Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 10

Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ etta er allt af flottustu gerð,“ segir Sævar Birgisson, framkvæmda- stjóri Skipasýnar, um nýjan Bald- vin Njálsson GK 400 sem fyrir- tækið hefur hannað fyrir Nesfisk ehf. á Reykjanesi. Stefnt er að því að skipið hefji veiðar árið 2022. Um er að ræða flaka- og frystitogara sem er 66 metra langur og 16 metra breiður. Þá mun togarinn hafa 580 fermetra vinnsludekk, 1.720 rúmmetra lest og togkrafturinn nema 67 tonnum. Sævar segir talsverða vinnu hafa farið í að hanna lestina og brettakerfi. Þá sé kerfið svipað og í Sólbergi ÓF-001. „Það er sorter- að og svo er allt sett á bretti uppi á dekki. Allt er á brettum í lestinni og svo er neðri lest,“ útskýrir hann. „Þetta er allt af full- komnustu gerð. Mér skilst að vinnslukerfið verði frá Optimar.“ Spurður hvort miklar breytingar hafi átt sér stað í hönnun skipa af þessari gerð und- anfarin ár segir hann vissulega breytingar hafa átt sér stað en engar byltingar. „Stóra breytingin er að bretta fiskinn á dekki og vöruhótelið sér um að flokka eftir vörunúm- erum og safna þeim á bretti í lestinni. Þetta sparar alveg óskaplega vinnu og mikla pen- inga í landi. Þetta er vinna sem er unnin uppi á kaja þegar landað er úr eldri skip- unum. Í Baldvini er tölvubúnaður sem sér um að flokka þetta eftir vörunúmerum og svo fer það niður í lest og þar er lyftari sem staflar þessu upp. Það er mikil erfiðisvinna sem er farin út því löndun úr svona flaka- togara er umfangsmikið verkefni, það þarf mikinn mannskap til þess að setja á bretti til útflutnings. Þarna er þetta bara klárt og er tekið beint úr skipinu, sett í gám, strika- merkt og tilbúið.“ Sérhæfð hönnun „Það er ekki óalgengur meðgöngutími um eitt ár frá því að menn byrja að spá þangað til þeir eru komnir með eitthvað í hend- urnar, teikningar og búnir að tala við skipa- smíðastöðvarnar. Stundum er þetta lengri tími,“ svarar Sævar aðspurður hversu lang- an tíma hönnunarferlið tekur. Hann segir meðal annars áskorun í skipa- hönnun hversu miklar reglur gilda um þessi skip. „Það bætast stöðugt við alls konar reglur. Það þarf fullt af sérfræðingum til þess að sinna þessu, ég er nú eiginlega orð- inn of gamall til að fylgjast með þessu öllu,“ segir Sævar og hlær. „Í eðli sínu er hönnun á fiskiskipi – það sem við köllum venjulegan togara – mjög sérhæfð. Þetta eru skip sem er mjög vanda- samt að hanna. Þetta er alls ekki eins og fjöldaframleiddir bátar eða flutningaskip. Þetta eru flókin skip með miklum búnaði. Fraktskip þarf aðeins að flytja vörur á milli staða en fiskiskip þarf bæði að veiða, fram- leiða og frakta,“ útskýrir hann og bætir við að það sé ekki einfalt að hanna þessi skip og mörg sjónarmið sem þurfi að huga að. Sævar segir það vissulega svo að sífellt séu ný tæki og búnaður sem þarf að taka til- lit til í hönnunarferlinu en það sé ekki endi- lega þannig að það þurfi að finna upp hjólið. „Kúnstin er nú kannski stundum að kunna að nýta gamlar lausnir rétt. Nýjustu bátarn- ir sem við hönnum eru Páll Pálsson ÍS-102 og Breki VE-61. Það hefur mikið verið talað um skrúfuna á þeim skipum. Bara það að stækka skrúfuna um einn metra getur spar- að 20 til 30% af orkunni. Það er ekkert nýtt í því, það er hundgömul þekking. Annars eru svona skip ein allsherjar málefni. Eintómar málamiðlanir að flétta saman lausnir svo vel fari.“ Ljóst er að ef bætt er við á einum stað þarf að draga úr á öðrum. „Það er ekkert ókeypis í þessu. Allar ýkjur geta verið hættulegar, það hafa allir lent í því.“ Það er margt að gerast í þróun á fram- drifskerfum fyrir skip svipað og er að gerast í bílaflotanum, að sögn Sævars. Þá sé orku- þörf um borð í fiskiskipum mun meiri og mikilvægt að skera niður útblástur frá jarð- eldsneyti. „Tvinn vélar og umhverfisvænna eldsneyti er í mikilli þróun og vélaframleið- endur eru að keppast við að bjóða umhverf- isvænni búnað. Ausus ehf. er að smíða bát eftir okkar hönnun sem verður knúinn áfram af rafmagnsmótor, með svokölluðu diesel-electric framdrifskerfi, tilbúið fyrir rafhlöður þegar þróun á þeim hefur náð því stigi að þau séu nothæf til fiskveiða.“ Skipasmíðastöðvar uppspretta tæknimanna Framkvæmdastjórinn það hugsnlega tæki- færi í skipahönnun hér á landi, en að það sé verulegur skortur á nýliðun og mikil þekk- ing hefur glatast í gegnum árin. „Það eru nokkur fyrirtæki eftir á Íslandi en það eru ekki margir í þessu. Við misstum út mikla uppsprettu tæknimanna í skipasmíðum þeg- ar skipasmíðastöðvarnar þurrkuðust út. Það eru engar skipasmíðastöðvar nema þessar sem fjöldaframleiða þessa smábáta úr trefja- plasti. Það er örugglega teljandi á fingrum annarar handar sá fjöldi skipatæknifræðinga sem hafa útskrifast á síðustu tíu árum. Þeg- ar ég hóf störf við þetta voru þetta fjórir á hverju ári sem komu nýjir inn í þetta. Þess- ar skipasmíðastöðvar eins og Stálvík, Þor- geir og Ellert á Akranesi og Slippstöðin á Ísafirði, Stykkishólmi, það þurfti mikið af tæknimönnum í þessar stöðvar. Þetta eru örfáar hræður sem eftir eru og við höfum ekki mannafla til þess að taka að okkur allsherjar teiknipakka. Það þarf að klára nokkur hundruð skjöl á nokkrum mán- uðum og til þess þarftu tugi tæknimanna. Þetta hefur þróast þannig á undanförnum áratugum að þessi frumhönnun á skipunum og gerð klassateikninga hefur færst frá skipasmíðastöðvunum yfir í ráðgjafarfyr- irtæki. Aðallega í þessi norsku stóru fyrir- tæki, Skipsteknisk og Kongsberg, þeir selja allan pakkann. Eflaust eru tækifæri fyrir einhverja innan greinarinnar, en til þess þarf þá mannaflann,“ segir Sævar. „Hins vegar þekkjum við fiskiskipin og er- um góðir í að hanna togara, ferskfisktogara sérstaklega og kunnum aðeins á frystitog- ara, vinnsluskip og uppsjávarskip. Þetta kunnum við og við getum hannað þessi skip og skilað gögnum sem eru nægjanleg fyrir skipasmíðastöðvar til þess að gefa verð í skipin.“ Láta íslensk verkefni duga „Við höfum verið heppin hér hjá Skipasýn að menn hafa treyst okkur. Við höfum verið að hanna tæknilega báta hér heima en svo er alltaf eitt og eitt verkefni fyrir Rússa. Fyrir nokkrum árum vorum við með stórt verkefni fyrir félag í Bangladess. Það voru smíðaðir fimm togarar í samstarfi við Dani og Íslend- inga. Við látum okkur alveg duga okkur ágætu kúnna á Íslandi og höfum nóg að gera þó við séum ekki stöðugt að teikna ný skip þó það sé gaman,“ útskýrir framkvæmda- stjórinn sem bendir á að hér á landi sé að- eins lítill kjarni starfsmanna hjá fyrirtækinu. Um aldamótin stofnaði Skipasýn félagið Shipcon í Póllandi, en aðeins fimm til tíu prósent af starfsemi þess félags tengist verkefnum Skipasýnar, að sögn Sævars. „Við stofnuðum þetta gagngert vegna þess að við sáum fram á það að yrðu engir skipa- tæknimenn á Íslandi.“ Hjá félaginu í Pól- landi starfa um 70 starfsmenn og sinna þeir verkefnum um alla Evrópu. „Þeir starfa al- veg sjálfstætt og hafa sín eigin verkefni og bjarga sér alveg án þess að við séum að mata þeim verkefni. […] En þeir geta verið mikilvægur stuðningur við starfsemina okk- ar hér með því að vinna stærri teikn- ingapakka sem fylgir því að klára hönnun á skipi, undir okkar eftirliti.“ Fjallað er nánar um nýsmíði fiskiskipa ís- lenskra útgerða á síðunum »28 og 29. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdastjóri Skipasýnar segir mikla sérhæfingu felast hönnun fiskiskipa. Um er að ræða flókin skip sem hlaðin eru miklum búnaði enda þurfa þau að vera fjölhæf og geta veitt, framleitt og fraktað. „Kúnstin að kunna að nýta gamlar lausnir rétt“ Sævar Birgisson hjá Skipasýn segir mikla þróun á sviði framdrifskerfi skipa. Er lagt kapp á að hámarka orkunýtingu og draga úr útblæstri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.