Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 6
Atkvæði í öldungadeild- inni féllu þannig að 48 þingmenn vildu sakfella Trump en 52 greiddu atkvæði með sýknu hans. Fjallað hefur verið ítarlega um aðbúnað verkamannanna sem unnu við breytingar á húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR REYK JAVÍK Reykjavíkurborg gaf eftir 43,5 milljónir króna vegna riftunar kaupsamnings við félagið Leiguafl slhf. um íbúðir við Grens­ ásveg. Samkomulag þess efnis var samþykkt að tillögu borgarstjóra í borgarráði í desember síðastliðn­ um, en trúnaði fundarins var létt á fundi ráðsins í gær. Leiguafl fór upp­ haflega fram á 150 milljónir króna. Í desember 2018 rifti borgin kaupum á 24 íbúðum við Grensás­ veg 12 fyrir 785 milljónir sem Skrif­ stofa eigna og atvinnuþróunar, SEA, gerði við Leiguafl. Riftunin var líkt og samkomulagið bundin trúnaði í tvo mánuði. SEA var lagt niður fyrir einu ári. Íbúðirnar áttu að vera liður í aukningu á félagslegu húsnæði í Reykjavík. Gert var ráð fyrir að þær yrði tilbúnar vorið 2018. Verkfræði­ stofan EFLA var fengin til að leggja mat á stöðuna og komst að þeirri niðurstöðu að íbúðirnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en meira en ári á eftir áætlun. Var þá tekin ákvörðun um að rifta samningnum. Leiguaf l höfðaði mál á hendur borginni fyrir héraðsdómi og fór fram á greiðslu upp á 150 milljónir króna. Borgin gerði hins vegar kröfu um að kaupsamningsgreiðsla upp á 78,5 milljónir yrði endurgreidd. Með sáttinni mun Leiguafl endur­ greiða 35 millljónir króna. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um aðbúnað verkamanna við Grensásveg 12 haustið 2018, var þar sagt að starfsemin væri „skóla­ bókardæmi um ástandið eins og það gerist verst á íslenskum bygg­ ingamarkaði“. Hátt í tíu starfsmenn fengu laun undir lágmarkstaxta. Í kjölfarið gaf Þórdís Lóa Þórhalls­ dóttir, formaður borgarráðs, það út að í kjölfarið yrði ákvæði um keðjuábyrgð í öllum samningum borgarinnar við verktaka. Borgarráðsfulltrúar Samfylk­ ingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, bókuðu á borgar­ ráðsfundinum í desember síðast­ liðnum að breið samstaða hefði verið um f jölga íbúðum fyrir Félagsbústaði. Vanefndir upp­ byggingaraðila hafi orðið til þess að borgin ákvað að rifta samningnum með breiðri samstöðu. „Það er gott að fengist hefur niðurstaða í málið og að tekist hafi að lágmarka skaða og kostnað borgarinnar. Eru borg­ arlögmanni færðar þakkir fyrir það,“ segir í bókuninni. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf­ stæðisf lokksins, segir meðferð opinberra fjármuna í þessu máli vera óábyrga. „Þarna er verið að kaupa ekki neitt fyrir 43 milljónir,“ segir Eyþór. arib@frettabladid.is Gáfu eftir 43 milljónir til Leiguafls Reykjavíkurborg tapaði 43 milljónum króna vegna riftunar á samningi við Leiguafl um íbúðir á Grensásvegi. Leiguafl greiddi 35 milljónir af 78,5 milljóna kröfu. Samkomulag um niðurstöðuna var bundið trúnaði en honum aflétt á fundi borgarráðs í gær. Þarna er verið að kaupa ekki neitt fyrir 43 milljónir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Við hjálpum þér að velja rétta tækið fyrir þig BANDARÍKIN Donald Trump Banda­ ríkjaforseti réðst harkalega að pólit­ ískum andstæðingum sínum í ræðu í gær þar sem hann fagnaði því að öldungadeildin sýknaði hann af ákærum um embættisafglöp. Hann veifaði forsíðu Washington Post þar sem stóð „Trump sýknað­ ur“ og sagðist viðurkenna að hafa haft rangt við í lífinu en þetta væri niðurstaðan. Atkvæði voru greidd í öldungadeildinni á miðvikudags­ kvöld að íslenskum tíma. Þar vildu 48 þingmenn sakfella forsetann en 52 sýkna. Til þess að missa embætti sitt hefðu tveir þriðju öldungadeildar­ þingmanna þurft að samþykkja sakfellingu. Atkvæði féllu eftir f lokkslínum fyrir utan að repúblik­ aninn Mitt Romney greiddi atkvæði með sakfellingu. Tr ump gag nr ý ndi Romney, sem var forsetaefni Repúblikana­ f lokksins 2012, harðlega í gær. Romney, sem er mormóni, sagðist hafa kosið eftir sannfæringu sinni og vísaði í eið fyrir guði. „Mér líkar ekki við fólk sem notar trú sína sem réttlætingu fyrir að gera það sem það veit að er rangt,“ sagði Trump. Var þessum orðum einnig beint að Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur sagt að hún hati Trump ekki og biðji fyrir honum. Pelosi sagði Trump hins vegar þarna vera farinn að tala um hluti sem hann viti lítið um, trú og bænir. Jonathan Turley, sérfræðingur í lögum sem hefur gagnrýnt ákæru­ ferlið og repúblikanar ítrekað vitn­ aði í, var ekki sáttur við viðbrögð Trumps. Hann sagði á Twitter að forsetinn hafi greinilega hlustað á ráðgjafa sína og sleppt því að fara sigurhring. Hins vegar hefði hann ákveðið að fara sigurmaraþon. Vinsældir Trump hafa haldist nokkuð stöðugar í gegnum ákæru­ ferlið. Í nýjustu mælingu Gallup mælist ánægja með störf hans hins vegar 49 prósent og hefur ekki verið meiri í forsetatíð hans. Þá telja 63 prósent hann standa sig vel í efna­ hagsmálum. – sar Donald Trump vígreifur eftir sýknu Donald Trump veifaði forsíðu Washington Post á fundi með fréttamönnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.