Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 24
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Lítill árgangur þorsks frá2013 setti svip á niður-stöður haustralls og einn-ig gekk illa að veiða stóra
þorskinn. Niðurstaðan er sú að
stofnvísitala þorsks hefur lækkað
töluvert frá árinu 2017 þegar hún
mældist sú hæsta frá upphafi haust-
mælingarinnar og er nú svipuð því
sem hún var árið 2012. Vísitölur ýsu
og ufsa lækkuðu frá fyrra ári eftir að
hafa farið hækkandi frá 2014. Já-
kvæð tíðindi eru hvað varðar ýsuna,
en fyrstu vísbendingar um árgang-
inn frá 2019 gefa til kynna að hann
sé sá næststærsti síðan 1996, aðeins
árgangurinn frá 2003 sé stærri.
Minna af loðnu í fæðunni
Stofnmæling botnfiska að
haustlagi eða haustrall fór fram í 23.
sinn 26. september-3. nóvember.
Rannsóknasvæðið var umhverfis Ís-
land allt niður á 1.350 metra. Alls
var togað með botnvörpu á 373
stöðvum. Helsta markmið haust-
rallsins er að styrkja mat á stofn-
stærð botnlægra nytjastofna á Ís-
landsmiðum eins og þorsks, ýsu og
gullkarfa auk djúpfiska eins og grá-
lúðu, djúpkarfa, blálöngu og gulllax.
Haust- og vorrall eru meðal helstu
stoða við mat á stærð stofna og fisk-
veiðiráðgjöf, ásamt netaralli. Tog-
ararnir Ljósafell SU og Gnúpur GK
voru notaðir til rannsóknarinnar og
var Kristján Kristinsson, verkefn-
isstjóri.
Stofnvísitala þorsks hækkaði
nær samfellt árin 2007-2017 sem má
rekja til aukins magns af stórum
þorski. Í marsralli er ferli stofn-
vísitölunnar mjög svipað og kom
fram sambærileg lækkun frá 2017 til
2019. Lækkunina í haustmælingunni
í ár má rekja til þess að nú fékkst
minna af 80-110 cm þorski en fyrri
ár. Einnig var vísitala 60-75 cm
þorsks undir meðaltali rannsókn-
artímabilsins. Hluti af breytingunni
skýrist af því að litli árgangurinn frá
2013 er nú á þessu stærðarbili. Vísi-
tölur þorskárganga frá 2014 benda
til að þeir séu nálægt meðaltali.
Fæða þorsks að hausti er fjöl-
breytt og mismunandi milli stærðar-
flokka. 1996-2002 var loðna mikil-
vægasta fæðutegundin hjá 26-85 cm
þorski en hlutdeild hennar hefur
minnkað mikið á síðari árum. Magn
rækju, sem er mikilvæg fæða hjá 26-
85 cm þorski, hefur einnig minnkað
með árunum. Hjá 56-85 cm þorski
hefur ísrækja oft verið algeng fæða
en lítið var af henni í þorskmögum í
ár. Uppistaða í fæðu þorsks stærri
en 85 cm er fiskbráð eins og síld og
kolmunni en einnig ýsa, skrápflúra
og þorskur.
Ýsa fyrir vestan og norðan
Stofnvísitala ýsu lækkaði frá
fyrra ári eftir að hafa hækkað tvö ár
á undan. Árgangar 2014-2017 eru
mun stærri en árgangarnir á undan
og er 2014 árgangurinn þeirra
stærstur. Stofnvísitalan er þó mun
lægri en hún var á árunum 2002-
2008 þegar nokkrir stórir árgangar
voru í stofninum. Fyrstu vísbending-
ar um árganginn frá 2019 gefa til
kynna að hann sé sá næststærsti síð-
an 1996.
Ýsa veiddist á landgrunninu allt
í kringum landið en eins og und-
anfarin ár fékkst mest af henni fyrir
vestan og norðan landið. Meðal-
þyngd ýsu eftir aldri hefur hækkað
umtalsvert síðan 2010, en með-
alþyngd eftir aldri er yfirleitt minni
hjá stórum árgöngum en litlum og
vöxtur er hægur þegar stofninn er
stór.
Stofnvísitala gullkarfa hefur
hækkað frá árinu 2000 og hafa vísi-
tölur síðustu sex ár sveiflast töluvert
en eru þær hæstu frá 1996. Nýliðun
gullkarfa, djúpkarfa og blálöngu
hefur verið mjög léleg undanfarin
ár. Vísitala nýliðunar hjá grálúðu
hefur lækkað hratt frá hámarkinu
árin 2009-2013.
Lægri vísitölur þorsks
og fleiri fisktegunda
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Biðlistar íheilbrigð-iskerfinu
heyra ekki til und-
antekninga heldur
virðast þeir inn-
byggðir í kerfið, svo þrálátir
eru þeir. Í Morgunblaðinu í
gær birtist frétt um að yfir 90%
þeirra, sem væru á biðlista eftir
brennsluaðgerð á hjarta í byrj-
un október, hefðu beðið lengur
en þrjá mánuði. Kom einnig
fram að miðgildi biðtíma á
tímabilinu væri 42 vikur.
Þessar tölur eru úr greinar-
gerð embættis landlæknis um
stöðu á biðlistum. Landlæknir
hefur sett viðmið um viðunandi
biðtíma. Hann er þrír mánuðir
og gert ráð fyrir að 80% sjúk-
linga komist í aðgerð fyrir þann
tíma.
Í greinargerðinni kemur
fram að af 16 aðgerðum sem
metnar voru hafi biðin verið
viðunandi í þremur tilfellum.
Meira að segja þar sem gert
hefur verið sérstakt átak til að
stytta biðlistana er biðin lengri
en telst viðunandi. Það eru
skurðaðgerðir á augasteini,
valdar aðgerðir á kviðarhols-
líffærum kvenna og brottnám
legs.
Tekið er þó til þess að biðlist-
ar eftir skurðaðgerðum á auga-
steinum hafi styst verulega frá
því að átakið hófst. Engu að síð-
ur höfðu 36% beðið lengur en í
þrjá mánuði í byrjun október.
Þegar tölurnar eru greindar
vekur athygli að biðlistinn eftir
augnsteinaaðgerðum er lengst-
ur hjá Landspítala, 326, en eng-
inn hjá LaserSjón. Sérstaklega
er tekið til þess í úttektinni að
lengri biðlistar séu
hjá Landspítala en
einkastofum.
Augnsteina-
aðgerðir eru gott
dæmi um það hvað
kerfið er öfugsnúið. Biðlistar
eftir slíkum aðgerðum helgast
alfarið af því að í raun er kvóti á
slíkar aðgerðir. Þeir eru ekki
spurning um að kerfið hafi ekki
undan. Hæglega mætti vinna á
biðlistanum ef peningar fengj-
ust til að gera aðgerðirnar.
Augnsteinaaðgerðir snúast
um lífsgæði, myrkur eða ljós,
að geta lesið, séð á sjónvarp eða
einfaldlega vera sjálfbjarga.
Þessar aðgerðir snúast um út-
gjöld, sem koma fyrr eða síðar.
Liðskiptaaðgerðir eru sér á
parti. Þær verða teknar fyrir
síðar hjá embætti landlæknis,
en í Morgunblaðinu í gær var
aðsend grein eftir Kjartan
Halldór Antonsson þar sem
hann lýsir níu mánaða bið eig-
inkonu sinnar eftir liðskipta-
aðgerð og segir frá því að nú sé
hún eftir mikið vafstur í aðgerð
í Danmörku, sem hægt hefði
verið að gera með mun einfald-
ari og fyrirhafnarminni hætti í
Klínikinni. Viðureign þess
einkafyrirtækis við ríkið er
kapítuli út af fyrir sig.
Biðlistum fylgir enginn
sparnaður. Iðulega eru þeir
sem eru á biðlistum óvirkir þar
til þeir komast að. Þeir detta út
af vinnumarkaði og þurfa
margir dýra aðhlynningu á
meðan þeir bíða. Það tapa allir
á biðlistum, en engu að síður
virðist ógerningur að þurrka þá
út.
Það er óviðunandi.
Enn er biðtími
of langur eftir
aðgerðum}
Sagan endalausa
Írafárið og út-úrsnúningarnir
í kringum skipan
dómara í Lands-
rétt voru með
ólíkindum og verð-
ur að vona að púk-
inn á fjósbitanum
hafi ekki verið í
megrun þegar
mest lét.
Málflutningur þeirra, sem
lýstu yfir mestri vanþóknun í
málinu var á þann veg að nið-
urstaða dómnefndarinnar um
umsækjendur hefði verið með
öllu óbrigðul – gerð af slíkum
óskeikulleika að þar mætti
engu hagga. Mátti ætla að þar
hefðu verið á ferð jarteikn
slík að annað eins hefði ekki
gerst síðan Mósesi voru rétt-
ar steinplöturnar á fjallinu
forðum daga.
Svo vill til að enn er sótt
um dómarastöður og enn þarf
að meta hæfni umsækjenda. Í
haust var auglýst laust til um-
sóknar embætti
hæstaréttardóm-
ara og sóttu átta
um. Þar þóttu þrír
umsækjendur
hæfastir og gat
nefndin ekki gert
upp á milli þeirra.
Þegar þessir sömu
umsækjendur
voru mældir á kvarðanum,
sem notaður var við hæfnis-
matið í Landsrétt, skeikaði
hins vegar talsverðu milli
þessara umsækjenda, eða
rúmlega einum heilum. Fátt
hafa þessir umsækjendur gert
í millitíðinni, sem skýrir að þá
hafi verið hægðarleikur að
gera upp á milli þeirra, en sé
ógerningur nú.
Þetta vekur óþægilegar
spurningar um óskeikulleik-
ann og hvað sé til ráða þegar
skeikar í niðurstöðum óskeik-
ulla dómnefnda. Hver á að
dæma um dómgreind dóm-
nefndarinnar?
Látið hefur verið
sem dómnefndir séu
óskeikular, en hvað
er til ráða þegar
þær skila ólíkum
niðurstöðum?}
Óskeikulleiki í uppnámi?
V
ið Íslendingar erum ýmsu vön þegar
kemur að náttúru landsins. Að-
ventustormurinn sem gekk yfir
stóran hluta landsins nýverið af-
hjúpaði þó hversu varnarlaus við
raunverulega erum þegar kemur að veðrinu og
hversu veikir innviðir okkar eru, ekki síst hvað
varðar raforkuflutninga í landinu.
Á síðustu áratugum hafa lifnaðarhættir okkar
breyst mikið og erum við orðin sífellt háðari raf-
magni við okkar daglegu störf. Jafnvel húshitun
á hitaveitusvæðum treystir í mörgum tilfellum á
rafmagn, sem og heimasímar, ólíkt því sem áður
var. Það er því ekki að undra þegar langvarandi
rafmagnsleysi kemur upp að heilu samfélögin
lamist á meðan.
Það er skýrt að ríkisstjórn Íslands og Alþingi
ber að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skap-
ast og tryggja fjármagn og leiðir til að byggja upp og
styrkja bæði raforkuflutnings- og fjarskiptakerfi landsins.
Því miður hefur núverandi ríkisstjórn ekki nýtt þau tæki-
færi sem hafa boðist til að skýra línurnar en nú er ekki hægt
að bíða lengur.
Við þurfum að spyrja okkur – eru leikreglurnar sem lög-
gjafinn og framkvæmdavaldið hafa sett sanngjarnar? Erum
við til dæmis með of stífar reglur hvað varðar kostnaðarmat
á jarðstrengjum? Við eigum að setja okkur skýra stefnu um
að leggja allar línur á lægri spennu í jörðu og áætlun um að
vinna það hraðar en ætlað var. Sömuleiðis ættum við að
hraða styrkingu byggðalínuhringsins, samhliða því að
styrkja tengivirkin. Slíkar aðgerðir myndu ekki
aðeins auka flutningsöryggi, heldur einnig
draga úr sóun orku í kerfinu sem er of mikil í
veiku kerfi auk þess að auka raforkuöryggi með
tengingu landshlutanna. Við verðum að horfast í
augu við það að það kostar beinharða peninga
að vera ekki með innviðina í lagi, hverjir sem
þeir eru.
Samfélagslegir innviðir, hvort sem átt er við
raforku, menntakerfi, samgöngur eða heilbrigð-
isþjónustu, eiga sömuleiðis að vera með þeim
hætti að sem minnstu máli skipti hvar fólk kýs
að búa. Það á því að vera forgangsverkefni
stjórnvalda að jafna búsetuskilyrði og stuðla að
velferð og öryggi fólks um allt land.
Hér er um að ræða mál sem snertir óvenju
marga og sem skiptir máli að við lærum af.
Þetta er mál sem ekki á að vera pólitískt bitbein
misviturra stjórnmálamanna eða hlaupa með í skotgrafir
tvíhyggjunnar; höfuðborg á móti landsbyggð, umhverfi á
móti nýtingu. Allt getur þetta farið saman en við þurfum að
leggjast á eitt og breyta bæði kerfinu og umræðunni.
Nú þegar stormurinn er genginn yfir og sá næsti á leið-
inni er að lokum vert að þakka innilega öllum þeim sem
stóðu vaktina á meðan veðrið gekk yfir, en ekki síður öllum
þeim sem unnu dag og nótt við að lagfæra og endurbyggja
allt það sem aflaga fór í storminum til að sem flest getum
við átt gleðileg jól. albertinae@althingi.is
Albertína
Friðbjörg
Elíasdóttir
Pistill
Forgangsröðum rétt
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Um helmingur stöðva haustralls
er á djúpslóð í landgrunnshall-
anum umhverfis landið og þar
er að finna heimkynni allmargra
lítt þekktra djúpsjávartegunda,
tegunda sem lifa að öllu jöfnu
ekki á grynnra dýpi en 400
metrum.
Fjöldi djúpsjávartegunda sem
fást í haustralli er um 90, þar af
eru um 20 tegundir brjóskfiska
(hámýs, háfar og skötur). Teg-
undir eins og dílamjóri, tvíráka-
mjóri, krækill og skjótta skata
þrífast helst í köldum og djúp-
um sjó norður, norðaustur og
austur af landinu.
Krækill og
skjótta skata
90 DJÚPSJÁVARTEGUNDIR
Stofnmælingar á þorski og ýsu í haustralli 2019 Heimild: Hafrannsóknastofnun
Þorskur Ýsa
Útbreiðsla
Útbreiðsla