Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2002, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 14.12.2002, Qupperneq 20
20 14. desember 2002 LAUGARDAGUR NAFNIÐ MITT Alla laugardaga í desember verða vínþjónar til ráðgjafar í Vínbúðinni Heiðrúnu, Vínbúðinni Kringlunni og Vínbúðinni Smáralind. Við bætum um betur og höfum framvegis opið í Vínbúðinni Kringlunni, Vínbúðinni Smáralind og Vínbúðinni Dalvegi á laugardögum kl. 11-18. www.vinbud.is Kringlan Heiðrún Smáralind Kringlan Heiðrún Smáralind Kringlan Heiðrún Smáralind Kringlan Heiðrún Smáralind Kringlan Heiðrún Smáralind Kringlan Heiðrún Smáralind Kringlan Heiðrún Smáralind VÍNÞJÓNAR TIL RÁÐGJAFAR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A V R 19 63 2 12 /2 00 2 Jóhann Páll Valdimarsson bóka-útgefandi tekur engar stórar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við stjórnarformann fyrirtækis- ins. köttinn Randver. „Ég ólst upp með köttum og það hefur alltaf verið köttur á mínu heimili. Það var því mikið áfall þegar Valdi- mar, yngsti sonur minn, greindist með kattaofnæmi og okkur var bannað að vera með kött. Mér fannst það ansi þunnur þrettándi enda finnst mér kattarlaust heim- ili ekki vera heimili.“ Randver stjórnarformaður á sér skemmtilega sögu en Jóhann Páll sá honum bregða fyrir í frétt í Ríkissjónvarpinu um flækings- ketti í Kattholti. „Það brá þarna fyrir kettlingi sem mig langaði ofboðslega til að eignast og við hjónin ókum í loftköstum upp í Árbæjarhverfi strax að fréttatímanum loknum. Á leiðinni bað ég guð að taka þetta kattarofnæmi frá drengnum og hef aldrei beð- ið jafn heitt. Við snerum svo aftur með Randver og hér hefur hann verið síðan og of- næmið hefur ekkert látið á sér kræla hjá d r e n g n u m . Randver hefur svo unnið sig upp í lífinu og er aldrei kallaður annað en stjórnarformaðurinn. Hann á flottasta stólinn í fyrirtækinu og í hann fá engir gestir að setjast. Hann mætir hingað fyrstur á morgnanna og hreyfir sig ekki héðan fyrr en upp úr klukkan fimm þegar hann vill fá fiskinn sinn.“ Jóhann Páll segist taka stjórn- arformennsku Randvers mjög há- tíðlega. „Hann situr alltaf hérna á móti mér og alltaf þegar það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir labba ég yfir til kattarins og ræði við hann. Það fer því ekkert mikil- vægt framhjá honum og ef hann sefur rólega allan daginn þá veit ég að útgáfan er á réttri leið.“ Jóhann Páll hefur tekið tvo ketti í fóstur síðan Randver kom til sögunnar en toppstöðu hans, bæði á heimilinu og innan fyrir- tækisins, hefur ekki verið ógnað. thorarinn@frettabladid.is Jóhann Páll Valdimarsson sá köttinn Randver í sjónvarpsfréttum og varð að eignast hann. Randver vann sig hratt upp innan fjölskyldunnar og fjölskyldufyrirtækisins og gegnir nú stjórnarformennsku og lætur ekkert framhjá sér fara. Kötturinn sem stjórnar bókaútgáfunni RANDVER STJÓRNARFORMAÐUR Útgáfustjórinn tekur engar meiriháttar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við köttinn. DÝRIÐ MITT Á leiðinni bað ég guð að taka þetta kattar- ofnæmi frá drengnum og hef aldrei beðið jafn heitt. ,, Nafngiftin er makalaust hvers-dagsleg og þó ekki! Engan dreymdi fyrir mínu nafni, heldur er ég nefnd eftir langömmu minni í föðurætt, Margréti. Kristínar nafn- ið er komið frá konu sem bjó hjá langömmu minni og langafa og passaði mömmu og systur hennar. Þessi kona var svo góð við mömmu mína, Sólveigu Hauksdóttur, að hún ákvað að ef hún myndi eignast litla stúlku ætti barnið að heita Kristín. Leið nú og beið. Eftir dúk og disk hitti mamma mann á förnum vegi að nafni Haraldur S. Blöndal. Og viti menn! Hann átti ömmu sem hét Margrét og hún hafði fegurst hár við Djúp á Ísafirði. Reyndar á hann líka systur sem heitir Mar- grét! Rennur síðan upp sú ham- ingjustund að foreldrum mínum fæðist stúlkubarn, en um leið upp- hefjast mikil átök hvað varðar nafngiftina: Hvort átti stúlkan að heita Kristín Margrét eða Margrét Kristín? Mamma vildi að ég héti Kristín Margrét og pabbi vildi hafa Margrétarnafnið á undan. Niður- staðan varð sú að stúlkan situr uppi með nafnið Margrét Kristín, kölluð Magga Stína. Það var mamma sem fann upp á gælunafninu og ég er afskaplega ánægð með það. Að vísu hef ég stundum á tilfinningunni að hún hafi fundið upp á dúllunafninu Magga Stína til að ögra pabba, enda hefur hann aldrei kallað mig Möggu Stínu.“ ■ Hversdagslegt og þó ekki!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.