Fréttablaðið - 17.12.2002, Page 24

Fréttablaðið - 17.12.2002, Page 24
17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á VOPNAFJARÐAR 5.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.400kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og 4.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Grímseyjar Milli Akureyrar og AKUREYRAR 5.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 16. – 22. des. og 26. – 31. des. 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 1 94 13 11 /2 00 2 TÓNLIST „Þetta eru verk sem flest hafa fylgt mér mjög lengi,“ segir Sif Tulinius fiðluleikari um verk á nýútkomnum diski. „Diskurinn heitir „Poème“ og má segja að hann innihaldi uppáhaldsverk sem eru öll meðal fegurstu tón- verka fiðlubókmenntanna. Flest verkin eru skrifuð í kringum alda- mótin 1900 og í þeim fær fiðlan að njóta sín til hins ítrasta og fiðlu- leikarinn að sýna listir sínar bæði á ljóðrænan og virtúósískan hátt,“ segir Sif. „Það er til svo margs konar fiðlutónlist, en þegar þessi verk eru samin er mikil gróska í tón- listinni og tækninni hefur fleygt fram. Fiðluleikarar voru á þess- um tíma mikið að útsetja sjálfir,“ segir hún. „Þetta eru í bland hug- ljúf verk tengd fiðlunni, sem er svona strengur eins og hjarta- strengur, og verk sem leikur er í og brögð með hljóðfærið. Ég hef í gegnum tíðina hlustað mikið á gamlar upptökur með eldri fiðlu- leikurunum og þessi diskur er kannski innblásinn af því. Fiðlu- leikarar í þá daga settu oft saman prógramm sem voru stutt verk, svona litlir konfektmolar.“ Þetta er fyrsti einleiksdiskur Sifjar en með henni á diskinum er Steinunn Birna Ragnarsdóttir sem leikur á píanó. „Við höfum leikið saman á fjölmörgum tón- leikum á síðustu árum,“ segir Sif, sem nú gegnir stöðu 2. konsert- meistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í haust mun Sif flytja fiðlu- konsert eftir Mendelssohn með hljómsveitinni. ■ MYNDLIST Bæjarstjórn Árborgar hefur leigt listakonunni Sjöfn Har gömlu áhaldageymslu bæjarins á Eyrarbakka og ætlar listakonan að vinna að list sinni þar: „Þarna er sex og hálfur metri upp í loft enda legg ég mikið upp úr því að vera með gott rými þar sem ég vinn. Það er ekki verra að hafa það upp í loft,“ segir Sjöfn, sem ætlar að setja upp keramik- ofn í gömlu áhaldageymslunni, sem reyndar var eitt sinn raf- veitustöð bæjarins: „Þarna var líka slökkviliðsbíllinn eitt sinn geymdur og það er hægt að aka inn í húsið af götunni. Ég var búin að leita að hentugu húsnæði fyrir vinnustofu hér á Eyrarbakka í fjögur ár þegar þetta barst upp í hendurnar á mér. Hér verð ég ánægð,“ segir Sjöfn, í sjöunda himni með greiðvikni bæjar- stjórnarinnar í Árborg. ■ SIF TULINIUS FIÐLULEIKARI Gaf nýlega út geisladisk með uppáhaldsverkum sem hafa fylgt henni gegnum tíðina. Nýr geisladiskur: Fegurstu tónverk fiðlubókmenntanna SJÖFN HAR Sex metrar upp í loft. Eyrarbakki: Listakona í áhaldageymslu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.