Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 29
ÍÞRÓTTIR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019  Ragnar Sigurðsson, landsliðs- maður í fótbolta, er án félags en hann komst að samkomulagi við Rostov í Rússlandi um riftun á samningi. Ragn- ar gekk í raðir Rostov frá Fulham árið 2018 og lék yfir 50 leiki með liðinu og var fyrirliði þess um tíma. Samningur hans gildi til næsta sumars.  Jóhann Berg Guðmundsson verður að öllum líkindum í leikmannahópi Burnley er liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á annan dag jóla. Jóhann hefur verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik gegn Frakklandi.  Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson mun ganga í raðir Levski Sofia í Búlgaríu um áramótin, þegar samningur hans við Norrköping í Sví- þjóð rennur út. Norrköping Tidningar greinir frá. Hólmar Örn Eyjólfsson leikur með Levski Sofia.  Sverrir Ingi Ingason skoraði tvö mörk fyrir PAOK í 5:1-sigri á Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Með sigrinum náði PAOK tveggja stiga forskoti á Olympiacos á toppi deild- arinnar. Sverrir skoraði eitt mark í 2:0- sigri á Panionios í síðustu umferð og gerði hann einnig mark PAOK í 1:1- jafntefli við Olympiacos á dögunum. Sverrir er því kominn með fjögur mörk á skömmum tíma.  Isaiah Thomas, bakvörður Wash- ington Wizards, hefur verið úrskurð- aður í tveggja leikja bann af NBA- deildinni í körfuknattleik fyrir sam- skipti við áhorfendur í leik Philadelphia 76ers og Washington. Thomas mislíkaði eitthvað í framkomu tveggja stuðningsmanna Philadelphia- liðsins sem lék á heimavelli og gerði sér ferð í áhorfendastúkuna til að ríf- ast við þá. Í reglum NBA er skýrt kveð- ið á um að fari leikmaður inn í áhorf- endastæðin í miðjum leik skuli reka hann í bað og refsa frekar með sekt, leikbanni eða hvoru tveggja.  Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem stýrðu liðum Everton og Arsenal til bráðabirgða á meðan leitað var að nýjum knattspyrnustjór- um félaganna verða áfram í þjálf- arateymum liðanna. Everton hefur til- kynnt að Ferguson verði Carlo Ancelotti til aðstoðar og Arsenal að Ljungberg muni aðstoða Mikel Arteta.  Suðurkóreski sóknarmaðurinn Heung-Min Son hjá Tottenham getur að óbreyttu slakað aðeins á yfir jólin því hann mun ekki spila jóla- og ára- mótaleiki Lundúnaliðsins í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Hann hef- ur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik liðsins við Chelsea á sunnu- daginn og verður ekki með í jólaleikjunum þremur sem eru gegn Brighton 26. desember, Norwich 28. des- ember og South- ampton 1. janúar. Tottenham tilkynnti í gær að félagið hefði áfrýjað úrskurð- inum. Eitt ogannað Skipulagt samstarf við skólana Arnar segir að í haust hafi KSÍ jafnframt tekið upp skipulagt sam- starf við skólana í landinu þar sem stórt skref hafi verið stigið til að bæta enn þjálfunina hjá efnilegasta knattspyrnufólki landsins. „Það fyrsta sem ég heyrði frá þjálfurunum þegar við ræddum um hvernig væri hægt að bæta vinnuna okkar í kringum yngri landsliðin var að þeir vildu reyna að breyta æf- ingakerfinu á veturna þannig að æft væri á skólatíma á virkum dögum en ekki um helgar eins og gert hafði verið um árabil. Þetta var sett í forgang, við keyrðum verk- efnið í gang og breyttum alveg skipulaginu. Áður voru landsliðsæf- ingarnar í sex törnum á vetri þar sem æft var á föstudagskvöldi, laugardagseft- irmiðdegi og sunnudagsmorgni. Núna eru þetta fjórar tarnir á vetri, þrír virkir dagar í einu, en þar sem æft er á skólatíma er hægt að vera með tvær æfingar á dag, og vera með eina „tempóæfingu“ og eina taktíska æfingu á hverjum degi. Þetta eru því færri skipti en fleiri æfingar sem leikmennirnir fá meira út úr. Við höf- um því fækkað skiptunum en fjölgað æfingunum. Viðbrögðin eru mjög góð Þetta hefur gengið frábærlega hingað til og orðið til þess að þjálf- ararnir hafa enn og aftur getað tekið næsta skref. Núna geta þeir æft tvisvar á dag, verið með eina „tempó- æfingu“ og eina taktíska æfingu á dag. Þetta er það sem afreksfólkið okkar á þessum aldri þarf á að halda, það þarf að geta æft á sem mestu „tempói“ með þeim bestu þannig að þessar æfingar eiga eftir að bæta þau enn meira en áður. Núna í desember hef ég ekki feng- ið eina einustu kvörtun yfir þessum breytingum, aðeins nokkur símtöl frá foreldrum sem hafa velt því fyrir sér hvort yrði mikið um æfingar á meðan próf standa yfir. Ég sendi bréf á skólana í sumar og kynnti verkefnið fyrir þeim og fékk mjög góð viðbrögð. Samvinnan við skólana er á þá leið að æfingarnar eru boðaðar í gegnum félögin. Leik- mennirnir fá síðan leyfisbréf til að fara með í skólana. Síðan fylgjumst við með náminu hjá þeim og skól- arnir láta okkur vita ef þau sinna ekki náminu sem skyldi. Ef við erum látnir vita að nemandi frá okkur mæti illa eða sé að fá lakari einkunn- ir en eðlileg er, þá er okkar fyrsta verk að tala við viðkomandi og gera honum grein fyrir því að ef hann bæti sig ekki hvað námið varðar verði hann ekki valinn aftur í hóp hjá okkur.“ Kennslustundir og próftaka í lokakeppni EM „Þetta hefur gengið algjörlega upp og er góð sönnun fyrir því að íþrótta- fólkið okkar er oft lengst komið sam- anborið við jafnaldra sína í skipulagi og hugsun. Þegar U17 ára lið drengja var í lokakeppni EM á Ír- landi síðasta vor voru kennarar með í för þannig að leikmennirnir gátu stundað sitt nám og tekið sín próf í Dublin. Það var mjög ánægjulegt að fylgjast með hvernig það gekk, þar voru allir duglegir við að nýta dauðu tímana til að læra og allir náðu sínum prófum. Það hefur líka komið á daginn að skólarnir, hvort sem það eru grunn- skólarnir, menntaskólarnir eða há- skólarnir, eru margir hverjir með af- reksdeildir fyrir íþróttafólkið og aðrir sem eru ekki með slíkt eru með mikla reynslu af því í gegnum tíðina að hafa haft afreksfólk í íþróttum, og skólastjórnendur eru því sjóaðir í því að vinna með því. Fyrir vikið var mun auðveldara að tækla þetta verk- efni en ég bjóst við og stuðningur skólanna við okkur hefur verið frá- bær,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Arnar Þór Viðarsson Kórnum í Kópavogi þar sem er frá- bær aðstaða og samstarf við fólkið sem þar starfar og höfum síðan verið í Skessunni í Kaplakrika frá síðasta hausti. Þar hefur líka verið tekið vel á móti okkur. Við sjáum fram á að bæta sam- starfið við skólana enn frekar í fram- tíðinni og draumurinn er að geta verið með skólakennslu á milli æf- inga á æfingasvæðinu. Krakkar utan af landi koma að sjálfsögðu á vegum KSÍ og eiga að standa jafnfætis hin- um. Þetta sjáum við fyrir okkur að gæti orðið þróunin í öllum afreks- íþróttum á Íslandi, ekki bara í fót- boltanum.“ Skólanám í landsliðsferðum „Okkar áhersla er sú að krakk- arnir séu að læra og standi sig í skóla. Afreksfólk í íþróttum er al- mennt gott námsfólk og stendur sig vel á báðum sviðum. Annar liður í þessu er að vera með kennara með í för í landsliðsferðum erlendis. Þegar U17 ára lið drengja lék í úrslitum Evrópukeppninnar á Írlandi síðasta vor var það á prófa- tíma, og við það voru öll sextán þátt- tökuliðin í keppninni að glíma. Við höfum búið svo vel að í öllum níu keppnisferðum ársins 2019 var ein- hver kennaramenntaður með í för, hvort sem það var liðsstjóri, mark- varðaþjálfari, læknir eða sjúkra- þjálfari sem gat þá sinnt kennslu- hlutverkinu í leiðinni. Þetta munum reyna að þróa áfram og vera með kennara með í okkar ferðum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. Virkar ótrúlega vel Jörundur Áki Sveinsson þjálfar U17 ára lið stúlkna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari Þórðar Þórðarsonar hjá U19 ára landsliðinu. Hann er mjög ánægður með þetta fyr- irkomulag. „Mér finnst þetta hafa virkað ótrúlega vel. Með þessari samvinnu þjálfaranna verður góð samfella á milli liðanna og þeir eru með puttann á púlsinum. Þórður sér hverjar eru á leiðinni í U16 og U17 ára liðunum og þekkir stúlkurnar vel þegar þær koma til hans í 19 ára liðið. Ég að- stoða síðan Lúðvík með U15 ára liðið og kem inn í hæfileikamótunina hjá honum,“ sagði Jörundur við Morgunblaðið. „Við vinnum líka saman allir þjálf- ararnir, þvert á kyn, og ég ræði til dæmis málin mikið við Davíð Snorra sem er með U17 ára lið karla. Við pælum í hlutunum saman og deilum reynslu okkar og hugmyndum. Við Davíð vinnum með sömu aldurs- flokka og gerum flest það sama. Þetta er fótbolti og lítill munur á því hvernig þú vinnur með stelpur eða stráka á þessum aldri. Helsti mun- urinn liggur í því að þjálfarar stráka- landsliðanna eru með meira af sínum leikmönnum erlendis á meðan stelp- urnar eru nær allar heima á Íslandi. Þeir hitta því marga sinna manna aðeins í verkefnum erlendis á meðan við getum séð um allan undirbúning- inn hér heima.“ Byrjar á Símamótinu Eins og fram kemur hjá Þorvaldi Örlygssyni byrja landsliðsþjálfarnir að fylgjast með leikmönnunum mjög snemma og Jörundur sagði að sama ætti þar við um stúlkurnar og dreng- ina. „Já, ég fer til dæmis mikið á Símamótið á sumrin og fylgist með ungum leik- mönnum þar. Síð- an fer ég á mikið af leikjum í 4. flokki og reyni að sjá sem flestar stúlknanna spila með sínum fé- lagsliðum. Þetta skiptir miklu máli, til dæmis fyrir leikmann sem kemur á landsliðsæfingu og nær sér ekki á strik en síðan sé ég viðkomandi blómstra í leik með sínu félagsliði. Það gefur meiri möguleika á að fá annað tækifæri,“ sagði Jörundur sem kvaðst fara á 120-150 leiki ár- lega. Yngri stúlknalandsliðin hafa nán- ast verið með áskrift að sæti í milli- riðlum undankeppni EM og hafa undantekningalítið komist áfram úr sínum undanriðlum á haustin um langt árabil. Jörundur segir að það sé gríðarlega dýrmætt fyrir upp- bygginguna. „Við höfum verið heppin að þessu leyti því þá fá stúlkurnar fleiri verk- efni yfir veturinn og spila við sterk- ari andstæðinga í milliriðlinum á næsta vori. Fyrir vikið verða þær enn betur undirbúnar fyrir framtíð- ina. Árgangar sem komast ekki áfram úr undankeppninni geta því misst mikið úr og það er lykilatriði hjá hverjum árgangi fyrir sig að fara í milliriðla. En það verður erfiðara með hverju ári því Austur-Evrópu- þjóðirnar eru stöðugt að bæta í hjá sér og samkeppnin hefur því aukist gríðarlega síðustu árin. Við þurfum því að vera enn betur á tánum og vinna vel í okkar málum.“ Öðruvísi áherslur þegar vantar 21-árs landslið Hjá stúlkum er engin Evrópu- keppni 21-árs liða og því hefur þurft að miða þjálfun yngri landsliðanna við það að þaðan fari stúlkurnar beint í A-landsliðið. Jörundur segir að þetta kalli á aðeins öðruvísi nálg- un en hjá strákunum. „Flestir eru á því að það vanti millistig hjá stúlkunum og við Þórð- ur höfum setið fund hjá UEFA þar sem fram kom að reyna ætti að koma á keppni U21 árs landsliða. En það getur tekið langan tíma. U19 ára liðið er því stökkpallurinn fyrir A- landsliðið og við þurfum að miða okkar störf við það. Við hugsum þess vegna að vissu leyti frekar um að þróa einstaka leikmenn en að há- marka árangur liðsins. Til dæmis getum við fært leikmann í U17 ára liði, sem talinn er vera skammt frá því að spila með A-landsliðinu, upp í U19 ára liðið þannig að hann fái verkefni við hæfi og sé betur undir- búinn.“ Jörundur tekur undir með Þor- valdi og Arnari að samstarfið við skólana fari vel af stað. „Já, að mínu mati er það reynslan af þessu fyrstu mánuðina og ég held að þetta sé komið til að vera. Það er allt annað að fá leikmenn til æfinga í miðri viku en á erfiðum tímum um helgar og þetta gerir okkur kleift að æfa tvisvar á dag, funda og bæta um- gjörðina á ýmsan hátt og lyfta þjálf- uninni á hærra stig. Þetta er mjög gott sem komið er og verður vonandi áfram,“ sagði Jörundur Áki. Ljósmynd/KSÍ U17 Stúlkurnar í U17 ára liðinu sem eru komnar í milliriðlakeppni EM 2020, undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, fyrir leik í undankeppninni. Jörundur Áki Sveinsson  U19 ára landslið karla lék sjö landsleiki á árinu 2019 og alla er- lendis. Tvo í Lettlandi (U18 ára lið), tvo í Finnlandi og þrjá í Belgíu. Liðið varð í öðru sæti í undanriðli EM í Belgíu í nóvember, vann Grikkland 5:2 og Albaníu 4:2, og leikur í milli- riðli EM 2020 næsta vor. Þjálfari er Þorvaldur Örlygsson og aðstoðarþjálfari Davíð Snorri Jónasson.  U17 ára landslið karla lék 20 landsleiki á árinu 2019, alla erlendis. Þar af voru sex leikir eldra liðsins frá 2018 sem vann sinn milliriðil í Þýska- landi í mars, sló út Þýskaland, Slóv- eníu og Hvíta-Rússland og komst í lokakeppnina í Dublin í maí 2019. Þar vann liðið Rússland en tapaði fyrir Ungverjalandi og Portúgal og missti naumlega af sæti í 8-liða úr- slitum. Hinir 14 leikirnir fóru fram í Hvíta-Rússlandi, Króatíu, Dan- mörku og Skotlandi. Þjálfari er Davíð Snorri Jónasson og aðstoðarþjálfari Þorvaldur Ör- lygsson.  U15 ára landslið karla lék þrjá leiki á móti í Póllandi í október þar sem það tapaði fyrir Bandaríkjun- um, Rússlandi og Póllandi. Þjálfari er Lúðvík Gunnarsson.  U19 ára landslið kvenna lék 13 landsleiki á árinu 2019, átta þeirra erlendis. Liðið lék í milliriðli EM 2019 í Hollandi í apríl, vann Búlg- aríu, gerði jafntefli við Rússland og tapaði fyrir Hollandi. Ísland er kom- ið í milliriðla EM 2020 næsta vor eft- ir að hafa sigrað Grikkland og Ka- sakstan í undanriðli í Reykjavík í október. Þjálfari er Þórður Þórðarson og aðstoðarþjálfari Jörundur Áki Sveinsson.  U17 ára landslið kvenna lék 15 landsleiki á árinu 2019, alla erlendis. Liðið lék í milliriðli EM 2019 á Ítalíu í mars, vann Ítalíu en tapaði fyrir Danmörku og Slóveníu. Ísland er komið í milliriðla EM 2020 næsta vor eftir að hafa sigrað Hvíta-Rússland og Möltu í undanriðli í Hvíta-Rúss- landi í september. Þjálfari er Jörundur Áki Sveins- son og aðstoðarþjálfari Þórður Þórð- arson.  U15 ára landslið kvenna lék þrjá leiki á móti í Víetnam í september, vann tvo og gerði eitt jafntefli og vann mótið. Þjálfari er Lúðvík Gunnarsson. Ljósmynd/KSÍ U17 Hópur U17 ára liðs karla sem lék í lokakeppni EM í Dublin 2019. Yngri landslið Íslands 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.