Morgunblaðið - 21.12.2019, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
✝ Anna Erla Ey-mundsdóttir
fæddist á Seyð-
isfirði 17. október
1934. Hún lést á
HSN á Siglufirði
9. desember 2019.
Foreldrar Erlu
voru Sigurborg
Gunnarsdóttir
saumakona, f. 9.4.
1906, d. 22.11.
1983, og Eymund-
ur Ingvarsson sjómaður og
verkamaður, f. 31.5. 1883, d.
9.6. 1959. Systkini Erlu eru
Garðar, Hartmann, Stella og
Arabella. Eiginmaður Erlu
var Jón Dýrfjörð, f. 16.3.
1931 á Siglufirði, d. þar 14.6.
2019. Börn þeirra eru fimm.
1) Sigfús, f. 2.8. 1952, giftur
Önnu Maríu Guðmundsdóttur,
dóttir þeirra Anna Kristín,
gift Þorleifi Sigurþórssyni,
þau eiga tvo drengi. 2) Sól-
veig, f. 4.7. 1955, d. 2.8. 2013.
3) Helena, f. 20.7. 1960, gift
og Björk, sambýlismaður
Magnús Heiðdal. 5) Þórgnýr,
f. 16.12. 1967, giftur Aðal-
heiði Hreiðarsdóttur. Börn
þeirra: Styrmir, sambýliskona
Alex Steinþórsdóttir, Bjarmi
og Embla.
Erla ólst upp á Seyðisfirði,
bjó og starfaði þar uns hún
flutti með Jóni til Siglu-
fjarðar 1955. Sem barn og
unglingur fór hún öll sumur í
sveit til ættingja sinna fyrst á
Grund í Borgafirði eystra en
síðar að Hrolllaugsstöðum á
Héraði og vann þar öll sveita-
störf. Á Seyðisfirði hóf hún
ung störf á elliheimilinu og
kynntist þar tengdamóður
sinni, Þorfinnu Sigfúsdóttur
forstöðumanni og síðar Jóni
þegar hann kom austur. Á
fyrstu búskaparárunum
bjuggu þau í Hlíð hjá afa og
ömmu Jóns og tóku uppeldið
og húsmóðurstörfin mikinn
tíma. Erla og Jón tóku árið
1957 við húsvarðarstöðu við
Gagnfræðaskólann til ársins
1962. Erla starfaði sem fisk-
verkakona í Siglósíld og í
Hraðfrystihúsinu Ísafold í
fjölda ára. Samhliða sinnti
hún einnig bókhaldsvinnu og
reikningagerð við vélaverk-
stæði þeirra hjóna en síðar,
þegar fyrirtækið óx og dafn-
aði og starfsmönnum fjölgaði,
varð skrifstofustjórnin þar
hennar aðalstarf þar til þau
seldu fyrirtækið við starfslok.
Erla var mjög virk í fé-
lagslífi Siglfirðinga. Starfaði
í Kvennafélaginu Von, var
þar formaður og stjórn-
armaður. Hún sat í sókn-
arnefnd, í stjórn Systra-
félagsins, starfaði með
Slysavarnardeildinni Vörn og
Rauða krossfélaginu. Hún var
virk í starfi Alþýðuflokksins
og sat sem fulltrúi hans í
nefndum bæjarins. Síðast en
ekki síst voru Erla og Jón
ötulir baráttumenn fyrir
auknum réttindum fatlaðra
og tóku virkan þátt í starfi
Þroskahjálpar og gegndu þar
ýmsum trúnaðarstörfum.
Jón og Erla voru heiðruð
af Sjómannadagsráði fyrir
störf sín í þágu sjávarútvegs
um áratugaskeið. Þá hefur
Rauði krossinn einnig heiðrað
þau fyrir störf sín í þágu
samtakanna.
Útför Erlu fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 21.
desember 2019, kl. 14.
Meira: mbl.is/andlat
Birni Jónssyni.
Börn þeirra: Erla,
gift Gauta Þór
Grétarssyni, þau
eiga fjögur börn.
Jón Ingi, giftur
Þórgunni Lilju Jó-
hannesdóttur, þau
eiga þrjú börn.
Rakel Ósk, sam-
býlismaður Gísli
Sigurðsson. 4)
Baldur, f. 5.8.
1962, giftur Bergþóru Þór-
hallsdóttur. Börn Baldurs
með Ástu Hrönn Jónasdóttur,
María Rut, gift Halldóri
Hauksssyni, þau eiga tvær
dætur. Friðrik Bragi, sam-
býliskona Hildur Sigurð-
ardóttir, þau eiga eina dótt-
ur. Kristján Atli,
sambýliskona Kristín Björg
Emilsdóttir. Börn Bergþóru
og fósturbörn Baldurs eru
fjögur. Svala, sambýlismaður
Páll Pálsson, þau eiga tvær
dætur, Gísli Steinar, Telma
Stundum hvarflar að okkur að
á milli samrýndra og sterkra
hjóna liggi þráður sem heldur
hvað sem á gengur og jafnvel
milli þessa heims og annars.
Þannig leið okkur þegar mamma
kvaddi eftir stuttan lokakafla
lífsins – að hún sameinaðist nú
pabba sem lést fyrir tæplega
hálfu ári. Sjálf hafði hún innilega
sannfæringu fyrir að svo yrði,
hann hafði beinlínis birst henni
ljóslifandi.
Mamma var fædd og uppalin
á Seyðisfirði. Þar átti hún við-
burðarík uppvaxtarár, gekk
mjög vel í skóla, var í sveit hjá
ættingjum á Borgarfirði eystra
og uppi á Héraði öll sumur, að-
stoðaði ömmu saumakonu við
verkin, söng í kirkjukórnum,
raddaði vinsæl popplög með
systrum sínum og fór ung að
vinna á elliheimilinu. Árin sem
mótuðu hana og lögðu grunn að
þeirri heilsteyptu konu sem hún
var.
Á elliheimilinu kynnist
mamma forstöðumanninum og
verðandi tengdamóður sinni –
henni ömmu Þorfinnu – áður en
hún kynntist pabba. Það var svo
á leið af vertíð í Vestmannaeyj-
um árið 1951 sem pabbi kom við
hjá ömmu og átti bara að vera
stutt stopp. En ástin greip í
taumana og til varð dúettinn
órjúfanlegi Jón og Erla. Ári síð-
ar fæddist fyrsta barnið, Sigfús
Hlíðar. Á Seyðisfirði var litla
fjölskyldan til ársins 1955 þegar
hún fluttust til Siglufjarðar sem
varð heimabær upp frá því.
Við minnumst þess hversu ljúf
kona mamma var, eiginlega
mildin uppmáluð. En hún hafði
líka til að bera hugrekki til að
takast á við áskoranir, hvort sem
hún fann upp á þeim sjálf eða
fékk óvænt í fangið.
Hún tók af kappi þátt í fé-
lagsstörfum og var oft í ábyrgð-
arhlutverkum, með kvenfélag-
inu, slysavarnafélaginu, Rauða
krossinum og Alþýðuflokknum. Í
fyrirtækjarekstrinum með
pabba tókst hún á við sífellt
stærri hlutverk með viðeigandi
námi og nýjungum.
Mamma og pabbi voru mjög
virk í starfi Þroskahjálpar á
löngu tímabili og börðust ötul-
lega fyrir réttindum fatlaðra.
Sólveig heitin systir okkar fædd-
ist með umtalsverða fötlun sem
var fjallstórt verkefni fyrir ung
hjón á einangruðum stað að tak-
ast á við. En það gerðu þau sam-
an af kjarki og áræðni.
Mamma var að öllu þessu leyti
glæsileg fyrirmynd. Lét að sér
kveða og hafði jákvæð áhrif í
samfélaginu en af háttvísi og
virðingu gagnvart náunganum.
Betra veganesti er vart hægt að
hugsa sér.
Oft hló mamma að því hvað
hún hafði miklar áhyggjur af sín-
um nánustu og við brostum í
kampinn. Ekki kom til greina að
fara að sofa fyrr en fólk á ferða-
lagi var komið heilt í höfn og
hafði látið vita af sér. En í
áhyggjunum birtist þessi tak-
markalausa elska sem hún átti
handa okkur öllum. Og það er
notalegt að ímynda sér að
kannski sé hún að kíkja eftir
okkur úr eilífðinni. Við sendum
svo SMS í huganum að ferðalok-
um.
Við þökkum frá dýpstu hjarta-
rótum þá umhyggju og ástúð
sem hún sýndi okkar börnum og
þeirra börnum. Hún á heilmikið í
þeim öllum.
Við þökkum starfsfólki
sjúkrahússins á Siglufirði inni-
lega fyrir þá umönnun sem
mamma naut síðustu mánuði.
Ættingjum og vinum þökkum
við innlitin og gæskuna sem þeir
sýndu á ögurstundu.
Blessuð sé minning þín elsku
mamma og takk fyrir allt.
Sigfús Hlíðar, Helena,
Baldur og Þórgnýr.
„Þegar fuglinn er floginn þá
er ég farin,“ hafði amma mín
sagt. Fuglinn hafði hún í glugg-
anum heima í Hlíð þar til hún fór
úr húsi þá tók hún fuglinn úr
glugganum. Það gaf vinkonum
hennar sem ætluðu að verða
henni samferða merki um að hún
væri farin í kirkjuna að undirbúa
kaffisamsæti hjá kvenfélaginu.
Þessa sögu sagði amma mér oft.
Þegar amma hafði kvatt afa sl.
sumar fluttist hún á Heilbrigð-
isstofnun Norðurlands, okkur
ömmu fannst þá tilvalið að fugl-
inn fylgdi með henni og fékk
hann sérstakan stað í herberg-
isglugganum. Hinn 9. desember
sl. flaug fuglinn og kvaddi amma
þar með þetta jarðneska líf, nú
er hún farin í faðm afa sem hefur
eflaust verið afar feginn að sjá
hana.
Dauðinn er fugl
Sem starir á tungl
Og hefur sig hægt til flugs
(Hildur Eir Bolladóttir)
Amma mín og nafna var engill
í mannsmynd, ljúfari og betri
ömmu er varla hægt að hugsa
sér. Amma var hæglát og bar
umhyggju fyrir öllum mönnum
og dýrum. Hún hafði einstakt
jafnaðargeð og gott eyra. Amma
var jafnframt þolinmóðasta kona
sem ég þekki. Afi minn var
uppátækjasamur og fram-
kvæmdaglaður, hann birtist oft
með ótrúlegustu hluti heima fyr-
ir og/eða dró ömmu með sér um
fjöll og firnindi í allskonar æv-
intýraferðir. Hann átti það jafn-
vel til að bregða sér frá ömmu
með myndavélina í marga
klukkutíma á meðan beið hún við
bílinn, jafnvel upp á fjöllum við
aðstæður þar sem ekki alltaf var
símasamband. Alltaf brást amma
við af stóískri ró, jú ég man eftir
nokkrum skiptum þar sem hún
sagði „Jón Dýrfjörð“ en þá vissi
afi líka nákvæmlega meiningu
orða hennar.
Hjá ömmu og afa í Hlíð var
alltaf opið hús fyrir öllum. Þaðan
á ég svo ótal margar minningar,
t.a.m. átti amma ritvél sem við
vinkonurnar notuðum til þess að
útbúa okkar fyrstu ljóðabók, en
hana seldum við auðvitað bæj-
arbúum á Siglufirði og fengum
lof fyrir. Amma og afi bjuggu
líka mjög nálægt skólanum, í há-
deginu gat ég alltaf treyst því að
amma gæfi mér eitthvað gott í
gogginn, ég gat reyndar alltaf
treyst á það. Amma bakaði líka
heimsins bestu mömmukossa,
gerði heimsins besta jólakakó og
nennti að eyða endalausum tíma
í að dunda með mér, hvort sem
það var að hlusta á mig tala tím-
unum saman eða sauma, spila
eða föndra. Þannig var amma.
Það verður skrýtið að hafa þig
ekki hér, elsku amma mín. Ég
hef staðið mig að því síðustu
daga í veðrinu eins og það hefur
verið, að bíða við símann eftir
símtali frá þér. Ef von var á
vondu veðri þá gat ég verið viss
um að ég fengi símtal um hvort
ég væri heima og hvort það væri
í lagi hjá öllum. Ef ég var á
ferðalagi þá gilti það sama,
amma fékk að vita þegar lagt
var af stað og þegar heim var
komið.
Mikið munum við sakna ykkar
afa. Gauti og börnin mín segja
mér svo oft hversu þakklát við
getum verið fyrir að hafa átt
ykkur að. Það eru forréttindi að
eiga ömmu og afa sem bera slíka
umhyggju fyrir sínu fólki, um-
hyggjan var svo áþreifanleg og
hrein, í Hlíð var gott að koma og
vera.
Takk fyrir að bera umhyggju
fyrir öllum alltaf, við munum
sannarlega reyna að gera það
líka.
Þín nafna og barnabarn,
Erla.
Amma mín í Hlíð.
Það er kveðjustund, minning-
arnar streyma fram og það er
erfitt að hugsa til þess að þær
verða ekki fleiri.
Ég man eftir því að hafa setið
við eldhúsborðið í Hlíð sem lítil
stúlka að rembast við að klára
fiskinn minn (sem mér fannst
ekki góður), allir búnir að borða,
amma að ganga frá og við bara
tvær í eldhúsinu.
Án orða kemur hún og tekur
diskinn minn, lumar að mér
brauðbita og kinkar kolli um að
ég megi stökkva frá borðinu í
leik með frændsystkinum mín-
um. Góðvild og ómældur kær-
leikur, þannig var amma.
Þolinmæði hennar átti sér
engin takmörk. Ég fékk að brasa
með henni í eldhúsinu við bakst-
ur og matseld, sitja við hlið
hennar á skörinni þar sem hún
vélritaði minningarkort, lýsti
fyrir mér mikilvægi þess að gera
engar stafsetningarvillur og
sýndi hvernig vélin virkaði. Hún
var líka einstaklega vandvirk.
Saman deildum við áhuga á
handavinnu og áttum margar
samverustundir í saumaherberg-
inu, natni og nákvæmni í hverju
handtaki. Á meðan ræddum við
heima og geima, lífið og til-
veruna, amma og barnabarn.
Í seinni tíð hringdumst við
mikið á til að huga að hvor ann-
ari milli heimsókna. Oft hringdi
önnur þegar hin var búin að
hugsa sér að slá á þráðinn, þá
hlógum við að þeirri dásamlegu
tilviljun.
Ömmu var umhugað um okk-
ur hjónin og dæturnar, spurði
frétta af vinnu, velferð og dag-
legu lífi, „er tönnin dottinn?,
gekk ferðin vel? hvernig er veðr-
ið?“. Hún var sönn ættmóðir sem
hugsaði vel um fólkið sitt og
leiddi með góðu fordæmi. Amma
vildi öllum vel, stórum sem
smáum, í hennar huga áttu allir
rétt á tækifæri, hjálparhönd og
góðu lífi. Betri mannveru er erf-
itt að finna, hún var í senn
nægjusöm, gjafmild, brosmild og
hlý – hugrakkari en hún vildi
viðurkenna og sönn hvunndags-
hetja.
Himnarnir opnast!
Mig leiddir þú
og gafst mér kraft þinn,
ást þína og trú.
Elsku amma, það hefur verið
dýrmætt að fá að verja gæða-
stundum með þér síðastliðna
mánuði, vera til taks fyrir þig,
rifja upp tíma okkar saman og
ævi þína fyrir mína tíð. Hver
kveðjustund full af þakklæti, tár
í augum okkar beggja, önnur
okkar hrædd við að kveðja, hin
að missa. Nú gætum við minn-
ingar þinnar eins og þú hefur
ávallt gætt okkar allra. Það er
huggun að vita af þér í öruggum
faðmi afa og Sólveigar. Hjartað
er fullt af söknuði og augun tár-
um, en umfram allt er ég svo
ósköp þakklát fyrir að hafa átt
þig að.
Himnarnir opnast!
Lýsir af þér,
myrkrið það hverfur
úr hjarta mér.
Anna Erla
Eymundsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSTA SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR,
Álfaskeiði 36, Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 17. desember.
Útför auglýst síðar.
Baldvin Halldórsson
Margrét Halldórsdóttir
Björgvin Halldórsson
Helga Halldórsdóttir
Oddur Halldórsson
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR SIGURÐSSON
löggiltur endurskoðandi,
Naustabryggju 54, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 14. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. desember
klukkan 13.
Guðný Leósdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Sigurður Gunnar Sveinsson
Þóra Gunnarsdóttir Matthías Einarsson
Hildur Gunnarsdóttir Héðinn Friðjónsson
og barnabörn
Elsku pabbi minn, fóstri og afi,
HALLDÓR SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON,
Kópavogsbraut 1b,
áður Fögrubrekku 24,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 13. desember.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
23. desember klukkan 13.
Halla Ósk Halldórsdóttir og synir
Jónas H. Bragason og fjölskylda
Elín Hulda Halldórsdóttir og fjölskylda
Stefán Halldórsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐMUNDA NIELSEN,
Gógó,
Lækjasmára 2, Kópavogi,
lést 15. desember. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu mánudaginn
23. desember klukkan 11.
Kristín Halldórsdóttir Ferdinand Schmitt
Stefán Halldórsson Kolbrún L. Sveinbjörnsdóttir
og ömmubörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR HELGASON,
Tunguvegi 2, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 17. desember. Útförin mun
fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ingibjörg Eyjólfsdóttir
Anna E. Knudsen Elías Þórmarsson
Agatha Ásta Erludóttir
Helgi Gísli Eyjólfsson Sigríður Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG S. EGILSDÓTTIR,
Blómsturvöllum,
Súðavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
mánudaginn 16. desember.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Frosti, Steinunn, Fjalar, Kolbrún, Hulda, Dagný
og fjölskyldur