Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 28

Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 28
28 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Grikkland PAOK – Atromitos .................................. 5:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði tvö mörk.  Efstu lið: PAOK 40, Olympiacos 38, AEK Aþena 28, OFI Krít 23, Larissa 22, Aris Sa- loniki 22, Panathinaikos 22. England B-deild: Blackburn – Wigan................................... 0:0 Staðan: WBA 23 14 8 1 46:24 50 Leeds 23 14 5 4 36:15 47 Sheffield Wed. 23 11 6 6 34:20 39 Fulham 23 11 5 7 35:25 38 Preston 23 11 5 7 35:27 38 Brentford 23 11 4 8 34:18 37 Swansea 23 10 7 6 30:27 37 Blackburn 23 10 5 8 30:28 35 Bristol City 23 9 8 6 34:33 35 Nottingham F. 22 9 7 6 28:23 34 Hull 23 9 6 8 37:31 33 Cardiff 23 8 9 6 34:32 33 Millwall 23 8 9 6 29:30 33 QPR 23 9 5 9 37:44 32 Birmingham 23 8 4 11 24:34 28 Reading 22 7 5 10 28:27 26 Derby 23 6 8 9 21:31 26 Charlton 23 6 7 10 30:32 25 Huddersfield 23 6 7 10 26:35 25 Middlesbrough 23 5 9 9 21:32 24 Luton 23 6 2 15 28:47 20 Barnsley 23 4 7 12 31:46 19 Wigan 23 4 7 12 20:35 19 Stoke 23 5 3 15 25:37 18 KNATTSPYRNA Enski boltinn á Síminn Sport Leikir á öðrum degi jóla: Tottenham – Brighton ......................... 12.30 Bournemouth – Arsenal............................ 15 Aston Villa – Norwich ............................... 15 Chelsea – Southampton ............................ 15 Crystal Palace – West Ham........ (mbl.is) 15 Sheffield United – Watford ........ (mbl.is) 15 Manchester United – Newcastle......... 17.30 Leicester – Liverpool................................ 20 UM HELGINA! NBA-deildin Toronto – Dallas ............................... 110:107 Boston – Charlotte ............................. 119:93 Milwaukee – Indiana.......................... 117:89 Oklahoma City – LA Clippers......... 118:112 LA Lakers – Denver ........................ 104:128 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 27/4, Boston 20/7, Miami 21/8, Toronto 21/8, Philadelphia 21/10, Indiana 20/10, Brooklyn 16/13, Orlando 12/17, Charlotte 13/20, Chicago 12/19, Detroit 11/ 19, Washington 8/20, Cleveland 8/21, New York 7/23, Atlanta 6/24. Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 24/6, Denver 20/8, Houston 20/9, LA Clippers 22/10, Dallas 19/10, Utah 18/11, Oklahoma City 15/14, Portland 14/ 16, Sacramento 12/17, San Antonio 11/17, Phoenix 11/18, Memphis 11/19, Minnesota 10/18, New Orleans 7/23, Golden State 6/24. KÖRFUBOLTI UPPBYGGING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Yngri landslið Íslands í fótbolta léku 61 leik á árinu 2019 og af þeim voru 54 spilaðir erlendis en sjö á heima- velli. Um er að ræða sex landslið drengja og stúlkna á aldursbilinu U15 ára til U19 ára og reyndar má segja að þau séu tíu talsins því í raun eru tvö lið í gangi í hvorum eldri ald- urshópanna, U17 ára og U19 ára sem kallast U16 og U18 á ákveðnum tímabilum. Árangur liðanna var líka með besta móti en þrjú af þeim fjórum sem taka þátt í Evrópukeppni kom- ust í gegnum sína riðla og spila í milliriðlum fyrripart næsta árs. Það voru U19 ára og U17 ára lið kvenna og U19 ára lið karla sem þar með verða öll í baráttu um sæti í loka- keppni EM 2020 í sínum aldurs- flokki. Þá komst U17 ára landslið karla alla leið í úrslitakeppni EM síðasta vor og var hársbreidd frá sæti í átta liða úrslitum. Arnar Þór Viðarsson, sem tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ í lok apríl á þessu ári, segir að umfangið í kringum alla þessa landsleiki sé mikið og nú séu fimm þjálfarar í fullu starfi hjá samband- inu til að þjálfa og halda utan um öll yngri landsliðin og sjái auk þess um allt það afreksstarf sem unnið er af sambandinu. „Einhverjum finnst það eflaust skrýtið að við séum með þjálfara yngri landsliða í fullu starfi. En þeir fjórir sem eru hver með sitt landslið, Þorvaldur Örlygsson, Jörundur Áki Sveinsson, Þórður Þórðarson og Davíð Snorri Jónasson, eru allir að- alþjálfarar í einu liði og aðstoðar- þjálfarar í öðru. Þannig eru Þorvald- ur og Davíð Snorri saman í öllum verkefnum U19 og U17 ára karla og þeir Þórður og Jörundur í öllum verkefnum U19 ára og U17 ára kvenna. Síðan er Lúðvík Gunnarsson með U15 ára liðin, bæði drengi og stúlkur, ásamt því að sjá um hæfi- leikamótunina. Þjálfararnir vinna ennfremur í sameiningu við afrekshópana okkar, eru á úrtaksæfingum á Norðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum og í Vest- mannaeyjum nokkrum sinnum á ári, og halda því utan um alla leikmenn yngri landsliðanna ásamt því að fylgjast með efnilegum leikmönnum um allt land,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Mikið af landsliðsferðum Eins og fram kemur í byrjun greinarinnar léku yngri landsliðin 54 leiki af 61 á þessu ári erlendis. Þannig voru stúlknaliðin, undir stjórn Þórðar og Jörundar, á mót- um á Spáni, Ítalíu, Hollandi, Króat- íu, Svíþjóð (tvisvar) og Hvíta- Rússlandi á árinu, ásamt því að leika vináttuleiki á heimavelli og einn undanriðil fyrir EM sem var leikinn hér á landi í haust. Piltaliðin, undir stjórn Þorvaldar og Davíðs, voru á mótum í Hvíta-Rússlandi, Þýskalandi, Króatíu, Írlandi, Dan- mörku, Lettlandi, Finnlandi, Skot- landi og Belgíu frá janúar og fram í nóvember. Samstarf við skólana stórt skref fyrir yngri landsliðin  Fimm þjálfarar yngri landsliða í fullu starfi hjá KSÍ  Arnar Þór Viðarsson segir að gæði þjálfunarinnar hafi aukist verulega með samvinnu við skólana Morgunblaðið/Eggert U19 Yngri landslið Íslands spila sjaldan á heimavelli en Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir og samherjar í U19 kvenna léku í undankeppni EM á Íslandi. UPPBYGGING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég veit að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve umfangsmikið starf þjálfara yngri landsliðanna er. Ég var sem dæmi um eða yfir 100 daga erlendis á þessu ári vegna verkefna landsliðanna, sá 120-130 leiki og þannig var þetta með okkur alla sem þjálfum yngri liðin,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálf- ari U19 og U18 ára landsliða karla við Morg- unblaðið. Hann hefur þjálfað U19 ára liðið frá 2015 en var fyrstu tvö ár- in með það í hlutastarfi ásamt því að þjálfa meistaraflokkslið karla hjá HK og Keflavík á þessum tíma. „Ég var ráðinn í fullt starf hjá KSÍ í árslok 2016 og hef verið í því síðan. Hugmyndin var sú að fyrir aldursflokkinn 16-19 ára væru tveir þjálfarar með karlaliðin og tveir með kvennaliðin, einn með ábyrgð sem aðalþjálfari hjá hverju liðanna. Það var sett í okkar hendur að búa þessi störf til og þróa þau og það hefur gengið upp. Þessir fimm þjálf- arar sem nú eru í fullu starfi með yngri landsliðin hafa unnið mjög vel saman og ég get fullyrt að það hafi allir gert heilshugar og af miklum áhuga,“ sagði Þorvaldur. Byrja að fylgjast með 5. flokki Auk þjálfunar landsliðanna og áð- urnefndra keppnisferða erlendis er margt fleira á borði þjálfaranna sem eru til dæmis farnir að fylgjast með yngri leikmönnum en áður var gert. „Ég byrjaði fyrir þremur árum að fylgjast með N1-mótinu í 5. flokki drengja og nú förum við markvisst á þetta mót á hverju sumri þar sem við byrjum að fylgjast með strákunum þegar þeir eru 11-12 ára gamlir. Þá eru þeir að taka fyrstu skrefin í rétta átt og þá er gott fyrir okkur að byrja að fylgjast með þeim. Á þessu móti sjáum við leikmenn alls staðar að af landinu og um leið hvernig umgjörð- in er hjá félögunum. Við sjáum líka um úrtaksæfingar í hverjum landshluta fyrir sig og för- um um allt land til að sinna þeim, og eins erum við að hluta til í skrif- stofustörfum í ýmisskonar sam- skiptum við aðila innanlands og ut- an. Í það fara margir klukkutímar í vinnuvikunni. Þetta er í heild sinni hellingsvinna og mun umfangsmeira en að vera þjálfari í efstu deild. Ég held að þessi landsliðsþjálfara- störf hafi þróast á réttan hátt og fyr- irkomulagið sé komið til að vera. Fyrir sjálfan mig get ég sagt að þetta er líklega það skemmtilegasta sem ég hef gert á öllum mínum ferli í fótboltanum. Í vinnunni í kringum yngri landsliðin hef ég séð svo margt sem maður gleymdi að njóta þegar maður var að spila sjálfur.“ Fámennið er líka kostur Þorvaldur er bjartsýnn á að sú vinna sem nú er unnin í kringum yngri landsliðin skili sér vel. „Við erum að reyna að hækka getustig okkar landsliðsfólks sem er nauðsynlegt til að við höldum í við aðrar þjóðir. Okkar staða verður alltaf sú að við höfum úr færri leik- mönnum að velja en aðrar þjóðir en það er líka kostur. Við þekkjum fyrr og betur okkar umhverfi og leik- menn og leikmennirnir þekkjast bet- ur. Þetta eru kostir sem þarf að nýta og okkar verkefni er að þróa betri leikmenn og nýta sem best það fjár- magn sem KSÍ veitir til unglinga- starfsins,“ sagði Þorvaldur. Þróun í öllum afreksíþróttum Honum er samstarf KSÍ við skólana í landinu afar hugleikið en eins og fram kemur hjá Arnari Þór Viðarssyni yfirmanni knattspyrnu- mála hjá KSÍ hér í opnunni var nýtt fyrirkomulag tekið upp í haust varð- andi landsliðsæfingar yngri liðanna á veturna. „Undanfarin ár höfum við æft í Kórnum og Egilshöll um helgar, frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorg- uns. Þetta voru ekki bestu tímarnir og við vildum skoða í samvinnu við skólana og menntamálaráðuneytið hvort ekki væri hægt að fá betri tíma fyrir afreksfólkið okkar og þá í sam- vinnu við skólana. Vera í miðri viku og æfa á mánudögum til föstudags. Arnar fór af stað með okkur við að ýta þessu í gang og það hefur farið vel af stað. Við höfum í vetur fengið tækifæri til að vera með lengri og fleiri æfingar, getað nýtt tímana bet- ur og nýtt okkar frábæru knatt- spyrnuhús betur. Við höfum verið í „Skemmtilegasta starfið“  Þorvaldur Örlygsson og Jörundur Áki Sveinsson eru afar ánægðir með fyrirkomulagið á þjálfun yngri landsliðanna  Um eða yfir 100 daga erlendis Morgunblaðið/Golli U19 Strákarnir í U19 ára liðinu fyrir einn leikjanna í Belgíu í nóvember en þeir eru komnir í milliriðil EM 2020, undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. Þorvaldur Örlygsson Aron Elís Þránd- arson samdi í gær við danska knatt- spyrnufélagið OB til hálfs fjórða árs og þar með leika sjö Íslendingar í dönsku úrvals- deildinni um þessar mundir. Aron mun væntanlega mæta einum þeirra strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið en þá á OB heimaleik við Bröndby, lið Hjartar Hermannsson- ar. OB er í níunda sæti af fjórtán lið- um eftir 20 umferðir af 26 í hefð- bundinni deildakeppni, en er aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Sex efstu liðin leika áfram um meistaratitilinn síðustu mánuði tímabilsins. Aron kemur til OB frá Aalesund í Noregi þar sem hann hefur leikið undanfarin fimm ár, þrjú í úrvals- deildinni og tvö í B-deildinni sem lið hans vann með yfirburðum í ár. Hann lék áður í fjögur ár með meist- araflokki Víkings í Reykjavík. Aron hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd. vs@mbl.is Aron Elís fer beint í Íslend- ingaslag Aron Elís Þrándarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.