Fréttablaðið - 17.12.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 17.12.2002, Síða 2
2 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR ERLENT Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður vinstri grænna, var ræðukóngur á Alþingi í haust. Fjórir af fimm þingmönnum sem töluðu mest úr ræðustól Alþingis eru þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ætli það sé ekki frekar hitt að menn hafi mikið til málanna að leggja. Því miður þá búa landsmenn við ríkisstjórn sem sér stjórnarandstöðu fyrir stöðugum verkefnum. SPURNING DAGSINS Eru vinstrimenn svona lengi að koma sér að efninu? STJÓRNMÁL Hlynur Hallsson mynd- listarmaður mun skipa þriðja sæt- ið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðaustur- kjördæmi samkvæmt tillögu upp- stillingarnefndar sem verður lögð fyrir fund kjördæmisráðs í næsta mánuði. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur hafði lagt mikla áherslu á að skipa þriðja sæti framboðslistans, hann naut hins vegar ekki stuðnings í kjör- nefnd og tapaði fyrir Hlyni í kosn- ingu. Samkvæmt heimildum blaðsins furða ýmsir félagar í VG í Norðausturkjördæmi sig á fram- göngu Ragnars, sem átti sæti í uppstillingarnefnd og vék ekki úr henni þó hann sæktist eftir sæti á listanum. Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman skipa tvö efstu sæti listans. Hlynur vakti athygli þegar myndlistarsýning hans í Texas vakti miklar deilur í ágúst síðast- liðnum. Listaverk hans þar sem orðum George W. Bush Banda- ríkjaforseta um öxulveldi hins illa var snúið upp á Bandaríkin, Bret- land og Ísrael fóru fyrir brjóstið á heimamönnum. Hlynur segir til- ganginn hafa verið að vekja um- ræðu og það hafi tekist en sjálfur sé hann ekki sammála öllum yfir- lýsingunum sem birtust í lista- verkum hans og deilur stóðu um. ■ RÚTUFERÐIR LEYFÐAR Palestínu- menn hafa fengið leyfi til að aka langferðabifreiðum á ný milli bæja og borga á Vestur- bakkanum. Farþegar í þeim þurfa þó að sæta tímafreku eft- irliti af hálfu Ísraelsmanna. Þessar samgöngur hafa verið bannaðar í tvö ár. SVIKAHRAPPUR BIÐST AFSÖK- UNAR Peter Foster, ástralski svikahrappurinn sem veitti Cherie Blair, eiginkonu breska forsætisráðherrans, ráðlegging- ar um íbúðakaup nýverið, hefur nú beðist afsökunar á því. Málið hefur valdið miklu fjaðrafoki í breskum fjölmiðlum. Foster ætl- ar þó að segja alla sólarsöguna í ævisögu sinni. VIÐSKIPTI Hasar á Siglufirði: Ölvaður í eltingarleik LÖGREGLUMÁL Ökumaður um þrítugt reyndi að stinga lögregluna á Siglu- firði af þegar hún gaf honum stöðv- unarmerki þar sem hann ók of hratt. Bifreiðin mældist á 94 kíló- metra hraða þar sem hámarkshraði er 35 kílómetrar á klukkustund. Lögreglan veitti manninum eft- irför og stóð eltingarleikurinn í rúma klukkustund. Maðurinn ók út úr bænum en sneri svo við. Hann stöðvaði bifreiðina og hugðist hlaupa inn á skemmtistað á Siglu- firði en lögreglan hafði hendur í hári hans áður en hann komst inn. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur og látinn sofa úr sér. Hann er grunaður um ölvunar- akstur. ■ Lögreglan á Selfossi: Sex teknir með hass LÖGREGLUMÁL Sex menn voru hand- teknir á Selfossi um helgina grun- aðir um fíkniefnaneyslu. Um mið- nætti var lögreglan á hefðbundnu eftirliti og stöðvaði bifreið á Austurvegi. Lögreglumenn urðu varir við að einhverju var kastað út úr bifreiðinni sem reyndist vera lít- ilræði af hassi. Þrír menn voru í bifreiðinni. Þeir voru handteknir og færðir í fangageymslur. Um klukkustund síðar stöðvaði lögreglan aðra bifreið á Suður- landsvegi. Eitt gramm af hassi fannst við leit í þeim bíl, sem falið var á milli sæta. Þrír menn voru í bifreiðinni og voru þeir einnig handteknir. Mennirnir reyndust allir að- komumenn og var húsleit gerð í kjölfarið á heimilum þeirra í Reykjavík og Hveragerði án þess að efni fyndust. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslum loknum og er málið til frekari rannsóknar. ■ SAMGÖNGUÁÆTLUN Tæplega 240 milljarðar króna fara í samgöngu- mál næstu 12 árin, samkvæmt samræmdri samgönguáætlun. Upphæðin skiptist nokkuð jafnt á þrjú fjögurra ára tímabil. Langstærstur hluti fjármunanna fer í að byggja upp samgöngu- mannvirki og bæta þau. Langmest fer til vegamála, enda má segja að uppbygging vegakerfisins sé skemmst á veg komin. Tæplega 169 milljarðar fara til vegamála eða 70% upphæðarinnar allrar. Meðal annars er stefnt að því að ljúka lagningu bundins slitlags á hringveginn 2007 til 2008, ráðist verður í jarðgangagerð fyrir norðan og austan og flýtt fyrir ýmsum brýnum stærri verkefn- um á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þá er við það mið- að að hefja uppbyggingu helstu landsvega yfir hálendið, það er Sprengisandsleiðar, Kjalvegar, Fjallabaksleiðar nyrðri og Kalda- dalsvegar. Til flugmála fara tæpir 46 milljarðar á tímabilinu. Af því fara einungis 4 milljarðar í stofn- kostnað, enda allir aðalflugvellir í meginatriðum í góðu lagi, með ný- lega uppbyggðum flugbrautum og nýjum eða nýendurbyggðum flugstöðvum sem og tækjabúnaði. Framkvæmdir á flugvöllum miða því flestar að því að auka öryggi þeirra eða þjónustu. Eitt brýnasta verkefnið er bygging nýrrar flug- stöðvar á Reykjavíkurflugvelli en stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir innan fjögurra ára. Al- þjóðaflugþjónustan kostar um- talsverða fjármuni, og þá mun eft- irlit með flugumferðarþjónustu og flugvöllum taka til sín aukna fjármuni, en uppbygging eftirlits- ins þarf að gerast hratt, með hlið- sjón af kröfu Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar um að starfsleyfi skuli gefin út fyrir alla flugvelli fyrir 27. nóvember 2003. Til siglingamála fara rúmir 22 milljarðar króna á næstu 12 árum. Af því fer um helmingur í stofn- kostnað eða tæpir 10 milljarðar. Á næstu fjórum árum verða meðal annars settar 845 milljónir í stór- iðjuhöfn á Reyðarfirði, tæpar 600 milljónir í hafnarframkvæmdir í Grindavík og rúmar 400 milljónir í Vestmannaeyjum. the@frettabladid.is KÖGUN GERIR SAMNING Stjórn Mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins samþykkti á föstu- dag að taka tilboði Thales Raythe- on Systems og Kögunar hf. í smíði svokallaðs Link 16. Verkið hefur verið í undirbúningi undanfarin þrjú ár en gert er ráð fyrir að heildarverktími verði um þrjú ár. Samningum er ekki lokið og ligg- ur því fjárhæð samningsins ekki fyrir. HARALDUR AFSKRÁÐUR Hlutabréf í útgerðarfélaginu Haraldi Böðv- arssyni á Akranesi eru ekki leng- ur skráð í Kauphöll Íslands. Í gær var síðasti viðskiptadagur með bréf félagsins. Eimskipafélag Ís- lands hefur sem kunnugt er inn- limað félagið í útgerðarstoð sína. Félagið eru nú hluti af sjávarút- vegsstarfsemi Eimskipafélagsins. Páfagarður um kynferðisbrot: Samþykkir stefnu biskupanna PÁFAGARÐUR, AP Ágreiningur milli Páfagarðs og bandarísku bisk- upanna í kynferðisbrotamálum hefur verið leystur. Páfinn og bandarísku bisk- uparnir ætla að berjast gegn kynferðisbrot- um gegn börn- um. Þeir ætla um leið að verja „góðan orðstír y f i r g n æ f a n d i meirihluta pres- ta og djákna.“ Stutt er síðan Bernard Law, kardináli kaþólsku kirkjunnar í Boston, sagði af sér vegna ásakana um að hafa reynt að hlífa prestum sem höfðu brotið af sér. ■ Vinstri grænir í Norðausturkjördæmi: Myndlistarmaður lagði jarðskjálftafræðing HLYNUR HALLSSON FYRIR FRAMAN ENDURUNNIÐ LISTAVERK Listaverk Hlyns fóru fyrir brjóstið á Texas- búum sem kunnu ekki að meta gagnrýn- ina á Bandaríkjaforseta. Þegar banna átti sýninguna setti hann upp nýja þar sem hann sneri gagnrýninni á haus. Sjöunda hver króna í vegamálin 170 milljarðar af þeim 240 milljörðum sem ætlaðir eru í samgöngumál á næstu tólf árum fara til vegamála. Jarðgöng, stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og hálendisvegir á áætlun. SAMGÖNGUR Áhugahópur um bætt- ar samgöngur milli lands og Eyja mótmælir því harðlega að ekki sé í nýrri samgönguáætlun fyrir næstu tólf árin áætlað fjármagn til kaupa á nýrri og hraðskreiðri ferju í stað Herjólfs. Því er einnig mót- mælt að engar fjárveitingar séu ætlaðar sérstaklega til rannsókna á ferjuaðstöðu við Landeyjasand. Hópurinn segir ljóst að samgöngu- ráð hafi ekki kynnt sér Byggða- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2002-2005 þar sem skýrt sé kveðið á um að leita skuli allra leiða til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Þá segir hópurinn að sam- gönguráðherra virðist einnig hunsa byggðaáætlun og veiti sára- litlu fé til Eyja af þeim hundruðum milljarða sem fari í samgöngubæt- ur um land allt. Í samræmdri samgönguáætlun næstu tólf árin segir að óskir um styttingu ferðatíma milli lands og Eyja hafi verið ofarlega á baugi undanfarið. Tvær leiðir komi til álita í þeim efnum, annars vegar að kaupa stærra og hraðskreiðara skip og hins vegar að gera höfn við Landeyjasand. Báðir kostir séu dýrir og krefjist vandaðs undir- búnings. Höfn við Landeyjasand hefði miklu meiri breytingu í för með sér en kaup á nýju skipi og því ætti að skoða þann kost vel áður en stefnan er mörkuð. Í samgöngu- áætlun er miðað við að þessir kost- ir verði kannaðir áfram en ekki er gerð tillaga um fjárfestingu, enda ekki raunhæft á þessu stigi. ■ Ekkert fjármagn í nýjan Herjólf: Fýla í Eyjamönnum HERJÓLFUR Eyjamenn eru súrir yfir því að ekki séu í 12 ára samgönguáætlun eyrnamerktir aurar í nýja og hraðskreiðari ferju. SAMGÖNGUÁÆTLUN – FRAMLÖG Í MILLJÖRÐUM KRÓNA Tímabil I Tímabil II Tímabil III 2003-2006 2007-2010 2011-2014 Samtals Flugmál 14,718 15,361 15,594 45,673 Siglingamál 8,663 6,829 6,907 22,399 Vegamál 55,698 57,265 55,756 168,719 Samtals: 79,079 79,455 78,257 236,791 STÓRFRAMKVÆMDIR Á AUSTFJÖRÐUM Mikið verður framkvæmt fyrir austan á næstunni. Auk virkjunarframkvæmda og vegagerð- ar í tengslum við þær hefst jarðgangagerð milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjaðrar í byrjun nýs árs. Gerð stóriðjuhafnar í Reyðarfirði er sömuleiðis fyrirhuguð. Kostnaður við göng og höfn er áætlaður tæpir fimm milljarðar króna. PÁFINN VEIFAR Jóhannes Páll II páfi sat við gluggann á skrifstofu sinni í Páfagarði á sunnu- daginn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.