Fréttablaðið - 17.12.2002, Side 30

Fréttablaðið - 17.12.2002, Side 30
30 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ... fær Kristín Rós Hákonardóttir sundkona. Kristín Rós fékk þrjú gull og eitt silfur á heimsmeist- aramóti í Argentínu. Hún setti auk þess tvö heimsmet. Ekki margir Íslendingar sem geta stát- að af slíku. Braggabarn og naut - það hefur sitt að segja VERKALÝÐSFORINGI Sigurður Bessason er fæddur 22. apríl árið 1950. „Ég er naut. Það skýr- ir eitthvað.“ Faðir Sigurðar heit- ir Bessi Guðlaugsson frá Þverá í Norðurárdal í A-Húnavatns- sýslu. Bessi heldur heimili þótt hann sé orðinn fullorðinn og er hress vel. Móðir Sigurðar er Hólmfríður Sigurðardóttir en hún lést á síðasta ári. Hún er frá Spáná í Unudal, sem er lítill dal- ur sem liggur beint upp af Hofs- ósi. Sigurður kann vel að meta rætur sínar og á bústað á Norð- urlandi þangað sem hann fer oft ásamt systkinum sínum, sem eru 7 í allt. Sigurður fæddist í Balbokampi – litlum kampi sem var undir Laugarnesinu. „Þar voru einir átta braggar sem voru nefndir í höfuðið á ítölskum flugkappa sem kom hingað. Þaðan fluttist ég tveggja ára gamall í Bústaða- hverfið þar sem eru mínar æsku- og uppeldisstöðvar.“ Sigurður segir braggalífið lýsandi fyrir Reykjavík þess tíma. Miklu fleiri hafi fæðst og búið í bröggum en menn almennt gera sér grein fyr- ir. Það var feimnismál og því hafði Sigurður ákaflega gaman af bókinni Undir bárujárnsboga sem kom út fyrir síðustu jól. „Ákaf- lega skemmtileg og upplýsandi bók um ástandið eins og það var. Mikli kreppa ríkti á þessum tíma. Breyting fer að eiga sér stað upp úr 1950 og þá leysist úr húsnæðis- vandamálum.“ Sigurður gekk í Réttarholts- skóla, þaðan sem hann lauk landsprófi, en síðan er ekki mik- ið um formlegt nám. Hann lærði til sjónvarpsvirkjunar en lauk ekki námi. „Tel það mikið lán fyrir fagið að leiðir skilja. Menn í þeirri grein þurfa að hafa brennandi áhuga á faginu og mig skorti þann áhuga. Kannski var ég líka á endanum heppinn að mínar leiðir lágu annað.“ Og þær leiðir lágu í almenna bygg- ingavinnu og svo upp í virkjanir. Síðan starfaði Sigurður lengi hjá Olíufélaginu. Sigurður segist ekki dæmi- gerður Vesturbæingur þó hann sé búsettur þar en hefur fyrir venju að láta sér líða vel þar sem hann er. „Ég gæti þó vel hugsað mér að færa mig austar. Ræturn- ar eru sterkar.“ jakob@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN Einar Karl Haraldsson al-mannatengslaráðgjafi er fimmtíu og fimm ára í dag og kippir sér ekki mikið upp við það, ekki síst þar sem hann taldi sig vera árinu eldri. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu gamall ég er í raun og veru þar sem ég tel mig alltaf vera einu ári eldri,“ segir Einar Karl, sem fær pönnukökur í rúmið að morgni afmælisdagsins. „Það hafa skapast ákveðnar afmælis- hefðir heima sem eru sambland af sænskum og norðlenskum sið- um. Þeir sem eru heima vakna þá snemma og baka pönnukökur. Svo er gengið syngjandi inn til afmælisbarnsins, sem fær að sofa út, með lifandi ljós og því færðar pönnukökur og gjafir á sængina. Þá eigum við það einnig til að bjóða vinum og kunningjum í morgunmat á afmælisdögum.“ Einar Karl ólst upp á Akureyri og „nærðist á KEA-skyri og Tím- anum á þeim góðu árum er Sam- bandið réði lögum og lofum fyrir norðan.“ Sú hefð að færa afmæl- isbörnum pönnukökur er komin frá Akureyri en sönghefðin er sótt til Svíaríkis, þar sem fjöl- skyldan bjó um árabil. „Þetta er skemmtilegur siður sem mér sýnist dæturnar ætla að halda gangandi.“ Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar á hug Einars Karls þessa dagana. „Við höfum lagt mesta áherslu á að safna fyrir vatnsverkefni í Mosambík en við höfum staðið fyrir greftri á um 20 brunnum á ári þar í landi.“ Einar Karl er aðventubarn og segir jólaundirbúninginn vissu- lega hafa sett sinn svip á afmæli sín í æsku. „Litlu jólin í skólanum voru oft í kringum afmælið og það voru stundum pínulítil vand- ræði við að safna krökkunum saman í afmælisveisluna. Það var reynt að gera manni til hæfis en maður fann óneitanlega svolítið fyrir jólastússinu.“ ■ Fjölskylda Einars Karls Haraldssonar fagnar fimmtíu og fimm ára afmæli hans með því að vekja hann með söng og færa honum gjafir og pönnukökur í rúmið. Afmæli Pönnukökur í rúmið JARÐARFARIR 10.30 Lovísa Jóhannsdóttir, Stýri- mannastíg 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigurður Björn Brynjólfsson, frá Hrísey, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Margrét Sigurðardóttir, Álfheim- um 42, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Áskirkju. 14.00 Brynjólfur Kristinsson, frá Harð- angri, verður jarðsunginn frá Gler- árkirkju. 15.00 Björn A. Bjarnason, Funalind 13, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Einar Karl Haraldsson er 55 ára. TÍMAMÓT SIGURÐUR BESSASON Kona hans er Guðný Pálsdóttir sjúkraliði en þau hafa verið saman í 30 ár á næsta ári. Sigurður segir að það hljóti að teljast afrek nú á tímum og telur sig mótast af því um- hverfi þaðan sem hann er sprottinn. Honum hafi lærst að meta sitt og hafi verið hepp- inn í lífinu svona almennt. Rithöfundurinn Kazuo Ishiguroþykir með þeim betri sem fást við það að skrifa bækur um þessar mundir. Hann er flestum Íslendingum vel kunnur fyrir bók sína Dreggjar dagsins, sem var á sínum tíma kvikmynduð með glæsibrag af sama fólki og hefur verið að renna hýru auga til Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness. Nýjasta bók Ishiguro, Veröld okkar vandalausu, kom nýlega út hjá Bjarti og forlagið hefur nú ljóstrað því upp að snill- ingurinn hyggi á Íslandsheim- sókn á næstunni. Annars er það af Ishiguro að frétta að hann er að ljúka við nýja skáldsögu sem hann mun skila af sér í mars á næsta ári. Skáktrúboðinn öflugi HrafnJökulsson fer mikinn um þess- ar mundir og þeytist nú lands- hornanna á milli og boðar fagnað- arerindið með því að afhenda 3. bekkingum bók- ina Skák og mát. Heimsmeistarinn Anatolí Karpov skrifaði bókina með fulltingi Andrésar Andar og þykir takast einkar vel að miðla leyndardómum skáklistarinnar til ungviðisins. Skákfélagið Hrókur- inn gefur krökkunum bókina með stuðningi Eddu. Skólabörn á Ísa- firði, Bolungarvík, Flateyri, Suð- ureyri og Þingeyri tóku bókinni fagnandi fyrir helgi og nú hefur stefnan verið sett á Akureyri og Reykjanesbæ. Meðal þeirra sem tóku til málsí fögnuði Kremlverja var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Hún ræddi mikið um ofríki stjórnvalda og hina þrúgandi bláu hönd. Það var mál margra að ekki væri hægt að skilja orð borgarstjórans öðru vísi en svo að hún hygði á ein- hvern annan slag en hún hefur tekið í borgarstjórn að undan- förnu, nú stefndi hugurinn til landsmálanna. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Kristján Pálsson hyggur ekki á sérframboð. Hann er á leið í offramboð. Leiðrétting EINAR KARL HARALDSSON „Ég hefði ekki haft neitt á móti því að eiga afmæli í öðrum mánuði en desember en gæti ekki hugsað mér að missa af því að vera bogmaður. Þannig að þetta er ágætt þegar upp er staðið.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, hefur verið í fréttum að undanförnu vegna aukins atvinnuleysis. Hann hefur unnið hjá Dagsbrún síðan 1988. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T „Ég hef ekkert borðað í fjóra daga,“ sagði róninn við ljóskuna. „Ohh, ég dáist að fólki sem sýnir svona staðfestu,“ svaraði ljóskan. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Chris Martin. Kristján Pálsson. Georg Lárusson. Kremlverjar héldu upp átveggja ára afmæli vefjar síns um helgina og nutu við það aðstoðar Jóns Baldvins Hanni- balssonar, guðföður vefjarins. Jón hefur verið fastur gestur á Kremlarkvöldum í desember og opnaði vefinn úr tölvu í örmum frægasta fyrrverandi Kreml- verja landsins, Stefáns Hrafns Hagalín. Menn urðu ekki mikið varir við Stefán framan af og tengdu sumir fjaðrafokinu þegar spurðist út að hann væri genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Braust því út mikill fögnuður meðal félaga hans þegar hann mættti loks. Jón Baldvin hafði þó á orði að sér lit- ist ekkert á það að frændi sinn væri orðinn að Heimdellingi á gamals aldri og brýnt mál að kippa því í liðinn. FÓLK Í FRÉTTUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.