Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 30

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is F rystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 er líklega þekktur víða, einna helst á Vestfjörðum, en 10. nóvember síðastliðinn voru liðin þrjátíu ár frá því að togarinn kom til hafnar á Ísafirði í fyrsta sinn. Hefur togarinn verið talinn mikið happaskip enda hefur hann borið að landi 135 þúsund tonn að verðmæti 50 milljarða króna. Það var árið 1987 sem Gunnvör hf. samdi við skipasmíðastöðina Gryfia í Stettin í Póllandi um smíði á skuttogara byggða á teikningu Ís- firðingsins Bárðar Hafsteinssonar, skipaverk- fræðings hjá Skipatækni hf. Þá þekktu eigend- ur Gunnvarar hf. vel til Bárðar, en eitt fyrsta verkefni hans sem skipaverkfræðings var eftir- lit með smíði fimm skuttogara fyrir Vestfirð- inga í Flekkefjord í Noregi á árunum 1971 til 1974. Á heimasíðu Hraðfrystihússins Gunnvarar er sagt frá því að strangar reglur hafi gilt um endurnýjun skipa á Íslandi á þessum tíma og ekki hafi verið mögulegt að fá veiðileyfi á nýtt skip nema að taka annað úr rekstri. Þá voru einnig takmarkanir á stærð nýrra skipa og máttu ný skip vera þriðjungi stærri en þau gömlu, en hinn nýi togari var hannaður með til- liti til þess. Af þessum sökum þurfti Júlíus Geirmundsson, eldri og sá þriðji, að hverfa úr rekstri til þess að hægt yrði að fá veiðileyfi fyrir nýja skipið. Eldra skipið var selt Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað og við það hlaut það nafnið Barði NK 120. Upp í kaupin fékk Gunnvör hf. gamla Barða NK 120 sem var talsvert minna skip, en það hafði verið smíðað í Póllandi 1975. Undir lok kommúnismans Ákvæði samningsins við Gryfia um smíði nýja skipsins voru nokkuð frábrugðin því sem hefð- bundið var á þessum tíma. Var skipasmíðastöð- inni gert að smíða skrokkinn, en Gunnvör hf. lagði til mestallan búnað. Ástæða þessa fyrir- komulags var meðal annars að miklar takmark- anir voru í gjaldeyrisviðskiptum í Póllandi á tímum kommúnismans og ekki síst mikið reglu- fargan. Miklar breytingar á þessu urðu á bygg- ingartíma skipsins enda hafði Mikhaíl Gorbat- sjev, leiðtogi Sovétríkjanna, árið 1988 þrýst á austantjaldslöndin að hrinda í framkvæmd um- bótastefnurnar glasnost og perestroika. Þegar smíði skipsins lauk voru aðeins níu dagar í fall Berlínarmúrsins og 10. nóvember 1989 kom nýr Július Geirmundsson ÍS 270 til heimahafnar á Ísafirði. Við hönnun skipsins var gert ráð fyrir að Júl- íus Geirmundsson yrði ísfisktogari með mögu- leika á að heilfrysta afla, en á byggingartíman- um var ákveðið að breyta því í flakafrystiskip. Vinnslugetu á við sjávarþorp Hinn 12. nóvember 1989 var fjallað um komu skipsins til landsins í Morgunblaðinu: „Skipið hefur vinnslugetu á við lítið sjávarþorp, en við það starfa einungis 27 menn, 25 um borð og 2 á skrifstofu í landi. Skipið fer til veiða í næstu viku, en það á um 1.000 tonna kvóta á þessu ári. Það var skipasmíðastöð í Stettin í Póllandi sem smíðaði skipið en Skipatækni hf. hannaði. Vinnslulínur eru að mestu danskar og þýskar, en vogir eru frá Pólstækni á Ísafirði. Framleitt er undir eigin nafni, Júlíus Brand, og selt er beint á erlenda markaði.“ Var einnig haft eftir Kristjáni Jóhannssyni, þáverandi útgerðarstjóra skipsins, að það hafi verið „1.403 brúttótonn eftir nýju mælingunni, 57,5 m á lengd, 12 metra breitt og hefur með- aldjúpristu upp á 5 metra. Vélin er 3.342 hest- afla Wártsilá, vindur frá Briisseles, tölvutroll- stýribúnaður frá Rafboða, frystibúnaður frá Söby og fiskvinnsluvélar frá Baader.“ Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins að kaupverð skipsins hafi verið 470 milljónir króna sem er ígildi 1,7 milljarða króna á núvirði miðað við verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands. Þá var Hermann Skúlason fyrsti skipstjóri skipsins, yfirvélstjóri Þorlákur Kjartansson og 1. stýri- maður Ómar Ellertsson. Ekki óeðlilegt að þykja vænt um skip „Auðvitað er hann orðinn gamall, en hann stendur enn fyrir sínu,“ segir Sveinn Geir Arn- arsson, núverandi skipstjóri Júlíusar Geir- mundssonar, og bendir á að talsverðar endur- bætur hafa verið gerðar á skipinu í gegnum tíðina. Meðal annars var það í kringum alda- mótin sem settur var flokkari í skipið, 2018 var settur nýr autobúnaður frá Naust Marine og svo var millidekkinu breytt í apríl á þessu ári. „Við löguðum aðeins til og þetta er allt í rétta átt.“ Skipstjórinn segir skipið hafa reynst vel og að ánægjulegt hafi verið að stýra skipinu. Hann kveðst ekki hafa einhverja sögu af skipinu sem hann muni sérstaklega enda séu þær orðnar svo margar í gegnum árin. „Ég er búinn að vera þarna síðan ’96. Þannig að maður þekkir nú lítið annað. […] Ég byrja að leysa af sem annar stýrimaður ’99, 2007 fer ég að leysa af sem fyrsti stýrimaður og svo er það 2015 sem ég fer að leysa af sem skipstjóri. Þannig að maður er búinn að vera með mörgum góðum mönnum þarna og skemmtilegum karakterum.“ Spurður hvort megi segja að Júlíus Geir- mundsson sé hálfgerður lífsförunautur svarar Sveinn Geir því játandi. Þá sé alls ekki óeðlilegt að byrja að þykja vænt um skip þegar maður hefur fylgt því í langan tíma, að sögn skipstjór- ans. „Þetta er manns annað heimili þannig að manni er ekki alveg sama hvernig er gengið um skipið. Og auðvitað vill maður hafa alla hluti í lagi.“ Hann segir togarann vera mikilvægan þátt í heimabyggðinni enda stór vinnustaður þar til fjölda ára. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Júlíus Geirmundsson þrjátíu ára Togarinn, sem smíðaður var í Póllandi undir lok kommúnism- ans, þótti með flottustu skip- um landsins. Kostnaðurinn nam 470 milljónum króna, ígildi 1,7 milljarða að núvirði. Ljósmynd/Sigurður Bergþórsson Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Óhætt er að segja að fyrirtækið sé rótgróið en hraðfrystihúsið í Hnífsdal er 76 ára. Júlíus var tilbúinn níu dögum fyrir fall Berlínarmúrsins og hefur til þessa borið að landi afla fyrir 50 milljarða. Nýr togari Gunnvarar hf. vakti mikla athygli við komu til lands- ins ekki síst þar sem afkasta- getan þótti með ólíkindum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.