Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þessi hugmynd er búin að vera í
loftinu í nokkurn tíma niðri í Þjóð-
leikhúsi. Þar hefur pappakassi geng-
ið á milli fólks, en í honum voru öll
ritverk Þorvaldar,“ segir Finnur
Arnar Arnarson, leikstjóri, höf-
undur og leik-
myndahöfundur
sýningar sem
nefnist Engillinn
og frumsýndur er
í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu í
kvöld. Verkið
byggist á verkum
rithöfundarins,
myndlistar-
mannsins og
kennarans Þorvaldar Þorsteins-
sonar, sem féll frá langt fyrir aldur
fram árið 2013, einungis 53 ára gam-
all. Þorvaldur skildi eftir sig fjölda
verka sem notið hafa mikillar hylli,
skáldsögur, örleikrit, leikrit í fullri
lengd og handrit fyrir sjónvarp og
útvarp.
Dótakassi fyrir leikhópinn
„Kassinn endaði í fanginu á mér
og mér tókst að setja saman ein-
hverja beinagrind sem fólki þótti
ástæða til að skoða betur. Svo þegar
það var betur unnið þá var ákveðið
að taka það til sýningar,“ segir Finn-
ur og tekur fram að hann hafi fljót-
lega langað að leikstýra sýningunni
þar sem hann hafði mótað sjónræna
útfærslu samhliða skrifunum. „Ég
ákvað því að hoppa í djúpu laugina
og spurði Ara [Matthíasson þjóðleik-
hússtjóra] hvort hann treysti mér til
að leikstýra þessu, sem hann gerði
og það er mjög gaman,“ segir Finn-
ur sem þreytir með uppfærslunni
frumraun sína sem leikstjóri.
Aðspurður segir Finnur að í
megindráttum megi skilgreina
sýninguna sem leikhús þó að mynd-
listin verði einnig áberandi. „Það má
kannski segja að þetta sé smá skrýt-
ið leikhús. Það er ákveðið atriði sem
tengir saman allra leiknu þættina,“
segir Finnur Arnar og bendir á að
leiknu atriðin séu mislöng, allt frá
tveimur upp í fimmtán mínútur.
„Þetta er ákveðinn dótakassi fyrir
leikarana sem fá að leika fullt af per-
sónum og skipta margoft um gervi
og búninga. Inni á milli leiknu atrið-
anna og í kringum sýninguna leyn-
ast vísanir í myndlistarverk Þor-
valdar,“ segir Finnur og bendir sem
dæmi á að uppi á þaki á Kassanum
eru þrír hátalar. „Úr þeim hljómar
upplestur á nöfnum skattgreiðenda
á landinu og þeim þakkað sér-
staklega fyrir þeirra framlag til
menningar og lista,“ segir Finnur og
tekur fram að sá gjörningur vísi í
verk sem Þorvaldur sýndi í Finn-
landi. „Við reynum þannig að koma
ekki aðeins myndlist hans að í sýn-
ingunni heldur einnig hugmynda-
heimi hans sem fræðimanns. Síðustu
æviár sín var hann orðinn mjög upp-
tekinn af því hvernig við værum að
ala börnin okkar upp og hvernig við
værum að sinna menntakerfinu og
okkur sem skapandi einstakling-
um,“ segir Finnur og tekur fram að
sýningin sé þannig alfarið unnin í
anda Þorvaldar.
Ég er með einvalalið
„Ég er með einvalalið með mér í
þessu ferli,“ segir Finnur og vísar
þar til Grétu Kristínar Ómarsdóttur
dramatúrgs sýningarinnar, Þór-
unnar Maríu Jónsdóttur sem hann-
ar búninga, Ólafs Ágústs Stefáns-
sonar sem hannar lýsingu, Péturs
Ben sem semur tónlistina og leik-
hópsins sem skipaður er Arndísi
Hrönn Egilsdóttur, Atla Rafni Sig-
urðarsyni, Baldri Trausta Hreins-
syni, Eggerti Þorleifssyni, Guðrúnu
S. Gísladóttur og Ilmi Kristjáns-
dóttur. „Eggert var mikill vinur
Þorvaldar og Þorvaldur skrifaði
mörg sín hlutverk beint upp í Egg-
ert. Það lá því beint við að leita til
hans og hann var mjög til í að vera
með – sem og aðrir í hópnum. Öll
þekktu þau Þorvald og langaði að
vera með sem skiptir auðvitað máli.“
Spurður um sjónræna umgjörð
sýningarinnar segist Finnur hafa
verið innblásinn af verki Þorvaldar
sem hann sýndi í Listasafni Reykja-
víkur og hét „Tapað/fundið“. „Þar
sýndi hann þá hluti sem fundist
höfðu á víðavangi og fólk hafði ekki
vitjað til lögreglunnar. Þetta var
ótrúlegt samansafn af hlutum. Í
tengslum við það verk varð sú hug-
mynd til að fara í samstarf við
Sorpu. Í seinasta mánuði var 20 feta
söfnunargámi komið fyrir í Sorpu
Ánanaustum og stútfylltist hann á
einni helgi,“ segir Finnur og tekur
fram að þau hafi ekki verið að leita
að neinu sérstöku.
Konfektmolasýning
„Okkur langaði bara til að fá per-
sónulega, hversdagslega og verald-
lega muni sem fólk hefur eignast,
notið, geymt, gleymt og losað sig við
og gefa þeim nýtt hlutverk á leik-
sviðinu. Verkið fjallar um raunveru-
leikann og þessir hlutir sem fólk
hefur losað sig við eru bara ákveðin
birtingarmynd af raunveruleik-
anum,“ segir Finnur og tekur fram
að allir munir á sviðinu verði til sölu.
„Ef áhorfendur sjá eitthvað sem þá
langar í þá er hægt að kaupa gripinn
og fá hann afhentan eftir síðustu
sýningu,“ segir Finnur og tekur
fram að ágóðinn rennur til Kven-
félagssambands Íslands. „Ýmis
kvenfélög eru í samstarfi við okkur
og munu konur úr þeim félögum
halda kökubasar á öllum sýningum
þar sem ágóðinn af sölunni rennur
til góðgerðamála,“ segir Finnur og
bendir á að kökubasarinn sé bein
vísun í verk eftir Þorvald sem hann
sýndi á Listasafninu á Akureyri.
Spurður hvort sýningin verði kon-
fektmolakassi fyrir þá sem þekktu
vel til verka Þorvaldar svarar Finn-
ur því játandi.
„Já, það má hiklaust lýsa þessu
sem konfektmolasýningu. Ég
ímynda mér samt að myndlistin sé
meira dulin en ritverkin,“ segir
Finnur og bendir á að Vasaleikhúsið
sé fyrirferðarmikið í verkinu. „Sú
snilld sem flutt var í útvarpinu og
margir þekkja. Vasaleikhúsið, líkt
og mörg verka hans, eru í raun
hversdagslegur absúrdismi þar sem
hin einkennilegustu samtöl eiga sér
stað,“ segir Finnur og bendir á að
vinnan með verk Þorvaldar hafi
sjálfkrafa virkjað skynjunina.
Sköpunarferlið ævintýri
„Maður þarf ekki annað en fara í
útiklefann í Vesturbæjarlauginni til
að heyra nákvæmlega svona samtöl.
Þessi hversdagsleiki er absúrd og
stórskrýtinn, sem er mjög áhuga-
vert. Í tengslum við sýninguna stört-
uðum við það sem við köllum Hvers-
dagsleikhúsið,“ segir Finnur og
vísar þar til listgjörnings þar sem tíu
sætum úr Þjóðleikhúsinu var komið
fyrir á völdum stöðum hringinn um
landið. „Þar er hugmyndin að hvers-
dagslegt rými verður leiksvið. Fólk
að störfum og gestir og gangandi í
hversdagslegum erindagjörðum
verði leikarar og þeim sem sest í
sætið býðst að verða áhorfandi og
vonandi sjá hversdagsleikann í öðru
ljósi,“ segir Finnur og tekur fram að
sköpunarferlið allt hafi verið mikið
ævintýri. Aðspurður segir Finnur
húmor Þorvaldar skila sér vel í sýn-
ingunni. „Sá húmor liggur í text-
anum og skilar sér því eðlilega inn á
leiksviðið. Þegar reykkafari ryðst
inn í brennandi hús til að bjarga
konu og samtalið endar á umræðum
um forvarnarstarf. Þetta er svo
skemmtilega klikkað að ég get ekki
ímyndað mér annað en að þetta kitli
einhverjar hláturtaugar hjá flest-
um.“
Snilldin í verkum Þorvaldar
Ekki er hægt að sleppa Finni án
þess að spyrja hvort hann hafi leitt
hugann að því hvernig Þorvaldi hefði
litist á útkomuna hefði hann getað
mætt á frumsýninguna í kvöld. „Ég
held hann mæti á frumsýninguna.
Ég held að hann sé búinn að vera á
sveimi innan um dótið okkar síðustu
vikur. Ég ætla því að leyfa mér að
trúa því að hann verði á þessari
frumsýningu. Ég þekkti hann ágæt-
lega og ég held að hann hefði orðið
hrifinn af þessari leið sem við förum.
Við erum ekki beint að minnast hans
með dramatískum hætti heldur frek-
ar að vinna með verkin hans og
benda fólki á snilldina sem þar býr.
Það er engin helgislepja í gangi eða
óttablandin virðing borin fyrir efn-
inu. Ég leyfi mér að trúa að hann
hefði orðið stoltur af þessari sýn-
ingu,“ segir Finnur sem kynntist
Þorvaldi fljótlega eftir að hann fór
að starfa sem myndlistarmaður.
Orða þarf hið augljósa
„Ég sýndi nokkrum sinnum með
honum á samsýningum og þekkti
hann persónulega,“ segir Finnur og
bætir við: „Hann hafði alveg ótrú-
lega mikla og sterka útgeislun. Þeg-
ar ég fór að kenna myndlist og fékk
hann til að koma og tala við nemend-
urna hafði hann ótrúlegan hæfileika
til að segja hlutina á skiljanlegan
hátt. Eins og hann sagði: „Stundum
þarf bara að orða hið augljósa.“
Þannig opnuðust oft gáttir í huga
fólks yfir því sem hann sagði. Hann
var mikil fyrirmynd mjög margra,“
segir Finnur og bendir á að boð-
skapur Þorvaldar og sýningarinnar
eigi brýnt erindi nú á tímum. „En
sýningin fjallar um það að þora að
vera maður sjálfur.“
„Hversdagslegur absúrdismi“
Engillinn nefnist leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson sem Þjóðleik-
húsið frumsýnir í Kassanum í kvöld Finnur Arnar Arnarson þreytir frumraun sína sem leikstjóri
Finnur Arnar
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Fjölhæfni Þorvaldur Þorsteinsson.
Ljósmynd/Saga Sig
Vinur „Eggert var mikill vinur Þorvaldar og Þorvaldur skrifaði mörg sín hlutverk beint upp í Eggert,“ segir Finnur
Arnar Arnarson um listamanninn Þorvald Þorsteinsson og Eggert Þorleifsson leikara sem leikur í Englinum.
eignasala@eignasala.is
Óskum
landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsældar á
komandi ári