skjólstæðingum sem búa á smærri stöðum landsbyggðarinnar og þeim þykir oft merkilegt að sjálf sé ég búsett á Þórshöfn.“ Kristín segir það sorglega stað- reynd að ekki hafi allir efni á að nýta sér sálfræðiþjónustu þótt þörfin sé fyrir hendi en greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er engin. „Það er ljóst að átaks er þörf í geðheilbrigð- ismálum í landinu okkar.“ Jólin eru fram undan og Kristín hyggst njóta þeirra í faðmi fjölskyld- unnar og hver veit nema hugmynd að annarri bók sé að fæðast í huga þessa hugmyndaríka sálfræðings á Þórshöfn. Sálfræðingur lét drauminn rætast  Kristín Heimisdóttir, sálfræðingur á Þórshöfn og áður hárgreiðslukona, tók sig til og skrifaði bók fyrir börn  Hafði lengi dreymt um að skrifa bók um jólasveina  Vill halda í gömlu arfleifðina Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Draumar Kristín Heimisdóttir fékk bókina úr prentun rétt fyrir hinn árlega jólamarkað á Þórshöfn og ánægðir kaupendur fengu hjá henni áritaða bók. VIÐTAL Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Sálfræðingurinn Kristín Heim- isdóttir á Þórshöfn er kona sem læt- ur drauma sína rætast og nú er nýj- asti draumur hennar, barnabók, orðinn að veruleika. Bókin ber þann langa titil Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir. „Ég var búin að ganga lengi með þessa hugmynd að bókinni um jóla- sveinana,“ sagði Kristín, „það hafði lengið truflað mig hve mikið ósam- ræmi er í birtingarmynd jólasveina nútímans. Stundum eru þeir í gam- aldags fötum og haga sér eins og sveinarnir 13 í kvæði Jóhannesar úr Kötlum en stundum rauðklæddir og hegðunin allt öðruvísi. Mér finnst mikilvægt að halda í þessa arfleifð okkar, að eiga séríslenska jólasveina. Mér fannst þurfa að skrifa um þetta, útskýra þessa atferlis- og útlitsbreyt- ingu því eitthvað hlýtur að hafa stuðlað að breyttri og bættri hegðun. Að halda á bókinni eftir allan þennan tíma var ótrúleg tilfinning. Ég var svo stolt og þakklát fyrir að hafa ekki gefist upp og hafa fengið þetta tæki- færi hjá bókaútgáfunni Óðinsauga. Ég fékk líka góðan myndskreyti því teikningar Ceciliu Latella gera bók- ina í raun að listaverki.“ Bókin hefur hlotið góðar viðtökur og ungir lesendur ósparir á að segja Kristínu að bókin sé „rosalega skemmtileg“. Úr háriðn í sálfræði Þótt rithöfundurinn blundi í Krist- ínu er sálfræðin þó aðalstarfið. Mikill munur er á starfsvettvangi Kristínar fyrr og nú. – Hvers vegna varð sálfræðin fyrir valinu eftir að hafa lokið námi í hár- iðn og meira en nóg að gera á einu hársnyrtistofunni á Þórshöfn? „Já, það var lærdómsríkur tími og gefandi á sinn hátt, mér fannst samt einhvern veginn eins og ég ætti að stefna annað. Þegar ég var í Verk- menntaskólanum á Akureyri langaði mig að verða sálfræðingur þegar ég yrði eldri en lítið sjálfstraust og vantrú á eigin getu olli því að ég kæfði þær hugsanir fram á fullorð- insár. Ég hafði lengi fundið aukna þörf fyrir að fræðast meira um það sem býr innan höfuðsins í stað þess að sinna því sem vex utan á því,“ sagði Kristín kímin. Hvenær ferðu að hætta að læra, mamma? Það sem réð úrslitum í ákvörðun Kristínar var það að Háskólinn á Ak- ureyri býður upp á ýmsar leiðir í fjarnámi, sem skiptir miklu máli fyrir landsbyggðarfólk. Hún gat þá stund- að námið að miklu leyti á heimaslóð en mætti reglulega í lotunám til Ak- ureyrar. „Þetta var að mörgu leyti þægilegt fyrirkomulag því ég þurfti yfirleitt ekki að mæta oftar en einu sinni á önn í skólann í lotur. Prófin gat ég tekið hér í sveitarfélaginu í gegnum Þekkingarnet Þingeyinga sem var mjög hentugt fyrir upptekna móður og námsmann. Börnin mín spurðu mig oft hvort ég færi nú ekki að hætta að læra og byrja að vinna eins og venjulegar mömmur!“ Kristín Heimisdóttir tók stóra ákvörðun árið 2012. Hún lokaði hár- greiðslustofu sinni og skráði sig í fjarnám í sálfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Þá var yngsta barnið af fjórum rétt ársgamalt. Hún lauk sálfræði- náminu frá Akureyri árið 2015 og hélt áfram í framhaldsnámi. Hún valdi að taka meistaranámið í Danmörku en eiginmaðurinn varð eftir á Þórs- höfn með börnin. Þau fluttu svo öll út á seinna námsári Kristínar. Hún lauk þar námi árið 2017 og sama ár sneri fjölskyldan heim til Íslands. Kristín fæddist á Akureyri árið 1974 en bjó á Dalvík frá tíu ára aldri. Hún stundaði nám á uppeldis- og félagsfræðibraut við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut Fjölbrautaskól- ans við Ármúla árið 1997. Hún hóf síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveins- prófi í háriðn árið 2004. Í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum, Kristjáni Úlfarssyni húsasmíðameistara, og leið þeirra lá beint á heima- slóðir hans, Langanesið, þar sem þau hafa búið síðan. Á Þórshöfn stofn- aði Kristín eigin hárgreiðslustofu og starfaði þar í sjö ár. Hjónin eign- uðust á þeim tíma þrjú börn en fyrir átti Kristín einn son. Kristín semur bæði lög og texta og leikur á gítar en hún stundaði söngnám á Reykjavíkurárunum. Leiðin lá heim á Langanesið FÓR ÚR HÁRGREIÐSLU Í SÁLFRÆÐINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.