Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Kvikmyndin Cats, eða Kettir, sem byggist á samnefndum söngleik, fær heldur neikvæða dóma hjá flestum þeim gagnrýn- endum sem hafa ritað dóma um hana. Nokkrir gagnrýnenda sjá ekk- ert jákvætt við myndina. Gagnrýn- andi The Telegraph segir engan sleppa óskaddaðan frá myndinni og sá sem skrifar fyrir Chicago Tribune veltir fyrir sér hvort hún sé versta mynd ársins eða bara nýjasta feil- skotið. Rýnir Playlist segir tölvu- grafíkina gera út af við myndina og gagnrýnandi New York Post óskar þess að kvikmyndin verði þurrkuð út úr minni hans. Kvikmyndin hlýtur meðaltals- einkunnina 31 af 100 mögulegum á Metacritic og aðeins ein gagnrýni af 35 er talin jákvæð, gagnrýni USA Today sem segir Kettina vissulega ekki allra en þeir sem horfi á hana með opnum huga muni eflaust njóta hennar. Af rýnum sem fara með- alveginn má nefna þá sem skrifa fyr- ir Indiewire, The Washington Post og Entertainment en þeir eru álíka margir og hinir neikvæðu. Ekki vantar stjörnur í myndina því meðal leikara eru Taylor Swift, Ian McKel- len, Idris Elba, Jennifer Hudson og Judi Dench. Leikstjóri er svo óskars- verðlaunahafinn Tom Hooper sem á m.a. að baki The King’s Speech. Köttum lógað Læðan Taylor Swift. Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyr- ir blús- og jólaviðburðinum Jólablús á VOX Club annað kvöld, 22. des- ember, kl. 21.Guðmundur Péturs- son gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Jón Ólafsson bassa- leikari og Þorleifur Gaukur munn- hörpuleikari koma fram ásamt fleirum. Segir í tilkynningu að jóla- blúsinn hafi notið mikilla vinsælda árum saman enda sé hann gott tækifæri til að hvíla sig á verald- legu amstri aðventunnar. Jólablús hvíld frá veraldlegu amstri hef ég svarað þessu án þess að svara. Það hefði Stefán Bjarnason líka gert svona.“ Kvenfólk ræður ríkjum – Stefán er um margt gallaður maður, sérstaklega á hann erfitt með sig þegar konur eru annars vegar. Í Dýrbítum á hann sér- staklega erfitt með sig – hann ber sterkar tilfinningar til sambýlis- konu sinnar, en á samt erfitt með standast freistingarnar. „Kvenfólk ræður ríkjum í lífi Stefáns, það er rétt. Þegar fallegar konur eiga í hlut hrasar hann niður í fyrstu vök en er samt í hjarta sínu trúr sambýliskonu sinni og kærir sig ekki um þennan breyskleika. Þetta er dálítið eins og með freist- ingarnar og brennivínið, en í stað- inn er Stefán ekki drykkfelldur. Að minnsta kosti ekki enn þá.“ – Þú þarft að feta einstigið milli þess að halda Stefáni sem líkustum sjálfum sér, en líka láta hann taka út einhvern þroska, er það glíma? „Hann þroskast lítið. Gildi hans eru gamaldags. Hann heldur sig mjög við þau. Þroskinn má því vera hægur enda eldist hann hægt, er áfram hávaxinn, teinréttur, ljós- hærður, myndarlegur, klæðir sig eins og er íhaldssamur á flest. Það kemur til dæmis fram að hann er ekki parketmaður. Ég á ekki von á að hann þroskist yfir í það, ef það kallast þá þroski.“ Stefán ræður ferðinni – Þetta er önnur bókin um Stef- án og í ljósi þess hve vel bókin hef- ur selst þykir mér líklegt að þriðja bókin sé í vændum, er það rétt? „Ég hef fengið dýra hvatningu lesenda um að láta ekki við þetta sitja og geri ráð fyrir að halda áfram samferð með Stefáni Bjarna- syni. Minni þó enn á að hann ræður sjálfur ferðinni og lætur sér detta ýmislegt í hug. Eina nóttina var hann til dæmis staðráðinn í að taka meiraprófið. Ekki veit ég hvað hann ætlaði sér með það. Hann um það.“ – Nú ert þú önnum kafinn maður í þinni heimasveit og tekur sitthvað að þér annað. Er snúið að finna tíma til að skrifa? „Sveitamennska og ritstörf fara vel saman. Ég skrifa fyrri part dags en svo tekur við líkamleg vinna. Það er góð hressing þegar skáldlegum þrautum linnir. Þá er gott að dytta að girðingum, keyra möl í veg á sturtuvagni að ekki sé talað um heyskap. Það er unun ein að keyra á dráttarvél hring eftir hring á sama túninu, slá, snúa og raka. Ráða öllu sjálfur, hafa engar áhyggjur, malla áfram með síbylju í útvarp- inu og meitlaðar hugsanir í höfð- inu. Hafa engar áhyggjur nema náttúrlega af béaðri ótætis rign- ingunni. Skyldi rigna í flatt?“ Morgunblaðið/Ófeigur Hressing „Ég skrifa fyrri part dags en svo tekur við líkamleg vinna. Það er góð hressing þegar skáldlegum þrautum linnir,“ segir Óskar Magnússon. Sveitamennska og ritstörf fara vel saman  Lögmaðurinn Stefán Bjarnason snýr aftur í Dýrbítum  Höfundur segir Stefán ráða ferðinni VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í bók Óskars Magnússonar, Verj- andinn, var aðalsögupersónan hæstaréttarlögmaðurinn Stefán Bjarnason, sem glímdi við snúið sakamál með rætur vestur um haf. Stefán snýr aftur í Dýrbítum, sjálf- stæðu framhaldi, sem hefst með því að mannslík og tvö hundshræ finnast á víðavangi í Fljótshlíð. – Snúum okkur að Stefáni Bjarnasyni, þú hefur ekki getað sagt skilið við hann? „Stefán er leynifyrirbrigði i ís- lenskum bókmenntum sem gagn- rýnendur og sagnfræðingar munu átta sig á þegar þeir síðar meir skrifa lærðar bækur um sögur mín- ar. Dýrbítar eru nefnilega ekki önnur bókin þar sem hann kemur við sögu heldur sú þriðja. Og nú læt ég öðrum eftir að finna út úr því. En Stefán hefur langt því frá sungið sitt síðasta. Hann er rétt að leggja af stað en þó kemur fram í bókarlok að hann veltir því fyrir sér að verða rithöfundur síðar meir. Eins og glöggt birtist í kvennamálum hans þá er hann reikull maður á því svelli. Kannski á það við víðar en framsóknarmað- ur er hann þó ekki.“ Sækir í eigin reynslusjóð – Í Verjandanum nýtir þú sem efnivið að hluta mál sem þú þekkir vel til, enda komst þú að því á sín- um tíma. Er eins farið með Dýr- bíta, þ.e. ertu að sækja í eigin reynslusjóð? „Ég sæki í eigin reynslusjóð að því leyti að ég starfaði við lög- mennsku sjálfur á árum áður og finnst sá heimur á margan hátt áhugaverður. Það finnst lesendum greinilega líka en bækur af þessu tagi eru ekki algengar hér. Lög- maðurinn er í aðalhlutverki en ekki lögreglan eða blaðamenn, og mál leysast að verulegu leyti fyrir snjalla framgöngu í réttarsal og lögfræðilega útsjónarsemi. En söguþráðurinn á sér ekki beina hliðstæðu nema að hluta. Þar með Vinkonurnar Skoppa og Skrítla frum- sýna nýja þáttaröð á Stöð 2 og verð- ur fyrsti þáttur sýndur á morgun, 22. des- ember. Vinkon- urnar munu að þessu sinni ferðast á póstkorti um ævintýraeyjuna Ís- land með það fyrir augum að fræð- ast, skoða og upplifa allt það skemmtilega sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferðaglaðar fjöl- skyldur eins og segir í tilkynningu. Í fyrsta þætti upplifa þær aðvent- una. Nýir þættir með Skoppu og Skrítlu Skoppa og Skrítla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.