Fréttablaðið - 17.12.2002, Page 18

Fréttablaðið - 17.12.2002, Page 18
TÓNLEIKAR 20.30 Jóel Pálsson saxófónleikari, held- ur útgáfutónleika í Iðnó. Þar leikur hann tónlist af plötunni Septett sem kom út fyrir skömmu hjá Eddu miðlun & útgáfu. SÝNINGAR Myndlistasýning Bryndísar Brynjars- dóttur, Elsu Soffíu Jónsdóttur, Hilmars Bjarnasonar og Þórdísar Þorleiksdótt- ur stendur yfir í Bankastræti 5 (áður Ís- landsbanki). Myndlistarmennirnir stund- uðu nám Í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Sýningin er opin mánudaga og þriðjudaga kl.13 til 18 og stendur til 23. desember. Iréne Jensen, Marilyn Herdís Mellk og S. Anna E. Nikulásdóttir sýna í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Listakonurnar eru allar í grafíkfélaginu Áfram veginn og sýna nú ný grafíkverk og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er þriðja í röð fjögurra stuttsýn- inga sem Gallerí Fold stendur fyrir nú á aðventunni og lýkur 20. desember. Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin stendur út desember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga. Odd Nerdrum sýnir þrjú stór verk á Kjarvalsstöðum undir yfirskriftinni Gestur á aðventunni. Verkin eru unnin á árun- um 2001-2002 og eru í eigu lista- mannsins. Einar Hákonarson og Óli G. Jóhanns- son sýna verk sín í Húsi málaranna við Eiðistorg. Í nýjum sýningarsal í Húsi mál- aranna sýna Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Jó- hanna Bogadóttir og Kjartan Guðjóns- son. Sýningin stendur til 23. desember og er opin frá 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg skartgripaverslunarinnar Mariellu, á Skólavörðustíg 12, til 5. janúar. Elva Hreiðarsdóttir sýnir grafíkverk í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Sýn- inguna nefnir Elva Grjót og sækir hún efnivið myndverka sinna til náttúrunnar eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna. Sýningin verður opin á verslunar- tíma og stendur til 18. desember. Sýning á frummyndum Brians Pilk- ingtons úr bókinni Jólin okkar stendur yfir í Hafnarborg til 22. desember. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin stendur til 22. febrúar. Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Sigríður Gísladóttir stórgöldrótt mynd- listakona sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötu 39. Sýningin stendur til 12. desember. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Sýning á jólamyndum teiknarans Brians Pilkingtons stendur yfir í Kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um draumsýnina um hið fullkomna samfé- lag. Hún leggur fram hugmynd að millj- ón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfellsnesi. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningunni lýkur 15. janúar. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Sýning á útsaumuðum frummyndum Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bókasafni Kópavogs á opnunartíma safnsins og lýkur 6. janúar. 18 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR Gestir frá Alfljó›ahúsi segja frá jólum og jólaundirbúningi í Ghana og Mexico Dagskrá Litlu jólanna á Hressó er að finna á www.reykjavik.is Þriðjudagur 17. desember Opið frá kl 14 - 18. Dagskrá frá kl 16:30 / T ei kn in g: H al ld ór B al du rs so n Alda Ingibergsdóttir óperusöngkona syngur lög a› n‡útkomnum diski sínum „Ég elska flig“ *Umsögn Jóns Ólafs Sigurðssonar (Mbl. 6.12.´02) Laxness ljóð og fögur lög í flutningi hins velsyngjandi Álafosskórs* MÁLog MENNING Sölustaðir: NETTÓ ÚTGÁFA Nýlega voru gefin út jóla- kort til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, sem lamaðist var- anlega í bílslysi í sumar. Kristín Brynja er ein með þrjú börn og móðir hennar þurfti vegna slyss- ins að flytja frá Vestmannaeyjum til að aðstoða Kristínu og börnin. Kortin voru hönnuð af grafísk- um hönnuðum sérstaklega fyrir Kristínu, og öll vinna við gerð kortanna, prentun, pappír, umslög og pökkun var gefin. Ágóði söl- unnar rennur óskiptur til Kristín- ar. Nokkrir skólar í Hafnarfirði hafa tekið að sér að dreifa kortun- um og einnig liggja kortin frammi hjá fyrirtækjum í Hafnarfirði. ■ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? LJÓSMYNDUN Í gluggum Heima erbest, Vatnsstíg 9, er Guðlaugur Valgarðsson með sýningu á verk- um sínum undir yfirskriftinni Myndir úr lífinu. Á sýningunni eru átta ljósmyndir, allar frá þessu ári, og er þeim komið fyrir í gluggum Heima er best á þann hátt að þær snúa að vegfarendum. Guðlaugur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með skúlptúr sem sérgrein og hefur síðan starfað að myndlist á ýmsum vettvangi. Hann tók meðal annars þátt í örverkum á vegum Listahá- tíðar síðastliðið vor, en örverkin voru fimm mínútna uppákomur sem myndlistarmaður og rithöf- undur sömdu saman og var síðan útvarpað á Rás 2. Heima er best er nafn yfir menningarstarfsemi Margrétar O. Leópoldsdóttur sem hún hýsir á heimili sínu á Vatnsstíg 9. „Ég býð listamönnum og öðrum lífs- kúnstnerum að sýna verk sín í gluggunum heima hjá mér svo vegfarendur geti notið þeirra á leið sinni upp og niður Vatnsstíg- inn,“ segir Margrét. „Þannig tekst mér að mæta áhorfandanum, hlúa að listinni og síðast en ekki síst listamönnum sem fá sálgæslu meðan verkin þeirra tala í glugg- unum.“ Sýning Guðlaugs í Heima er best stendur til 6. janúar 2003. ■ LJÓSMYND EFTIR GUÐLAUG Guðlaugur sýnir nú verk sín í gluggum gallerísins Heima er best. Heima er best: Öðruvísi gallerí fyrir lífskúnstnera EITT KORTANNA SEM GEFIÐ VAR ÚT TIL STYRKTAR KRISTÍNU Allir sem komu að kortagerðinni gáfu vinnu sína og ágóðinn rennur til Kristínar Ingu, sem lamaðist í bílslysi sumar. Samvinna grafískra hönnuða: Jólakort til styrktar Kristínu 1902 – 2002 Gull-úrið Axel Eiríksson úrsmíðameistari Álfabakka 16 Sími 587 4100 MJÓDDINNI Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is Peysur 2 fyrir 1 Flott í jólapakkann Jól í Flash

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.