Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 33

Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 33
Himnarnir opnast! Ég þakka þér gleðina alla sem gafstu mér. (Björg Þórhallsdóttir, Karl Berndsen) Þangað til við sjáumst næst, þín María. Nú þegar við mannfólkið und- irbúum hátíð ljóss og friðar, sjálf jólin, sem oft hafa verið nefnd „vetrarperlan fríða, perlan í dag- anna festi og rós sem skín eins og gimsteinn í grjóti,“ ber fyrir skugga á sólskinslöndin, þegar okkur berst frétt um að góð vin- kona okkar, hún Erla í Hlíð sé ekki lengur mitt á meðal okkar. Ég hitti Erlu fyrir nokkrum vikum á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Þá sagði hún mér að eiginmaður hennar, Jón Dýrfjörð, sem lést sl. sumar, hefði birst henni. Síð- an bætti hún við; „Ætli hann sé ekki að koma til að sækja mig.“ Eftir mjög svo blessunarríka ævi nefndi hún að hún væri reiðubú- in að kveðja þetta líf þar sem heilsan væri farin að gefa sig þó erfitt væri að kveðja sína nán- ustu. Við Elín vorum svo lánsöm að kynnast þeim hjónum, Erlu og Jóni í Hlíð, þegar við fluttum til Siglufjarðar en þar gegndi ég prestsþjónustu í þrettán ár. Þau báru okkur og börnin okkar á örmun sér eins og margir aðrir góðir og traustir vinir á Siglu- firði. Þessa vini okkar hjónanna kýs ég að kalla kirkjuvini og ævi- vini. Erla og Jón voru mjög svo kirkjurækin alla tíð. Þau voru í hópi þeirra Siglfirðinga sem áttu sitt fasta sæti í kirkjunni. Það var mjög hlýlegt að sjá þau í messum sunnudagsins og kinka kolli til prestsins þegar honum mæltist vel að þeirra mati. Erlu féll aldrei verk úr hendi. Auk þess að sinna stóru heimili og vinna með Jóni í fyrirtæki þeirra hjóna vann Erla að ýms- um hugðarefnum sínum sem henni voru mikilvæg. Hún var um langan tíma í forystu fyrir Kvenfélagið Von á Siglufirði, starfaði um tíma í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju og átti sæti í stjórn Systrafélags kirkjunnar. Öll störf sín innti Erla af hendi af mikilli alúð. Erla og Jón létu aukin réttindi fatlaðra sig miklu varða og unnu saman ötullega að þeim málum. Hún Erla er kvödd þegar dag- ur er stystur hér landi, þann 21. desember. Nú mun birta dag frá degi og „hátíð ljóssins,“ sem nálgast enn á nýjan leik, mun færa okkur innri frið. Hátíðin, fæðingarhátíð Frelsarans, beinir einnig huga okkar að sjálfri upprisuhátíðinni, sem kristallast í því að okkur er gefið eilíft líf eða eins og þjóðskáldið á Sig- urhæðum, séra Matthías Joch- umsson, sagði: „Þegar lífi lýkur hér, rís það upp í Drottins dýrð- ar hendi.“ Við Elín færum börnum Erlu og Jóns, þeim Sigfúsi, Helenu, Baldri og Þórgný og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við erum afar þakklát fyrir að hafa átt vináttu þessara mætu hjóna. Blessuð sé minning þeirra. Vigfús Þór Árnason. Kæra Erla Eymundsdóttir hefur nú kvatt þennan heim skömmu eftir lát eiginmanns síns Jóns Dýrfjörð, móðurbróður okkar. Erla var fædd og uppalin á Seyðisfirði en þar bjó amma mín um tíma ásamt þremur son- um sínum. Ég fékk að dvelja hjá henni þar sumarpart, þá á tíunda árinu. Þar kynntist ég Erlu fyrst en hún var þá unnusta Jóns og Sig- fús elsti sonur þeirra fæddur. Á þeim tíma var faðir Erlu hús- vörður í hinu fallega og sérstaka barnaskólahúsi á Seyðisfirði og þar bjuggu þau á efstu hæðinni uppundir rjáfri og var mjög gaman að skoða sig um þar. Það var gott að heimsækja þau sómahjón Sigurborgu og Ey- mund. Hlýja og notalegheit fylgdi þeim. Erla og Jón fluttu til Siglu- fjarðar og hófu búskap í kjall- aranum í Hlíð og við bjuggum á efri hæðinni. Þar fæddist annað barn þeirra, elsku Sólveig. Oft kom ég við og naut þess að spjalla við Erlu sem var einstök persóna, skarpgreind og hafði svo góða nærveru. Erla reyndist okkur systkinunum alla tíð mjög vel og aðstoðaði mig oft við heimanámið þegar þess þurfti þar sem foreldrar mínir voru bæði útivinnandi. Hún kenndi mér á gítar sem kom sér vel í skátastarfinu á Sigló. Ég fylgd- ist vel með Sólveigu nöfnu minni sem fæddist mjög fötluð og ég dáðist að foreldrunum sem héldu áfram baráttu sinni þrátt fyrir úrræðaleysi í málefnum fatlaðra á þessum árum. Á Hólaveginn var líka gott að koma og þar bættust Helena, Baldur og Þór- gnýr í barnahópinn. Þegar foreldrar mínir fluttu suður tóku Jón og Erla ásamt börnum sínum við búsforráðum í Hlíð og þangað lá leið okkar þeg- ar við systkinin og fjölskyldur okkar heimsóttum heimaslóðirn- ar. Það var góð tilfinning að vera velkomin á uppeldisstaðinn, Hlíð, þar sem hin mikilvægu mótunarár okkar hófust. Við systkinin þökkum Erlu fyrir afar ljúfa og innihaldsríka samleið og þökkum henni yndislega við- kynningu. Hennar mannvænlegu börnum, tengdabörnum og fjöl- skyldum þeirra sendum við inni- legustu samúðarkveðjur. Sólveig Helga Jónasdóttir, Ásgeir Jónasson og fjölskyldur. Erla Eymundsdóttir, kær vin- kona mín, er látin. Þrátt fyrir baráttu við illvígan sjúkdóm síð- asta árið sýndi hún ávallt sama kjarkinn, þrautseigju og já- kvæðni. Erla var sjúklingur til margra ára og var Jón maður Erlu stoð hennar og styrkur, stóð eins og klettur við hlið hennar og veitti henni alla þá umhyggju sem hægt var. Lengi verður leitað að samheldnari hjónum sem ávallt var gott að heimsækja. Á stundu sem þessari á ég erfitt með að tjá tilfinningar mínar. Minningarnar, gamlar, nýjar, margar og fallegar munu ætíð fylgja mér. Við störfuðum mikið saman að félagsmálum, til dæmis í sóknarnefnd og Systra- félagi Siglufjarðarkirkju, Kven- félaginu Von og fleiri félögum. Minnisstæðir eru til dæmis páskadagarnir í Systrafélaginu er við fórum eldsnemma kl. 6 að laga súkkulaði sem boðið var upp á eftir messu á páskadags- morgnum kl. 8. Þetta gerðum við árum saman, höfðum gaman af og ekki klikkaði súkkulaðið hjá Erlu. Erla var víðlesin, stálminnug og fróð. Hún var vinur vina sinna, ávallt trú sannfæringu sinni, en rök annarra voru jafnan góð og gild. Nú er tíminn liðinn sem Erla fékk með fjölskyldu sinni og vin- um. Umhyggja fyrir sínum nán- ustu var aðdáunarverð, hún var sífellt vakin og sofin yfir velferð þeirra. Síðustu mánuði sem Erla lifði hélt hún kjarki og reisn til hinstu stundar. Erla var æðru- laus og tók þannig á móti sam- ferðafólki sínu síðustu vikurnar. Nú er komið að leiðarlokum hér á jörð og þú færð að hvíla milli fjallanna í firðinum okkar fallega. Þakkir eru mér efstar í huga fyrir góða og sanna vináttu gegnum árin. Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Hvíl í friði elsku Erla. Þín vinkona Brynja Stefánsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 ✝ Ólafur Ragn-arsson, bóndi Fremri Hundadal, Miðdölum Dala- byggð, fæddist að Bæ í Miðdölum 22. nóvember 1938. Hann lést 2. desem- ber 2019. Foreldrar: Mál- fríður Kristjáns- dóttir, f. 1897, d. 1988, og Ragnar Sigurðsson, f. 1897, d, 1973. Systkini: Kristín, f. 1926, d. 2011. Haraldur, f. 1928, d. 1972, maki Anna Finnsdóttir, f. 1932. Sigurður Ingvar, f. 1930, d. 2017, maki Hanna Björk Bald- vinsdóttir, f. 1938. Soffía Emilía, f. 1932, sambýlismaður Hörður Björnsson, f. 1932, d. 2011. Leif- ur Gísli, f. 1935, d. 1988. Árið 1948 flutti Ólafur ásamt foreldrum sínum að Fremri Hundadal þar sem hann bjó til æviloka. Kona Ólafs frá 1973 er Snæ- björg Rósa Bjart- marsdóttir, f. 16. apríl 1945. For- eldrar hennar voru Hrefna Magnús- dóttir f. 1920, d. 2008, og sr. Bjart- mar Kristjánsson, prestur að Mælifelli í Skagafirði og síð- ar í Grund- arþingum, Eyja- firði, f. 1915, d. 1990. Börn Ólafs og Snæbjargar eru Málfríður Kristín, f. 25 des- ember 1974, fv. sambýlismaður hennar er Jóhannes S. Guð- jónsson, f. 1962. Ragnar Gísli, f. 6. desember 1976, hans kona er Rósa Gunnsteinsdóttir, f. 9. október 1981. Dætur Snæbjarg- ar frá fyrra hjónabandi eru Hrefna, f. 1968, hennar maður er Pétur Viðarsson, f. 1967. Sig- ríður Perla, f. 1970. Útförin fer fram í Kvenna- brekkukirkju, Dalasýslu, í dag, 21. desember 2019, klukkan 14. Það var mánudagskvöldið 2. desember að Linda Dögg, syst- urdóttir Ólafs Ragnarssonar, hringdi í mig og tilkynnti mér að frændi hennar hefði lokið lífs- göngu sinni á sjúkrahúsinu á Akranesi fyrr um daginn. Þar sem við Óli erum búnir að þekkj- ast og vera vinir frá því að ég var smástrákur langar mig að mig minnast hans í fáum orðum. Ólafur Ragnarsson var yngst- ur af sex systkinum í Fremri Hundadal en þangað var ég send- ur sjö ára gamall árið 1952 og vit- anlega ekki til stórræðna. Ragnar og Málfríður foreldrar Óla voru þá á lífi og bjuggu þar. Öll fjöl- skyldan tók mér mjög vel og fékk ég þar mjög gott atlæti, enda var ég þar öll sumur fram yfir ferm- ingu. Mér er minnisstætt þegar ég var að basla við að byggja lít- inn kofa uppi á Brennihól þar sem við krakkarnir vorum með svo- kallað bú, þá án þess að ég bæði um það rétti Óli mér hjálparhönd og munaði um minna, þar sem þetta gekk lítið sem ekkert hjá mér. Óli var mjög natinn, hafði mjög næmt auga fyrir sauðfé og þekkti hverja einustu kind með nafni. Það var gaman að vera með honum að stússast í kringum féð í sauðburði og öðru sem því við- kom. Þá voru mörg sporin með honum fram í hestagirðingu fram á dal, og víðar sem ég minnist með miklum hlýhug Rithöndin hans Óla var stór- glæsileg og man ég vart til að hafa séð fallegri skrift, enda varð- veiti ég nokkur jólakort frá hon- um og fjölskyldunni í Fremri Hundadal Fyrir nokkrum árum byggðu þau hjónin Óli og Snæbjörg sér nýtt íbúðarhús, þá var Gísli bróðir hans á lífi og tók þátt í bygging- unni. Ég og fleiri komu aðeins að þessari byggingu og gat ég laun- að Óla það sem hann var mér fyrr á árum. Það væri endalaust hægt að rifja upp ýmis skemmtileg og ánægjuleg atvik frá fyrri árum en það er ekki pláss fyrir það hér Ég votta eftirlifandi konu Óla, Snæbjörgu og börnum þeirra Ragnari og Málfríði og öðrum að- standendum mínar einlægu sam- úðarkveðjur. Ólafur Sigurðsson. Við fjölskyldan viljum minnast hans Óla í Hundadal. Hjá þeim Snæbjörgu höfum við um langt skeið notið góðs af gestrisni þeirra og hlýju. Tíðar eru ferð- irnar í Hundadal og þaðan er margs að minnast. Þar má nefna sauðburðartímann en þau hjónin hafa alltaf verið natin við ferfæt- lingana og sinnt þeim af kost- gæfni og alúð. Hver skepna fær nafn við hæfi. Það má einnig nefna tímabil heybagganna en þeir voru mjög erfiðir viðureign- ar. Þar kom fjölskyldan saman og lagði hönd á plóg. Strákarnir okk- ar sem þá voru litlir létu sitt ekki eftir liggja og roguðust með níð- þunga baggana á heyvagninn. Sú tíð er liðin og betri tækni tók yfir. En minningarnar lifa og í hug- um okkar er Hundadalur miðstöð þar sem fjölskyldur okkar systk- ina Snæbjargar koma og eiga saman góðar stundir. Hrefna amma okkar og mamma átti griðastað hjá Snæ- björgu og Óla síðustu æviárin. Það verður seint metið til fulls hversu dýrmætt það var fyrir hana og ekki síður fyrir Óla og Snæbjörgu. Í eldhúsinu, aðalstað heimilisins, voru málin rædd og krufin til mergjar. Óli var okkur traustur og hlýr vinur með góða nærveru, ávallt höfðingi heim að sækja! Við þökkum innilega sam- veruna og óskum honum velfarn- aðar á nýjum slóðum þar sem góðir vinir bíða hans og margir þeirra ferfættir. Óli hafði mikla ánægju af góðri tónlist og fannst gaman að taka lagið. Þetta fallega ljóð minnir okkur á hann: Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist stundum grátið en oftar í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefn- stað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum) Hrefna Sigríður, Aðalsteinn og fjölskylda. Ólafur Ragnarsson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona, frænka og afasystir, GUÐLAUG BJÖRGVINSDÓTTIR kennari, Laufengi 23, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 10. desember. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. desember klukkan 13. Þorgeir Örn Tryggvason Hulda Ósk Bergsteinsdóttir Þ. Björgvin Kristjánsson Matthildur Gestsdóttir Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Vignir Gunnarsson Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir Gunnhildur Kristjánsdóttir Hekla Sóley, Snædís Lilja og Friðrik Hrafn Elskulegur frændi okkar, EINAR KARLSSON, er látinn. Útför hefur farið fram samkvæmt ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Kata, Guðrún Soffía, Jón og fjölskyldur, Munaðarnesi Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓREYJAR H.Ó. PROPPÉ. Elínborg Proppé Vilhjálmur Óskarsson Ingólfur Proppé Anna Jóhanna Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, HREINN JÓNSSON, Jörfagrund 28, Kjalarnesi, lést á Landspítalanum 8. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug. Arnfríður Hanna Hreinsdóttir Jóhannes Gunnar Þorsteinss. Kristín Hrönn Hreinsdóttir Michael Hugh F. McKenzie Anja Ísis Brown, Eva Frances McKenzie, Viðja Gná Arnfríðar Jóhannesardóttir Hallgrímur Þorsteinsson Hafdís Sveinsdóttir Lárus Vang Þorsteinsson Ásta María Sigurðardóttir Hermann Þorsteinsson Ólöf Ásta Karlsdóttir Svava Vilborg Ólafsdóttir Eiríkur Waltersson Guðni Ólafsson Edda María Valgarðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku besti pabbi, afi, langafi, tengdafaðir og bróðir, INGÓLFUR ÁRNI JÓNSSON, lést að kvöldi 31. október á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Thelma Kristín Ingólfsdóttir Helena Ósk Gunnarsdóttir Aron Gunnarsson Sandra Gunnarsdóttir Jón Einarsson Jónas Jón Níelsson Natalía Rós Jónasdóttir barnabarnabörn og syskini hins látna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.