Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2002, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 14.12.2002, Qupperneq 28
Það hefur vart farið framhjáneinum að Kristján Jóhanns-son er á landinu um þessar mundir. Á milli þess sem hann hefur upp raust sína fyrir landann situr hann við flygilinn í Bústaða- kirkju og miðlar af þekkingu sinni til íslenskra söngvara. „Þú verður að hamast á þessu aftur og aftur þar til þú nærð þessu almenni- lega. Ég sé þig síðan á morgun og þá syngjum við dálítið saman,“ segir hann og stendur upp og kveður síðasta nemandann þann daginn. „Þetta er ótrúlega gaman en erfitt og krefjandi, langt umfram það sem ég átti von á. Ég hef að- eins komið nálægt því að kenna áður en ekki svo teljandi sé. Til mín hafa komið krakkar sem ver- ið hafa á Ítalíu í söngnámi. Það hefur aðeins verið vinargreiði en ekkert regluleg kennsla.“ Heldurðu að það eigi fyrir þér að liggja að kenna? „Nei, það held ég ekki. Það er þá ekki fyrr en eftir einhver ár. Þeir sem stunda kennslu eru fremur þeir sem ekki ná sérstök- um árangri í söngnum en hafa ástríðuna til að bera og miðla áfram með að kenna. Þú ert ekkert að brenna út sem söngvari? „Nei, fjarri lagi. Ég syng af krafti og hef aldrei verið betri. Það er eins með röddina, hún verður betri og betri eftir því sem maður eldist, rétt eins og konurn- ar og vínið,“ segir Kristján og skellihlær. Hann bætir við að Ítal- ir eigi sér spakmæli sem hljóði eitthvað á þessa leið: „Mentre ci sono le palle ce ancor la vita.“ „Á okkar máli útleggst það eitthvað á þá leið að þegar pungurinn sé far- inn og gleymdur sé lífið búið. Ég held að það sé eitthvað svipað með mig og sönginn að svo lengi sem ég geti elskað konu þá muni ég syngja.“ Hann segist hafa nóg að gera og undanfarin ár sungið talsvert í Japan og Kína og kunn- að því vel. „Þar eru peningarnir og gott að syngja fyrir þessar þjóðir.“ Kristján gagnrýnir íslenska fjölmiðlamenn og segir þá ýta undir flatneskju. „Í blöðunum eru allir sem eitthvað geta gerðir að stórsöngvurum. Hér er aragrúi af þeim og enginn greinamunur gerður á hvort menn eru rokksöngvarar, dægurlagasöngv- arar eða eitthvað annað. Ég kenni ykkur fjölmiðlafólkinu um,“ segir hann. „Það er allt að því niður- lægjandi þegar þið farið að tala um stórsöngvara við mig. Hvað er ég þá? Það má enginn reka upp gól og þá er búið að gera úr hon- um stórsöngvara. Þegar þið vinn- ið á þennan hátt verður allt leiðin- legt og flatneskjulegt.“ Íslensk jól með ítölsku ívafi Kristján heldur utan aftur á mánudag og ætlar að halda jól með fjölskyldunni á Ítalíu. „Ég syng fyrir páfann eins og ég gerði í fyrra og hlakka til þess. Jólin höldum við á heimili okkar og þau eru hefðbundin íslensk jól með ítölsku ívafi,“ segir hann. Sauða- hangikjötið verður með í far- angrinum en fátt annað matar- kyns og engar Ora baunir. „Það er alltaf gaman að bragða á hangi- kjöti en Íslendingar eru bara með það of oft á borðum. Það er ekki lengur hátíðamatur og þjónar því ekki sínum tilgangi lengur.“ Jólin hafa þegar verið undirbú- in heima á Ítalíu og Kristján segir að Sigurjóna hafi bakað nokkrar sortir af smákökum. Á Þorláks- messu skera þau út laufabrauð. „Við höldum dagsetningum eins og hér heima og höfum aðfanga- dagskvöld. Sækjum kirkju, borð- um vel, höldum utan um hvert annað og hugsum dálítið um Guð.“ Þegar Kristján er spurður hvort hann hafi náð þangað sem hann ætlaði sér segir hann það engan vafa. „Það er langt síðan. Þegar söngvarar hafa sungið í öll- um stærstu og mestu óperuhúsum heims, eins og Metropolitan, Scala og Covent Garden, í fimmtán ár þá er ekki mikið eftir. Ég get ekki annað en verið ánægður.“ Hann segir það persónubundið hvenær söngvarar fari að hægja á sér. „Vanalega hægir maður á sér vilj- andi ef maður nennir ekki að atast í þessu lengur. Með tímanum gefst færi á að velja og hafna. Þá þarf ekki lengur að stökkva á allt sem býðst eins og í byrjun.“ Ertu ekki orðinn þreyttur á söngnum og ferðalögunum sem fylgja honum? „Nei, fjarri lagi. Þetta er bara mitt starf. Ég held að það sé miklu erfiðara að keyra á milli Kópa- vogs og Reykjavíkur daglega allt árið um kring. Það er svo þreyt- andi að ég myndi að öllum líkind- um skjóta mig í hausinn ef ég þyrfti þess,“ segir hann og er ekki að grínast. Flökkulífið segir hann að eigi mun betur við hann og það henti honum vel að vera ekki með hlutina niðurnjörvaða. „Oftast fæ ég góða íbúð þar sem ég syng og þar get ég eldað sjálfur, hlaupið um fáklæddur og gert það sem ég vil. Ég kann því vel enda kemur konan með mér þegar hún getur.“ Eldamennskan sáluhjálp Matarmenningin á Ítalíu er að Kristjáns skapi og hæfir honum vel. Hann segist á hinn bóginn alltaf fitna þegar hann komi til Ís- lands. „Samt borða ég miklu meira heima á Ítalíu. Maturinn er svo miklu hollari þar og ekki nærri eins fitandi og hér,“ segir hann. „Ég elda líka mikið sjálfur og hef afskaplega gaman af því enda er ég mikill sælkeri. Eldamennska er mín sáluhjálp,“ staðhæfir hann.“ Kristján segir þau hjón reyna að koma heim á hverju ári. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands. Kannski er það vegna þess að við komum svo sjaldan,“ segir hann og hlær. „Nei, ég hef ógurlega gaman af því að syngja heima. Núna söng ég heima á Ak- ureyri fyrir mömmu og gamla fólkið á elliheimilinu þar sem hún býr. Þar söng ég með bræðrum mínum og frændum lög af geisla- diski sem er sá fyrsti um pabba gamla og er tileinkaður honum. Áður var hann bara til á vínyl blessaður. Mér þótti afskaplega vænt um að syngja fyrir mömmu og gamla fólkið, sem var ógurlega þakklátt.“ Finnst þér hin svokallaða menningarelíta á Íslandi hafa tek- ið þér illa? „Engan veginn, ég heyri ekkert af henni og veit ekki hver hún er,“ segir Kristján og skellihlær. Hann er með á því hvaða fyrirbrigði það sé „Ég er bara alls ekki inni í þeirri hringiðu og læt hana mig litlu skipta.“ Hins vegar veit hann af öfund og rógmælgi. „Ég lít ein- faldlega á það sem hrós en velti því að öðru leyti lítið fyrir mér. Víst er að öfundin er ekki sprottin af hve myndarlegur ég er en kannski er það fyrir skemmtileg- heitin,“ segir hann og hlær enn meira. Venjulegt heimilislíf Sigurjóna hefur verið dugleg að ferðast með Kristjáni og hefur ekki talið eftir sér að dvelja með honum þar sem hann er við æfing- ar. Hann segir að eftir að litla heimasætan fæddist hafi hún ver- ið bundnari en börnin séu í góðum höndum heima á meðan þau séu í burtu. „Hún lætur sig sjaldnast vanta, þessi elska, og síst minna en hún gerði. Við höfum alla tíð verið með stúlkur sem gæta barnanna. Lengi vel voru þær íslenskar en svo um tíma filippeyskar. Nú er hjá okkur aftur íslensk stúlka og hún er heima með börnin þegar við erum í burtu. Drengirnir eru orðnir það stórir og annar þeirra er komin í menntaskóla. Þeir byrja reyndar fyrr þar í mennta- skóla en hér heima.“ Heimilislífið er ósköp venju- legt og Kristján segir þau vera heimakær. „Þetta er bara eins og venjulegt heimili, kannski aðeins meiri kúltúr í heimilislífinu. Við eigum vini og kunningja sem koma í heimsókn og við förum út með þeim. Eins eigum við örfá ís- lenska vini, ekki marga. Það eru helst þeir sem hafa búið lengi á Ítalíu og eiga maka þaðan.“ Bíður eftir tónleikahöll Heldurðu að þú eigir eftir að flytj- ast heim til Íslands? „Ekki held ég það, en maður getur ekki bara hugsað um sjálfan sig. Nú eru tvö elstu börnin mín heima og það hefur mikið að segja. Tengdaforeldrarnir og fjöl- skyldan toga mikið í okkur. Þau koma reyndar talsvert oft út til okkar. Það má heldur ekki gleyma því að börnin eru alin upp á Ítalíu og þekkja ekkert annað fyrir utan stuttar heimsóknir til Íslands.“ Talið þið saman íslensku á heimilinu? „Já, við höfum alltaf gert það við börnin og ég held að við getum verið stolt af því hve góða ís- lensku þau tala. Það hefur svo mikið breyst á Íslandi frá því ég flutti burtu. Íslendingar eru orðn- ir alþjóðlegri. Það er aðeins eitt sem þeir eru ótrúlegir skussar í og það er að koma upp tónleika- höll. Það gerist ekkert í því fyrr en einhver með völd og vit tekur af skarið. Ég treysti engum betur til þess en annað hvort Ingibjörgu Sólrúnu, sem ég met mikils, eða Davíð Oddssyni vini mínum. Við komum okkur aldrei saman um þetta fyrr en þau lemja í borðið og segja: „Hingað og ekki lengra, nú verður byggt hús og það á að vera svona og standa hér.“ Ekki væri verra ef þau hefðu samband við mig og ég myndi feginn miðla af minni tuttugu og fimm ára reynslu. Þetta er ekkert grín. Ís- lendingar verða að veltast með þetta endalaust annars. Það verð- ur kannski rifist um það í tvær vikur og síðan verða allir ánægðir og dauðfegnir að það skuli þá loksins vera komið tónlistarhús.“ bergljot@frettabladid.is 28 14. desember 2002 LAUGARDAGUR Falleg kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á elskað sungið Meðan ég get get ég Kristján Jóhannsson spjallar um söng, mat og lífið sjálft. Hann segir að ekki verði byggt tónlistarhús á Íslandi fyrr en einhver með viti taki af skarið. Það verði rifist í tvær vikur en síðan verði allir dauðfegnir. KRISTJÁN JÓHANNSSON Syngur af krafti og hefur aldrei verið betri: „Það er eins með röddina, hún verður betri og betri eftir því sem maður eldist, rétt eins og konurnar og vínið.“ Víst er að öfundin er ekki sprottin af hve myndarlegur ég er en kannski er það fyrir skemmtilegheitin. ,, Það má enginn reka upp gól og þá er búið að gera úr honum stórsöngvara. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.