Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Á um tveimur árum hefur Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði fjárfest fyrir um 4,5 milljarða í skipum og búnaði í landi. Sókn er besta vörnin, segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi, en talsverðar breytingar hafa orðið á útgerðarmynstri og vinnslu hjá fyrir- tækinu. Fyrirtækið á meðal annars tvö nýju skipanna sem smíðuð voru hjá Vard í Noregi fyrir íslenskar útgerðir, en samningar um smíði skipanna voru undirritaðir í desember 2017. Steinunn SF kom til landsins í lok nóvember og á morgun er Þinganes SF væntanlegt til Hornafjarðar. Nesfiskur í Garði keypti Hvanney og eldri Steinunni, en þau skip voru smíðuð í Kína 2001. Gamla Þinganes ÁR er á söluskrá. Þá hafa Þórir SF og Skinney SF verið lengd um tíu metra og lauk því verkefni í Póllandi síðasta vor. Jafnframt voru gerðar ýmsar aðrar endur- bætur á skipunum, einkum hvað varðar meðhöndl- un afla og aðbúnað áhafna. Þau voru bæði smíðuð í Taívan 2008. „Með breytingum á skipakosti verður sú grund- vallarbreyting hjá fyrirtækinu að við hættum að veiða í net og snurvoð og verðum eingöngu með togskip,“ segir Ásgeir. Þetta er mikil breyting hjá fyrirtæki sem hefur stundað netaveiðar af krafti í um 70 ár. Á sama tíma höfum við tekið landvinnslu fyrir- tækisins í gegn með áherslu á ferskfisk og dregið verulega úr saltfiskvinnslu. Við keyptum fyrir- tækið Auðbjörgu í Þorlákshöfn 2015 og réðumst fljótlega í breytingar á vinnslunni þar og breyttum yfir í ferskfiskhús. Hér á Höfn tókum svo nýja vinnslulínu í notkun um síðustu páska og reiknum með að taka þriðju línuna í notkun um næstu páska.“ Brugðist við breyttum markaðsaðstæðum Ásgeir segir að alls nemi fjárfestingar fyrirtækis- ins á síðustu tveimur árum um 4,5 milljörðum. Hann segir að eðlilega taki slík verkefni í þegar haft sé í huga að ekki var veidd loðna síðasta vetur og brestur hefur orðið í humarveiðum. „Auðvitað reiknuðum við ekki með því að við fengjum á okkur tvo skelli þegar við byrjuðum á þessu. Gamla sagan er samt sú að sókn sé besta vörnin og með þessum umsvifum vildum við bregðast við breyttum markaðsaðstæðum í bol- fiski,“ segir Ásgeir. aij@mbl.is Sókn er besta vörnin segja Hornfirðingar Miklar fjárfestingar hafa verið síðustu ár hjá Skinney- Þinganesi í skipum og vinnslu. Með endurnýjun á skipaflotanum hafa togskip komið í stað netabáta. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is F rá miðjum júlí hafa sex syst- urskip komið hvert af öðru frá Noregi og sjöunda og síðasta systirin er væntan- leg til Hafnar í Hornafirði á morgun. Fleiri ný skip hafa bæst í flotann á síðustu vikum, meðal ann- ars stærsti plastbáturinn, Bárður SH, til samnefndrar útgerðar sem skráð er á Arnarstapa. Þá var línu- skipið Páll Jónsson GK væntanlegt til Grindavíkur fyrir jól, en nú er ákveðið að skipið leggi af stað heim frá Póllandi í byrjun nýs árs. Það er ekki aðeins í útgerðinni sem sjávarútvegurinn hefur fjárfest á árinu því stöðugt er unnið að end- urnýjun á búnaði í landi þar sem tækniframfarir líta dagsins ljós. 1.500-1.600 milljónir á skip Þegar greint var frá samningum um smíði systurskipanna sjö fyrir tveim- ur árum kom fram að hvert skip kostaði um 100 milljónir norskra króna eða sem nemur um 1.365 millj- ónum íslenskra. Ótalinn er kostn- aður við búnað á millidekk og lest og að gera skipin klár til veiða. Sá kostnaður gæti alls verið í námunda við 200 milljónir á hvert skip og er búnaðurinn að mestu í höndum ís- lenskra hátæknifyrirtækja. Ef þetta er allt lagt saman má áætla að hvert skip klárt á veiðar kosti 1,5-1,6 millj- arðar. Systurskipin sem koma til lands- ins í ár eru með tvær vélar og tvær skrúfur og mun það nýmæli í skipum af þessari stærð. Öll eru þau búin fullkomnustu tækjum og áhersla er lögð á umhverfissjónarmið, spar- neytni, meðferð afla og aðbúnað áhafnar. Fyrsta reynsla þykir lofa góðu og sérstaklega er haft á orði hvað þau eru hljóðlát. Systurnar voru smíðaðar hjá Vard-skipasmíðafyrirtækinu, þrjár í Noregi og fjórar í Víetnam, en lokafrágangur þeirra allra var hjá Vard í Aukra í Noregi. Skipin eru tæplega 30 metrar að lengd og tólf metrar á breidd. Búnaður á millidekk skipa Gjög- urs og Skinneyjar-Þinganess verður settur upp í Hafnarfirði undir for- ystu fyrirtækisins Micro. Slippurinn á Akureyri sér um búnað í skip Út- gerðarfélags Akureyringa og Bergs- Hugins. Vestmannaey VE, skip Bergs- Hugins, dótturfélags Síldarvinnsl- unnar, kom fyrst skipanna til lands- ins, 17. júlí og Bergey VE, til sama fyrirtækis, var önnur í röðinni. Vörð- ur ÞH og Áskell ÞH komu til Gjög- urs á Grenivík í september og októ- ber, Harðbakur EA kom til Útgerð- arfélags Akureyringa í nóvember og síðar í þeim mánuði kom Steinunn SF til Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Síðasta skipið, Þinganes SF, er væntanlegt til Hafnar á morg- un, eins og áður var nefnt. Margir nota tækifærið til að endurnýja skip sín Hringekja fer af stað þegar sjö ný skip koma til landsins og aðrir nota tækifærið og endurnýja í flota sínum. Þannig er gamla Bergey, smíðuð í Póllandi 2007, nú Runólfur SH og er í eigu Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Togskip Gjögurs, Áskell EA, smíð- aður á Taiwan 2009, og Vörður EA, smíðaður í Póllandi 2007, voru seld Fisk Seafood. Skipin eru gerð út frá Grundarfirði og bera nú nöfnin Far- sæll SH og Sigurborg SH. Skip Skinneyjar-Þinganess, Hvanney SF og Steinunn SF, bæði smíðuð í Kína 2001, voru seld Nesfiski í Garði. Fyrrnefnda skipið ber nú nafnið Sig- urfari GK og Steinunn fékk í vikunni nafnið Pálína Þórunn GK 49. Gamla Vestmannaey, smíðuð í Póllandi 2007, ber nú nafnið Smáey og er enn í eigu Bergs/Hugins. Páll Jónsson GK, sérhæft línuskip sem smíðað var hjá Alkor í Gdansk í Póllandi, fyrir Vísi hf. í Grindavík er væntanlegt fljótlega eftir áramót. Skipið er 45 metra langt og 10,5 metrar á breidd og er fyrsta nýsmíði Vísis af þessari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu fyrirtækisins. Samning- urinn við skipasmíðastöðina í Pól- landi nam 7,5 milljónum evra eða sem nemur rúmlega einum milljarði króna. Á undanförnum árum hefur Vísir látið endurbyggja línuskipin Fjölni og Sighvat hjá Alkor. Annað skip bættist í flota Grind- víkinga í sumar er Þorbjörn hf. fékk frystitogarann Tómas Þorvaldsson GK. Um gamlan kunningja er að ræða, en togarinn var smíðaður árið 1992 fyrir Skagstrending hf. og bar þá nafnið Arnar HU en var seldur fjórum árum síðar til Royal Green- land sem gerði hann út undir nafninu Sisimiut þar til fyrr á þessu ári. Skip- ið er 67 metra langt og 14 metra breitt og vel tækjum búið. 27 metra plastbátur Stærsti plastbáturinn í flotanum, nýr Bárður SH, er nú í Hafnarfirði þar sem verið er að setja búnað um borð. Báturinn var smíðaður í Bredgaard- bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og er 26,9 metra langur og sjö metrar á breidd. Hann verður gerður út frá Ólafsvík á net og snurvoð, en útgerð- in er skráð til heimilis á Arnarstapa. Systurnar settu hringekju af stað Raðsmíðaskip sem smíðuð eru hjá norska fyrirtækinu Vard hafa verið áberandi í endurnýjun skipastólsins á þessu ári. Sérhannað línuskip, óvenjustór plastbátur og gamall kunningi úr hópi frystitogara koma einnig við sögu. Ljósmynd/Vard Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bárður SH er stærsti plastbáturinn í flotanum og er verið að setja búnað um borð. Fyrir aftan Bárð eru skip Gjögurs, Vörður og Áskell, og þar fyrir aftan húsið sem Hafrannsóknastofnun flytur í á næsta ári, en það er byggt úr timbureingum. Sjö ný skip til landsins frá sama framleiðanda á aðeins rúmum fimm mánuðum hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Upp í hugann kemur koma þýska flutningaskipsins Wiebke til Hafn- arfjarðar í júlí 2001. Innanborðs voru níu systurskip sem smíðuð höfðu verið í Kína, 21,5 metra löng, 6,4 metra breið. Útgerðir víðs vegar um land létu smíða bátana og gerðu út. Níu bátar um borð Stóru raðsmíðaverkefni íslenskra útgerða lýkur á morgun en þá er síðasta systirin, skipið Þinganes SF, væntanleg til Hornafjaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.