Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sofðu betur í
hreinum rúmfötum
STOFNAÐ 1953
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hin mikla von og kærleikur sem
felst í fæðingu frelsarans gera þann
atburð að tíðindum allra tíma. Boð-
skapur jólanna er fyrir alla. Enginn
er undanskilinn, fagnaðarerindið
stendur öllu mannkyni til boða,“
segir Jarþrúður Árnadóttir, prestur
á Þórshöfn á Langanesi.
Á annan tug guðfræðinga hefur á
þessu ári tekið vígslu og er farinn til
starfa úti á akrinum. Jarþrúður er
þeirra á meðal en hún kom til þjón-
ustu á Þórshöfn í september síðast-
liðnum. Hún segist lukkuleg með að
hafa fengið tækifæri til starfa á
Þórshöfn þar sem hún ólst upp til
átta ára aldurs en flutti þá til Akur-
eyrar.
Fæðing barns er mikið undur
„Foreldrar mínir, þau Árni Þór-
hallsson og Esther Þorbergsdóttir,
eru bæði af svæðinu. Hér á ég því
fjölda ættingja og æskuvini sem ég
er að kynnast aftur núna. Hér hefur
mér verið mjög vel tekið og fyrstu
mánuðirnir í prestsstarfinu hafa ver-
ið gefandi og góðir,“ segir Jarþrúður
sem sinnir Þórshafnar-, Sauðanes-
og Svalbarðssókn sem á fjórða
hundrað manns tilheyra. Sjálf hefur
hún svo að undanförnu verið að
koma sér fyrir á nýjum stað, en hún
er ein og barnlaus en á köttinn Frú
Agnesi, læðu sem er nefnd eftir
biskupi Íslands.
„Já, að vissu leyti trúi ég því að
fæðingu Jesús hafi borið að eins og
guðspjöllin lýsa því,“ segir Jar-
þrúður. „Við teljum frá fæðingu
Jesú, „á því herrans ári“ eins og sagt
var fyrr. Þetta hugtak er tilbúinn
tímapunktur sem menn ákváðu í
byrjun 6. aldar, eða 500 árum eftir
fæðingu Krists. Það er hlutverk okk-
ar presta að endursegja og miðla
sögunni um fæðingu frelsarans og
segja hana þannig að hún hreyfi við
fólki. Fæðing barns er alltaf mikið
undur. Mestu máli skiptir að fólk
þarf að skynja að þessi atburður
snertir líf okkar í núinu.“
Vé í veröldinni
Boðskapur kirkjunnar og helgi-
sögur Biblíunnar segir Jarþrúður að
rími við margt í samfélagi líðandi
stundar. Kristnin eigi alltaf erindi
við fólk í daglegum aðstæðum þess,
en hún eigi þó að vera vé í varg-
öldinni. „Kærleikur, von og trú eru
erindi kirkjunnar, sem á að vera
staður þar sem fólk finnur frið,“ seg-
ir Jarþrúður.
„Kirkjan hefur látið málefni
flóttamanna sig varða og haldið hef-
ur verið uppi sérstöku starfi fyrir
flóttamenn á höfuðborgarsvæðinu
sem er til fyrirmyndar. Ég tel hins-
vegar að kirkjan ætti ekki að skipta
sér af pólitík eða viðskiptalífi, ef hún
gerði það væri hinn margumræddi
friður úti. Margir vilja líka að kirkj-
an sé staður þar sem við finnum fyr-
ir hinum æðri mætti, sem hlýtur þó
að vera mjög mismunandi milli fólks.
Hver og einn hlýtur að svara því fyr-
ir sig sjálfan hvort og þá hvernig
trú- og trúarlífi hann lifir. Eins er
með hátíðleikann. Ekki er hægt að
staðhæfa allir hafi þörf fyrir það
sama.“
Guðfræðin kom ein til greina
Átta ára gömul ákvað Jarþrúður
að verða prestur og segir það í raun
hafa komið af sjálfu sér. „Sem stelpa
fór ég í sumarbúðirnar að Ástjörn í
Kelduhverfi og fannst gaman. Þar
mótaðist líka mín trúarlega afstaða
svo aldrei kom annað til greina en
lesa guðfræði,“ segir Jarþrúður sem
hóf nám við Háskóla Íslands 2010 og
lauk því á síðasta ári. Á námstím-
anum var hún einn vetur í skipti-
námi í Osló. Náði þar norskunni og
eftir að námi lauk fór hún til Norður-
Noregs og þjónaði í um misseri á
Lófóten-svæðinu.
„Í Noregi sinnti ég öllum prests-
verkum sem þurfti, nema að aðeins
vígðir prestar máttu gefa saman
brúðhjón. Hér á Þórshöfn verð ég
hins vegar að sinna öllu sem er bara
gaman,“ segir Jarþrúður sem jafn-
hliða helgihaldi og almennum
prestsverkum heimsækir leikskól-
ann reglulega, er með ferming-
arfræðslu, foreldramorgna og heim-
sækir Naust, dvalarheimili aldraðra,
reglulega. Sunnudagaskóli og æsku-
lýðsstarf hefst svo fljótlega eftir ný-
árið.
Fagnaðarerindið er fyrir alla
Fæðing frelsarans er tíðindi allra tíma Kristnin á erindi við fólk í daglegum aðstæðum Séra
Jarþrúður Árnadóttir er nýr prestur á Þórshöfn á Langanesi Góðir og gefandi tímar á nýjum stað
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Prestur „Kærleikur, von og trú eru erindi kirkjunnar,“ segir Jarþrúður
Árnadóttir prestur. Hér heldur hún á kettinum sínum, Frú Agnesi.
„Já, ég er fyrir nokkru búin að
skrifa predikanirnar fyrir hátíð-
arnar en hér verður messað
bæði á aðfangadagskvöld og
jóladag,“ segir sr. Jarþrúður
Árnadóttir „Á dögunum hitt-
umst við prestar hér á Norður-
landi eystra á predikunarfundi,
þar sem við ræddum guð-
spjöllin, boðskapinn og miðl-
uðum milli okkar hugmyndum
að stólræðum. Það var virki-
lega gefandi – rétt eins og
mér finnst áhugavert að eiga
samfélag við sóknarbörnin og
þjóna þeim í blíðu og stríðu.
Það er kjarninn í starfi
presta.“
Hugmyndir
og samfélag
PREDIKANIRNAR TILBÚNAR