Fréttablaðið - 17.12.2002, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. desember 2002
Tilboðsverð
án vsk. 2992.-
m.vsk. 3.725.-
Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00.
Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun
okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00.
• Þvottavatn í einu hólfi
• Skolvatnið i öðru hólfi
• Fótstigin rúllupressa
Tvær í einni
Tveggja hólfa Rocket-ræstifatan (15 l)
hefur fótstigna rúllupressu sem kemur
í veg fyrir hokur við þrifin. Einföld og
þægileg lausn fyrir heimilið og minni
svæði hjá stofnunum og fyrirtækjum.
Hreinna gólf og beinna bak
RÆSTIFATA
DÓMSMÁL Maður sem stundaði að
kaupa bílhræ og svíkja lán út úr
tryggingarfélögum gegn veði í bíl-
unum hefur í Hæstarétti verið
dæmdur í tólf mánaða fangelsi.
Hann segist ekki hafa þurft
að sýna tryggingarfélögun-
um bílana til að fá lánin.
Maðurinn, sem er tæp-
lega 36 ára, sveik 8,6 millj-
ónir króna út úr tryggingar-
félögum með því að ljúga til
um ástand sex tjónabíla sem
hann keypti á árinu 1998.
Bílana keypti hann ávallt af
einu tryggingarfélagi og fékk síðan
lán hjá næsta félagi gegn veði í bíl-
unum. Bílarnir voru að raunvirði
langt frá því að svara til þeirra upp-
hæða sem hann tók að láni.
Þar sem maðurinn er gjaldþrota
notaði hann nöfn systur sinnar og
kunningja síns í bílaviðskiptunum.
Lánin sem hann tók eru öll í vanskil-
um. Sumir bílanna hafa ekki fundist
við eftirgrennslan.
Fyrir utan þessi glæpsam-
legu bíla- og lánaviðskipti
stundaði maðurinn það að rífa
í sundur bíla sem hann hafði
veðsett. Hluti úr bílunum not-
aði hann síðan í aðra bíla.
Einnig gaf hann út innistæðu-
lausar ávísanir að andvirði
rúmar 500 þúsund krónur.
Fyrir bílana sex sem maðurinn
fékk lánaðar áðurnefndar 8,6 millj-
ónir króna út á greiddi hann sjálfur
alls rúmar 1,9 milljónir króna. Fyrir
einstaka bíla greiddi hann á bilinu
180 þúsund til 840 þúsund krónur.
Lánin sem hann sveik út voru að
andvirði 630 þúsund til 2,5 milljóna
króna.
Athygli vekur hvernig mann-
inum tókst að blekkja tryggingarfé-
lögin eins rækilega og raun ber
vitni. Starfsmenn Sjóvár-Almennra
og VÍS sögðu það vera skilyrði fyrir
bílalánum að viðkomandi bíll væri
kaskótryggður hjá félaginu. Ekki
væri hægt að fá kaskótryggingu
nema sýna bílinn þó jafnframt væri
treyst upplýsingum bílasala. Eng-
inn starfsmannanna mundi eftir
viðskiptunum við svikahrappinn.
Sagðist maðurinn yfirleitt hafa
fengið bílana kaskótryggða með
einu símtali og ekki sýnt neinn bíl.
gar@frettabladid.is
ALÞINGI 47 frumvörp urðu að lög-
um frá Alþingi í haust. Velflest
frumvarpanna, 40 talsins, voru
samþykkt í síðustu viku, á loka-
sprettinum áður en jólaleyfi
þingsins hófst. Mikill meirihluti
þeirra frumvarpa sem urðu að
lögum voru samþykkt mótat-
kvæðalaust. Það gerðist ekki
nema í fimm tilfellum að þing-
menn greiddu atkvæði gegn
frumvörpum sem urðu að lögum.
Þingmenn vinstri grænna
greiddu atkvæði gegn lagafrum-
varpi um póstþjónustuna og gagn-
rýndu að verið væri að fella niður
í þrepum einkarétt og ábyrgð rík-
isins á póstþjónustu. Þeir greiddu
einnig atkvæði gegn lagafrum-
varpi um tekju- og eignaskatt, þar
sem hátekjuskattur er framlengd-
ur og lækkaður, og rekstrartap
fyrirtækja gert frádráttarbært í
átta ár frekar en tíu. Því frum-
varpi var Sverrir Hermannsson
einnig andvígur.
Vinstri grænir greiddu at-
kvæði gegn því að Norðurorku
yrði breytt í hlutafélag.
Pétur H. Blöndal greiddi einn
þingmanna atkvæði gegn því að
stjórn Íbúðalánasjóðs yrði heimilt
að semja við félagasamtök um
niðurfellingu á hluta skulda
þeirra vegna vanskila í tengslum
við heildarendurskipulagningu á
fjármálum viðkomandi samtaka.
Sverrir Hermannsson greiddi
einn atkvæði gegn frumvarpi um
heildarlöggjöf um fjármálafyrir-
tæki. ■
ATKVÆÐAGREIÐSLA Í GANGI
16 frumvörp urðu að lögum á lokadegi
þingsins, föstudag. Næstu daga á undan
hafði þingheimur sett 24 lög.
Lagasetning á haustþingi:
Flest samþykkt samhljóða
Sveik út milljónir
gegnum síma
Hálffertugur maður blekkti tryggingarfélög til að veita sér 8,6 milljóna
bílalán gegn veði í bílhræjum. Maðurinn segist aðeins hafa þurft eitt
símtal til að fá bílana skráða sem óskemmda og lánin afgreidd. Hann
hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi.
Lánin sem
maðurinn tók
eru öll í van-
skilum. Sumir
bílanna hafa
ekki fundist við
eftirgrennslan.
Golfgræjur - um jólin
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
94
42
11
/2
00
2
Ambassador kerrupoki 9.990 kr.
á›ur 14.990 kr.
Bite golfskór 6.990 kr.
á›ur 13.990 kr.
20 - 50% afsláttur
af öllum golfvörum
og fatna›i.
Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545
Einnig opið um helgar. Verið velkomin.
100% mesta vöruúrval á
fermetra, allt frá magadans-
búningum til ekta pelsa.
Hátíðarföt, perlutoppar,
og brjóstahöld, perlujakkar
stuttir og síðir. Jólagjöfin í ár.
Heitasta búðin í bænum