Fréttablaðið - 17.12.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 17.12.2002, Síða 14
14 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ég heyrði mann segja það umdaginn að veðrið væri gott á Íslandi. Það væri ein af ástæðum þess að fólk sækt- ist eftir að koma hingað til að lifa og starfa. Öðru- vísi mér áður brá, hugsaði ég. Ég man þá tíð að Ís- lendingar fyrir- vörðu sig fyrir veðrið; skömmuðust sín ofan í tær ef rigndi þegar skemmti- ferðaskip lögðust að bryggju. Veðrið á Íslandi hefur skánað undanfarin ár. Veðurfræðingar staðfesta það þótt þeir af skilj- anlegum ástæðum vilji ekki auka væntingar landsmanna um of. En þótt veðrið hafi vissulega skánað þá hefur afstaða þjóðar- innar til veðursins á landinu batnað enn meir. Með auknu sjálfstrausti er þjóðin hætt að skammast sín fyrir sérstöðu sína; alla vega þá sem hún fær engu um ráðið. Hún er sáttari við sjálfa sig og landið sem hún byggir. Það er ótrúlegt hraustleika- merki að sættast loks við veðrið. Íslendingar hafa lært það í sögu- tímum að veðrið hér sé vont; náttúran óblíð. Samt er sjaldan mjög vont veður á Íslandi. Reyndar líka mjög sjaldan mjög gott veður. En það eru skárri skipti en að búa við nokkra góða góða daga en aðra afspyrnu vonda. Á síðustu öld breyttust aðstæður þjóðarinnar svo að það sem áður var fárviðri og gat stefnt lífi fólks í hættu er nú lít- ið annað en nauð í glugga eða hvinur í þakskeggi. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðustu árum sem landsmenn sættust á þetta. Á sama tíma hefur auðnin á hálendinu breyst í náttúruvin. Í stað þess að finnast ekkert fag- urt nema gróinn skógur dásamar þjóðin nú svarta sanda. Ef fram fer sem horfir mun hún læra að elska rofabörðin. Það má líka merkja að Íslend- ingar séu tilbúnir í álíka við- horfsbreytingu gagnvart sögu sinni. Flestum er orðið ljóst að söguskoðun Jónasar frá Hriflu um horfna gullöld þjóðveldis, svartar miðaldir og endurreisn Fjölnismanna hentar okkur frek- ar illa. Og fræðimenn keppast við að varpa ljósi á dimmustu aldir Íslandssögunnar; tíma sem voru alls ekki dimmir heldur hafði bara verið breitt yfir. Svona er lífið. Aukið sjálfs- traust lagar söguna, eykur feg- urð og bætir veður. Við getum breytt þessu öllu með afstöðu okkar. Og afstaða okkar ræðst af því hvernig okkur líður í dag. ■ Íslendingar hafa lært það í sögutímum að veðrið hér sé vont; náttúran óblíð. Aukið sjálfstraust bætir veðrið skrifar um veðrið. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Við björgum því sem bjargað verður H á a l e i t i s b r a u t 5 8 - 6 0 S : 5 5 3 1 3 8 0 Sænskir háskólar: Vilja stytta grunn- skólanám SVÍÞJÓÐ Samtök sænskra háskóla vilja stytta grunnskólanám um eitt ár. Þau telja að með því að efla framhaldsskólanám sem því nemur megi auka hlutfall þeirra sem fara í háskólanám. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem samtökin hafa látið gera. Forsvarsmaður sam- takanna segir enga einfalda lausn til að efla háskólanám í landinu. „Hins vegar ef ekki fást þeir fjár- munir sem þarf til að efla fram- haldsskólana, þá má hugsa sér að ná þeim með því að færa fjármuni frá grunnskólanum í framhalds- skólann.“ ■ Bolungarvík: Gróðurhús hvarf um nótt UMHVERFISMÁL Íbúum að Holta- brún 21 í Bolungarvík brá í brún einn morgun nýverið þegar í ljós kom að gróðurhús sem stóð í garði þeirra var horfið. Héraðsfrétta- blaðið Bæjarins besta segir frá því að bæjarstarfsmenn hafi ver- ið þarna að verki en íbúarnir höfðu fengið viðvaranir vegna þess að húsið var byggt í óleyfi. Þetta er ekki fyrsta mannvirkið sem fjarlægt er úr umræddum garði því í sumar fjarlægði bær- inn líkan af hjalli. „Þetta eru því- líkir aumingjar að þeir gera þetta í skjóli myrkurs,“ er haft eftir Arndísi Hjartardóttur, eiganda gróðurhússins og hjallsins. ■ Það hefur löngum þótt þjóðleg-ur og góður siður að menn sitji sem oftast við sama borð þegar að opinberum málum kem- ur og að eitt sé látið yfir alla ganga burtséð frá því hvar í sveit þeir eru settir. Ég finn mig því knúinn til að stinga niður penna og benda á ósamræmi í meðferð ríkis á málefnum höfuð- borgarinnar annars vegar og Ak- ureyrarbæjar hins vegar. Þann 4. desember sl. undirrit- uðu fulltrúar íslenska ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga merkilegt skjal sem ber yf- irskriftina „Samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfé- laga“. Þar er í 3. tölulið fjallað um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og kveðið á um að ríkið yfirtaki 15% hlut- deild sveitarfélaga í stofnkostn- aði og meiriháttar viðhaldi og tækjakaupum skilgreindra heil- brigðisstofnana. Það er vissulega fagnaðarefni að dregnar séu skýrar og hreinar línur í verkaskiptingu milli þess- ara aðila en ég hlýt þó að gera nokkrar athugasemdir við það hvernig að þessum málum er unnið og vísa þar til jafnræðis- reglu stjórnsýslu- og stjórnskip- unarréttar. Þannig er mál með vexti að 17. desember árið 1998 gerðu ríki og Reykjavíkurborg samkomulag sem leysti borgarsjóð undan greiðsluskyldu vegna heilbrigð- isstofnana með tilvísun til 34. greinar laga um heilbrigðisþjón- ustu nr. 97/1990 og þar að auki fékk borgarsjóður endurgreidd framlög áranna 1995-1998 vegna Landakots. Að sjálfsögðu hlýtur þetta samkomulag að hafa ótví- rætt fordæmisgildi fyrir kostn- aðarskipti ríkis og þeirra sveit- arsjóða sem skipt hafa með sér kostnaði sem leiðir af framan- greindum lögum. Allt frá árinu 1999 hefur Ak- ureyrarbær því gert þá kröfu til ríkisins að sambærilegur samn- ingur verði gerður vegna Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, en hefur talað fyrir daufum eyr- um. Krafa Akureyrarbæjar hef- ur meðal annars byggt á þeirri forsendu að bæjarsjóður Akur- eyrar hafi verið beittur rangind- um af hálfu ríkisins í þessu máli og grundvallaratriði er að máls- meðferð ríkisins stenst ekki áður nefnda jafnræðisreglu. Það er skýlaus krafa okkar sem á Akureyri búum að allir sitji við sama borð þegar kemur að samskiptum við ríkisvaldið. Samningur þess við Reykjavík- urborg gefur okkur ástæðu til að ætla að við höfum sama rétt og borgarsjóður um lausn undan greiðsluskyldu vegna heilbrigð- isstofnana, og eigum þar fyrir utan kröfu á endurgreiðslu lög- bundinna framlaga Akureyrar allt að fjögur ár aftur í tímann. Því verður það að teljast mjög bagalegt og í raun forkastanlegt að fyrirliggjandi samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í byrjun þessa mánaðar skuli í engu gera ráð fyrir því að bæjarsjóði Akur- eyrar verði bætt sú mismunun sem hann hefur mátt sæta frá ár- inu 1999 vegna framlaga til FSA. Ég mótmæli því harðlega og skora á hlutaðeigandi að bæta úr málum. ■ bæjarstjóri á Akureyri skrifar um sam- skipti ríkis og sveitarfélaga. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Um daginn og veginn Eru sumir jafnari en aðrir?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.