Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Frumsýning 13. mars 12.000 miðar seldir borgarleikhus.is UMHVERFISMÁL Tíu íslensk fyrir- tæki munu skuldbinda sig til að endurvinna á Íslandi allt plast sem fellur til hjá þeim. Er þetta hluti af verkefninu Þjóðþrif á vegum endur- vinnslufyrirtækisins Pure North Recycling í Hveragerði. Samningur þess efnis verður undirritaður í dag. Áætlað er að alls falli til 20 þús- und tonn af plasti á ári á Íslandi. Pure North Recycling tekur enn ekki við heimilisplasti en síðustu ár hefur fyrirtækið tekið við allt að tvö þúsund tonnum af heyrúlluplasti á ári.  Síðasta haust hætti Sorpa að senda heimilisplast til brennslu, er það nú endurunnið í Svíþjóð. Samkvæmt niðurstöðum lífs- ferlisgreiningar sem ReSource Int- ernational gerði á vinnsluaðferðum fyrirtækisins kemur fram að endur- vinnslan hjá Pure North Recycling sé mun umhverfisvænni heldur en endurvinnsla á plasti í Evrópu og Asíu. Fyrirtækið tekur til sín um tvö þúsund tonn af plasti á ári. „Við notum jarðvarma til að þurrka plastið þegar það er búið að tæta það niður og affallið til að þrífa það. Það eru engin kemísk efni eins og víða staðar annars staðar. „Plast- palletturnar sem við framleiðum er umhverfisvænasta plast í heimi. Í raun væri umhverfisvænna að flytja plastið til Íslands í endurvinnslu og flytja það aftur út en að endurvinna það annars staðar,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling. Ari Edwald, forstjóri MS, segir verkefnið í takt við stefnu Mjólkur- samsölunnar um að fullnýta hrá- efni og það sem fellur til við fram- leiðslu. „Sem dæmi má nefna að plast utan um bragðefni fer núna í endurvinnslu hjá Pure North og öðlast nýtt líf í öðru hlutverki. Fyrir okkur eru umbúðir eftir notkun hráefni en ekki rusl,“ segir Ari. „Það er hægt að framleiða nytjahluti, sem í dag eru fluttir inn, úr nánast öllum þeim plastumbúðum sem eru utan um okkar vörur.“ – ab / sjá síðu 4 Skuldbinda sig til að nýta plastúrgang Tíu stór fyrirtæki munu í dag skuldbinda sig til að endurvinna á Íslandi allt plast sem fellur til í þeirra starfsemi í stað þess að senda það erlendis. Framleidd eru umhverfisvæn bretti úr plastinu. Plastpalletturnar sem við framleiðum er umhverfisvænasta plast í heimi. Í raun væri umhverf- isvænna að flytja plastið til Íslands í endurvinnslu og flytja það aftur út en að endurvinna það annar- staðar. Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling Setning Vetrarhátíðar fór fram við Hallgrímskirkju í gærkvöld. Verkinu Sálumessa jöklanna eftir Heimi Frey Hlöðversson, var varpað á kirkjuna og verður það gert á meðan á hátíðinni stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÍFIР Eins og kunnugt er mun af hending Óskarsverðlaunanna fara fram í Los Angeles á vestur- stönd Bandaríkjanna á sunnu- dag. Að þessu sinni hefur athöfnin sérstaka þýðingu hér á landi því meðal tilnefndra er Hildur Guðnadóttir tónskáld sem til- efnd er fyrir tónlist sína í kvik- myndinni um Jókerinn, en fyrir tónlistina í myndinni hefur hún þegar hlotið BAFTA-verðlaun- in og Golden Globe. Það er því með nokkurri eftirvæntingu sem úrslitanna á sunnudag er beðið. En það kennir ýmissa ann- arra grasa á hátíðinni. Fjölmörg verðlaun verða veitt að vanda og tilnefningarnar eru marg- víslegar. Deila má um þær í aðdraganda verðlaunanna og sýnist sitt hverjum. Í blaði dagsins er samantekt tilnefninganna og sérfræðingar Fréttablaðsins, þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Þórarinn Þórarinsson láta álit sitt í ljós um hver þeim þykir sigurstrang- legust í helstu flokkum. Það þykir sæta nokkrum tíðindum að ekki var telj- andi ágreiningur á milli þeirra um niðurstöðuna. / sjá síðu 24 Óskarinn á sunnudag óskarsverðlauna stytta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.