Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 56
Gleðilega hátíð
Ragnheiður Gröndal, Kristjana
Stefánsdóttir og Svavar Knútur
halda árlega jólatónleika sína undir
yfirskriftinni Eitthvað fallegt í kvöld
kl. 21 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Tón-
leikarnir heita eftir samnefndri
hljómplötu þeirra sem kom út árið
2014. Munu þau flytja bæði sígild
íslensk jólalög og frumsamin eftir
þau sjálf og er áhersla lögð á lát-
leysi, einfaldleika og einlægni í
flutningi. Hluti ágóða af miðasölu
rennur til góðgerðarmála.
Eitthvað fallegt
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Guðrún Ósk Ámundadóttir hefur
náð góðum árangri með kvennalið
Skallagríms í körfubolta í vetur en
hún var ráðin þjálfari liðsins fyrir
tímabilið. Hún er önnur tveggja
kvenna sem þjálfa í deildinni í vet-
ur og segir þá þróun góða. Þetta
er stór áskorun, en á sama tíma
frábært tækifæri,“ segir Guðrún
Ósk. »44
Stór áskorun og
frábært tækifæri
Pólska sendiráðið á Íslandi stend-
ur fyrir tónleikum í Hallgríms-
kirkju í dag kl. 17. Á þeim kemur
fram fjölmennur, pólskur listhópur
sem nefnist Mazowsze og hefur
hann á að skipa kór,
hljómsveit og döns-
urum. Er hópurinn
einn sá fjölmennasti
sinnar tegundar í
heiminum. Flutt
verða pólsk lög og
einnig íslensk og
pólskir þjóð-
dansar
verða
stignir.
Stjórnandi
hópsins er
Jacek Bo-
niecki.
Mazowse kemur
fram í Hallgrímskirkju
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undirbúningur fyrir jólin stendur
nú víða sem hæst og í Stonewall,
tæplega 5.000 manna bæ rétt norður
af Winnipeg í Kanada, er íslensk
fjölskylda með hefðirnar að heiman
á hreinu. „Ég bakaði að vísu bara
átta tegundir af smákökum að þessu
sinni og það er aðeins minna en ég
var vön að baka á Íslandi,“ segir Ís-
firðingurinn Sigríður Elín Guðjóns-
dóttir.
Hjónin Sigríður, sem starfar sem
þjónn, og Súgfirðingurinn Helgi
Unnar Valgeirsson byggingatækni-
fræðingur fluttu til Kanada 2011.
Börn þeirra eru Benóní Hjörtur
Helgason, 22 ára, Embla Dís Helga-
dóttir, 15 ára, og Hekla Sigrún
Helgadóttir, átta ára og fædd
vestra. „Ætli ástæðan fyrir flutn-
ingnum hafi ekki aðallega verið
ævintýraþrá,“ segir Sigríður. „Okk-
ur langaði að reyna nýja hluti og
læra betur enskuna. Við ætluðum
upphaflega að vera í fimm ár en hér
erum við ennþá.“
Lagkakan í uppáhaldi
Hefðbundinn jólaundirbúningur
hefst venjulega hjá þeim í byrjun að-
ventu. „Þá fer ég að huga að bakstr-
inum,“ segir Sigríður. „Sigrún Þórey
Ágústsdóttir, mamma mín, er fyrir-
myndin enda nota ég flestar upp-
skriftir frá henni og uppáhalds-
tegundin mín er brúna lagkakan.
Einnig hef ég alltaf verið að prófa
mig áfram með nýjar uppskriftir
eins og marengstoppana.“
Sigríður segir að jólabaksturinn
sé sérstakur og miklu skemmtilegri
en bakstur á öðrum tíma. „Mun-
urinn felst í því að á þessum tíma er
jólatónlistin á fullu og svo fæ ég að-
stoð frá að minnsta kosti yngsta
barninu. Auk þess eru jólakökurnar
auðvitað bara bakaðar einu sinni á
ári þannig að ákveðin eftirvænting
ríkir og það er extra sérstakt að
borða þær.“
Sigríði finnst jólin í Kanada ekki
mjög frábrugðin jólahaldi á Íslandi.
Kanadamenn geri að vísu ekki mikið
úr aðfangadegi heldur leggi allt upp
úr jóladegi. „Svo er bara einn jóla-
sveinn, sem heimsækir krakkana, en
hjá okkur koma íslensku jólasvein-
arnir til okkar krakka á hverju
kvöldi frá aðfaranótt 12. desember
til 24. desember eins og á Íslandi.“
Borðhald hjá íslensku fjölskyld-
unni í Stonewall hefst klukkan sex á
aðfangadag. „Við höldum okkur al-
gjörlega við íslenskar jólahefðir,
byrjum bara jólin okkar sex tímum á
eftir ykkur,“ segir Sigríður. „Við
höfum oftast haft léttreykt svínakjöt
á aðfangadag en það er engan veg-
inn nógu mikið reykt miðað við það
sem við erum vön heima og núna
verðum við með fylltan kalkún með
öllu tilheyrandi. Síðan höfum við yf-
irleitt fengið sent hangikjöt frá Ís-
landi, en það er alltaf hætta á því að
það verði tekið í tollinum og því
hent. Hangikjötið fer eitthvað illa í
tollinn!“
Fjölskyldan að vestan bjó fyrst á
Gimli en flutti síðan til Stonewall,
sem er nær Winnipeg, höfuðborg
Manitoba. „Okkur finnst mjög gott
að búa hérna og stelpurnar eru í
göngufæri við skólann,“ segir Sigríð-
ur. „Átta íslenskar fjölskyldur fluttu
til Manitoba á svipuðum tíma. Við
kynntumst öll mjög vel en síðustu
árin hafa sumir flutt aftur til Íslands
og aðrir fært sig um set í Kanada.
En við erum alltaf af og til í sam-
bandi við þau sem eftir eru.“
Halda í jólahefðirnar
Bakstur Sigríður við hrærivélina.
Vestfirsk fjölskylda heldur íslensk jól í Stonewall í Kanada
Sigríður E. Guðjónsdóttir notar kökuuppskriftir frá móður sinni
Fjölskyldan Sigríður og Helgi standa fyrir aftan. Börn þeirra Benóní Hjört-
ur, Hekla Sigrún og Embla Dís sitja fyrir framan.