Fréttablaðið - 17.12.2002, Page 29
29ÞRIÐJUDAGUR 17. desember 2002
7 DAGAR TIL JÓLA
Fasteignafélagið Stoðir hf. stefnir að því að eignast allt að 7%
hlutafjár í Baugi Group hf. Í því augnamiði hefur stjórn félagsins
samþykkt að gera öllum hluthöfum Baugs Group hf. tilboð í
7% hlutafjár þeirra á genginu 11,0.
Kaupþing banki hf. mun sjá um framkvæmd þessa tilboðs
fyrir hönd Stoða hf. Tilboðið stendur fram til fimmtudagsins
19. desember 2002 til kl. 16.00. Tekið verður mið af hluthafaskrá
Baugs Group hf. eftir lokun markaðar föstudaginn 13. desember
2002. Greiðsla fyrir hluti á sér stað degi eftir að sala fer fram.
Fyrirspurnum um tilboðið og fyrirkomulag á sölu á hlutum í
Baugi Group hf. skal beina til ráðgjafa Kaupþings banka hf. í
síma 515-1500 og/eða með tölvupósti, radgjof@kaupthing.net.
Til hluthafa Baugs Group hf.
A
B
X
/ S
ÍA
9
0
2
1
7
9
7
ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA
Laugavegur 59 • 2. hæð Kjörgarði • 561 5588
Gjafabréf
í jólapakkann hennar
Jólaplatan „Jólaplata“:
Syngjandi frænkur
Geislaplatan „Jólaplata“ er ámeðal athyglisverðari jóla-
plötum fyrir þessi jól. Hún er
heimalöguð og snýr þekktum jóla-
lögum í nýjan búning. Söngkonur
plötunnar eru fjórar. Þekktust er
Andrea Gylfadóttir en hinar þrjár
eru Hólmfríður Rafnsdóttir, Halla
Dröfn Jónsdóttir og Sigrún Vala
Baldursdóttir. Halla Dröfn, sem er
tvítug, er söngnum vön því hún er
með sjötta stig í óperusöng.
„Við tókum þetta upp bara einn,
tveir og þrír. Létum það svo bara
standa,“ segir Halla. „Ég syng á
plötunni „Heims og ból“, „Nóttin
var sú ágæt ein“ og lag sem heitir
„Vertu hjá okkur um jólin“.“
Frænka hennar Sigrún, sem er
þrettán ára, syngur svo „Ó, Jesú
bróðir besti“ og „Ég fann hvíta
jörð“. Halla hefur fylgst mikið
með yngri frænku sinni og segir
hana mikið efni í góða poppsöng-
konu. „Hún er alltaf að syngja.
Hún hefur verið mikið í kórum
eins og ég. Hún er líkleg til þess að
geta gert meira en ég í poppinu. Ef
hana langar að gera eitthvað þá
getur hún það vel.“
Halla stefnir á að klára áttunda
stigið í óperusöng en eftir það
verða örlögin að ráða ferðinni.
Útgefandi plötunnar er Sigurð-
ur Kristinsson, annar stofnandi
Sniglabandsins ásamt Skúla
Gautasyni, en hann útsetur einnig
lögin.
Platan fæst á netinu á slóðinni
www.simnet.is/tilbod. Platan er
hluti af jólatilboði Símans inter-
nets. Einnig fæst hún í heildsölu-
versluninni Gripið & greitt og
Mosraf. ■
HALLA DRÖFN OG SIGRÚN VALA
Frænkurnar Halla og Sigrún syngja báðar á plötunni „Jólaplata“.
Skipverjar á Brúarfossi:
Önd á aðfanga-
dagskvöld
Samkvæmt heimildum Frétta-blaðsins lítur út fyrir að allir
bátar verði í landi á aðfangadags-
kvöld og sjómenn geti notið jóla-
hátíðarinnar í faðmi fjölskyldunn-
ar. Brúarfoss verður þó við
bryggju í Rotterdam og skipverj-
ar halda sín jól um borð. Að sögn
Stefáns Egilssonar matsveins á
Brúarfossi, býst hann við að bjóða
strákunum upp á önd. „Ég er nú
ekki alveg búinn að ákveða mat-
seðilinn, en þeir fá auðvitað for-
rétt og eftirrétt. Ég ákveð þetta
bara á leiðinni.“ Aðspurður segist
Stefán ekki reikna með að skip-
verjar fari í land í Rotterdam á
aðfangadagskvöld. „Aðfangadag-
ur er ekki hluti af jólahaldi Hol-
lendinga, meira svona pöbba-
kvöld. Ég hef oft verið að heiman
á aðfangadagskvöld og við reyn-
um alltaf að halda í íslensku hefð-
irnar og gera kvöldið sem allra
best,“ segir Stefán. ■
BRÚARFOSS
Skipið verður við bryggju í Rotterdam á
aðfangadagskvöld. Skipverjar halda hátíð-
ina um borð og fá önd í matinn.
Kertaljósin
loga
Mörgum börnum (og jafnvelfullorðnum) finnst biðin eft-
ir jólapökkunum löng og erfið. Oft
er spenningurinn slíkur að matar-
lystin hverfur og
borðhaldið verður
ekki annað en leið-
inleg athöfn sem
ljúka þarf af áður
en hægt er að snúa
sér að gjöfunum.
En sem betur fer
eru ýmsar leiðir til
að gera borðhaldið
skemmtilegra og
meira spennandi.
Á mörgum heimil-
um tíðkast
möndlugjafir og hér kemur bráð-
sniðugur leikur sem er eins konar
tilbrigði við þá hefð.
Lítið og mjótt kertaljós er látið
við disk hvers og eins við matar-
borðið og þegar allir eru sestir
kveikir hver á sínu ljósi. Það er
mjög mikilvægt að öll ljósin séu
tendruð á sama tíma því sá sem á
kertið sem síðast brennur út fær
gjöf að launum. Ef það slokknar á
ljósi einhvers áður en það er
brunnið niður er sá hinn sami úr
leik því ekki má tendra ljósið að
nýju. Hverjum og einum er frjálst
að færa sitt kerti til á borðinu en
það er auðvitað alveg bannað að
reyna að slökkva ljós sessunaut-
anna. ■
Jóla-
leikur
Ídag er aðeins vika til jóla og þvíekki seinna vænna að fara að
huga að þeim jólagjöfum sem ekki
eru þegar komnar til síns heima.
Það borgar sig að fara að senda þá
böggla sem fara eiga með póstin-
um í aðra landshluta ef menn vilja
vera öruggir um að þeir berist til
móttakanda í tæka tíð. Ef eitthvað
gleymist má samt alltaf senda
pakkann með rútunni rétt fyrir
jól. ■
Fréttablaðið — dreifingardeild – Þverholti 9, 105 Reykjavík – sími 515 7520
Visamlegast látið vita ef blaðið berst ykkur ekki!
Dreifingardeild