Morgunblaðið - 24.12.2019, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Óveðrið sem lagðist svoþungt á hluta landsinsokkar rétt fyrir miðj-
an desember minnti okkur í
senn á íslenskan veruleika
eins og hann var í meira en
þúsund ár, en ekki síður á
hitt hversu langt hefur mið-
að í hvers kyns framförum.
Það er sama á hvað er horft.
Samgöngur hafa gjörbreyst.
Maður og hestur í þúsund ár
lokaðir af torfærum og óbrú-
uðum ám og fljótum. Nú bif-
reiðar, sem verða sífellt öfl-
ugri og sérhæfðari, og
flugvélar og þá ekki síst
þyrlur sem gera kraftaverk
flesta daga ársins. Sjúkrahús
með sérhæfðu fólki sem
stenst samanburð við það
besta eru því núna á næstu
grösum. Rafmagn, sem kem-
ur alls staðar við sögu og
heitt vatn úr „iðrum jarðar“
og endalaust má áfram telja.
Veðrið á dögunum var
vissulega alvarleg aðvörun
um að veikleikarnir eru enn
þá fleiri en flest okkar höfðu
gengið út frá. Það voru von-
brigði en á móti kom aflið og
viljinn til að bregðast við
óvæntum og illviðráðanlegum
aðstæðum.
Eftir stendur að þrátt fyr-
ir að áfallið hafi verið veru-
legt þá hefur hin þúsund ára
einangrun sem varð al-
gjörlega að lúta dyntum
stórviðra verið rofin. Slík
veður munu áfram koma,
tjón verða áfram veruleg og
sum óviðráðanleg og óbæt-
anleg. En viðbrögðin verða
sífellt öflugri og varnarsigr-
arnir stærri. Húsakosturinn
sem kominn er til á örfáum
áratugum, innbyrðis tenging
landsins og tæknivæðing
þess stendur áföllin af sér að
langmestu leyti, þótt það sé
ekki myndin sem blasir við í
ofsanum miðjum.
Öflugt varðskip sem siglir
inn á fjörð og tryggir lág-
marks rafmagn á þétt-
býlisstað er táknrænt við-
bragð. Vissulega víkur það
úr hefðbundnum verkefnum
en það val er rétt. Dugnaður
og úthald þess fólks sem af
djörfung reyndi að bjarga
því sem það mátti, hvort sem
það var bústólpi, hús eða
búnaður vakti aðdáun.
Björgunarsveitir og mann-
skapur sem sinnir öryggis-
störfum sýndi að þótt veður
færð og myrkur hamli mjög
og tefji mun lágmarks aðstoð
berast fyrr en síðar. Í slíkum
ofsa og andbyr er biðin löng
og óþolandi en miklu skiptir
þó vitneskjan um að hjálpin
muni koma.
Og tjónið af sambærilegum
ofsa mun, ef rétt verður
haldið á, og réttur lærdómur
dreginn, verða mun minni
næst þegar honum verður
mætt. Áfram verður að gera
ráð fyrir aftakaveðri eins og
þetta var og þess verður
helst von þegar dagur er
stystur og myrkrið yfirþyrm-
andi. Myrkur, kuldi, fárviðri
og tjón fylgjast gjarnan að.
Á Íslandi eru skilin á milli
ljóss og myrkurs gleggri en
hjá þeim sem búa við aðra
náttúrulega afstöðu. Í hálfa
elleftu öld frá upphafi
byggðar mætti myrkrið
stundvíst og andófið gegn
því breyttist furðu lítið.
Jólunum er lýst sem komu
ljóss í myrkvaðan heim. Þá
líkingu eigum við Íslend-
ingar auðvelt með að skilja
enda hún runnin okkur flest-
um í merg og blóð, sem hluti
af háskalegum veruleika.
Með komu jólanna í svart-
asta skammdeginu þykir
okkur mörgum eins og
myrkrið slaki á undirtökum
sínum um hríð. Ljós þeirra
lýsir upp hjörtu, geð og huga
og vonandi er það hverju
orði sannara að þá daga sé
einnig glatt í döprum hjört-
um.
Í hundruð ára geymdu Ís-
lendingar eldinn, ljósið.
Hann var falinn á kvöldin,
oft í svonefndri feluholu og
að morgni var hann glæddur
á ný. Það var vandaverk og
mikið í húfi og hin mikla
ábyrgð hvíldi oftast á hús-
móðurinni. Þótt ekki hafi
margir aðrir ráðið við að
synda eftir eldi um óraveg
eins og Grettir sterki gerði
var það mikið áfall hverjum
bæ ef ekki tókst að geyma
eldinn.
Fæðing Krists, inntak
jólanna, hið eilífa lifandi ljós,
var svo grípandi táknmynd í
hinu íslenska myrkri að vart
þurfti aðra.
Sr.Valdimar Briem, sveita-
klerkur á Stóra-Núpi og síð-
ar vígslubiskup, hugsar á há-
vetrar tíð til miskunnar Guðs
sem …
„birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem
skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.“
Hið eilífa ljós, sem kvikn-
aði með fæðingu barns í
Betlehem, bægði burt sorta,
er vonandi enn þá mörgum
sá vonargeisli og það hald-
reipi eins og heitið var að
það yrði þeim sem tækju á
móti því.
Gleðileg jól.
Gleðileg jól
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Gjarnan er sagt á hátíðisstundum að
jólin séu hátíð barnanna. Það er ekki
ofmælt því jólaböllin, jólasveinarnir,
pakkarnir og annað sem fylgir hátíð-
inni hjálpast að við að skapa gleði og
eftirvæntingu meðal yngstu kynslóð-
arinnar. Vissulega hafa ekki allir
tækifæri til að njóta gleðinnar en hjá
flestum færa jólin okkur birtu og yl í
hjarta.
Ljósmyndarar og fréttaritarar
Morgunblaðsins hafa verið á ferðinni
á aðventunni, um borg og bý, og fang-
að stemninguna á filmu. Jólaböll í
leik- og grunnskólum landsins eru
fastur liður í aðdraganda jóla, þar sem
sungið er og dansað í kringum jólatré
og gjarnan mæta jólasveinar með eitt-
hvað gott í poka.
Á jólamörkuðum er skemmtilegt og
afslappað andrúmsloft, eins og í Jóla-
þorpinu í Hafnarfirði og hjá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur í Heið-
mörk. Gömlu sveinarnir kæta alltaf
börnin sem heimsækja Þjóðminja-
safnið í desember og eru þá örfá dæmi
tekin þar sem jólagleðin er við völd
meðal barna og fullorðinna.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Þórhalla Lilja Jónsdóttir spjallar hér við Stúf er hann heimsótti leik-
skólann Barnaból á litlu jólunum. Stúfur og félagar gáfu börnunum bók og
mandarínu. Taldi Stúfur líklegt að hann kæmi í skólann til að læra að lesa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spilað Hurðaskellir og kertasníkir heimsóttu þær Hugrúnu Eddu, Kolfinnu og Írisi Thelmu og tóku nokkur létt lög.
j
Jólin færa
okkur yl
og birtu
í hjarta