Fréttablaðið - 17.12.2002, Síða 6
6 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR
STUTT
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Það styttist í tónleika Coldplay í
Laugardalshöll. Hvað heitir
söngvari hljómsveitarinnar?
Einn þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins íhugar sérframboð í
alþingiskosningunum í vor.
Hvað heitir hann?
Hvað heitir forstjóri Útlendinga-
eftirlitsins?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 83.18 0.31%
Sterlingspund 132.14 0.28%
Dönsk króna 11.44 0.07%
Evra 84.95 0.06%
Gengisvístala krónu 126,06 -0,57%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 363
Velta 6.736 milljónir
ICEX-15 1.328 0,17%
Mestu viðskipti
Skeljungur hf. 297.000.000
Baugur Group hf. 165.271.083
ACO-Tæknival hf. 157.563.172
Mesta hækkun
Kögun hf. 14,00%
Baugur Group hf. 2,86%
Össur hf. 1,90%
Mesta lækkun
Nýherji hf. -17,16%
AFL fjárfestingarfélag hf. -4,57%
Flugleiðir hf. -3,03%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8551,3 1,4%
Nasdaq*: 1383,6 1,6%
FTSE: 3982,1 2,7%
DAX: 3320,9 0,5%
Nikkei: 8450,9 -0,8%
S&P*: 902,6 1,5%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
HEILBRIGÐISMÁL Útséð virðist með
að heilsugæslulæknar á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja verði ráðnir
að nýju til starfa við stofnunina.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunar
Suðurnesja, sendi
frá sér yfirlýsingu
þess efnis fyrir
helgi að ekki væri
hægt að ráða lækn-
ana á þeim kjörum
sem þeir fóru fram
á.
Í bréfi Þóris Kol-
beinssonar, for-
manns Félags heim-
ilislækna, sem ritað
var fyrir helgi til
Sigríðar Snæbjörns-
dóttur og Árna Sigfússonar bæjar-
stjóra, segir að forsöguna megi
rekja örfá ár aftur í tímann. Orð-
rétt segir: „Þá ríkti hið mesta
vandræðaástand í málum heilsu-
gæslulækna á Suðurnesjum.
Lækna vantaði í stöður og þær
voru oftar en ekki mannaðar í
skamman tíma í senn. Erfiðleikar
voru meðal annars við mönnun
vakta. Þáverandi yfirmenn á stofn-
uninni leituðu þá uppi lækna sem
voru í eða höfðu nýlokið fram-
haldsnámi í heimilislækningum
erlendis og buðu þeim störf á Suð-
urnesjum gegn betri kjörum en
tíðkast höfðu þar. Afleiðing þessa
var að nýir læknar hófu störf sem
styrktu þann hóp sem fyrir var og
hefur starfsemi heilsugæslunnar
verið með miklum sóma þar til að
uppsögnum lækna kom. Bryddað
var upp á nýjungum og fræðastarf
stóð með blóma, gæðaverkefna-
vinna hófst og meðal annars öðlað-
ist einn af læknunum doktorsnafn-
bót í heimilislækningum. Gott orð
fór af kennslu við stofnunina og
var Maríu Ólafsdóttur veitt
kennslustaða við Læknadeild, sem
er gífurlega þýðingarmikið fyrir
stofnun af stærð Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja og skapar aðsókn
nema.“
Voru ung og fersk
María Ólafsdóttir, fyrrverandi
yfirlæknir, segir að forsendan
fyrir ráðningu þeirra á sínum tíma
hafi verið að þau voru svo mörg
saman sem raun bar vitni. „Við
vorum ung og fersk og tilbúin að
takast á við krefjandi verkefni en
fæst okkar voru tilbúin til að búa á
Suðurnesjum,“ segir hún.
Fram hefur komið að læknarnir
sinntu bráðaþjónustu því Suðurnes
eru skilgreind sem dreifbýli. Það
þýðir að eftir dagvinnu voru þeir á
bakvöktum. Þar sem þeir búa á
höfuðborgarsvæðinu fóru þeir
ekki heim heldur voru á vinnustað
á meðan þeir sinntu þeim vöktum.
Því höfðu þeir svigrúm til að sinna
pappírsvinnu milli verkefna sem
þeir að öðrum kosti önnuðust í
vinnutíma. Það skýrir að afköst
þeirra yfir daginn voru meiri en
annars. Þannig réttlæta þeir akst-
ur til og frá vinnu á vinnutíma.
Þeir benda á að tveir elstu lækn-
arnir taki ekki bakvaktir enda skil-
uðu þeir átta klukkustunda vinnu á
dag á móti og urðu að annast papp-
írsvinnu í vinnutíma.
Á svæðinu eru 17.200 manns.
Samkvæmt þeim viðmiðum sem
stuðst hefur verið við er reiknað
með einum heilsugæslulækni fyrir
1500 manns á höfuðborgarsvæðinu
og fyrir 1000 manns í dreifbýli.
Samkvæmt því þyrfti að minnsta
kosti 11,5 stöður heilsugæslu-
lækna á þetta svæði. Í tilboði Heil-
brigðisstofnunarinnar var talað
um að ráða aðeins sjö heilsugæslu-
lækna.
Bundin af Kjaradómi
Læknarnir benda á að ef þeir
hefðu sótt um hver fyrir sig og
ekki hugsað um kollegana hefðu
fjórir staðið út af borðinu. „Það
gátum við ekki sætt okkur við.
Auk þess hefði vinnuálagið á þá
sjö til átta lækna sem ráða átti,
verið allt of mikið. Við hefðu
mekki getað sinnt neinu upp-
byggingarstarfi en til stóð að
halda því starfi áfram og byggja
upp öldrunarþjónustuna,“ segir
María.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra sagði í samtali við
Fréttablaðið á mánudag að
stefna ráðuneytisins væri skýr.
„Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
er bundin af úrskurði Kjaradóms
og getur ekki boðið neitt umfram
það,“ sagði Jón. Hann sagði að ef
læknarnir hefðu ekki sagt upp þá
hefði í öllu falli þurft að gera
eitthvað til að koma launum aft-
ur í samræmi við úrskurðinn.
Gunnar Þór Jónsson, einn lækn-
anna í hópnum, bendir á að þá
hefði þurft að segja þeim upp.
Ekkert hefði þokast
Margir hafa velt því fyrir sér
hvers vegna þessi hópur, ásamt
læknum á Sólvangi, stendur fyrir
uppsögnum til að knýja á um auk-
in réttindi en heilsugæslulæknar í
Reykjavík halda sig til hlés. María
segist ekki vera með skýringu á
takteinum en bendir á að þau séu
með yngstu læknum í stéttinni,
með ferskar hugmyndir. „Það
sama á við læknana í Hafnarfirði.
Við horfum fram á næstu 30 ár og
sjáum ekki fram á neinar breyt-
ingar nema að við knýjum á um
þær. Mér er það til efs að nokkuð
hefði gerst án þess að við hefðum
farið út í þessar aðgerðir. Ég sé
ekki að ráðherra hefði skrifað und-
ir þessa viljayfirlýsingu ef ekkert
hefði verið að gert,“ segir hún.
Spurning um
sveigjanlegan vinnutíma
María vekur athygli á viðbrögð-
um sveitarstjórnarmanna á Suður-
nesjum í ljósi þess að bæjaryfir-
völd í Hafnarfirði hafi risið upp og
sannarlega ekki verið tilbúin til að
láta það ganga yfir bæjarbúa að
vera án læknisþjónustu. „Það er
erfitt að átta sig á hvers vegna
ekki heyrist frá þessum mönnum
þrátt fyrir að héraðið hafi verið
meira eða minna án lækna á annan
mánuð,“ segir hún.
Í yfirlýsingu Sigríðar Snæ-
björnsdóttur kom fram að hún
teldi ekki þörf á að ráða fleiri
lækna ef þeir ynnu átta tíma á dag.
Því vísar María alfarið á bug og
segir það alls ekki hafa bitnað á
vinnu þeirra. Þeir hafi tekið á móti
14-16 sjúklingum á dag en reiknað
hefur verið út að heilsugæslu-
læknar í Reykjavík taki að jafnaði
á móti 12-14. „Ástæða þess að við
komumst yfir svo marga þrátt fyr-
ir að vera sjö klukkustundir að
störfum er að við gátum helgað
okkur því að taka á móti sjúkling-
um allan tímann. Þetta er því ein-
faldlega spurning um sveigjanleg-
an vinnutíma,“ bendir María á.
bergljot@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
Spurning um
sveigjanlegan vinnutíma
Skilaboð úr ráðuneytinu voru að ekki væri hægt að ráða læknana að nýju á sömu kjörum. Áður
en læknarnir komu til starfa hafði verið viðvarandi læknaleysi. Þeir segjast hafa byggt upp
heilsugæslustöðina á þremur árum.
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA
Vildi ekki ráða nema 7-8 af læknunum til
baka á þeim forsendum að ynnu þeir átta
tíma á dag væri ekki þörf fyrir fleiri.
JÓN KRISTJÁNSSON
Sagði að það hefði aldrei gengið að ráða
læknana á öðrum kjörum en úrskurður
Kjaradóms kveður á.
„Ef við byggj-
um á svæðinu
værum við
heima hjá
okkur á bak-
vöktum og
ynnum átta
tíma á dag.
Það kemur í
sama stað
niður.“
Utanríkisráðherra Tyrklands:
Kýpurdeila leyst fyrir febrúarlok
ISTANBÚL, AP Yasar Yakis, utanríkis-
ráðherra Tyrklands, segist sann-
færður um að lausn á Kýpurdeil-
unni náist fyrir febrúarlok. Mið-
jarðarhafseyjan Kýpur hefur verið
klofin milli tyrkneskra og grískra
íbúa hennar frá því tyrkneski her-
inn lagði undir sig hluta eyjunnar
árið 1974.
Evrópusambandið bauð Kýpur
aðild eftir hálft annað ár á leiðtoga-
fundi sínum í Kaupmannahöfn fyr-
ir helgi. Vonast er til að Kýpurdeil-
an verði leyst áður en aðild eyjunn-
ar að Evrópusambandinu verður að
veruleika.
Á sama fundi var Tyrkjum gert
að gera margvíslegar umbætur á
stjórnkerfi sínu. Fyrr geti þeir ekki
fengið aðild að Evrópusambandinu.
Sömuleiðis krefst Evrópusam-
bandið þess að lausn á Kýpurdeil-
unni verði í sjónmáli áður en Tyrk-
land fær aðild. Tyrkjum er því
mjög í mun að leysa Kýpurdeiluna.
Utanríkisráðherrann Yakis
sagði á sunnudaginn að Tyrkir
gætu lent í þeirri stöðu að verða
sakaðir um að vera með her-
námslið á landsvæði Evrópusam-
bandsins ef eyjan verður áfram
tvískipt.
„Ef engin lausn verður á Kýpur-
deilunni, þá myndi Evrópusam-
bandið taka að sér veikt barn,“
sagði hann einnig. ■
Á TVÍSKIPTRI EYJU
Grískur Kýpurbúi stendur vörð við landa-
mærin sem skipta Kýpur í tvennt. Fáni
tyrkneska hlutans sést málaður á fjallshlíð
á tyrkneska hlutanum.
AP
/D
IM
IT
R
I M
ES
SI
N
IS
Ölvaður ökumaður:
Ökklabraut
vegamálara
DÓMSMÁL Þrítugur karlmaður sem
ók drukkinn yfir fætur átján ára
vegamálara og ökklabraut hann
hefur verið dæmdur í 45 daga
skilorðsbundið fangelsi. Hann var
einnig sviptur ökuréttindum í eitt
ár og gert að greiða 80 þúsund
króna sekt.
Atburðurinn varð í júní á Ný-
býlavegi við BYKO í Kópavogi.
Þrátt fyrir slysið hélt ökumaður-
inn ferðinni áfram og ók á vegrið.
Ferð hans lauk á Breiðholtsbraut
við gatnamót Jaðarsels. Þar ók
hann aftan á bíl á rauðu ljósi.
Sérfræðingur segir góðar líkur
á að pilturinn nái sér að fullu. ■
Prentmiðjan GuðjónÓ:
Hangikjöt í
stað korta
JÓLIN Prentsmiðjan GuðjónÓ mun
ekki senda út jólakort í ár heldur
nota andvirði þeirra í þágu
Mæðrastyrksnefndar. Talsvert
magn af hangikjöti var keypt frá
Kaupfélaginu á Hvammstanga og
í stað þess að jólakort berist við-
skiptavinum prentsmiðjunnar þá
údeilir Mæðrastyrksnefnd kjöt-
inu til þurfandi fyrir jólin.
Í frétt frá GuðjóniÓ segir að
fyrirtækið eigi tíu ára afmæli um
þessar mundir og þykir stjórn-
endum þess tilhlýðilegt að þeir
sem meira þurfi á glaðningi að
halda njóti í stað hinna sem af-
lögufærir eru. ■
LÖGREGLUMÁL Um 42 grömm af
hassi fundust við húsleit lögregl-
unnar í Vestmannaeyjum á sunnu-
dagskvöld. Þrjú voru handtekin í
kjölfarið, tveir karlar og ein kona.
Húsleit var gerð á heimili annars
mannanna í kjölfarið og fundust
þar tæki til fíkniefnaneyslu.
Fólkið, sem er allt á þrítugsaldri,
var yfirheyrt og sleppt nokkru
seinna. Á meðan húsleitinni stóð
stöðvaði lögreglan tæplega tvítug-
an pilt sem kom akandi að húsinu.
Við athugun kom í ljós að pilturinn
var ekki í ökuhæfu ástandi og var
hann handtekinn grunaður um að
vera undir áhrifum kannabisefna.
Tengsl hans við fyrrnefnt mál er í
rannsókn.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
hefur gert á fimmta hundrað
gramma af hassi upptæk á þessu
ári. Frá Þjóðhátíð hafa komið upp
átta fíkniefnamál á staðnum. Í
fimm af þessum málum hafa fund-
ist fíkniefni. Í stærsta málinu fund-
ust 250 grömm af hassi. Lögreglu-
hundurinn Tanja hefur átt stóran
þátt í að finna fíkniefni í flestum
þessara mála. Tanja kom til starfa í
lögreglunni í Vestmannaeyjum á
síðasta ári. ■
HASS
42 grömm af hassi fundust í húsi
í Eyjum á sunnudagskvöld og
voru þrjú handtekin í kjölfarið.
Óvenju mikið af eiturlyfjum í Eyjum:
Hálft kíló af hassi gert upptækt á þessu ári
MIKIL UMFERÐ Á AKUREYRI Mik-
il umferð hefur verið á Akureyri
undanfarna daga. Að sögn lög-
reglunnar sækir utanbæjarfólk
mikið til Akureyrar fyrir jólin,
allt frá Egilsstöðum til Blöndu-
óss. Líklegt þykir að umferð eigi
eftir að aukast þegar nær dregur
jólum og opnunartími verslana
lengist.
ÖLVAÐUR MISSIR ÖKURÉTTINDI
Rúmlega fertugur karlmaður hef-
ur verið sviptur ökuréttindum í
sjö mánuði fyrir að aka drukkinn.
Hann bar að óþekktur maður
hefði ekið bílnum en hann sjálfur
aðeins verið farþegi.
LÁT 12 ÁRA DRENGS RANNSAKAÐ
Lögreglan í Bretlandi rannsakar
nú lát 12 ára gamals drengs.
Fregnir herma að drengurinn
hafi átt í deilu við samnemanda
sinn í skóla í austurhluta Lund-
úna seinnipart miðvikudags.
Drengurinn var fluttur á sjúkra-
hús úr skólanum og var úrskurð-
aður látinn við komuna.