Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 7
www.hagkaup.is Er íslensk tónlist klám? Í Hagkaupum verður 14% vsk. í stað 24,5% af öllum íslenskum geisladiskum á laugardag og sunnudag. Við lækkum verð á íslenskum hljómdiskum laugardag og sunnudag og bjóðum alla íslenska tónlist með 14% vsk. en ekki 24,5% vsk. eins og aðra daga ársins. Með þessu viljum við sýna íslenskum tónlistarmönnum samstöðu og stuðning en það er okkar skoðun að 24,5% virðisaukaskattur sé óréttlátur, bæði gagnvart tónlistarmönnum og ekki síður neytendum sem kunna gott að meta og sýna íslenskri tónlist mikinn áhuga. Eins og fram kemur í meðfylgjandi blaðagreinum er skattlagning virðisauka á erlend tímarit með vafasömu efni aðeins 14% á meðan tónlist ber 24,5% vsk. Þetta er ekkert vit, ekki síst vegna þess að íslensk tónlist er hreint ekkert klám! Að sjálfsögðu fær ríkissjóður fullan virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin er alfarið á kostnað Hagkaupa. DV 9. des. 2002 Gildir a›eins helgina 14. og 15. desember. MBL 7. de s. 2002 Skoðanakönnun Er 24,5% VSK. á íslenskri tónlist réttlætanlegur? Farðu inn á hagkaup.is og greiddu atkvæði!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.