Morgunblaðið - 24.12.2019, Síða 21
Hún átti velviljaðan frænda á
Siglufirði. Þannig kom þessi litli bær
við nyrsta haf inn í líf þeirra. Strax að
lokinni hjónavígslunni lögðu þau af
stað þangað norður. Þetta var
óvenjulegur brúðkaupsdagur. Hún
var viss um að frændinn tæki þeim
vel og gæti jafnvel útvegað þeim ein-
hverja vinnu.
Þau skildu hestana eftir á Akureyri
og létu senda skeyti heim með skila-
boðum um hvar þá væri að finna áður
en þau lögðu af stað til Siglufjarðar.
Þau fengu far þangað með vingjarn-
legum manni sem sinnti póstflutn-
ingum á hestum um Norðurland.
Ferðin sóttist afar seint en að lokum
komust þau yfir torfært fjallskarðið
og tignarlegur fjörðurinn blasti við
þeim.
Hún vildi fara ein á fund frænda
síns og gera honum grein fyrir stöðu
mála.
Hann gekk um byggðarlagið á
meðan, skoðaði sig um og settist svo
loks í flæðarmálið og horfði út á sjó-
inn. Honum leið vel þarna, fann það
strax á sér að þarna myndu þau setj-
ast að.
Hann andaði að sér sjávarlyktinni
og starði út á lygnan hafflötinn, eins
og fagurlega ofið teppi. Hafið svo
friðsælt og lokkandi, en bjó þó yfir
ógnarkrafti. Fuglarnir flugu yfir
höfði hans. Hann lokaði augunum og
reyndi að leggja þetta allt saman á
minnið, útsýnið, lyktina, hljóðin.
Andartak sem kæmi ekki aftur.
Hann hugsaði um stúlkuna sína.
Konuna sína. Hvað það var nú sér-
kennileg tilfinning að vera skyndilega
kvæntur maður. Sá hana fyrir sér,
fallegt brosið. Hlustaði á hafið,
sjávarniðurinn eins og hjartsláttur
hennar. Og svo stóð hún skyndilega
við hlið hans og brosti. Hann vissi
strax hvað þetta bros þýddi.
Frændi hennar, smiður að mennt,
útvegaði þeim gistingu, vinnu, ódýra
lóð til að byggja á og hjálpaði svo til
við húsbygginguna. Húsið var ekki
stórt en þeim þótti vænt um það,
byggt af litlum efnum en stórum hug.
Það hvarflaði aldrei að þeim að flytja
þaðan.
Þessar minningar sóttu nú á hann í
kuldanum og myrkrinu.
Bærinn hafði auðvitað tekið
stakkaskiptum síðan þau fluttu þang-
að. Síldin hafði fært gull í greipar
bæjarbúa og nú þurfti ekki lengur að
notast við fjallskarðið; tekin höfðu
verið í notkun jarðgöng inn í bæinn.
Hann hafði þó ekki nýtt sér þau og
átti aldrei eftir að gera það úr því sem
komið var.
Hann hafði aldrei sótt sjóinn af
neinni alvöru, hafði gert heiðarlega
tilraun til þess en var ekki þannig
gerður að hann gæti þolað öldugang-
inn. Samt gat hann ekki hugsað um
neitt annað núna en sjóinn – hann sá
fyrir sér þennan fallega sumardag
þegar hann hafði setið og beðið eftir
eiginkonunni, nýkvæntur. Fann
sterka lyktina af hafinu. Heyrði
andardrátt þess. Þóttist meira að
segja heyra í fuglunum.
Hann upplifði nú þetta andartak
eins og það hefði aldrei liðið hjá.
Hann hafði séð snjóflóðið koma
þegar hann var að fara að byrja á
jólamatnum. Hann hafði setið við
stofuborðið og ætlað að fá sér fyrsta
bitann af hangikjötinu, horft út um
gluggann, í áttina að fjallshlíðinni.
Hann hafði ekkert getað gert, setið
stjarfur við borðið og beðið þess sem
verða vildi.
Flóðið kom eins og alltumlykjandi
hönd og sópaði honum og húsinu með
sér.
Hann var í rauninni undrandi á því
að hann skyldi enn vera með fullri
meðvitund.
Gerði sér engar vonir um björgun.
Enginn var úti í svona stórhríð og
hvað þá í nágrenni við afskekkta kof-
ann á ódýru lóðinni. Veðrið gengi
vonandi yfir í nótt og einhver myndi
finna hann á jóladag. Hann fengi svo
að hvíla við hliðina á konunni sinni.
Hann var sáttur. Lífið hafði verið
honum gott.
Hann hafði fundið ástina og náð að
halda í hana – og nú, á sinni hinstu
stundu, var hann enn jafnástfanginn
og daginn sem þau hittust fyrst. Gat
hann í rauninni farið fram á meira?
Ragnar Jónasson
rithöfundur.
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S
Suðurlandsbraut 52
Sími 533 6050
www.hofdi.is
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
og farsældar
á nýju ári
Starfsfólk
Höfða
fasteignasölu
Gjörningaveður
gekk yfir landið í síð-
ustu viku og er
kraftaverki líkast að
ekki skyldu tapast
fleiri mannslíf en það
sem raungerðist í
Eyjafirði.
Það er merkilegt að
upplifa að nú keppast
alþingismenn og ráð-
herrar við að ræða
styrkingu innviða á
landsbyggðinni og telja að alltof
langt hafi verið gengið hvað varðar
niðurskurð hjá hinu opinbera á
flestum sviðum. Þetta hljómar
næstum eins og engin landshluta-
samtök eða sveitarstjórnir hafi
nokkurn tímann bent á einmitt
þessar staðreyndir.
Í þessu samhengi er áhugavert
að skoða hvernig góðum nágrönn-
um okkar Skagstrendinga hér á
Skaga gekk í óveðrinu um daginn.
Skagabyggð, sem er sveitarfélag á
vestanverðum Skaga, styrkti sína
innviði á eigin kostnað fyrir nokkr-
um árum. Sveitarfélagið, sem er
eitt það fámennasta á landinu,
greiddi RARIK ríflega 30 milljónir
í svokallað flýtigjald til þess að
hægt væri að leggja þriggja fasa
rafmagn í jörð strax en ekki bíða í
áratug eða lengur. Sú framkvæmd
tryggði íbúunum birtu og yl í
óveðrinu og hefur að öllum lík-
indum sparað RARIK og samfélag-
inu öllu mikla fjármuni sem sveitar-
félagið greiddi í raun sjálft í formi
fyrrgreinds flýtigjalds. Illu heilli
var málum öðru vísi háttað á aust-
anverðum Skaga þar sem íbúar á
sumum bæjum voru án rafmagns
og hita í heila viku.
Gjörningaveðrin, sem beinast að
landsbyggðunum, eru þó víðar en
flesta grunar. Fyrir Alþingi liggur
tillaga sem lýtur að framtíð-
arskipan sveitarfélaga á Íslandi.
Meirihluti umhverfis- og sam-
göngunefndar Alþingis afgreiddi til-
lögu ráðherra úr nefndinni að
mestu óbreytta. Tillögu, sem felur í
sér lögþvingunarákvæði, þar sem
minni sveitarfélögum er gert að
sameinast þeim stærri án íbúakosn-
inga. Ef tillagan nær fram að ganga
verður því réttur íbúa til þess að
taka afstöðu til hugsanlegra sam-
eininga ekki til staðar nema sam-
einingar eigi sér stað fyrir árið
2022 og 2026.
Samband íslenskra sveitarfélaga
hélt sérstakt aukalandsþing til þess
að fjalla um tillöguna. Þar voru það
að langmestu leyti þau sveitarfélög,
sem tillagan mun ekki hafa áhrif á,
sem veittu henni stuðning. Eft-
irtaldir fyrirvarar voru þó sam-
þykktir í tengslum við fjárhags-
legan stuðning jöfnunarsjóðs:
„Í tillögunni er gert ráð fyrir
verulegum fjárhagslegum stuðningi
jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sam-
einingar sveitarfélaga og því mik-
ilvægt að ríkissjóður veiti sérstök
fjárframlög til sjóðsins til að fjár-
magna þann stuðning.“
Þegar síðan kemur í ljós hvernig
umhverfis- og sam-
göngunefnd hyggst
breyta lögum jöfn-
unarsjóðs þarf Sam-
band íslenskra sveitar-
félaga að senda frá sér
eftirfarandi umsögn:
„Heildaráhrif frum-
varpsins verði þau að
árleg framlög úr jöfn-
unarsjóði, önnur en
sameiningarframlög,
kunni að lækka um 973
m.kr. næstu sex árin
og síðan um 700 m.kr.
næstu níu ár þar á eft-
ir, eða samtals um nærri 12 millj-
arða kr. á næstu 15 árum. Að meg-
inhluta kemur þessi lækkun
annarra framlaga til vegna stórauk-
inna sameiningarframlaga.“
Það lítur sem sagt út fyrir að það
séu ekki að koma nein ný framlög
inn í Jöfnunarsjóð til þess að
standa undir kostnaði við vænt-
anlegar sameiningar. Fjármagnið
verður tekið af öðrum framlögum
sjóðsins sem annars hefðu verið
nýtt t.d. til reksturs grunnskóla,
málefna fatlaðs fólks eða til tekju-
jöfnunar.
Í mínum huga er hægt að færa
rök fyrir því að hér hafi hlutir verið
unnir í öfugri röð. Hefði ekki verið
nær að halda aukalandsþing Sam-
bandsins þegar lægi fyrir að búið
væri að tryggja „nýja fjármuni“ til
þess að fjármagna væntanlegar
sameiningar, sem öllum er ljóst að
munu kosta mikla peninga? Stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
vildi hins vegar tryggja að tillaga
samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra fengi umfjöllun á yf-
irstandandi löggjafarþingi og því
var málið keyrt áfram með þessum
hætti. Meginhlutverk Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga er að vera
sameiginlegur málsvari sveitarfé-
laganna í landinu og vinna að sam-
eiginlegum hagsmunamálum þeirra.
Ég get ekki betur séð en að gangi
hlutir eftir með þeim hætti sem ég
hef gert að umtalsefni sé í raun
verið að veikja innviði sveitarfélag-
anna í landinu og stjórn sambands-
ins sé beinlínis meðsek í þeirri veg-
ferð.
Með þessum skrifum er ég ekki
endilega að halda fram að það
kunni ekki að vera skynsamlegt að
stuðla að sameiningum sveitarfé-
laga á Íslandi með það að markmiði
að gera þau öflugri og því burðugri
til þess að takast á við áskoranir
framtíðar. Í grunninn held ég að
andstaða smærri sveitarfélaga snúi
að trausti eða skorti á trausti, ein-
mitt í ljósi þess hvernig hið op-
inbera hefur með beinum og óbein-
um hætti veikt innviði og dregið úr
slagkrafti byggða landsins.
Í óveðrinu um daginn voru það
íbúarnir sjálfir, björgunarsveitir og
aðrir viðbragðsaðilar sem ekki
brugðust, í flestum tilfellum fólk
sem þekkir aðstæður á hverjum
stað fyrir sig og veit hvað íbúum er
fyrir bestu. Alþingi Íslendinga á að
treysta þessu fólki fyrir sinni fram-
tíð og fella úr gildi ákvæði sem
heimila lögþvingaðar sameiningar
sveitarfélaga.
Eftir Halldór
Gunnar Ólafsson
Halldór Gunnar
Ólafsson
» Í grunninn held ég
að andstaða smærri
sveitarfélaga snúi að
trausti eða skorti á
trausti, einmitt í ljósi
þess hvernig hið op-
inbera hefur með bein-
um og óbeinum hætti
veikt innviði og dregið
úr slagkrafti byggða
landsins.
Höfundur er oddviti Sveitarfélagsins
Skagastrandar.
Gjörningaveðrin
Matur